Fálkinn - 31.05.1957, Side 14
14
FÁLKINN
STJÖRNULIJSTUR. Frh. af bls. 9.
hæli, góðgerðastofnanir, spitalar o.
fi. undir atliugaverðum áhrifum og
veitt eftirtekt. Örðugleikar gætu kom-
ið i ljós frá hendi verkamanna. —
Mars i 1. húsi. Baráttuhugur meðal
almennings og hitasóttir gætu átt sér
stað. — Úran í 2. liúsi. Slæm afstaða
banka og peningamála og sprenging
gæti átt sér stað i bankastofnun og
jafnvel valdið slysum. — Júpiter í
4. húsi. Örðugleikar nokkrir meðal
bænda og landeigenda. — Neptún í
5. húsi. Athugaverð afstaða leikhúsa
og leikara og skemmtistaða. Fjárhags-
afkoman mun versna. — Satúrn í G.
húsi. Afstaða verkamanna slæm og
gæti það unnið nokkuð á gegn for-
setanum og stjórninni. — Merkúr i
11. húsi. Umræður miklar koma i ljós
úm þingmál og meðferð þeirra.
ÍSLAND.
10. hús. — Nýja tunglið í húsi þessu
ásamt Merkúr og Venus. Umræður
miklar verða um stjórnina og afstöðu
hennar. Venus liefir allar afstöður
slæmar og bendir á fjárliagsörðug-
leika mikla. Þó gæti ef til vill eitthvað
dregið úr því í bili.
1. hús. — Merkúr ræður húsi þessu.
— Umræður miklar um stjórnina og
afstaða almennings óviss.
2. hús. — Júpíter í 'húsi þessu. —
Afstöður fjárhagsmála athugaverð og
koma þau áhrif frá stjórninni og jafn-
vel utanað.
3. hús. — Venus ræður 'húsi þessu.
— Truflanir koma í Ijós i flutningum
og samgöngum meðal annars vegna
peningamála,
4. hús. — Satúrn i húsi þessu. —
Örðugleikar hjá bændum og kuldar
gætu komið til greina og það Iendir
á stjórninni og afstöðu hennar.
5. hús. — Satúrn ræður húsi þessu.
— Leikhús, leikarar og störf þeirra
munu undir örðugum áhrifum og
kom þeir úr ýmsum áttum.
6. hús. — Satúrn ræður einnig húsi
þessu. — Tregða kemur í ljós i fram-
kvæmdum sumra þeirra mála sem
verkamenn varða og afstöðu þeirra.
Mun stjórnin, og verk hennar koma
þar til greina, jafnvel óbeint.
7. hús. — Júpíter ræður húsi þessu.
— Er hætt við tregðu nokkurri í við-
skiptum við önnur ríki, einkum vegna
fjárhagsmálanna.
8. hús. — Júpiter ræður húsi þessu.
— Menn kunnir í klerkastétt munu
deyja. Þó gæti rikið eignast gjöf eða
arf.
9. hús. — Mars ræður húsi þessú.
— Eldur gæti komið upp í verslunar-
skipi. Barátta snörp gæti átt sér stað
i þinginu og sprenging eða eldur gæti
komið upp í opinberri byggingu.
12. hús. — Plútó í húsi þessu. —-
Svik gætu komið í dagsins ijós í
rekstri góðgerðastofnana, spítala,
betrunarhúsa eða vinnuhæla.
Ritað 16. maí 1957.
IBN SAUD. Framhald af bls. 9.
eru 80—90 konur. En Kóraninn leyfir
aðeins fjórar konur, og Ibn Saud er
ekki talinn eiga nema þrjár opinber-
lega. Hitt eru ambáttir og þær skipt-
ast á um að vera fjórða konan hans.
Samkomulagið milli konungs og
Aramco-ifélagsins hefir verið gott,
því að Bandaríkjamenn liafa látið
stjórnmál Araba afskiptalaus. En
vera má að það stirðni eitthvað vegna
Egyptalandsmálanna, því að Nasser
telur Ibn Saud styrktarmann sinn í
Arababandalaginu. Ágóðinn af olíunni
skiptist jafnt milli konungs og félags-
ins og Bandarikin hafa ekki liaft neitt
af þeim erfiðleikum að segja, sem
Bretar liafa átt við að striða í Iran
og írak.
Ibn Saud er orðinn miklu ráðandi
i Arabalöndum vegna auðæfa sinna.
Nasser hefir leitað trausts og halds
hjá honum í Súesdeilunni og Ibn
Saud fylgir lionum að málum. En
hins vegar vill Ibn Saud fyrir alla-
muni lifa í sátt við Bandaríkin og
„vin sinn, Eisenhower“.
Á leiðinni heim úr Ameríkuferðinni
kom Ibn Saud við í Kairo og heim-
sótti Nasser. Þegar vélin var lent
kom konungur út, og í för með hon-
um sex villimannslegir lifverðir með
gullbúna rýtinga við beltið og svart-
ar vélpístólur. í Róm hafði hann líka
komið við og var bílalestin frá flug-
vellinum 45 bílar, og tvær hæðir á
Lárétt skýring:
1. ílát, 3. tengdur maður, 7. umbun,
9. framar, 11. vellíðan, 13. veggur, 15.
