Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Þrœlahald «g ambdttir Austurlanda Mannréttindin eru eitt af stefnuskrármálum Sameinuðu þjóðanna. En mannréttindi og mansal geta illa samrýmst. í flokki S. Þ. eru margar þjóðir, sem leyfa og reka þrælasölu og hafa yfir sér höfð- ingja, sem hafa kvennabúr. ítölsk kona, Marcella D’Arle hefir fengið tækifæri til að heimsækja kvennabúrin í ýmsum Arabalönd- um og í þessari og næstu grein er frásögn hennar, sem áreiðanlega er réttari en margt það, sem skrifað hefir verið um málið af mönnum, sem aldrei hafa séð þetta hefðbundna þrælahald með eigin augum. AÐ hefir ekki reynst hægðarleik- ur að koma mannréttindayfir- lýsingunni i framkvæmd. Fyrir nokkru var ráðstefna um iþctta haldin í Genf og voru þar fulltrúar frá 51 af þjóðum þeim, sem eru í UNO- bandalaginu. Tillaga liefir komið fram um að allsherjarsamþykkt verði gerð um að flutningur á þrælum sjóleiðis milli landa sé „sjórán“, og þannig yrði hægt að taka þau skip herfangi, sem vitað er að hefðu iþræla innan- borðs. Þetta mundi geta dregið úr þrælahaldi Araba, sem árlega flytja inn fjölda þræla frá Afriku og halda markaði á þeim, m. a. í hinni helgti borg sinni Mekka. Þar er mikill markaður, einkum siðan olían fannst i Arabiu og menn þar eystra fengu mikla peninga lianda á milli. Er með- al gangverð á þrælum þar yfir 20 þúsund krónur. En það eru ekki ein- göngu svertingjar frá Afríku, sem sendir eru á þessa markaði heldur líka innfæddar stúlkur. Aröbum sjálfum finnst ekkert at- hugavert við þetta. Þrælaverslun og kvennabúr hafa tíðkast hjá þeim frá alda öðli, og þarf ekki að vitna nema tiJ hins vísa Salómons, til þess að sjá viðhorf austurlenskra liöfðingja til þessara mála, því að forneskjan er furðu rík ennþá í þjóðum, sem að mestu leyti hafa lifað við kúgun og hvorki lært að lesa og skrifa. Talið er að þrjátíu þúsund þrælar séu ár- lcga fluttir inn í Saudi-Arabíu aðal- iega frá Afríku en líka frá Iran og írak. Það er aðeins tólf tíma flug frá London til Arabíu, en á þessari stuttu stund flýgur maður þúsund ár aftur í timann, til þjóðar, sem ekki hefir hugmynd um lýðræðishugsjónir vest- urlanda en lifir i sama hugarheimi, sem forfeðurnir hafa gert frá ómuna tíð. En það sem gesturinn rekur fyrst og fremst augun i er hið algera rétt- leysi konunnar. Ilún hefir engan rétt og því síður jafnrétti — lhin er hús- dýr eða leikfang, eftir því sem verk- ast vill, og þetta byggist á sjálfum Kóraninum, sem er heilög ritning þeirra, er trúa á Múhameð. Samkvæmt Kóraninum er hverjum karlmanni leyfilegt að eiga fjórar konur og eins margar ambáttir og hann hefir efni á. Maðurinn fær ekki að sjá konu sína áður en hann kaupir hana, en hann verður að borga hana fyrir- fram, og mætti kalla það að „kaupa köttinn í sekknum“. Konurnar eru að jafnaði ólæsar og óskrifandi, en þær kunna langa kafla úr Kóraninum utan að, einkum þá, sem fjalla um undirgefni þeirra og hlýðni við karl- mennina. En nú er best að gefa Marcellu d'Arle orðið. Hún hefir fiakkað um Arabíu i tvö ár, og fengið að koma víða, sem engum karlmanni er lileypt inn. HVERNIG ÉG KOMST FYRST INN í KVENNABÚR. Ég liefi ferðast um Arabíu í tvö ár, á þann eina hátt sem kvenfólki er fært að ferðast um þetta land, nefni- lega með slæðu fyrir andlitinu, og ég hefi fengið að koma í harðlæstustu kvennabúrin sem til eru í Jordan, Saudi-Arabíu og Kuwait. Ég hefi verið gestur konunga og drottninga og talað við þrælakaupmenn. Þess vegna get ég sagt talsvert frá hvernig lífinu er lifað í þúsund ára gömlum stil. Ég varð að gera margar tilraunir til að komast inn í Saudi-Arabiu og varð að bíða oft og lengi þangað til ég fékk áritun á vegabréfið mitt. Aröbum er lítið um að kvenfólk ferð- ist um landið upp á eigin spýtur. í Jidda, þangað sem pilagrímarnir fara er þeir ætla sér að komast til Mekka, húkti ég dögum saman i lierberginu á gistihúsinu mínu og var að drepast úr leiðindum. Ég gat ekkert fundið mér til dægrastyttingar. Þarna voru engar skemmtanir, sem kvenfólk hafði aðgang að, og