Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1957, Side 6

Fálkinn - 31.05.1957, Side 6
6 FÁLKINN FRAMHALDSGREIN. /"£ Á SVIFRÁNNI KVIKMYNDASAGA. Og Lola, Mike og Tino koma inn í fullum skrúða, með silkiskikkjur á öxlunum ... I.OLA YFIRSKYGGIR. Hljómsveitin leikur. Og Lola og Tino koma inn í fullum skrúSa, með silkiskikkjur á öxlunum og heilsa. Svo hlaupa þau upp kaSalstigann, upp á pallana. ÞaS var líkast og allir héldu niðri i sér andanum. Þúsundir augna mændu upp í hvelfinguna. Þau byrjuSu meS þvi aS leika ýms- ar auSveldar æfingar þarna uppi undir hvelfingunni meSan eftirvænt- ingin væri aS ná tökum á fólkinu og hljómsveitin var aS ijúka laginu, sem Mike hafSi afráSiS aS nota sem inn- gönguljóS. Þetta var skemmtilegt lag meS eggjandi hrynjandi, í stíl viS sveiflurnar á ránni og heljarstökkin. Þremenningarnir þarna uppi svifu frá rá á rá. Mike tók á móti Lolu og Tino, sem komu svífandi i lausu lofti. Loks fór Tino aS búa sig undir þaS, sem ótti aS setja kórónuna á verkiS, tvöfalda og þrefaida heljarstökkiS. Eins og hvítur hnöttur, meS hnén kreppt upp aS brjósti, kastaSi hann sér út í loftiS hringsnerist tvívegis, og lenti í höndunum á Mike. Þetta var eins og aS sjá kraftaverk, hársbreidd frá dauSanum. En i raun rétti var þaS ekki annaS en árangur margendurtekinna æfinga og hnitmiS- aSra hreyfinga. Engan grunaSi hve mikil andleg og líkamieg áreynsla þaS var aS gera þetta, en hitt skildi fólk, aS þaS hafSi séS eitthvaS, sem var alveg óvenjulegt. ÞaS æpti af hrifningu. Lola fékk líka sinn hluta af fögn- uSinum. ÞaS var rafbylgjutitringur i loftinu, er hún sýndi dálítiS auka- númer, alveg óvænt. ÁSur en Mike og Tino höfSu komiS sér fyrir, undir þrefalda heljarstökkiS, brosti hún ismeygilega til félaga sinna og sýndi sig eina. MeS mjúkum, kvenlegum hreyfingum sýndi hún „aukanúmer- iS“ sitt, eins og þaS væri fyrsta flokks meistaraverk, og lét sig aS lok- um falla niSur í netiS. Og nú tók undir í húsinu af lófa- klappinu. Mike, Lola og Tino fengu óhemju- leg fagnaSarlæti aS launum og voru kölluS fram hvaS eftir annaS. Tino renndi ástaraugum til hennar, en hún stóS sigri hrósandi milli þeirra, eins og eiginlega væri ])etta mest henni aS þakka. Og Tino hvíslaSi: — HeyrSu, þaS er veriS aS klappa fyrir þér. Mike leit til hans meS aumkunar- svip. Tino var meira en lítiS ást- fanginn! Ljósmyndarar frá aSalblöSunum sfóðu reiðubúnir til að mynda þau, er þau komu út af leiksviSinu. Og þarna var svo mikill troSningur blaðamanna og fólks sem vildi eign- ast rithönd þremenninganna, að þau komust varla inn i klefana sina. John Ringling North stóS i dyrun- um og beiS eftir þeim. Hann brosti hlýlega til Mike. — Ég hefi samning við þig, tilbúinn til undirskriftar. Mike leit snöggt til Tino og Lolu. — Þér hefSuS fengiS aS sjá þrefalt heljarstökk í kvöld, ef númeriS hefSi ekki veriS svona stórt. North kinkaði kolli til Tinos. — Ég hefSi haft gaman af aS sjá þaS þrefalda. Mike segir aS þú getir slokkiS .