Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1957, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.05.1957, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ■J? 4 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 414* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4» 4* 4* 4* 4* 4* 4* *; „Scg það með blómum 4» 4“ 4* 4»4*4*4*44*4*44*4*444444444444 44444444444444444 Ég sat á skrifstofunni og lét mér leiðast og var að velta fyrir mér hve lengi ungur málaflutningsmaður ætti að biða eftir að fá fyrsta málið sitt. Þá 'hringdi síminn. Ég þreif hann. Skjólstæðingur — loksins! Lyfti heyrnartólinu og sagði: — Saunders lögmaður. Einhver sagði með öndina í háls- inum. —' Elskan mín! Ég deplaði augunum Eg var ekki nákominn neinum af stúlkunum sem ég þekkti, þessa stundina. — Eh — 'halló! sagði ég varlega. — Ó, elsku Jolin, hélt röddin áfram. — Ég — ég var að reyna að skrifa þér — ég skrifaði mörg bréf, en varð að rífa þau öll. Og nú hringdi ég í staðinn. — Nú? sagði ég. — Þá það. Einhvers staðar í hugskotinu á mér lieyrði ég ofurlítinn lúður, sem blés titrandi hættumerki. Ég þekkti rödd- ina. Það var Freda James. Og Freda kallaði mig „elskan min“ og talaði um rifin bréf og andvarpaði i síman- um. Ég botnaði ekkert í þessu, en hugboð hvíslaði að mér, að það vissi ekki á gott. — Það — það er svo erfitt að út- skýra fyrir þér hvernig þetta kom við mig, hélt Freda áfram og dæsti, — Ó, John, það var svo yndislegt og rómantískt — að 'hugsa sér að þér skyldi detta þetta í hug! Ég fann að ennið á mér varð rakt af svita og mér fannst flibbinn vera að hengja mig. — Bh, finnst þér það? stundi ég. — John! Nú var Freda með grát- stafina i kverkunum, — Mig gat ekki grunað að þú hugsaðir svona til min. Auminginn, þér hefir liðið illa meðan þú varst að ígrunda hvernig þú ættir að segja það. Og svo sagðir þú það með blómum! Ég varð svo hrærð að ég grét meðan ég las bréfið, sem fylgdi rósunum, — Rósunum? 'hváði ég kverkaþurr. Hvað hafði gerst? Hvað var hún að tala um? Freda Jameson, stelpan sem ég hljóp margar mílur til að forðast — sem ætlaði að drepa mig í hvert skipti sem hún brosti til mín — Freda, sem andvarpaði og vældi og talaði um rósir . .. Reyndar gat verið skýring á þessu með blómin. Ég 'hafði sent henni blóm á afmælinu hennar í gær, en bréf? Nei. Ég hafði aðeins skrifað: „Tii hamingju!“ á spjald. Og eitt Joð undir. Það var engin ástæða til að vikna af því. — Ó, Jobn, kvakaði Freda. — Nú þarftu ekki að þegja lengur. Bara að ég hefði vitað þetta. Ég hefi þráð orð — eða merki um að þú ... og nú hefirðu gert mig glaðari og sælli en ég hefi nokkurn tíma verið á ævi minni. — Freda, sagði ég. Ég skalf eins og hrisla. — Freda, ég held að þú liafir ... — Elskan mín, hefirðu ekki getið þér til hverju ég svara? Auðvitað vil ég giftast þér. Svarið er já — já — JÁ! Ég ætlaði að segja eitthvað en það varð að hrygglu. — John, elskan min, hélt liún áfram. — Ég verð að fara núna. En þú verður að koma til okkar i kvöld. Hún bætti við og skríkti: — Hún mamma veit mn það. Ég varð að segja henni það strax. Hún er hrifin! Hún sagðist alltaf hafa vonast eftir að ég eignaðist jafn myndarlegan mann og þig. Við sjáumst þá aftur í kvöld, gullið mitt! Hún innsiglaði mál sitt með runu af kossa-smellum, og ég var svo ringlaður að ég kyssti á móti. Loks sleit 'hún sambandinu, og heyrnartólið datt úr liendinni á mér. Ég hlammaðist ofan i stólinn aft- ur og tók saman þessar niðurstöður: Ég liafði sent Fredu blóm. Það var rétt. En bréf hafði fylgt rósunum, og það gat ekki hafa verið spjaldið, sem ég