Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1957, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.05.1957, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Undir stjörnum Parfsar Leikurinn hélt áfram. Giulietta Belloni hafði aftur náð tökum á áhorfendunum. Feld- urinn var gleymdur. Það eina sem nokkru varðaði var tónlistin og söngurinn og þráð- urinn í leiknum. Aðeins einu sinni — þegar Tosca hafði drepið Scarpia og gekk út og dró hvíta feldinn á eftir sér — litu nokkur and- iit upp í stúku Florians. En alvarlega unga stúlkan, sem sat þar í fallega græna kjólnum, virtist vera með allan hugann við leikinn og ekki gefa því gaum að tekið var eftir henni. Tjaldið féll, lófaklappið byrjaði og svo var kveikt á Ijósunum aftur. Agneta tók á því sem hún átti til og sneri sér að Florian. Hann virtist enn kaldur og æstur og reiður. „Hvernig dirfist þér?“ sagði hún og rödd- in titraði af reiði. „Mademoiselle! Þessa setningu hefði ég átt að segja en ekki þér,“ sagði hann þurrlega, en hún tók eftir að það kom dálitið flatt upp á hann að sjá hve reið hún var. „Ég á engin orð yfir það sem ég hugsa um yður, því að ég gæti ekki stillt mig nógu vel ef ég segði þau,“ hélt hún áfram. „En síðar meira verðið þér að gera svo vel og gera mér grein fyrir hvers vegna þér flækið mér inn i jafn lúalegt mál og þetta.“ „Ég er vanur því að skipunum mínum sé hlýtt, án þess að þurfa að gefa skýringar á þeim, svaraði hann stutt. „Þá verðið þér að breyta af venjunni í þetta eina sinn.“ Þögin á eftir var óviðfelldin og þeim var báðum mikið niðri fyrir. Loks sagði hann: „Ætlið þér að koma fram í forsalinn í hlé- inu?“ „Nei.“ „Leyfið mér að benda yður á, að þér eruð hér til að sýna feldinn minn.“ „Ég hefi þegar sýnt hann,“ svaraði Agneta rólega. Hann leit á hana aftur og hún tók eftir að ofurlítið bros var að brjótast fram úr reiðisvipnum á anditinu á honum. „Ég hefi aldrei vitað, Gabrielle litla, að þér væruð stöð og þrá eins og asni,“ sagði hann. „Einmitt það? Þá ættuð þér að vita, að þegar asni slær þá gerir hann það svo um munar,“ svaraði hún. Nú hló hann. Stuttan ergelsishlátur. Svo stóð hann upp og gekk út úr stúkunni og skildi hana eftir. Agneta sat þarna, róleg að því er virtist, og það sópaði að henni. Þrátt fyrir reiðina hafði hún ekki gleymt að hún var sýnistúlka þangað til hún kæmi út í bifreiðina aftur. En mest hef ði hana langað að taka höndunum fyrir andlitið og gráta. Hún fann kuldahroll fara um sig alla, eins og eftir ákafa geðshræringu eða taugaáfall, og hún rétti út höndina eftir feldinum. En svo hugsaði hún sig um og lét hann liggja á stólbakinu. 1 sömu svifum kom Roger inn í stúkuna. „Ó, Roge'r!“ Hún stóð upp og horfði á hann og sárlangaði til að fleygja sér í faðm- inn á honum. „Roger!“ Hún gat ekki sagt nema nafnið, en henni var léttir að segja þó ekki væri meira. Það færði hana nær veru- leikanum. „Roger,“ hvíslaði hún í þriðja sinn og fékk tár í augun. „Sestu aftur, góða!“ Roger tók um báðar hendur hennar og þrýsti henni niður í stólinn. „Hvað er eiginlega um að vera?“ „Ég ... ég veit ekki. Hvar er Eva?“ spurði hún svo. „Ég kom henni fyrir hjá nokkrum kunn- ingjum mínum. Hvar er Florian?" „Það veit ég ekki. Og mér er líka alveg sama um það. Ég hugsa að hann hafi orðið fokvondur út af því að ég.vildi ekki fara út milli þátta og sýna mig í þessu þama.“ Hún benti á feldinn. „Hver var tilgangurinn? Að gera Belloni gramt í geði?“ „Og eyðileggja sýninguna fyrir henni. Tókstu ekki eftir hvernig fólk var farið að líta á mig og gera samanburð á feldunum í stað- inn fyrir að taka eftir því, sem var að gerast á leiksviðinu? Þetta var andstyggilega gert af honum — hvað svo sem 'hún hefir gert honum. „Hefir hún gert honum eitthvað illt?“ spurði Roger. „Eins og ég viti það? Ég veit ekkert um hans einkamál. En ég veit það eitt, að engum er heimilt að auðmýkja fólk á þann hátt sem hann hefir gert og reyna að spilla fyrir jafn ágætri listakonu. Ég hefði aldrei tekið í mál að fara hingað ef ég hefði vitað að hann ætlaði að nota mig svona.