Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.10.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 aftur einkennilega brosið, sem lék um varir hennar og þá reidd- ist hann. „Hlustaðu á mig!“ hrópaði hann. „Ef þú heldur að ég vilji gefa eftir skilnað til þess að þið Lionel geti lifað og látið eins og ykkur líkar — fyrir pen- ingana mína, þá skjátlast þér hrapalega?“ Hún stóð upp. „Lionél!“ dæsti hún fyrirlit- lega. „Jæja, svo að þú hélst að það væri hann. Ég. var einmitt að velta fyrir mér hvern þú mundir hafa grunaðan!" Davíð vissi hvorki út eða inn. Ekki Lionel ? En hver gat það þá verið? . .. Þessi hræðilegi grunur hans ætlaði að gera hann vitlaus- an. Hann gat ekki afborið þetta lengur! Hann ýtti Elizabeth harkalega til hliðar og opnaði skúffuna, sem hún hafði lagt bréfið í. Það lá ofan á hrúgu af öðrum bréfum. Fyrst af öllú varð hann að líta á nafnið undir bréf- inu. Blóðið hvarf úr andlitinu á hon- um. Með skjálfandi hendi tók han hvert bréfið eftir annað og skoðaði þau. Dauðaþögn var í herberginu. Loks sneri hann sér hægt að konunni sinni. Andlitið á honum var eins og á manneskju, sem skammast sín svo mikið að hún þorir ekki að biðja fyrirgefningar. En Elizabeth stóð kyrr og brosti til hans, og það glitraði á tár í dökkum augunum. „Elizabeth!“ hrópaði hann. Og um leið og hann faðmaði hana duttu bréfin niður á gólfið — bréfin, sem hún hafði lesið margsinnis — aftur og aftur. Það voru bréf, sem Davíð hafði skrif- að henni fyrir mörgum árum. Löngu áður en þau giftust. í USA eru 43.000 bílasalar, og salan á árinu sem leið var að meðaltali 185 bílar á mann. — Ég vissi að þau voru heima. Þau vilja bara ekki opna. »Lánardrottnar konunganna« Hvernig Rotschildarnir urðu ríkir. ALLIR liafa heyrt Rotschiidanna getið, þessara víðfrægu auðkýf- inga, sem tókst að koma undir sig fótum og græða of fjár í nwr öllum löndum veraldar. En færri vita hvernig iþessi auðsöfnun hófst. Það var tilviljun ein að ætt- faðir þessara peningapúka komst yfir mikið fé og ávaxtaði það til hagsbóta fyrir eigandann og sjálf- an sig. í ár eru 150 ár síðan Mayer Anselm Rotscliild var trúað fyrir peningunum, sem hann notaði til að gera syni sina að mestu peningajöfrum i Evrópu. Mayer Anselm fæddist í Frank- furt a. Main 1743, í liúsi sem hét „Zum Rotlien Schilde". Hann var gyðingur og átti að verða sálnahirðir, en kaus iheld- ur að gerast bankaritari I Hann- over. Þar sparaði hann fyrstu aurana og fór svo til Frank- furt aftur og stofnaði víxlara- stofu. Fékk orð á sig fyrir ráð- vendni og orðheldni og vegnaði vel. Tók hann sér nú ættarnafn- ið Rotschild, eftir húsinu sem hann fæddist í. Hann kynntist landgreifanum sem síðar varð kjörfurstinn Wilhelm I. af Hessen-Kassel og gerðist fjármálaerindreki hans árið 1803. Napoleonsplágan gekk þá yfir Evrópu og 1800 óð Napo- leon inn í Rínarlönd. Wilhelm kjörfursta fór að verða órótt, hann átti mikinn auð og vildi ó- gjarna að 'hann gengi í greipar Napoleon. Þá var honum ráðlagt að biðja Ansehn Mayer Rötschild fyrir peningana því að honum væri óhætt að treysta. Wilhelm gerði boð eftir Mayer Anselm og sagði honum mála- vexti. Segir Alexander Dumas eldri þannig frá viðræðum þeirra: Meyer Anselm spurði hvort sér væri ætlað að geyma pening'ana hreyfða, eða hann ætti að gera þá arðberandi. 'Kjörfurstinn var að flýta sér og sagði að hann gæti gert við þá hvað sem liann vildi, en kvittun fyrir þeim yrði hann að fá. (Þetta voru eitthvað á milli þrjátíu og átta og fjörutíu millj. þýskir dalir). En Mayer An- selm hristi liöfuðið og kvaðst ekki vilja gefa kvittun. Ef kjörfurst- inn félli í hendur Frakka og kvittunin fyndist mundi Mayer verða handtekinn þegar í stað og sakaður um að hafa haft laun- ráð gegn Frökkum og Napoleon. Hann gæti ekki ábyrgst pening- aua ef hann gæfi kvittun fyrir þeim, en kvittunarlaust vildi hann ábjrrgjast þá. Og svo tók hann við milljónunum — kvitt- unarlaust. Mayer Anselm lét ekki pen- ingana halda kyrru fyrir. Lánaði hann þá andstæðingum Napole- ons gegn góðum vöxtum og bæði hann og kjörfurstinn höfðu ríf- legar rentur af þeim. Mayer Anselm Rotschild dó 1812. Er Napoleon féll 1814 fékk kjörfurstinn ríki sitt aftur og hinir 5 synir Rotschilds afhentu honum féð, er faðir þeirra hafði tekið við og góða fúlgu umfram. Fréttist þetta og vakti athygli. 