Fálkinn - 06.09.1957, Síða 9
FÁLKINN
9
— Haltu kjafti! kallaSi ég fram í.
— Ertu búinn að gleyma livernig fór
þegar við hittumst seinast?
OÞetta vorcu stór orð, og eiginlega
fannst mér ég vera ósköp lítill. Við
gátum ekki vænst mikils þegar Hu-
erta var annars vegar, og ég vissi að
liann múndi steikja mig yfir nægum
eldi ef liann næði í okkur. Nýir ridd-
arar komu í sífellu og innan stundar
voru þeir orðnir einir hundrað þarna
kringum námuna. Þeir höfðu líka
gengið úr skugga um að við McBride
voruni þarna einir.
— Hefði ég vitað að það var þessi
apakálfur sem þú áttir við, mundi ég
hafa hypjað mig á burt, sagði ég. —
En nú verð ég ekki til annars en að
gera málið erfiðara fyrir þér.
— Vertu ekki að neinu bulli! fnæsti
McBride. — Hann mundi flá mig lif-
andi ef hann næði mér á sitt vald.
Nú fór Huerta að öskra á nýjan
leik. — Ivomið þið hingað, gringos!
öskraði hann. — Þið sleppið ekki í
þetta sinn!
— Úttroðni sirlcusapi! öskraði ég
á móti. — Ég skal standa fyrir minu
máli ekki síður en seinast!
ALLT i einu létu þeir kúlnaregn
dynja á okkur, en sandpokarnir dugðu
vel. Það var eiginlega til litils að
svara skothríðinni, en við skutum nú
nokkrum kúlum samt, og að minnsta
kosti ein þeirra virtist gera gagn. En
þetta hyski flýtti sér þó ekkert að
komast á burt aftur. Þeir vissu, del-
arnir, að við vorum þarna eins og
mýs í gildru, og þeir gátu geymt sér
að taka okkur, þangað til seinna. Nú
fóru þeir að snuðra i námuskálanum
og fóru að bera út matarbirgðirnar.
Allt í einu komum við auga á einn
delann í dyrunum, og hann kaliaði
eitthvað og benti hinum að koma.
— Hvað geymirðu þarna inni,
spurði ég.
— Þetta er matarbúrið, sagði Mc-
Bride. — Það er hægt að koma kring-
um tvö hundruð manns fyrir þar inni,
svo að það verður glatt kvöld hjá
þeim ef þeir koma auga á það.
Nú fór að dimma og bófarnir voru
farnir inn í búrið. Við heyrðum
hlátrasköll og gítarglamur, svo að
ekki var um að villast að þeir höfðu
fundið viskíkaggann.
— McBride, sagði ég upp úr eins
manns hljóði. — Er hægt að læsa
þessum matarskála?
— Já, vist er það hægt, svaraði
hann. — Heldurðu að maður geymi
viskíkagga i ólæstu húsi. Það er meira
að segja sterkur slagbrandur úr járni
i dyrunum.
— Guði sé lof, sagði ég ánægður. —
Hvar geymirðu dynamítið?
— í skúrnum lengst til vinstri.
— Heyrðu, sagði ég. — Eins og þú
sérð hefir byltingarherinn setst að í
matarskálanum. Þeir hafa aðeins einn
varðmann fyrir utan. Ef einhver
danglar almennilega í hausinn á hon-
um, er hægur vandi að skjóta slag-
brandinum fyrir dyrnar.
McBride sperrti upp augun. — Það
segirðu satt, sagði hann. Ég skal gera
það undir eins.
— Nei, það geri ég, ég er yngri og
léttari á fæti en þú. Láttu mig fá
lyklakippuna.
ÍRINN var súr á svipinn. — Ef nokk-
ur á að hætta lífi sínu, þá er það ég,
tautaði hann. — Þessi náma er þér
alvég óviðkomandi.
— Það getur verið, en hershöfð-
inginn er mér ekki óviðkomandi,
sagði ég. — Ég er ólmur í að taka
í lurginn á hershöfðingjanum. Þú
bíður hérna á meðan og hefir sex
byssur við höndina. Ef einhver kem-
ur út eftir að ég er kominn niður
að matarskálanum, þá skjóttu bara.