skrifaði. Jafnvel ekki Freda gat túlkað orðin „Til hamingju“ sem bónorð. Með öðrum orðum hlaut annað bréf að hafa flækst með rós- unrnn mínum. Svitinn var í perlum á enninu á mér og ég skálmaði um gólfið. Ég greip símtólið en sleppti þvi aftur — tók fram pappírsörk og fleygði lienni. Það var ekki til neins að ná í Fredu núna. Ég varð að bíða kvölds- ins með að útskýra fyrir Fredu og móður hennar að þetta væri alger misskilningur. Það fór hrollur um mig og ég sligaðist niður á stólinn aftur. LOKS vann ég sigur á geðshræring- unni og fór að reyna að gera mér ■grein fyrir hvernig í þessu lægi. Það byrjaði fimmtudag í fyrri viku, þegar Dicky Golding kom æðandi inn til mín og bað mig um að hjálpa sér. Hann varð að fara fyrirvaralaust í kaupsýsluerindi til Parísar. — Heyrðu nú, sagði hann, — ég 'hefi boðið stúlku með mér á góðgerðadansleik i kvöld. Allt undirbúið, miðarnir keyptir fyr- ir of fjár, og ég get ekki sent afboð núna, því að hún hefir sennilega setið á hárgreiðshistofunni hálfan daginn, og það væri ekki gaman að láta það verða til ónýtis. Og nú kemur þú til sögunnar, vinur sæll ... — Alls ekki, sagði ég. — Ég finn enga sérstaka hvöt hjá mér til að ... — Hérna eru miðarnir tók Dicky fram í. — Og — eh — svo að ég segi það eins og það er, þá 'hefi ég búið Fredu undir þetta — ég sagði 'henni að þú liefðir verið í öngum þínum þegar þú fréttir að ég hefði boðið henni, því að þú hefðir ætlað að bjóða henni sjálfur, en úr því að ég 'hefði forfallast, fengi ég tækifæri til að gleðja þig. Hvernig finnst þér það, lasm? Ég hrökk við. — Hvað segirðu? Hvað? Og Freda! Freda Jameson — hrelling allra ógiftra manna! Dicky, ég get ekki gert þetta! Ég sætti mig ekki við þetta! Ég ... Við ræddum málið í þaula. Þegar Dicky rauk á burt til að ná lestinni, hafði ég látið undan. Ég var meyr og þægur — langt of þægur. Dansleikurinn var martröð. Það var ekkert að Fredu að athuga livað útlitið snerti, og við fyrstu sýn gat mann jafnvel langað til að kynnast henni nánar. En aðeins við fyrstu sýn. Venjulegur stútungs-einhleypingur þurfti ekki að vera nema fimm mín- útur með Fredu til þess að skilja, að hann var fallinn í hendur 'hættulegrar og áræðinnar hjúskapardiýenu. Það var raunin við Fredu. Þessi laglega stúlka var í rauninni gagn- eitruð af einni einustu hugsun — að klófesta mann. Afieiðingin varð sú, að hver einasti karlmaður sem lenti í klónum á henni i grandaleysi, flýði liana eins og byssubrenndur. Ég slapp furðu vel úr þessu. Eg var jafnvel svo árvakur nokkrum vikum seinna, að ég hafði mér til afsökunar þá átyilu að ég yrði fjarverandi á af- mælisdegi Fredu, þegar hún ætlaði að bjóða mér og nokkrum öðrum „góðum vinurn" sínum í miðdegis- verð. Og til að friða vonda samvisk- una hafði ég símað í blómabúðina sem var skammt frá 'heimili Fredu, og pantað rósir handa henni. Rósir og spjald með „Til hamingju!“ Ekki neitt annað. Ekki neitt „yndislegt og rómantískt“. Ég fór að hugsa um þessa uppliring- ingu í blómabúðina. Hafði afgreiðslu- stúlkan misskilið mig? Nei, hún 'hafði endurtekið orð fyrir orð það sem átti að standa á spjaldinu. Þetta virtist vera athugul og hjálpsöm og hrekkja- laus stúlka. Ég leit á klukkuna og stóð upp. Eg ætlaði að lita inn til þessarar 'hjálp- sönni stúiku, sem miðlaði heillaósk um og bónorðum milil ungs fólks, áður en ég hætti mér í sjálfa ijóna- gröfina. HÚN var ein í versluninni og var að búa um blóm. Þetta var ung ljóshærð stúlka, með græna svuntu. Augun voru skær og græn líka, hör- undið var svipað hunangi og brosið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.