Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1957, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.05.1957, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 „Liberia 11“ undir fullum seglum. Báiurinn var 7.7 metra langur, en að- eins 76 cm. breiður, svo að ekki var furða þótt hann yltri. Myndina í horninu tók Lindemann af sjálfum sér á leiðinni. ar fann ég aldrei til að blæddi úr tannholdinu — það er venjulega fyrsta einkennið. Annars á ég ekki heiðurinn af því að hafa notað laukinn fyrstur manna. Columbus tók með sér lauk þegar hann kom við í Kanaríeyjum. Arab- arnir treystu sitrónunum betur. Og á enskum skipum var það lengi lög, að birgðir af sítrónum skyldu vera um borð. Á hverjum morgni tæmdi ég 400 gr. dós af mjólk og á 'hverri viku át ég hálft kíló af hunangi. Ég varð að draga talsvert úr þess- um matseðli er á leið, en það kom ekki að sök. Þvert á móti. Með því að fasta skynsamlega og léttast dá- lítið, varð kroppurinn stæltari. Þar með er ekki sagt að ég ráðleggi öllum þeim, sem vilja megra sig, svona At- lantshafsferð. Þarna úti á hafi sá maður minna af dýralífi, en þegar maður siglir nærri ströndum. En þó sá ég liitabeltis- fugla úti á miðju hafi. Þeir sáust alltaf við og við og voru auðþekktir á iöngu stélfjöðrunum. Þeir komu nærri mér, flugu kringum mig og hurfu svo og vældu um leið. Einu sinni komu fjórir saman. Þeir reyndu að tylla sér á siglutoppinn en mun hafa þótt það of áhættusamt. Flugfiskar voru með mér alla leið- ina. Á hverjum degi sá ég þá lioppa upp og stinga sér aftur, í livaða veðri sem var. Þeir voru mér tii mikillar dægrastyttingar. Hákarlarnir eru sér i flokki. Þeir komu og fóru eins og þjófur á nóttu. Þegar ég sat i stýrisklefanum voru þeir hættulausir. En ég 'þorði ekki að baða mig, þeirra vegna. Að vísu gat ég séð til þeirra gegnum kafara- gleraugun, og af því að ég hafði sund- fitar liefði ég getað bjargað mér urn borð i tæka tið. En maðurinn sér ekki nema framundan sér, og hákarlinn getur komið eins og elding að baki manni ... þess vegna þóttist ég aldrei öruggur í sjónum, og síðustu þrjár vikurnar baðaði ég mig aldrei. Gullmakrillinn og hornfiskurinn munu hafa haldið að ég væri eins konar hákarl. Undir eins og þeir sáu mig flýttu þeir sér á burt. Og það þótti mér vænt um, því að þeir voru alltaf á gægjum eftir skelfiskunum á bátnum. VERSTA PLÁGAN. Drykkjarföngin hafði ég valið með tililti til þess að ég átti 3000 sjómilna leið framundan. Og þótt þetta væri að vetrinum til, eftir Norðurlanda timatali, var sólskinið ekki minna en það er mest um hundadagana. Oftast nær var ég alls nakinn niður að mitti, því að það fannst mér besta vörnin gegn því að fá blöðrur á skrokkinn eða kýli eða bólgu. En þetta jók á þorstann, sem alltaf kvaldi mig. Ég blandaði vatni og rauðvini í hlutfallinu 3:1 og þessi hálfsúri drykkur var ágætur við þorsta. Ég drakk fast að því einum lítra á dag, og við þetta bættist mjólkin og saf- inn úr kjötinu og lauknum. í hita- beltinu er 4—5 lítarar talið lítið. En samt þornaði é’g ekki um of. Tilraunir minar til að safna rign- ingarvatni tókust illa. Þegar rigndi var oftast nær hvasst líka, og þá hafði ég annað að gera við hendurn- ar en að safna vatni í segl. Og hvneær sem ég reyndi það blandaðist sælöður saman við hreina vatnið. Heilsufar mitt var óaðfinnanlegt allan timann. Engir kvillar stafandi af vöntun á næringu, engir verkir í liðamótunum. En blöðrurnar kvöldu mig, einkum þar sem hörundið vökn- aði mikið í sjó. Saltvatnið brenndi þurra 'húðina, og svo steikti sólin liana á eftir. Og svo kom saltvatnið aftur. Ef ég vöknaði ek'ki í lengri tima burfu blöðrurnar. En ég var sjaldan svo heppinn. Og síðasta