Ég setti út kaðalstigann og lagði
upp i leiðangurinn. Það var talsverð-
ur vandi að komast óséður niður að
skálanum. Vörðurinn stóð við dyrnar
og var að telja stjörnurnar. Hann
var bölvandi — líklega hefir honum
fundist hann vera hafður útundan.
Ég dró upp sexhleypuna og hagræddi
henni í lófanum. Svo læddist ég eins
og köttur og sló hann. Hann var með
þykkan flókahatt á hausnum, svo að
ég varð að berja hann bak við eyrað.
Ég dró ekkert af mér og hann lypp-
aðist niður steinþegjandi. Svo leit ég
á dyrnar og sá að þær voru lokaðar.
Ekki annað en skjóta slánni fyrir.
Ég þrýsti að þungri læsingunni og
glotti. Þótt lygilegt mætti heita hafði
ég Huerta og allan hans her undir
lás. Gluggarnir voru örsmáir, svo að
þeir mundu verða talsvert lengi að
brjótast út, ef þeir þá gætu það.
Ég gekk blístrandi að skýlinu, sem
McBride geymdi dynamitið i. Ég fyllti
vasa mína og fór svo að matarskál-
anum aftur. Ég hafði tekið eftir að
hann stóð á stórum steinstöplum, svo
að vandalaust var að koma sprengi-
efninu undir gólfið. Þegar ég ’hafði
komið öllu fyrir hljóp ég bak við
stóran stein. Þar gat ég setið i næði
og biðið þess sem koma skyldi. En
fyrst kaltaði ég á McBride. Hann kom
eins og elding niður stigann og flýtti
sér svo mikið að huasinn varð á
undan ...
— Hvernig gengur? spurði hann
móður. — Hafa þeir reynt að opna?
— Ekki ennþá, svaraði ég.
Ég fór og athugaði liinn sofandi
varðmann, og til vonar og vara batt
ég hann.
— Meiri hávaðinn þarna inni, sagði
McBride gramur. — Ég skil ekki
hvers vegna þeir þurfa að hafa svona
hátt.
1 þessum svifum tók ég eftir að
einhver reyndi að opna.
— Þú veist hvernig fer þegar mað-
ur drekkur. Þá þarf maður að bregða
sér afsiðis við og við.
Og nú varð ekki betur séð en þeir
hefðu drukkið talsvert þarna inni, því
að nú urðu meiri hróp og háreysti
en nokkurn tíma áður. En hurðin
stóðst allar árásir.
— Það er vönduð smíði á skálanum,
sagði McBride íbygginn. Hvort eigum
við að sprengja þá í loft upp eða
svelta þá í hel?
— Þú mátt ekki vera blóðþyrstur,
sagði ég. — Ég veit um setuliðsstjóra
í Monterrey, sem mundi hoppa af
kæti ef hann fengi innmatinn úr þess-
um skála.
ORGIÐ og lætin inni i skálanum fór
sivaxandi. Það var auðheyrt að þeir
reyndu að brjóta veggina með bæði
borðum og stólurn, og það fór að
braka grunsamlega i listunum kring-
um gluggann.
— Það er víst best að við förum og
sefum þá dálítið, sagði ég. Og svo
fórum við að einum glugganum á
langveggnum. Innan við gluggann
góndi andlit á okkur blóðhlaupnum
augum. Sem betur fór var svo dimmt
að við stóðumst augnaráðið.
Ég teygði fram álkuna eins langt
og ég þorði: — Senor, sagði ég blíð-
lega, — ef Huerta hershöfðingi á ekki
mjög annríkt væri gaman að fá að
tala við hann gegnum gluggann.
Hæverskan hefir alltaf áhrif á
fólk, svo að trýnið hvarf og að vörmu
spori kom Huerta í gluggann.
