Fálkinn - 31.05.1957, Page 3
FÁLKINN
3
íþróttarevýan
fjölsótt þrátt fyrir
óhagstætt veður
Hér sést skrúðgang'a leikara og blaðamanna komin af langri göngu alla leið ofan frá Þjóðleikhúsi
upp á íþróttavöll. Hún er litskrúðug, og er þó myndin ekki nema svipur hjá sjón. Nú stendur þessi
fríði flokkur heiðursvörð meðan Brynjólfur flytur setningarræðu sína.
og blaðamanna. Lauk honum með
jafntefli, 5 mörkum gegn 5, samkvæmt
úrskurði Gu&mundar Jónssonar söngv-
ara, en Haukur Óskarsson lýsti
keppninni, sem erfitt 'hefði verið að
botna i annars.
I lyftingum kepptu Haraldur
Björnsson og Rúrik Haraldsson frá
leikurum, en Karl ísfeld og Thorolf
Smith frá blaðamönnum. Lyftingar-
tækið var feiknastórt, en líklega að
sama skapi létt, því að „frænka
Charleys“ (Árni Tryggvason) stal
því og hljóp burt með það í annarri
hendi. Var það ekki eina prakkara-
strik frænkunnar þennan dag, því að
hún færði leikkonum lieim sigur í
reiptogi við blaðamenn á óvæntan
hátt og sitt hvað fleira.
Margt fleira kom til skemmtunar,
svo sem Ifjöldasöngur undir stjórn
Kristins Hallssonar, og ganiall hóndi
(Brynjólfur Jóhannesson) kom ríð-
andi inn á völlinn og gaf í nefið. *
Það eru hlutafélög, sem reka ýmsa
af grafreitum og kirkjugörðum Banda-
ríkjanna. Þessi félög hafa nú mynd-
að með sér samband til að innprenta
fólki, að kirkjugarðarnir séu alls ekki
dapurlegir staðir, heldur þvert á móti
„lifandi gróðurreitur endurminning-
anna“.
Meðal þeirra skemmtiatriða, sem mikla athygli vöktu voru lyftingarnar.
Gengu kappar að hver á eftir öðrum, en engum tókst að lyfta til fulls
nema Haraldi Björnssyni, sem sigraði með yfirburðum. Hér sést Karl
ísfeld reyna sig og tekur auðsjáanlega vel á, þótt ekki dugi til, enda
er hér um 20 þúsund punda þyngd að ræða.
Þessi tígullegi goði er enginn annar
en Lárus Salómonsson, cn hann
stjórnaði reipdrættinum af mikilli
prýði.
„Elsa Jena syndgar í kirkjunni
næstkomandi laugardagskvöld,“ stóð í
blaði einu í Lemvid i Danmörku. En
það kom upp úr kafinu að Elsa Jena
ætlaði að syngja en ekki að syndga
i kirkjunni.
Frænka Charleys (Árni Tryggvason),
var vafalaust vinsælasta „persónan“
á vellinum. Hún kom víða við, og
voru afrek hennar ótrúleg.
■Leikarar og blaðamenn efndu til
iþróttarevýu á íþróttavellinum um
síðustu helgi. Þó að veður væri óhag-
stætt, sótti skemmtun þessa fjöldi
fólks, eins og um landskeppni í
knattspyrnu væri að ræða.
íþróttarevýan hófst með því, að
leikarar og blaðamenn gengu í leik-
gervum og litklæðum frá Þjóðleik-
húsinu suður á íþróttavöll, en þar
setti Brynjólfur Jóhannesson hátíð-
Brynjólfur Jóhannesson vakti á sér
óskipta athygli, ekki síst þegar hann
kom ríðandi á góðhesti sínum inn á
völlinn í þessu gervi, hér er hann að
flytja setningarræðu sína.
ina. Siðan var löng og samfelld dag-
skrá, sem hér er ekki liægt að rekja
nema að litlu leyti, því að þar skeði
margt skrýtið og óvænt, sem vakti
kátínu áhorfenda.
Nokkur helstu skemmtiatriðin voru
þau, að „svertinginn" Jón Sigur-
björnsson söng nokkur negralög með
undirleik Lúðrasveitarinnar Svanur,
keppt var í pokahlaupi, sem Sigríður
Hagalín vann, og furðulegur knatt-
spyrnuleikur var háður milli leikara
Knattspyrnukeppnin fór fram af einbeitni og le'ikni og hér sést eitt hinna
tvísýnu augnablika þegar ekki má miili sjá hvort Vigni tekst að koma
boltánum í markið eða Valdimar Helgasyni að hindra það.
Bókavörður einn í alþýðubókasafni
i Kaliforníu hefir fundið ýmis konra
„bókmerki" i bókunum, sem skilal
er aftur úr láni: Naglaþjöl, part af
mynd af Marilyn Monroe, jórturlðeur,
brauðsneið með osti og miða með
orðunum: „Ég hata þig, Evelyn!“