Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1957, Qupperneq 4

Fálkinn - 31.05.1957, Qupperneq 4
4 FÁLKINN dionungur hliómsvcitarstióranna ARTHUR TOSCANINI. é*YAA AÐURINN sem var MmÍ sjálfar tónlistar- * * ^ innar í meðvitund fleiri manna en nokkur annar, Arturo 1 oscanini, dó í svefni að morgni 16. janúar, rúmum tveimur mán- uðum fyrir níræðisafmæli sitt. Það var líkast og þjóðhöfðingi væri fallinn í valinn. Allar stéttir manna hörmuðu fráfall hans og blöðin skrifuðu saknaðargreinar. Eisenhower talaði fyrir munn annarra eigi síður en sjálfs sín er hann sagði: „Ég harma að Tos- canini skuli vera látinn. Sem maður og tónlistarsnillingur naut hann aðdáunar allrar veraldar- innar. Hann talaði alþjóðamál tónlistarinnar, en talaði líka máli híns frjálsa manns. Tónlistin sem hann skóp og hatrið sem hann bar til harðstjóranna, eru hluti af arfleifð okkar.“ Auk allra skrifanna um fráfall hans og óteljandi hluttekningar- ummæla, hafa tónlistarfélög á öllum sviðum minnst hans. Á Metropolitan Opera House kom forstjórinn, Rudolf Bing, fram fyrir tjaldið áður en sýning hófst á „Madame Butterfly" og ávarp- aði áheyrendur með þessum orð- um: „Við hrærumst djúpt yfir fráfalli meistarans, sem fyrst kom til þessa lands á vegum Metropolitan, og sagan mun telja frábærastan tónlistarmann vorra tíma.“ Síðan tilkynnti hann að hljómsveitin mundi leika lag úr einni af uppáhaldsóperum meist- arans, eftir Verdi, sem Toscanini raat mest allara óperutónskálda. Dimitri Mitropoulus stjórnaði hljómsveitinni en hún lék forleik- inn að IV. þætti af „La Traviata", Undir eirmyndinni af Toscanini í Metropolitan Opera meistarinn dó. en áheyrendur stóðu upp úr sæt- um sínum sem einn maður, og stóðu meðan lagið var leikið. Kvöldið eftir lék New York Philharmonic Symphony sorgar- lag úr Eroica-sinfóníu Beethov- ens, til þess að minnast Toscan- inis. Hljómsveitinni stjórnaði ungur amerískur hljómsveitar- stjóri, Leonard Bernstein. Hann sagðist ekki eiga orð til að lýsa hve mikils væri misst. „Veröld tónlistarinnar verður aldrei sú sama og hún var,“ sagði hann. „Symphony of Air“, en það nafn hefir hin fræga hljómsveit National Broadcast Company tekið sér fyrir nokkru, og henni stjórnaði Toscanini lengi, lék sorgargöngulagið úr „Götter- dámmerung" Wagners á hljóm- leikum, sem þegar höfðu verið fastráðnir áður en Toscanini dó. En siðan hélt þessi fræga hljóm- sveit minningarhljómleika og þar var á dagskrá úrval þeirra tón- verka, sem Toscanini voru hjart- fólgnust. Allar sjónvarps- og tónvarps- stöðvar í Bandaríkjunum höfðu langa dagskrá, sem helguð var Toscanini, og þar voru leikin af plötum tónverk, sem hann hafði stjórnað. Milljónir tónlistarunnenda í Bandaríkjunum sýndu hluttekn- ingu við fráfall Toscaninis. Það var eins og fólk hefði misst ná- kominn vin, svo samgróið var nafn þessa manns orðið tónlistar- lífinu í þessu landi, sem var hans annað föðurland, og svo mikinn hangir krans siðan þátt hafði hann átt í að efla tónlistarmenningu þjóðarinnar. ■Þegar blöðin sögðu frá láti Toscaninis töluðu menn ekki um annað. Nafnið Toscanini tók yfir þvera framsíðuna og ókunnugt fólk gaf sig á tal hvert við annað, því að allir hörmuðu Toscanini. Útför Toscaninis var gerð frá St. Patrickskirkjunni í New York. Aðeins lítill hluti fólksins komst inn í kirkjuna, en þó kalt væri í veðri stóð hópurinn fyrir utan meðan athöfnin fór fram. Spellman kardínáli stjórnaði athöfninni, en Joseph biskup Pernicone hélt ræðuna.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.