“ Hún beit á vör- ina. „Og samt varð ég að sitja hérna og reyna að vera sem fallegust og sóma mér sem best, þótt mér finnist ég vera eins og eldfjall, sem er í þann veginn að gjósa.“ „Veslingurinn.“ Roger brosti til hennar, nlýlega og eins og góður kunningi. „Kannske þú viljir helst fara heim núna? Ég get beðið kunningjana mína að hugsa um Evu meðan ég skrepp með þig heim til þín.“ Tilhugsunin um að fá að sitja í friði og ró í bíl Rogers var svo freistandi að Agneta var komin á fremsta hlunn með að taka boð- inu. En þá minntist hún þess, sem af slíku mundi hljótast — og að þá gæti hún aldrei krafist skýringar af Florian á atferli hans. „Nei, þökk fyrir,“ sagði hún angurvær. „Þetta er fallega boðið, Roger, en úr því að ég er komin hingað þá er réttast að ég þrauki til enda.“ Hann virtist efins, en Agneta var ákveðin. Loks skildi hann við hana eftir að hafa sagt nokkur hughreystingarorð. Florian kom ekki inn fyrr en dregið hafði verið úr birtunni í salnum. Þau töluðust ekki orð við, Agneta og hann. Allan síðasta þátt höguðu þau sér eins og þau þekktust ekki. En þegar tjaldið var fallið og Giulietta Belloni tók á móti fagnaðarlátum fólksins í síðasta sinn, stóð Agneta upp og lét Florian leggja feldinn á axlirnar á sér. „Þér viljið auðvitað ekki koma með mér að tjaldabaki? spurði hann um leið og þau gengu út úr stúkunni. „Einhvern tíma í annað skipti, en ekki í kvöld,“ svaraði Agneta. Og hún sá að Florian beit á vörina — hún gat ekki séð hvort hann var heldur reiður eða gerði að gamni sínu. Fólkið góndi á þau er þau gengu hægt að aðaldyrunum, en nú hafði Agneta ekkert gaman af að vekja eftirtekt. Ef til vill horfði sumt fólkið á hana með óblandinni aðdáun, en úr augum flestra skein aðeins forvitni. „Á ég að aka yður beint heim?“ spurði Florian er þau voru sest í bílinn. „Mig langar ekkert til að borða kvöldverð með yður, ef það er það, sem þér eigið við,“ svaraði Agneta. Slík ókurteisi í svörum hefði henni fundist óhugsandi fyrir tveimur tímum. „Þér ráðið því.“ Hann sagði bílstjóranum hvert aka skyldi og hagræddi sér í sætinu við hliðina á henni. En þegar bíllinn rann fram Avenue de I‘ Opera skildi Agneta að hann mundi ekki hafa tíma til neins konar skýringa ef þau færu beint heim til hennar. „Viljið þér biðja bíl- stjórann að aka dálítið um borgina,“ sagði hún stutt, eins og hún teldi sig hafa rétt til að tala við húsbónda sinn í þessum tón. Georges Florian horfði lengi á hana, og fyrst hélt hún að hann mimdi minna hana á, að hún væri sú minnst kunna af sýnistúlk- unum hans og sú, sem hann gæti best verið án. En hann brosti aðeins út í annað munn- vikið og breytti skipun sinni til bílstjórans. „Nú fáum við tíma til að tala saman,“ sagði Agneta og starði beint fram. „Góða Gabrielle, það tekur ekki langan tima að segja það sem ég þarf að segja,“ svaraði hann þurrlega. „Ég sætti mig aldrei við óhlýðni af 'hálfu starfsfólks míns. Sá sem reynir slíkt verður að fara.“ Hún fann að hún fölnaði, en varð að duga eða drepast og svaraði: „Ég var ekki eingöngu sýnistúlka yður i kvöld, herra Florian. Þeg- ar ég er í tískuhúsinu yðar verð ég að hlýða yður í öllu, en þegar ég er ekki þar — jafn- vel þó að ég sé í fatnaði frá yður — er ég frjáls manneskja. Þér höfðuð engan rétt til að flækja mér inn í þetta mál og gera mig meðseka í verknaði, sem þér vissuð að ég hefði vísað á bug með fyrirlitningu ef ég hefði vitað um hann fyrirfram." „Þér voruð þarna til þess að sýna feldinn minn,“ svaraði hann kuldalega. „Ég var alls ekki í leikhúsinu til þess! Hún sneri sér að honum og var reið. „Ég var þar til að auðmýkja vinkonu yðar.“ „Giulietta Belloni er ekki vinkona mín framar,“ svaraði hann rólega. • „Mig gildir alveg einu hvað hún er eða hvað hún hefir gert!“ Agneta varð skjálf- rödduð. „Ég veit aðeins það eitt, að það var Ijótt, skammarlegt og viðbjóðslegt að gera þetta gagnvart henni. Og það skammarleg- asta var að flækja mig — sem ekkert vissi og ekkert kom þetta við — i málið. Hvað

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.