Fálkinn - 31.05.1957, Qupperneq 9
FÁLKINN
9
Olíukóngurinn Ibn Saud
á 100 Cadillac-bíla
augu mœndu á borðið þeirra og
borfðu á 'hvernig Matthew starSi á
stúlkuna — og þaS sem verra var —
brosti til hennar. Ef til vill vorkenndi
fólkið Joyce, að hún skyldi vera með
Matthew. Kannske sagði það „aum-
in.gja stúlkan!“ um hana. Eða: „ég
mundi ekki taka þessu þegjandi ef
ég væri í hennar sporum."
Stúlkan i baðfötunum leið áfram
fram aðalganginn, en Matthew elti
hana með augunum og hló og klapp-
aði.
— í hverju skyldi hún verða næst,
sagði hann þegar hún var liorfin. —
Það verður gaman að sjá það. Þessi
stúlka sómir sér vel i hverju sem
hún er.
Joyce starði hugsandi niður á disk-
inn. — Ég vil lielst fara, sagði hún.
Hann varð hissa. — Fara? Gengur
eitthvað að þér? Ég hélt einmitt aS
kvenfóik hefSi svo gaman af svona
sýningum.
— Nei, þaS gengur ekkert aS mér.
En ég vil helst fara.
Hann baS um reikninginn. — Eig-
um viS ekki aS bíða og sjá hana einu
sinni enn? Mér finnst gaman aS
þvi ...
Hann sagSi ekki meira. Hann sá
að Joyce vildi helst ekki vera þarna
lengur. Hann gekk við hliðina á henni
fram ganginn til dyranna, sem sýni-
stúlkurnar voru vanar að koma út
um. Þau urðu að bíða eftir lyftunni
rétt við þessar dyr og bæði stóðu og
liorfðu á þær. Joyce var að hugsa um
hvað Matthew mundi gera ef sýni-
stúlkan kæmi í þessu. Mundi hann
tcla við liana?
Lyftan kom og flutti þau niður. Þeg-
ar lyftudrengurinn sneri sér frá
greip Matthew í höndina á Joyce og
þrýsti hana. Hún fékk tár í augun.
Hann gerði þetta vafalaust af því að
hann vorkenndi henni. Þau voru ekki
sönn, öll fallegu orðin, sem höfðu
staðið í bréfunum hans. Honum þótti
ckki vænt um liana. Honum leist vel
á ögrandi ungar stúlkur, með gervi-
augnahár. Stúlkur sem dufluðu við
unga menn, sem voru úti með unn-
ustunni sinni.
ÞEGAR þau fóru út úr vöruhúsinu
var hún að velta fvrir sér hvað
mundi koma næst. Allt hafði ger-
beryst á þessum hálftíma. Ef til vill
mundi Matthew fylgja 'henni heim
svo að hann gæti farið aftur á veit-
ingastaðinn og ...
Þau gengu saman fram götuna. Nú
sló klukkan hálfsex. Matthew greip
í handlegginn á henni og sagði: „Er
hún orðin svona margt? Þá er best
að ég fyigi þér heim.“
Joyce varð ekkert hissa á því. Ef
til vill var tesalnum lokað klukkan
sex, og hann mundi ætla að hiða fyr-
ir utan þangað til sýnistúlkan kæmi
út, hugsaði Joyce beisk með sér. Hún
hlýddi 'honum og fór inn i bílinn,
sem hann liafði stöðvað.
Og aftur dró hann liana að sér og
kyssti hárið á henni. Sem betur fór
gat hún ekki séð framan i 'hann. Aug-
un voru full af tárum og varirnar
titruðu. Honum þótti ekki vænt um
hana framar. Allt sem liann hafði
skrifað var eintóm lygi. Hann hafði
meira að segja gert teikningu af hús-
inu, sem hann ætlaði að byggja. —
Það var mjallhvítt hús með grænum
hlerum fyrir gluggunum.
— Hvernig mundi liann kveðja
hana? Mundi liann segja: — Mér þyk-
ir þetta leitt, en það var eintómur
misskilningur. Eða mundi hann bara
segja: — Sé þig bráðum aftur. Og
'hún? Hún varð að gæta þess að snúa
að honum bakinu meðan hún væri að
opna dyrnar í matsölunni — og fara
inn til alls ókunnuga fólksins, sem
hún átti ekkert sameiginlegt með.
Hún gat ekki einu sinni grátið í friði
inni í herberginu sinu, því að hún
bjó með annarri stúlku.
Matthew borgaði bilstjóranum með-
an hún gekk upp breiðu þrepin og
var að leita að lyklinum í töskunni
sinni. Svo kom hann 'hlaupandi á eft-
ir henni. — Ætlarðu ekki að kyssa
mig? spurði hann glaðlega.
Varirnar titruðu. Skilnaðarkossinn.
