Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1955, Page 6

Fálkinn - 02.12.1955, Page 6
4 FÁLKINN Aílanfis- >->>>>>>->>>>->>>>>>>>>>>>>->>>->>>-■>>->>>->>-> >> > >>>>->>>>->>>>>>>>->->->>>>->>-->> > > > > »-»»»» landið, scm sökk í sæ Spekingurinn Platon nefnir fyrst- ur manna Atlantis og talar um það sem fyrirmyndarríkið. Síðan hafa menn deilt um hvort Atlantis hafi nokkurn tíma verið til, og mörg hundruð bækur hafa verið skrif- aðar um það mál. Ein rökin fyrir tilveru Atlantis eru þau að svo margt sé líkt í list Forn-Egypta og Inkana í Ameríku, að sú menn- ing hljóti að vera upprunnin á sama stað — nefnilega Atlantis. PLATON, sem í ritum sínum lætur liinn fræga 'lcennara sinn, Sókrates, tala við samtiðarmenn sina, er fyrsti maðurinn er minntist á Atlantis í riti. Þegar hann lætur Timaios, Hermokra- tes og Kristias tala við Sókrates í rit- inu Timaios, segir Iíristias frá þvi að afi sinn hafi sagt sér sögu, sem spek- ingurinn Sólon sagði honum. Sólon hafði komið til Egyptalands og hitt þar prest, sem kunni frá mörgu að segja. Egyptar höðfu eigi orðið fyrir neinum eyðileggingum og áttu því ævagömul papyrus-bókfell. Meðal annars sagði presturinn Sóloni frá þvi, að Aþenu- borg hefði verið stofnsett fyrir 9000 árum, af gyðjunni Aþenu. (Sólon var uppi frá 640 til 559 f. Kr.). Aþenumenn voru miklir stjórnvitringar og her- menn, og þeir höfðu eyðilagt Atlantis, sem var stórt land og ríkt, stærra en Litla-Asía og Lybia til samans og lá úti í hafi fyrir vestan Herkúlesarstoðir (Gibraltar), en lengra en til Gibraltar náði landfræðiþekking manna ekki þá. Atlantisbúar voru hraustir og herskáir og höfðu langt undir sig mikið af Ev- rópu og Afríku og ætluðu að leggja undir sig öll lönd. Þá var það að Aþena tók forustu þeirra landa, sem börðust fyrir frelsi sinu og eftir liarð- ar orrustur tókst þeim að reka Atlant- isbúa heim til sin. Nokkru síðar urðu geigvænlegir jarðskjálftar og synda- Úthöggvinn steinvarði frá Quiriga í Guatemala. flóð, Atlantis sökk og hefir eigi bólað á þyi siðan. Hvaðan er þjóðsagan komin? Platon er eigi aðeins fyrsta heim- iklin að þessari Atlantissögn, lieldur sú eina, svo að hún verður ekki borin saman við aðrar. Það er ómöguiegt að segja hvort hann hefir sjálfur búið til söguna, eða hvort hún er egypsk þjóðsaga, sem Sólon hefir lieyrt í Egyptalandi. Vísindamaðurinn Stallbaum telur að Forn-Egyptar hafi vitað um Amerxku. En þetta er ótrúlegt, þegar litið er á þann farkost sem þeir höfðu. Mesta sjóferðin, sem getur í fornbókmennt- um Grikkja var farin kringum Afriku, sem Heródót segir frá, en hún var barnaleikur á við það að fara vestur yíir Atlantshaf áttavitalaust. En Plat- on telur að vegna þess að margar eyj- ar séu í Atlanthafi muni eigi frágangs- sök að komast frá einni til annarrar. Hins vegar telur sagnaritarinn Thu- kydid að sjóferð yfir Iónaliaf eitt hafi verið talin þrekvirki. í ritgerð, sem Bicherod skrifar árið 1685 reynir hann að gera söguna trú- lega með því að geta sér þess til að kaupmenn frá Fönikíu eða Kartagó hafi villst af leið fyrir straum og veðri til Azoreyja eða Kanarieyja eða jafn- vel Ameríkustranda og komist heim aftur heilu og höldnu. Svo mikið er víst að þjóðsögurnar um Atlas, sem Atlantisnafnið er dregið af eru mjög snemma tengdar við hug- myndir um að lönd og þjóðir ein- Iivers staðar vestur í hafi. Það var jötunninn Atlas, sem stóð vestarlega í Norður-Afríku og hélt uppi himin- hvelfingunni, en Perseus