Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1957, Side 8

Fálkinn - 06.09.1957, Side 8
8 F Á L KIN N En nú skal ég segja þér hvernig í öllu þessu liggur. ÞaS er American Mining Company, sem liefir sérleyfi á þessari námu. Rikisstjórnin hefir gefið okkur leyfi til að byrja að vinna hérna, en nú liefir uppreisnarhöfðingi komið öllu í uppnám hér um slóðir. Hann hefir sagst mundu taka hvern silfurfarm sem héðan kemur, og gert verkamennina vitlausa af hræðslu. Ég hefi tvo náunga frá Minnesota hérna sem verkstjóra, en þeir eru báðir komnir i sjúkrahús, svo að ég liefi ekki annað að gera um sinn en að taka á móti gestum. — En hvers vegna ferðu ekki héð- an? spurði ég. — Ég ber ábyrgð á námunni, svar- aði hann byrstur. — Heldurðu að ég megi flýja á burt og láta uppreisnar- mennina eyðileggja allt hérna? Ég verð að minnsta kosti að reyna að tala við þennan hershöfðingja og koma vitinu fyrir hann. — Ég hefi alltaf heyrt að þið ír- lendingar séu kræfir i kjaftinum, sagði ég, — en gaman hefði ég af að heyra þig kjafta heilan uppreisnar- her á flótta. — Þakkaðu fyrir að þú sleppur við að upplifa það, tautaði hann. — Ef þessi náungi er í slæmu skapi verður árangurinn varla annað en ein sálu- messa heima i írlandi. Þér er vissast að reyna að hypja þig héðan heldur fyrr en seinna. Það er ómögulegt að BYLTIM OG VISIÍÍ Ég slengdi rosabullunum fram af rúmstokknum og hristi skrokkinn á mér til að lífga hann við. Svo náði ég í nokkra gull-pesos og lagði þá á pappirsblaðið, sem ég hafði skrifað á nokkur kveðjuorð til hinnar dökk- eygu Juanitu, i þeirri von að hún kynni að lesa. Hún hafði ekki sparað að bera í mig víurnar upp á siðkastið, og nú var mál til komið fyrir mig að liverfa. Svo laumaðist ég út um bakdyrnar og fór að leita að Blesa. Það var svo heitt að hægt hefði verið að steikja egg á götuhellunum. Ég’ reið allan daginn og drjúgan hluta af nóttinni líka. Fékk mér svo sem tveggja tíma blund i hellisskúta, inn- an um torfu af eiturormum, og hélt svo af stað aftur. Ég lét Blesa ráða ferðinni og fara þann gang sem honum sýndist, og þegar ég lyfti augnalokunum varð ég þess vísari að ég var staddur í fjall- lendi og breiður og sæmilega fær veg- ur lá i bugðum upp á móti. Það var eins gott að fara þennan veg og ein- hvern annan, og eftir nokkra stund bar mig að stórri silfurnámu. Ekki sá ég nokkra lifandi sál þarna, og af þvi réð ég að hætt væri að vinna i þessari námu. En allt í einu heyrði ég ískurhljóð og kom auga á rauð- liærðan slána, sem stóð í einum dyr- unum og gaut til mín augunum. Og svo miðaði liann meira að segja á mig iangri byssu. — Halló, sagði ég. — Leggðu frá þér þetta prik, ég kann ekki við að sjá það. Ég er svoddan friðsemdar- maður. — Hvernig í fjandanum á ég að geta vitað það? sagði hann. — Nei, það er engin von á þvi, lagsi, sagði ég. — En ég skal bölva mér upp á að mér er ekkert illt i hug. — Gott! sagði hann og lét frethólk- inn siga. — Komstu þá af baki bikkj- unni þinni og gakktu i bæinn. Það er orðið langt síðan ég hefi séð hvítan mann, og ég get þó að minnsta kosti gefið þér i staupinu. Þetta var girnilegt. Ég vatt mér af baki Blesa. Maðurinn rétti fram lúk- una, sem var á stærð við sauðarlæri. — Ég heiti Johnny McBride, sagði hann. — Ég stjórna þessari námu hérna, þó að vísu sé svo ástatt núna, að ég hefi ekki nokkurn mann til að stjórna. — Það er best að þú kallir mig Slim, sagði ég. — Ég hefi engum að stjórna nema sjálfum mér. Komdu inn, sagði liann og brosti i moðskeggið. ÉG fór með honum inn í skúrinn, sem auðsjáanlega var svefnherbergi hans og vinnustofa. Þar var ekki beinlinis snyrtilegt umhorfs. Stórt, illa heflað borð með hrúgu af upp- dráttum, stóll, rúm og tveir skápar — og annað ekki. Hann tók viskí- flösku út úr skápnum og tvö glös, sem mér sýndist geta tekið mikið. — Þú mátt ekki halda að ég sé forvitinn, sagði ég. — En hvernig stendur á að þú hefir komið þér fyr- ir hérna uppi í eyðimörkinni? McBride gretti sig. — Af því að ég er flón, svaraði hann þurrlega. — vita hvenær þessum Mexikána skýt- ur upp. — Ég kann vel við mig hérna. Held- urðu ekki að þú leyfir mér að verða hérna um