SkilnaSur við allt, sem hún liafði
hlakkað til og hana hafði dreymt um
allt það, sem borð handa tveimur
átti til af gæfu!
Hún beið. Hann faðmaði liana að
sér og kyssti á henni hárið, ennið og
votar augnabrúnirnar.
— Hvað er þetta — þú ert að gráta,
sagði hann forviða. — Eru það
kannske gleðitár. Hann tók undir hök-
una á henni og liorfði í augun á
henni. — Þú verður að vera hætt að
orga fyrir klukkan hálfátta. Þá kem
ég og sæki þig. Og þú verður að vera
í fallegasta kjólnum þínum. Við
skulum borSa miðdegisverS saman á
einhverjum litlum rólegum stað, og
á eftir förum við og dönsum ein-
hvers staðar þar sem hávaðinn er svo
mikill, að þú getur ekki 'heyrt til
sjálfrar þín. Og þá ætla ég að segja
þér aftur og aftur hve vænt mér þyk-
ir um að þú skulir ekki vera sýni-
stúlka.
— En ég liélt ... byrjaði hún og
vissi ekki hvaðan á liana stóð veðrið.
— HvaS liélstu? Hann kleip liana
i kinnina. — Ég hugsa að ég viti hvað
þú hélst. — Ég liefi gaman af falleg-
um sýnistúlkum á alveg sama hátt
og ég 'hefi gaman af þvi, sem setur
titbreytingu á daglega lifið. En ég
vil ekki hafa sýnistúlku sitjandi á
móti mér við lítið borð 'handa
tveimur.
Þegar Joyce kom inn í lierbergiS
sitt ’hrundu tárin niður kinnarnar á
henni. Og liún lét þau renna — því
að nú voru það gteðitár.
HAFMÆR í FJÖRUNNI. — Það er
engin furða þó að Hollendingurinn
sem er við rækjuveiði reki upp stór
augu er hann sér hina fögru haf-
meyju í sjávarmálinu í Zandvoort.
Hann vissi nefnilega ekki að sú hin
sama aðstoðaði við opnun baðhátíð-
arinnar þar á staðnum.
—0—
John gamli Rockefeller var stund-
um kallaður „olíukóngurinn“. En
kóngarnir í Ameríku eru alls ekki
ekta. ÞaS er hins vegar Tbn Saud IT.
Arabakonungur. Og hann er rétt-
nefndur mesti olíukóngurinn, sem
nokkurn tíma hefir verið uppi.
Þessi einvaldi höfðingi, sem heitir
fullu nafni Saud Ibn Abdul Aziz al
Faisal al Saud, heimsótti Bandaríkja-
forseta í vetur. Vegna olíunnar stend-
ur Bandaríkjamönum ekki á sama
hvoru megin hryggjar hann liggur,
og þess vegna var tekið veglega á
móti honum. Bandaríkjunum stendur
á miklu að hafa hann góðan.
Fyrir þúsund árum kvaS mikið að
Aröbum í veröldinni. Þeir lögðu und-
ir sig lönd og komust alla TeiS vestur
á Spán og norður i Miklagarð til að
brjóta undir sig lönd og boða skríln-
um hina einu sönnu trú Allah. En
eftir þetta tá Arabía siálf í dvala öld
eftir öld, allt fram að fyrri heims-
styriöldinni. Þá fóru Bretar að ffefa
Aröbum undir fótinn, þeir þurftu á
liðsinni þeirra að halda til þess að
gefa Tyrkium rothöggið — banda-
mönnum ÞjóSverja.
En fyrir aðeins 20 árum var ekki
ein einasta verksmiðia. vegarspotti
eða símaáhald til í allri Saudi-Arabíu.
Þá fannst olian þar og nú breytti
skjótt um. Ýms stærstu olíufélögin
stofnuðu félagið ,,ARAMCO“ (Arabian
American Oil Company) og gerðu
samning um oluvinnslu við gamla
Ibn Saud, föður núverandi konungs.
En svo kom stríðiS og litið varð
úr framkvæmdum fyrr en 1945. SiS-
an hefir olían runnið stanslaust upp
úr borholunum i Arabíu. Og tekjurn-
ar renna í vasa Ibn Sauds, því að
hann er einvaldur, og ríkissjóðurinn
er hans eigin vasi. Kóngurinn hefir
varið miklu af olíupeningunum til að
reisa sér hallir og kaupa Rolls Rovce-
og Cadillac-bíla, en miklu fé ver liann
iika til félagsmála, þótt hann sé eftir-
bátur furstans af Iíuwait i því efni.
Arabar hafa fram á þennan dag verið
liirðingjar og ekki hirt um vestræna
siði, og enn nota stúlkurnar þar úlf-
aldahland í stað hárvatns. ASeins 5
af hverjum 100 manns kunna að lesa
og skrifa. En nú er farið að stofna
skóla í Arabíu.
