Fálkinn - 31.05.1957, Qupperneq 8
X
FÁLKTNN
Borð handa tveimur
JOYCE hafði ekki komið dúr á auga
aila nóttina, en samt var hún falleg
og ungleg, þarna sem hún stóð á stétt-
inni og beið eftir lestinni. Það var
hiti og roði í kinnunum og vonin
skein úr augunum.
Nú var augnabiikið mikla komið.
Hún átti að fá að sjá Matt'hew aftur,
eftir þrjú ár.
Allt í einu komst hreyfing á hóp-
inn, sem beið á stéttinni. Einhver
hafði komið auga á lestina og var að
troðast fram á stéttarbrúnina.
Joyce reyndi ekki til að troða sér
fremst. Þegar hún sá til lestarinnar
dró hún sig í lilé og beið milli vonar
og ótta. Matthew hafði sagt, að þau
skyldu ávallt halda saman. En það
voru þrjú ár síðan, og hún hafði að-
eins verið sextán ára og hann átján.
Það var þegar hann var að fara til
Vestur-Indía með herdeildinni sinni.
Bréfin lians höfðu jafnan verið jafn
ástúðleg, — en hugsum okkur að eitt-
hvað væri breytt núna? Hugsum okk-
ur að hann yrði vonsvikinn er hann
sæi liana aftur? Hún liafði þráð hann
hvern einasta dag i þessi þrjú ár. En
hann? Hann gat ekki hafa þráð liana
eins heitt. Hann liafði orðið þarna
ári lengur en hann þurfti, og nii var
hann að koma heim í stutt leyfi.
Hún stóð ein sér, utan við hópinn,
og Matthew sá hana undir eins. Og
bún sá hann. En hún hreyfði sig ekki.
Hún stóð grafkyrr og beið.
— Ég ætlaði varla að þekkja þig,
sagði hann og setti frá sér töskuna
við tærnar á henni. Auðvitað þekkti
hann hana aftur undir eins. Hún var
orðin grennri og hærri, en hárið var
enn gullið og mjúkt eins og silki,
og mjúku línurnar um munninn alveg
eins og hann mundi þær. En hann
vissi ekki 'hvað hann ætti að segja
um leið og hann sæi hana.
Þau stóðu þarna á miðjum gangveg-
inum, svo að fólkið varð að sveigja
á báðar hliðar við þau.
Nú var fyrst að koma farangri
Matthews fyrir i geymslunni og þau
liöfðu nóg að hugsa meðan á þvi stóð,
og gálu vanist að ganga samhliða á
meðan.
Meðan þau stóðu í biðröðinni við
leigubílana sneri Matthew sér að
henni og spurði: — Hvað viltu helst
gera núna?
Hana langaði til að segja: — Fara
og drekka te með þér. En það var
svo skólastelpulegt. Það var ekki te,
sem hana langaði í. En hana langaði
til að sitja hjá Matthew og hella i
bollann hans og brosa til hans yfir
borðið án þess að þurfa að tala. Öll
þau skiptin sem hana hafði dreymt
um þessa heimkomu liafði hún ávallt
hugsað sér það þannig — við lítið
borð handa tveimur. Það varð umfram
allt að vera lítið borð. Stóru borðin
á barnahælinu, sem hún hafði verið
á eftir að foreldrarnir dóu, höfðu
verið eitt af því, sem hún vildi helst
aldrei sjá aftur.
Matthew misskildi þögli hennar. —
Ég hefi nóga peninga, sagði 'hann. —
Þú þarft ekki að hugsa um hverju ég
hafi efni á. Komdu nú. Þú verður að
ráða ferðinni.
— Mig langar til að við fáum okk-
ur te einhvers staðar, sagði hún.
— Já, það er ágætt. Og 'hvað eigum
við að gera á eftir?
Hún hristi 'höfuðið. — Ég hugsa
ekki lengra en þetta — drekka te,
Matthew, hvíslaði hún.
Hann hjálpaði henni inn í bílinn
og hún bretti hettuna frá andlitinu.
Nú sá hann að hún hafði reyrt hárið
saman í hnút í hnakkanum. Hann dró
hana að sér og munnurinn snerti við
hárinu á henni.
— Þetta hefir mig alltaf dreymt
um, sagði hann.
— Hefir þig það?
Það var ekki þetta, sem hana hafði
dreymt um. — en það mundi koma
bráðum. Hún vonaði að þau mundu
komast á einhvern stað. þar sem þau
gætu sitið út af fyrir sig.
— Hvað datt þér í hug þegar þú
fréttir að við ættum bráðum að sjást
aftur? spurði Matthew.
Hún svaraði ekki. Hann mundi ekki
skilja það. Hann mundi bara segja:
„Nei, þér er ekki alvara!“ ef hún
hffði sagt að það eina sem hún ósk-
aði, væri að sitja á móti honum við
litið borð. Manneskja sem hafði lif-
að við sömu kjör og hún — fyrst á
barnahæli og núna í matsölu fyrir
skrifstofustúlkur — mundi ekki geta
skilið, að borð handa tveimur, væri
það eftirsóknarverðasta í veröldinni.
Maður átti eiginlega aldrei heima í
barnahæli eða matsölu, og einhvern
veginn var það þannig, að það var
helst við máltiðirnar, sem henni
fannst hún vera mest utanveltu. Það
var borið á borð fyrir tíu—tólf
manneskjur, en ekki fyrir tiu eða tólf,
sem áttu að borða saman alltaf. Fólk-
ið kom og fór. Maður vissi aldrei
hver var horfinn í næsta skipti — eða
hver kom nýr í staðinn. Börnin komu
og fóru. Og skrifstofustúlkurnar gift-
ust eða fengu stöðu í öðrum bæ.