stund? sagði ég. McBride deplaði Ijósbláum augun- um. — Er þér alvara — að þú viljir verða hérna? spurði liann glaður. VIÐ áttum ánægjulegar stundir sam- an næstu dagana, og ekkert raskaði friðnum. En ég stakk upp á, að við skyldum fara að víggirða okkur. Við byggðum ofurlitið virki uppi á fjalls- vegg og hlóðum skotgarð úr sandpok- um. Þar komum við fyrir vistabirgð- um og tosuðum þangað viskí- kassa, sem ég hlóð sandpokum ltringum til öryggis. McBride kom með þvottaskál, svo að það var auðséð að hann vildi geta þvegið sér á morgnana. Hver einasta byssa sem þarna var fór sömu leiðina og öll þau skotfæri sem til voru. Við héldum vörð til skiptis og það féll í minn lilut að sjá uppreisnar- herinn þegar hann kom. Ég flýtti mér ofan af sjónarhólnum til McBride. — Nú koma gestirnir, sagði ég. — Er ekki best að draga upp flaggið og láta móttökunefndina tygja sig? — Hugsum okkur að við hefðum átt fallbyssu, sagði McBride og beit hugsandi af munntóbakinu sinu. — Þá skyldu þeir hafa fengið móttökur! — Láttu námufélagið senda þér fallbyssu næst, sagði ég. — En eins og nú er ástatt held ég að ráðlegast sé að við hypjum okkur upp i virkið og hefjum samningana þaðan. írinn var á sama máli um það, svo að við bröltum upp kaðalstigann og drógum hann upp á eftir okkur. Við tókum byssurnar og athuguðum að skothólfin væri full. Ég athugaði líka 45-skammbyssuna mína, þvi að ég kann alltaf best við að handleika svo- leiðis leikföng. SVO liðu tveir tímar án þess að nokkuð markvert gerðist. En þá heyrðum við hófaskelli á grjótinu niðri á veginum. Svo varð hljótt aftur en eftir nokkra stund sáum við skeggjað andlit gægjast fram úr kjarrinu. — Þarna koma framverðirnir, sem eiga að njósna, sagði ég. — Eigum við að lofa 'honum að smakka á blýinu? — Nei, við skulum ekki byrja stríðið, sagði McBride. — Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Njósnarinn leit ekki svo hátt að hann sæi okkur. Og þegar hann hafði ekki séð neitt grunsamlegt benti hann og veifaði aftur fyrir sig. Nú sáust nokkrir menn riðandi. Þeir töluðu saman í ákafa og pötuðu mikið. Lík- lega mun þeir ekki hafa búist við að svona auðvelt yrði að ná námunni á sitt vald. Allt í einu sá ég gríðar umfangsmik- inn riddara, allan með gullborðum og með lieilt vopnabúr utan á sér. Ég sperrti upp augun. — Er það sem mér sýnist — ég sé ekki betur en þarna sé sjálfur Huerta kominn! sagði ég forviða. Og svei mér ef þarna var þá ekki kominn minn gamli vinur José Huerta hershöfðingi, sem ég hafði rekið á undan mér eins og sauðkind upp bratta fjallshlið með lassólinni minni og létt talsverðu af föðurarf- inum af, þegar við hittumst seinast. Ég hafði fulla ástæðu til að halda, að hann langaði til að eiga tal við mig, svo framarlega sem það væri hægt án þess að hann stofnaði sér í hættu. Og nú varð ekki betur séð en að hætt- an væri að öllu leyti á mína hlið. Huerta reið góðan spöl áfram og skimaði síðan i allar áttir. Fyrr eða síðar hlaut hann að koma auga á okkur. — Þess vegna kallaði ég í hvellum skipunartón: — Alto, senor capitan general! Mexíkáninn hoppaði í hnakknum og liypjaði sig í var við nokkra aðjút- anta sina. Svo gægðist hann fram milli hausanna á þeim og augun voru eins og kúlur. Þegar hann kom auga á mig hrapaði hakan á honum nokkra sentimetra. En svo rétti hann úr sér og nú sá ég eld brenna úr augum hans. Og allt í einu varð breitt andlitið eitt bros. — Ha, el americano, hrópaði hann. — Bienvenido, afskræmið þitt, gleymdu ekki að ég miða á þig núna. Hann varð fljótur til að beygja sig bak við axlirnar á lífverði sínum. Hann hafði orðið svo hissa að hann gleymdi að liann var í skotfæri. MCBRIDE rak hausinn upp fyrir sandpokana. — Snautið þið á burt héð- an, öskraði hann. — Þetta er ame- rískt umráðasvæði, og við viljum helst ekki sjá neinar apaásjónur hér! Huerta steytti hægri hnefann. — Það er mexíkanskt umráðasvæði núna, senor, urraði hann eins og grimmur hundur. — Uppfrá þessari stundu hefir José Huerta tekið þessa námu á sitt vald í nafni þjóðstjórnarinnar. Þið skuluð þá fá hegningu, sem þið hafið til unnið!

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.