Gamli Ibn Saud átti kringum 40
syni og sæg af dætrum. Hann reyndi
að hafa strangt uppeldi á sonum sín-
um og venja þá við harðrétti og eyði-
merkurlíf og vopnaburð. Elsti sonur
hans bjargaði eitt sinn lífi hans með
]>vi að vinda sér fram fyrir mann,
sem ætlaði að reka gamla Saud í gegn.
Saud yngri fékk svöðusár í öxlina,
en sá gamli slapp. Var ]>vi ekki furða
þótt hann hefði meiri mætur á þess-
pm syni sinum en hinum, og gerSi
hann að konungi eftir. sinn dag. —
En þegar oliupeningarnir komust i
umferð fóru bræðurnir að taka upp
nýja háttu; þeir ferSuðust land úr
landi og vöndust lifsliægindum og
nautnum vesturlandabúa og bárust
mikið á og þóttu góðir gestir í nátt-
klúbbunum.
Gamli Ibn Saud dó 1951 og prins
Saud tók ríki, 51 árs. Hann er mikill
á velli, yfir 190 cm. á liæð, og virðu-
legur i framgöngu. Þegar liann tók
ríki voru tekjur konungsins af oliunni
komnar upp í 300 milljón dollara á
ári. Svo að konungur getur veriS
rausnarlegur þegar hann vill það við
hafa. Enda fer orð af gjöfum hans.
Þannig gaf hann Sorayu Persadrottn-
ingu um milljón dollara virði í gim-
steinum, er hann heimsótti Persa hér
um árið. En sjálfur berst hann lítið
á, að undanteknu því að hann hefir
keypt sér kringum 100 Cadillac-bíla.
Hann hækkaði laun allra æðstu em-
bættismanna er hann tók völd, en
þeir eru flestir bræður hans og
frændur. Þetta eru 322 furstar, og fá
þeir að meðaltali um 30.000 dollara
í árslaun, auk ókeypis bústaðar og
viðhalds á höllunum, sem þeir húa í.
Ibn Saud skipaði tiu manna ráðu-
neyti sér til aðstoðar og er Faisal
krónprins forseti þess. En í ráðuneyt-
inu eru fjórir prinsar og fá þeir
300.000 dollara laun.
En Ibn Saud ver lika miklu fé til
þarflegra liluta. Hann hefir til dæmis
látið byggja 36 stór sjúkrahús, gert
vatnsveitur um eyðimörkina og sett
upp sementgerðir til að framleiða efni
1 byggingar og vegi, og miklu fé ver
liann til skóla. Honum er umhugað
um að fá góða skrifara — gerðabók
stjórnarinnar er skrifuð með blýanti
ennþá og engin afrit tekin af stjórnar-
bréfum.
Ibn Saud lætur sér annt um pila-
grímana, sem safnast til Mekka á
hverju ári og ganga sjö sinnum kring-
um Kaaba-stúkuna, mesta helgidóm
múhameðssinna, og kyssa hana. Um
200.000 pílagrímar koma árlega til
Mekka i þessum erindum. Þeir voru
oft hungraðir og þyrstir og arabiskir
kaupmangarar notuðu sér neyð þeirra
til að féfletta þá. Ibn Saud hefir látið
setja upp hjálparstöðvar fyrir píla-
grimana, og ennfremur hefir hann
varið miklu fé til að endurbæta
musterið og laga til í borginni.
Þótt að mörg menningarmerki séu
í Arabiu gilda þar þó ýmsir æva-
gamlir siðir. Til dæmis er höndin
höggvin af manni sem stelur. Þetta er
hræðileg refsing enda er sáralítið um
þjófnað í Arabíu. Ibn Saud lætur sér
annt um liag þegna sinna. Hann ferð-
ast mikið um landið i ameriskri
Convair-flugvél, lilustar á kveinstafi
sheikanna og gefur þeim stundum bíl
til að hugga þá, eða lætur þá fá skóla
eða spítala. En þó gleymir hann ekki
sjálfum sér. í þau sex ár sem hann
hefir verið konungur hefir hann varið
kringum 100 milljón dollurum til að
byggja liallir yfir sig og kvennabúr
sín.
Ibn Saud er árrisull. Hann fer á
fætur klukkan 4 og les i Kóraninum.
Fimm sinnum á dag þylur hann bænir
í musterinu og snýr andlitinu til
Mekka. Fyrir hádegið veitir hann
eyðimerkurhöfðingjunum áheyrn, en
síðdegis hefir hann gaman af að sjá
syni sína harnast í knattspyrnu eða
körfubolta. Hann hefir nóg í tvö
knattspyrnulið, þvi að hann á 25 syni.
Hve margar dætur liann á kærir sig
enginn um að vita.
Eftir miðdegisverð fer hann i
kvennabúrin og talar við konur sín-
ar i liálftima eða svo. í kvennabúrinu
Framhald á bls. 14.