1822 urðu þeir austurrískir fri- herrar og fengu einnig aðalstign í Þýskalandi, Frakklandi og Eng- landi. Útbú frá víxlarabankanum sem Mayer Ansehn hafði stofnað spruttu nú upp í þessum löndum og varð elsti sonurinn, Anselm forstjóri bankans í Frankfurt, Salomon rak peningaverslun i Wien og París, sá þriðji, Nathan, setti upp banka i Mancliester og síðar í London og var stórrikur. Karl, fjórði sonurinn, stofnaði banka i Napoli og James, sá yngsti varð bankastjóri i París. Bræðurnir unnu jafnan sam- an. Kunnastur þeirra varð Nat- han, sem græddi ógrynni fjár í kauphöllinni í London. Hann beitti ýmsum brögðum til að snuðra um heimsfréttir á undan öðrum. Til dæmis frétti hann um flótta Napoleons frá Elbu 23 tím- um á undan enska forsætisráð- herranum og um úrslit orrust- unnar við Waterloo vissi hann lika á undan öðrum i Englandi. Gat ‘hann hagað kaupum sínum i kauphöllinni eftir þessum frétt- um og græddi vel á. Teikningin af Nathan Rots- child sýnir hann eins og hann stóð jafnan við sömu súluna í kauphöllinni kl. 16.45. Þó að hann væri þá kannske ríkasti maður Englands leit liann ekki stórt á sig. Hann dó 1836 og tók þá Lionel sonur hans Y'ið fyrir- tækinu. — Rotscliildarnir voru svo oft fengnir til að útvega rikj- um lán, að þeir voru kallaðir „lánardrottnar konunganna“. En þeir komu lika á fót námugrefti, járnbrautum o. fl. Og enn gætir þeirra í fjármálaheiminum. Fegrunarsérfræðingurinn Arpad Fischer í Paris hefir nú lagað hálsinn á Marlene Dietrich, sem var farinn að vindast eitthvað eða slcælast, en hefir aldrei verið fallegri en nú. Þó hefir honum tekist enn betur að lag- færa munninn á Lorettu Young, sem aldrei hefir verið kyssilegri en siðan hún kom frá Arpad. Og nú hefir hann tekið að sér að endurskapa nefið á Ginu Lollobrigidu. Fólk verður að bíða sex mánuði eftir að komast að hjá Arpad Fisclier, svo miklar eru annirnar. Og það eru nær eingöngu kvikmyndadisir sem leita til hans. Frú F. í. Arquette i Johnson City í Tennessee hefir eignast tvíbura sex sinnum, en alls á hún 19 börn. Þessi frjósama kona er 38 ára og segist búast við að eignast talsvert af krökk- um ennþá. Aumingja maðurinn, sem á að vinna fyrir allri þessari viðkomu. STJARNA Á REIKI. — Gary Cooper notaði fríið sitt til Ítalíuferðar. Hér er hann að versla með konunni sinni, og reynir með handapati að gera af- greiðslumanninuni skiljanlegt hvað hann vilji kaupa. Skoti keypti aspiríntöflur í lyfja- búðinni, en þegar hann var kominn út á götu kom lyfsalinn hlaupandi á eftir honum og kallaði, að liann liefði fengið stryknín fyrir aspirínið. — Hver er munurinn á því? spurði Skotinn. — Finim shillingar, svaraði lyf- salinn. Veiðimaðurinn Bob Hope. Bob Hope getur Y'erið skemmtileg- ur í einkalífinu ekki síður en í kvik- myndunum. Einu sinni bauð enskur aðalsmaður honum i veiðiför, og þeg- ar Bob kom aftur, eftir þrjá tíma, spurði hann húsbóndann, hvort allir væri komnir aftur úr ferðinni. — Já, þér komuð síðastur. — Er alveg vist að allir séu komnir? —- Já, það er öruggt. — Guði sé lof. Þá hefir það verið skepna sem ég skaut. ÞEIR HJÁLPAST AÐ. — Flóðhest- urinn og kúhegrinn eru mestu mátar og aðstoða hvor annan eftir þörfum. Hegrinn fær að sitja á flóðhestinum, sem hefir nógu breitt bakið, og í staðinn týnir hegrinn alls konar skor- kvikindi sem sækja á flóðhestinn, af honum. Þegar hættu ber að aðvarar hegrinn líka flóðhestinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.