þaS. — Og ég er fús til aS sýna ySur það, sagði Tino ákafur. — Ef ég fæ að sjá þaS innan þriggja vikna, fer ég meS ykkur til New York. Mike brosti sigri hrósandi. — Ribble og Orzini, sagði North — ég sé ekki betur en þaS sé einmitt þaS, sem mig vantar. Hann kvaddi þau og fór. Lola horfSi leiftrandi augum á Mike, fokreiS. — Ég heyrSi ekki aS nafniS mitt væri nefnt. — Stekkur þú þrefalt heljarstökk, spurSi hann neySarlega. Lola hljóp út. Og í asanum liljóp hún beint á Bouglione. — ViS undir- skrifum samning á morgun, sagði hann. Lola leit undan og svaraSi ekki. — Ég treysti því að þér bregðist mér ekki, sagði hann íbygginn. Þér verðið aS bera ábyrgð á að Mike og Tino verði kyrrir hérna. Og svo hélt hann áfram. I.OLA ER „HOLL“. Lokaþættirnir voru langt komnir, en Lola tók sér ósigur sinn svo nærri, að hún tók ekki eftir neinu af því, sem gerðist kringum hana. Tárin runnu niður kinnarnar og hún hnipr- aði sig úti í horni, bak við eitt dýra- búrið. Þar fann Tino hana skömmu siðar. Hann hafði alltaf verið að 'hugsa um Lolu, eftir sýninguna, meðan ver- ið var að nudda hann og hann var í baðinu. Þarna uppi á pallinum hafði dálítið komið fyrir hann. Dásamlegt atvik, sem hafði gerbreytt tilveru hans á einni svipstundu. Hann hafði lesið um sanna ást. Bull! Þeir sem skrifuðu um slikt vissu ekki hvað ást var. Hann sá andlit Lolu í birtunni frá kastljósinu. Og eins og hlóm hafði hún komiS svifandi á móti honum. En andlitið sem leit til hans núna var skælt og afmyndað. Augun svört af reiði og allur líkaminn titraði af reiði. Tino studdi hendinni á hand- legginn á henni. — Snertu mig ekki, hreytti bún út úr sér og hrinti honum frá sér. — Farðu með Mike til New York — það er það, sem þú vilt. — Ég skal tala við Mike, sagði Tino. — ÞaS er þýðingarlaust að tala við hann. Sérðu ekki að hann er afbrýði- samur? Hann veit að ég — elska þig. Tino faðmaði hana að sér. — Lola! Yarir hennar snertu kinn hans, og hún hvislaði: — Þú ert svifmaðurinn, Tino. Þetta er þitt númer. Þú verður að ráða því sem gert verður. Þau hurfu í faðmlögum inn i myrkrið. Artistarnir höfðu safnast saman i kaffiliúsinu til að hvíla sig eftir frum- sýninguna. Lola vatt sér léttilega inn úr dyrunum og beina leið að skenkinum, en Tino nam staðar hik- andi er hann sá Mike sitja einan sér við borð. Kannske þetta væri rétta augnablikið til að tala um Lolu. Hann gekk til hans og settist. — Ribble og Orzini, sagði Mike. — Manstu að það var hérna, sem við gerðum félagsskapinn með okkur? Tino horfði á hann, dapur í bragði. — Og Lola? Aldrei hafði hann séð Mike reiðast svona heiftarlega. — HvaS gengur að þér, Tino. Þú hugsar ekki um annað en hana. SkilurSu ekki, að hún hugs- ar hvorki um þig eða mig, heldur að- eins um sjálfa sig? Þú ert eini mað- urinn, sem getur gert þrefalt heljar- stökk. Skilurðu það ekki? Okkur kom ágætlega saman þangað til hún kom til sögunnar. — Ég skal vinna með þér að þre- falda stökkinu, þangað til hendurnar á mér brenna upp til agna, sagði Tino og tók andköf, — en ef þú setur mér tvo kosti þá yfirgef ég þig! Svo stóð hann upp, gekk snúðugt út úr kaffihúsinu og niöur götuna. MIKE HEFNIR SÍN. Mike sat við borðið og starði hugs- andi út í bláinn er Rósa reiðfima kom og settist hjá honum. Hún hafði heyrt samtalið. — Þú mátt ekki læsa Þetta er þitt númer, Mike. Þú verður að ráða hvað gert verður, sagði Lola og kyssti hann.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.