sæist ég á ferli nteð karlmanni, vissi ég að ég mundi fá svo mikið óorð af þvi, að mér mundi aldrei verða hleypt inn í nokk- urt kvennabúr. Einu sinni dirfðist ég að skreppa í stutta bílferð með karlmanni, inn í eyðimörkina. En fyrr en varði var lögreglan komin á slúfana og lét mig vita að ég hefði fengið landvist til að kynnast landinu en eklci karlmönnum. Það var ljósmyndavélin mín sem bjargaði mér úr þessari sjálfheldu þarna í Jidda og hjálpaði mér til að skyggnast inn fyrir hina ósýnilegu múra þjóðsiðanna og inn í ósvikið kvennabúr. Ungur maður lieimsótti mig í gistihúsið og bauð mér í kvenna- búrsveislu, sent haldin skyldi í tilefni af því að liann liafði eignast fyrsta soninn. „Okkur langar nefnilega til að eiga myndir af þessari veislu," sagði liann, „en hér i Jidda eru það eingöngu karlmenn, sem taka myndir, og ekki er hægt að hleypa þeiin inn i kvenna- búr. En ég liefi heyrt að þér eigið myndavél og takið myndir sjálf ...“ Ég tók jjessu boði með miklum fögnuði og kom á tilsettum tíma með lj’ósmyndavéliná mina, en keki varð sjálfri mér gagn eða gaman að mynd- unum sem ég tók. Þegar veislunni lauk varð ég að skila húsbóndanum filmunni, og við útgöngudyrnar stóðu tveir þrælar, sem opnuðu myndavél- ina til að vera vissir um að hún væri tóm, og ieituðu á mér, ef ske kynni að ég liefði laumað áteknum filmu- spólum í vasana. BURAN — ARABASTÚLKAN. sér konu, og fékk fimmtiu tilboð jicgar i stað, frá jafn mörgum feðr- um. Ilann kaus sér konuna sem átti tignustu og dyggðuin ríkustu fjölskylduna. En fyrir þetta „upp- runaskírteini" stúlkunnar varð hann að borga tengdaföður sínurn tilvon- andi 10.000 pund. Það er helst að sjá að hann hafi verið heppinn í valinu, því að hann fékk sér.aldrei fieiri konur til við- bótar, og hafa hjónin átt tólf börn saman — ellefu syni og eina dóttur, nfl. Buran. Það var faðir Buran sem fyrstur sagði mér að í Arabíu væri maðurinn þræll konu sinnar — eða kvenna — og verði að veita þeim allt það ólióf og yndi sem efnin leyfa. Hann verður að sjá þeim fyrir dýr- indis fatnaði og gimsteinum. Arabinn borgar sinn síðasta eyri til þess að konurnar hans þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, sagði liann. Þó að Buran væri ekki nema 16 ára er ég viss um að hún átti meira af gim- steinum og skartgripum en áttræð ensk hcrtogafrú. Buran býr í kvennabúri ásamt móður sinni og bak við tjöldin er hún jnfn mikil tískustúlka og jafnöldrur hennar i öðrum löndum. Hún er klædd eins og venjuleg ung stúlka og þegar hún fer í skemmtiferðir inn i eyðimörkina er hún i stuttbuxum. En í þessum skemmtiferðum eru ein- göngu „haremsdömur" og enginn karlmaður i margra kilómetra ná- lægð. Þegar Buran er á götunni er hún liins vegar alltaf með þykka slæðu fyrir andiitinu. Bráðum á hún að giftast manni, sem liún liefir aldrei séð, og þá fær hún sina eigin „dyngju“ eða kvennabúr, eins og móðir hennar. Þá fær hún aldrei að tala við aðra karlmenn en manninn sinn, föður sinn og bræður, og ekki taka á móti öðru kvenfólki en því, sem maður- inn hennar leyfir henni að sjá. Það var í þcssu samkvæmi sem ég hitti Buran. Hún var sextán ára og ARABISKT BRÚÐKAUP. faðir liennar var arabiskur liúsgagna- Hjónavígslan sjálf er ofur smiður. Hún vaT all- vel kunnug drottn- f ingunni og ég gat notað hana til að komast i samband við Ibn Saud kon- ung sjálfan. Við Buran urðum mestu mátar, og með henni fékk ég leyfi til að koma í tignasta kvennabúrið í land- jf inu. Faðir hennar var mjög auðugur maður. Hann smíð- aði öll húsgögn handa Ibn Saud, “ sem skiptir að jafn- aði um húsgögn tvisvar á ári! einföld Þegar faðir Bur- an var orðinn tví- tugur og langaði til að fara að eignast konu, átti liann hvorki föður né móður til að velja konuefnið, eins og vcnjan er að for- eldrarnir geri i Arabíu. Hann varð þess vegna að ann- ast um ])etta sjálf- ur og auglýsti þess vegna í lögbirtinga- blaðinu að hann ætlaði sér að fá Ambátt, sem skcmmtir konunum í kvennabúrunum með dansi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.