þrífa, 17. orka, 19. fótaveikin, 22. í
horni, 24. vatn, 26. vondur, 27. mökk-
ur, 28. veiðiför, 30. fiskur, 31. fæðast,
33. hreyfing, 34. rönd, 36. mörg, 37.
félagsskapur, 38. úlfynja, 39. fregn,
40. eldsneyti (þf.), 42. elskar, 44. hratt,
45. liljóðgervingur, 46. hindra, 48. fé-
lag, 50. peningar, 52. papi, 53. ham-
ingja, 55. stormur, 56. æða, 57. úr
suðri, 59. spjall, 61. káf, 63. væla, 65.
merki, 67. staka, 68. skipa niður, 69.
alrímaður, 70. lita eftir.
Lóðrétt skýring:
1. styggja, 2. vera til óþæginda, 3.
meðal, 4. tímabil, 5. ríkjasamband, 6.
setur af stað, 7. þunnur grautur, 8.
rómverskur keisari, 10. vafi, 12. skiki,
13. eldur, 14. skekkja, 16. úrgangs-
efni, 18. elgur, 20. berja, 21. gulllituð,
23. birta, 25. nirfill, 27. heyskapar,-
verk, 28. þræta, 29. væta, 31. éta frá,
32. auðveldur, 35. hlut, 36. ókyrrð,
41. illa klædd, 43. lakari, 45. smyrja,
47. dúkur, 48. hviss, 49. fönn (þf.), 51.
slá í ómegin, 53. vorkenna, 54. limir,
Ilotel Excelsior þurfi til að hýsa
konung og fylgdarliðið. í þvi var íheð-
al annarra rakari konungsins, tveir
konunglegir kaffihitunarmenn og sér-
stakur „Dýrgripavörður konungsins".
Eina konan í ferðinni var barnfóstra
hins 5 ára gamla prins, Ashur, sem
er með lömunarveiki. Konungurinn
hafði gert sér von um að ameriskir
læknar gætu hjálpað drengnum.
Frá Róm fór konungurinn á lúxus-
skipinu „Constitution“ til New York.
Einum salnum í skipinu liafði verið
breytt í hásætissal og þangað mátti
enginn koma nema konungur og
fylgdarlið hans, sem var kringum 70
manns. Áður en konungur fór í land
gaf hann þjónustufólkinu á skipinu
um 20.000 dollara í vikafé.
En meðan Ibn Saud dvaldi á
Waldorf Astoria i New Y'ork bar tals-
vert á kröfugöngum fyrir neðan
gluggana hjá honum. Fólk vildi láta
hann skilja að þrælahaldið og með-
ferð kvenfólksins i Arabíu samræmd-
ist ekki kröfum timans. *
56. bor, 57. rá, 58. nægilegt, 60. sjá,
62. fæða, 64. tónsmíð, 66. tveir sam-
hljóðar, 67. skordýr.
LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU.
Lárétt ráðning:
1. spjó, 3. aftur, 7. ótti, 9. strá, 11.
ílát, 13. skák, 15. glas, 17. nýt, 19.
ristill, 22. urr, 24. tal, 26. rjóða, 27.
æða, 28. þilja, 30. óra, 31. óvani, 33.
úr, 34. álf, 36. afi, 37. il, 38. óblíð,
39. þurrkur, 40. tó, 42. lin, 44. ara,
45. A. A., 46. Agnar, 48. litu, 50. aginn,
52. náð, 53. súrna, 55. ann, 56. mas,
57. ótrauast, 59. gas, 61. tala, 63. koli,
65. kimi, 67. nasa, 68. arða, 69. alinn,
70. sálm.
Lóðrétt ráðning:
1. slen, 2. ósk, 3. arkir, 4. fá, 5. um,
6. regla, 7. ósa, 8. iður, 10. tár, 12.
ill, 13. stal, 14. stórt, 16. suða, 18. ýta,
20. sjó, 21. iða, 23. rani, 25. Ijábiað,
27. ævisaga, 28. þústa, 29. allir, 31.
ófæra, 32. ilman, 35. fín, 36. ala, 41.
ógna, 43. sáran, 45. anna, 47. nást, 48.
súr, 49. Unu, 51. Ingi, 53. stama, 54.
askan, 56. míla, 57. Óli, 58. tos, 60.
saum, 62. aka, 64. las, 66. il, 67. N. N.
HÆTTULEGT LÍF.
Charlie Gilbert sótari i Ohicago
datt ofan af 25 metra háum reykháf,
og liefði þvi liaft full ástæðu til að
farast, eða að minnsta kosti hrygg-
brotna og limlestast, ef hann liefði
ekki lent ofan i sundlaug. En hann
kom meðvitundarlaus niður, og hefði
þvi haft fulla ástæðu til að drukkna,
ef stykki úr reykháfnum hefði ekki
lent í lauginni lika og mölvað í henni
steinlimda botninn, svo að hún lak
vatninu. En grjótið úr reykháfnum
braut gasleiðsluna um leið, svo að ef
brunaliðið hefði ekki komið fljótt á
vettvang, mundi Charlie hafa dáið úr
gaseitrun.
Húsgagnabólstrari einn á Mauritius
limdi þykkt pappaspjald yfir nafnið
á versluninni sinni áður en Margaret
prinsessa kom þangað i opinbera
heimsókn í fyrraliaust. Maðurinn
heitir Peter Townsend.
1 flestum stórborgum, við helstu gatnamót og á fjöl-
förnum strætum fylgist SOLARI-klukkan með tímanum
og birtir vegfarendum vikudag, klukkustund og mínútur.
Klukkan sýnir á Ijósan hátt hvað tímanum líður og
birtir auk þess auglýsingar frá ýmsum fyrirtækjum.
Hver auglýsing birtist 20 sinnum á klukkustund.
I Reykjavík er SOLARI-klukka á Söluturninum við
Arnarhól. <
Þeir, sem eiga leið um Hverfisgötuna vita hvað tím-
anum líður.