Matthew sagði við bilstjórann, er
hann varð að stansa við rautt ljós:
— Við ætlum að fá okkur te á ein-
hverjum góðum stað. Getið þér ráð-
lagt okkur?
Bílstjórinn fékk ekki tíma til að
svara. Græna ljósið kom og bíllinn
rann áfram. Hann stansaði aftur fyrir
utan stórt vöruhús; þar var tesalur
á þakhæðinni
— Þetta er ágætur staður, sagði
bílstjórinn. — Ég hefi ekið mörgu
fólki hingað. Góð skemmtun — hljóm-
leikar og tískusýning.
Matthew var ánægður með það, en
hjartað í Joyce titraði og varirnar
skulfu. Hún hafði ekki hugsað sér
þetta svona. Hún kærði sig ekkert um
„góða skemmtun“. Það var henni nóg
að fá að vera með Matthew á ný —
aðeins að vera með 'honum, heyra
fótatakið hans og finna jakkaermina
hans strjúkast við sig.
— List þér ekki vel á það? sagði
Matthew er þau fóru inn í lyftuna
og hann sagði lyftudrengnum hvert
þau ætluðu. Drengurinn beið ekki
eftir svari frá henni. Þetta var sjálf-
sagt allt i lagi. Hann hafði beðið bíl-
stjórann að fara með þau á góðan
stað.
VEITINGASALURINN' var á tólftu
hæð og ágætt útsýni yfir borgina.
Þykkir dúkar voru á göngunum milli
allra skreyttu borðanna og stór
gluggi fyrir endanum á aðalgangin-
um. Joyce hefði helst viljað sitja við
gluggaborð, en þjónustustúlkan stans-
aði við lítið borð handa tveimur, við
miðjan aðalganginn.
— Þetta er gott borð, sagði hún.
— Sýnistúlkurnar eru vanar að hring-
snúa sér og snúa við einmitt 'hérna.
Það á að vera sýning á gamalli tísku
í dag.
Nú sátu þau hvort á móti öðru, við
borð handa tveimur, alveg eins og
Joyce hafði dreymt um. Þau sátu
innan um fjölda af borðum, en samt
voru þau ein út af fyrir sig. Þegar
teið og brauðbaunirnar var komið á
borðið, tók enginn eftir þeim framar.
Joyce brosti til Mattliews. Hún var
ánægð og sæl, því nú fannst henni
hún vera heima hjá sér — loksins.
En allt í einu fannst henni hún
ekki hafa Matthew fyrir sig lengur.
Eitthvað hafði vakið athygli hans.
Hún sá nýjan áhugasvip i unglings-
legu andlitinu á honum. Svo fór hann
að klappa. Og fólkið í kring klappaði
líka.
Sýnistúlkan — því að það var fyrir
'henni, sem fólkið var að klappa —
staðnæmdist við borðið þeirra og
brosti innilega á Matthew eins og hún
vildi segja:
— Líttu á mig! Ég veit að ég er
falleg! Ég veit hvernig ég á að hreyfa
mig!
Matthew hló glaðlega og hélt
áfram að klappa. Joyce elti stúlkuna
með augunum er hún sveigði sig
eggjandi um leið og hún sneri frá.
Hún hélt á spjaldi í hendinni, svo
að fólkið gæti séð frá hvaða ári kjóll-
inn hennar væri. „1875“. Kjóllinn
var úr silfurgráu silki, skreyttur
silkikögri og slaufum og smárósum.
Hann var svo fleginn að Joyce roðn-
aði, en naktar herðarnar voru falleg-
ar og hnakkinn reistur. Stúlkan stans-
aði ekki eins lengi við hin borðin,
og Joyce taldi það vera af því, að
Matthew væri girnilegri en aðrir
karlmenn í salnum. Hann klappaði
að minnsta kosti ákafast þeirra allra
og elti sýnistúlkuna með augunum
meðan 'hún var að ganga milli borð-
anna og brosa framan í fólkið.
Loks hvarf hún og nú kyrrðist við
borðin aftur.
— Viltu aðra köku? spurði Joyce
í þriðja sinn.
— Ja ... eh ... já, þökk.
Hann át og drakk, hló og masaði.
Hann var svo glaður og ánægður
að 'hann tók ekkert eftir að Joyce
var hljóð. Hann var allur í því, sem
var að gerast kringum þau. Loks var
hann kominn til London aftur —
heima meðal síns fólks, og það var
allt viðfelldið fólk. Hann hafði gam-
an af að horfa á lífið og sjá fólk
skemmta sér. Við þessa tilhugsun leit
hann aftur á Joyce, og hgnn ætlaði
að fara að setja ofan í við hana fyrir
hve alvarleg hún væri, þegar sýni-
stúlkan kom aftur. Nú var hún með
spjald sem á stóð ártalið „1885“. Og
fólk var frá sér numið af fögnuði -—•
stóð upp til að sjá hana betur og
klappaði í sífellu.
Stúlkan var í haðfötum frá 1885 —
bláum hólkviðum buxum niður fyrir
liné, peysu með ermum fram á 'hand-
leggi og breiðan trefil um mittið og
barðastóran hatt niður á annað auga.
í þetta skiptið sá Joyce vel andlitið
á henni þegar hún nam staðar við
borðið þeirra og sneri sér við. Þetta
var eggjandi andlit, stór brún augu
undir bogadregnum brúnum. Joyce
skalf af hræðslu. Það var eins og allra
Varirnar titruðu. Skilnaðarkossinn. Skilnaður við allt, sem hún hafði
hlakkað til og hana hafði dreymt um ...