Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 12
10 FÁLKINN IMMUMHIt Myndaframhaldssaga fyrir börn: Fjársjóður á hafsbotui t rii j i iwni ntrrinijiiwn MíM KliUk WSsÉrnm 9. Þegar komið var gegnum sex þilför niður i skipið var komið að öryggisklefanum, og það var liann sem kafararnir vildu fyrst og fremst finna. En það var erfitt verk. Þegar að vika var liðin varð „Artiglio 11“ að liverfa til hafnar vegna óveðurs. ,'Skipshöfnin varð að bíða marga daga iðjulaus eftir að veðrinu slotaði, og undir eins og það varð, var haldið af stað aftur. Þó var mikill sjór ennþá, og þegar kafararnir fóru niður valt skipið svo mikið, að stundum voru þeir liátt yfir þilfari skipsins og stundum niðri á því. Þeir gátu samt komið fyrir nokkrum sprengihylkj- um, sem rusluðu á burt stálþynnun- um á efsta þilfari. En það voru sex þilför niður að öryggisklefanum. * u 10. Með tíð og tíma tókst þeim að sprengja göt á neðri þilförin svo að stórt gat var komið djúpt niður í skipið. Með hverjum deginum varð starf kafaranna hættulegra. Kafara- klukkan, sem þeir voru í, hékk eins og lóð ofan í holunni, og á hverju augnabliki mátti eiga von á að holan fylltist af skrani úr skipinu og kafar- arnir yrðu undir. Sumarið 1951 var kafað yfir 200 sinnum og 250 smálestir af skrani cft- ir sprengingarnar tókst að fjarlægja smátt og smátt. Því nær sem kafararnir komust fjár- sjóðnum því varlegar urðu þeir að fara. Ef gullið yrði fyrir sprengingu mundi jjað dreifast í aliar áttir og fara til ónýtis. 11. Undir haust 1951 voru kafararn- ir komnir niður i matsal skipsins, sem var á næsta þilfari fyrir ofan öryggis- klefann. Nú var eftir að ryðja síðustu torfærunni úr vegi. Voru nú aðeins gerðar smásprengingar, sem losuðu um linoðnaglana í þilfarinu, og svo var liægt að taka stálplöturnar upp, eina og eina í einu. Þá loksins að komist varð að örygg- isklefanum gerði versta veður, og „Art- iglio 11“ varð að leita hafnar. Nú varð skipshöfn og kafarar að bíða margar vikur og vona að veðrið balnaði, en loks var útséð um að meira væri hægt að gera það árið. 12. Hver einasta skjóla af aur var dregin upp á þiifar „Artiglio II„ og rannsökuð, áður en leirnum var helt i sjóinn. En ekkert verðmæti fannst þar — aðeins rusl og ryðgaðar skamm- byssur og rifflar og mörg þúsund pat- rónur, sem indverskur fursti hafði átt að fá. En einn daginn fannst fúin spýta í leirnum — og þá urðu ítalirnir glaðir, því að þeir þóttust vita að spýt- an væri úr einum kassanum, sem gull- ið var í. Næst þegar aurnum, úr grip- skóflunni var helt á þilfarið, kom mik- ið af indverskum seðlum úr honum. Loksins kom fagur gullpeningur í leirnum 22. júní. Þá föðmuðu ítalirriir hverjir aðra. í næstu lotu komu tvær gullstengur. Þá féllu italirnir á hné og báðu fyrir félögum sínum, sem höfðu farist á „Artiglio I“. 13. Eftir þetta kom gull upp á hverj- um degi. Tvo fyrstu dagana var bjarg- að gulli fyrir 00.000 sterlingspund og nokkru af silfri líka. Þriðja dag var slæmt veður og skipstjórinn afréð að leita hafnar. Skipið fór inn til Ply- mouth með 180.000 sterlingspunda virði um borð. Niður við höfnina bcið forstjórinn fyrir vátryggingafél- O aginu Lloyds, sem græddi mikið fé á dugnaði og framtakssemi björgunar- félagsins. Og þarna var fjöldi annars fólks, sem hyllti ítalina. 14. Nú var hver gull -og silfursend- ingin eftir aðra flutt í land. Eitt sum- ar enn leið uns björguninni var að fullu lokið. En áður en lauk hafði „Artiglio 11“ sótt 1039 guilstengur á hafsbotn, 1929 siifurkassa og 37 kassa með mótuðum gullpeningum. Alls nam verðmætið kríngum 55 milljón ís- lenskum krónum. Peningarnir skiptust milli vátrygg- ingarfélagsins og björgunarfélagsins. En ýmsir þeirra sem höfðu lagt líf sitt i hættu við björgunina fengu hiægilega lítið í sinn hlut, en samt voru þeir ánægðir og hreyknir yfir að hafa tekið þátt i afrekinu. ENDIR. — Afsakið þér, á fjölskylda, sem heitir Fjóludal lieima í þessu húsi? — Nei, liér býr enginn Fjóludal. En kona, sem heitir Fjóla á heima hérna uppi á þriðju hæð, og i hús- inu beint á móti býr maður, sem heitir Dal. — Æ, hvað er að heyra þetta. Þau eru þá skilin! Pési litli, sem er sex ára, er að ieika sér við Jónu úti í garði. Allt í einu lemur hann liana og hún hleypur skælandi inn. Mamma hans kemur þjótandi út: — Pétur, heldurðu að þú megir slá hana Jónu litlu? Hvað gerði hún þér? —- Við vorum að leika Adam og Evu, svaraði Pétur, — og hún át allt eplið í staðinn fyrir að freista mín! Ung og falleg stúlka var lijá lækni til rannsóknar og liann athugaði hana alla, hátt og lágt. Svo fór hún, en kom aftur eftir dálitla stund og sagði: — Heyrið þér, læknir, — ég mun ekki hafa gleymt brjóstahöldunum mínuum hérna Læknirinn hjálpaði lienni að leita, en ekki fundust brjósthöld- in. — Æ, nú veit ég það — fyrir- gefið þér! Eg veit að það hefir ver- ið hjá tannlækninum, sem ég gleymdi þeim. — Já, en hvernig lítur hatturinn yðar þá út? — Mennirnir ættu að gera meira fyrir veslings smáfuglana en þeir gera. Þeir eru svo horaðir núna, vesling- arnir. — Er þér alvara að segja, að það þurfi tvo menn á svona kænu? — Já, annan til að ausa og hinn til að hrópa á hjálp.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.