hluta ferðarinnar var ég alltaf rennblautur. Ég fékk lika kýli, sem mig verkjaði i, sérstaklega vinstra megin á háls- inum, og þar bólgnaði ég mikið. Og ég fékk verki i vinstri fót og sá mér ekki annað vænna en að nota penicil- lin, sem dró úr kvölunum um sinn. Og allan tímann var ég með bólgu- hnúta i liörundinu. Loks átti ég orð- ið erfitt með að sitja, og gat ekki sofið á nóttinni. Ég var orðinn illa kominn er ég átti skanimt ófarið til AntiIIes-eyja. En nú var ég kominn svo nærri markinu að ég bar allar þessar hrell- ingar betur en ég hefði gert ella. DÁSAMLEGT JÓLAKVÖLD. Einn morguninn í birtingu stóð ég fram á og var að fást við fokkuna. Þá sá ég tvo freygátufugla á sveimi yfir mér. Þetta eru landfuglar og ég sá að nú gat ekki verið mjög langt til lands. Ég horfði lengi á hve þessir fuglar flugu fallega. Þetta var 23. desember. Þann 24. des. sá ég fjóra freygátu- fugla og um miðjan dag brunaði flug- vél yfir mér. Hávaðinn í hreyflunum var eins og negrasöngur í eyrunum á mér. Ég gat ekki liugsað mér feg- urri jólasöng. Og nú langaði mig til að fá jólagjöfina mína: Landsýn af eynni Antigua! Ég átti 50 sjómílur ófarnar. Það var ekkert. Ég lrló og söng. Vindur- inn var hagstæður. Ég sigldi langt fram á nótt, en sá ekki land — ekkert Ijós — enga strönd. Skyldi mér hafa misreiknast staðar- ákvörðunin? Það var ekkert við því að gera. Ég varð að sigla áfrarn, hvort mér var það ljúft eða leitt. Það kom ekki til mála að sofa. Um miðja nótt sá ég skýjaþykkni framundan, hlaðið þrumum og elding- um. En það veður fór framhjá mér. Kl. 0.35: Tvö ljós framundan! Fiskiskip? Vitar Antigua? Eða — kannske voru það bara tvær stjörn- ur ... ? Klukkan 12 mnútur yfir þrjú fékk ég að vita vissu mína: Ég sá land! Upplýstan glugga og fyrir innan hann fólk, sem ekki hafði lokið jólagleð- inni ennþá ... Ég varð angurbliður: Jólakvöld og ég aleinn 'hérna ... En svo varð ég eins og barn. Ég vildi halda upp á jólin. Ég leitaði og leitaði. Og loksins fann ég súkkulaðiplötu. Ég sá ljósin hverfa og rofa til fyrir nýjum degi. Tók inn drifakkerið og vatt upp segl og sigldi fyrir suður- odda Antigua í vesturátt. Ég sá græn- ar liæðir, kókospáhna, hvít hús, him- inblátt liafa — þetta var Paradís ... Enn liðu finnn dagar þangað til ég komst til stærstu Jómfrúreyjarinnar, MAÐUR FRÁ MARS? — Nei, þetta er jarðbúi, en hann er að vinna við frumefnið plutonium. Hann er starfs- maður á bresku kjarnorkustöðinni í Harwell, en þar var ljósmyndurum leyft að koma núna nýlega, í fyrsta skipti. Búningurinn sem hann er í, ver hann gegn skaðlegri útgeislun frá plutonium. NÝTT LÝÐVELDI. — Pakistan hefir verið enskt samveldisland með ekki ósvipuðu fyrirkomulagi og t. d. Ástra- lía. En nú á það að verða lýðveldi, eins og Indland. Eigi að síður verður það áfram í breska samveldinu. — Þessi mynd er frá Pakistan. Þar sjást vagnar sem úlfaldar draga, innan um nýtísku sporvagna. Frjósamasta kona sem sögur fara af var rússnesk, gift Fedor Vassilet. Hún lá 27 sinnum á sæng og eignað- ist 69 börn — 16 sinnum tvíbura, sjö sinnum þríbura og ferna fjórbura. — Frú Marie Cyrr frá Fort Kent í Maine, Bandaríkjunum, giftist 17 ára og eignaðist barn á hverju ári næstu 26 ár í röð, og lifa 19 þeirra. Hún er ekki nema 46 ára og getur vel eign- ast fleiri. — Óstaðfest er hins vegar sagan um Margaritu Goncalez, sem segir, að liún hafi legið 33 sinnum á sæng og átt 158 börn með tveimur eiginmönnum sínum — 144 drengi og 14 stúlkur. —O— St. Croix. Ég sigldi inn á höfnina i Christiansted. Þann 29. desember 1955, á 65. degi eftir að ég lagði upp frá Kanaríeyjum, stóð ég aftur á þurru landi. E n d i r .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.