gerði hann að steini með því að sýna honum Med- úsahöfuðið. Þar eru nú Atlasfjöll, sem risinn stóð áður. En þó að fjöllin gangi þarna þverhnýpt í sjó fram gat fólk sem nennti að lnigsa imyndað sér að gaflað veraldarinnar væri ekki ein- mitt þarna, og að liægt væri að kom- ast lengra vestur. Og hvi gat ekki þjóð- saga myndast urn lönd þarna einhvers staðar vestra, saga um lönd sem Plat- on gat látið hugarsmíð sína um fyrir- myndarríkið eiga heima í? Og hví gat landið ekki sokkið í sæ? Það liafa lönd og eyjar gert áður. Hugarsmíðar leerðu mannanna. Síðan haía- menn sett sögu Platons í samband við söguna um Miðgarð í norrænni goðafræði. Miðgarður var miðbik veraldar og haf í kring, en ríki Heljar og Jötunheimar fyrir liand- an hafið. En snenxma fóru menn að efast um gildi Atlantissagnarinnar. Bæði Plini- us og gríski landfræðingurinn Strabon efast mjög um að hún sé sönn. Hins vegar trúðu miðaldafræðimennirnir. sem höfðu fengið söguna frá Aröbum, að hún væri sönn. Eftir endurfæðina- artímana var reynt að gera málinu full skil. Sumir töldu að með Atlantis væri átt við Amcríku eða Slcandina- víu, Kanarieyjar eða jafnvel Gyðinga- land. Mannfræðingar liéldu að Baskar eða Forn-Italir væru afkomendur At- lantisbúa. Langt fram á 18. öld var deilt um hvort ástæða væri til að trúa því, sem egypski presturinn hafði sagt Sóloni. Margir vildu taka það trúanlegt, þ. á. m. eigi minni menn cn Montaigne, Buffon og Yoltaire. Geta verður innleggs Olofs Rud- beck í málinu. Þessi sænski fjölvís- indamaður (1630—1702) lagði stund á læknisfræði, tónlist, vélfræði, mál- aralist og fornfræði og stofnaði grasa- garðinn í Stokkhólmi og varð síðast prófessor i líffærafræði. Hann slcrifaði rit um Atlantis í þrem bindum — á latínu. Það hét „Atlantica sive Man- beim, vera Japheti posterorum sedes et patria“ (Atlantis eða Mannlieimur, hið rétta heimili og föðurland af- komenda Jafets) og kom út í Uppsöl- um 1675—’78. Þar reynir Rudbeck að sanna að Atlantis sé sama landið og — Svíþjóð. Furðulegt svipmót. Eftir að Spánverjar og Portúgalir fóru að nema lönd í Ameríku rákust þeir á forna hámenningu, einkum hjá Aztekum og Inkum, sem tók í mörg- um greinum langt fram því, sem þeir höfðu séð i Evrópu. Þegar Fernando Cortez lagði undir sig Mexico 1519 sá hann í höfuðborginni Tenochtitlan, sem byggð var á staurum úti í fögru vatni, stór musteri, steinsúlur, dýra- garða og grasagarða, þarna voru spít- alar, rakarastofur, gufuböð, hitaleiðsl- ur og póstgöngur, lögregla og skatt- stofur. Trúarbrögðin voru í ýmsu svip- uð o^ hjá Gyðingum. Þar þekktist sag- an um Evu og höggorminn, syndaflóð- ið og Babelsturn. Aztekar skirðu börn sin, skriftuðu og fóru til altaris. Og menning Inkanna við Titícacavatn var þó enn liástæðari. Margs konar svipmót voru með ýms- um byggingum þarna og í Egyptalandi og Assyriu. Var Atlantis ekki tengi- liður þarna á milli? Atlantis með öli auðæfin og hámenninguna. Múrarnir í Atlantis voru þakktir koparþynnum og í Poseidonsmusterinu voru mynda- styttur úr gulli af konungum landsins og drottningum. Veggirnir í þessum helgidómi voru alsettir gimsteinum. Og kringum þetta höfuðmusteri voru mörg smærri og ýmsar opinberar byggingar — á fjalli með þremur tind- um. Og gosbrunnar voru á torginu og við stórhýsin. Nú spurðu menn: Hverjir aðrir en Stytta frá San Salvador. Hárgreiðslan er alveg eins og á mörgum styttum frá Egyptalandi.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.