— Afsakið, senor hershöfðingi,
sagði ég. — Ég skil vel að þér eigið
annríkt, en mig langar til að sýna
yður dálítið. Ég hafði tekið með mér
tundurþráð og hélt honum upp að nef-
inu á honum.
— Ef þú getur ekki séð hvað þetta
er, sagði ég svo i allt öðrum tón, —
þá get ég frætt þig á því að það er
tundurþráður. Og hann er í sambandi
við sprengiefni, sem liggur undir
gólfinu sem þú stendur á. Þegar ég
kveiki í þessu skeður dálitið von
bráðar.
Líklega hefir liann fölnað talsvert
um trýnið þegar ég sagði þetta, en
hann var svo óþveginn og birtan svo
dauf að ég átti erfitt með að sjá það.
— Senor americano, stamaði hann.
— Það megið þér ekki gera.
Jú, og ég geri það alveg ókeypis,
sagði ég. — Ef þér látið ekki karlana
yðar halda kjafti undir eins, þá geri
ég það.
Andlitið á Huerta varð eins og ein-
liver togaði i eyrun á honum. Hann
slcrækti og veinaði, en eftir augnablik
varð steinhljóð. Svo kom andlitið á
honum fram i gluggann aftur.
— Hvað hafið þér nú hugsað yður
að gera, senor americano? spurði
hann rámur.
— Það er undir sjálfum þér komið,
svaraði ég. — Ef þið drekkið allt
viskíið þá kveiki ég á tundrinu, en
ef þið verðið þægir og góðir drengir,
ætla ég að sitja hérna og bíða þangað
til riddarasveitin frá Monterey
kemur.
HAKAN á hershöfðingjanum hrapaði
niður í gluggakistuna, svo að small
í. Lappirnar undir honum höfðu auð-
sjáanlega kiknað.
— Nei, nei! hrópaði hann. — Þið
megið ekki gera það! Tennurnar
glömruðu i skoltinum á honum. — Við
höfum getað komið okkur saman áður
— ég borga það sem þér ...
— Hefirðu erft einhverja fleiri
foreldra núna, pjakkurinn? spurði ég.
— Ef svo er þá skal ég láta þig vita
að mér er skítsama um peningana
þina. Nú verðurðu að gera upp reikn-
ingana á annan hátt.
Hann grátbændi og bað, en nú var
engin miskunn hjá Magnúsi.
— Þú verður að skreppa til
Monterey, sagði ég við McBride. —
Ef þú nærð í góðan hest verðurðu
kominn hingað aftur með riddara-
sveitina eftir tvo daga. Við getum
illa setið uppi með þennan óþjóðalýð
lengur.
— Ég fer undir eins, sagði írinn.
— Þú verður að líta vel eftir þeim
á meðan.
— Vertu óhræddur, sagði ég. —
Mér er óhætt meðan ég held i tundur-
þráðinn.
— Ég held að þeir séu farnir að spekj-
ast núna.
Ég varð sannspár. Annan eins upp-
reisnarher og þann, sem kom ríðandi
út úr skálanum fær maður áreiðan-
lega ekki oft að sjá. Huerta hers-
höfðingi kom síðastur og skulfu undir
lionum fæturnir. Hann hafði létst um
mörg pund.
— Senor americano! snökti hann:
— getið þér ekki gert svo vel að
hjálpa okkur?
— Nei, kunningi, sagði ég vægðar-
laust. — Nú er best að þú hjálpir þér
sjálfur.
Ofurstinn kom til mín. — Senor!
sagði hann hátíðlega og bar höndina
upp að húfunni. — Fyrir hönd
mexíkönsku þjóðarinnar vil ég þakka
yður fyrir þessa einstöku hetjudáð,
sem skráð mun verða gullnu letri í
sögunni. Forsetinn mun launa yður
ríkulega, og ég býð yður velkominn
í höfuðborgina.
— Þökk fyrir, senor corone, ég lit
inn þegar ég á leið hjá.
— Þakka yður fyrir sykurlánið, frú
Hansen.
Ungur aðalsmaður liafði dansað
nokkra dansa við dóttur húsfreyj-
unnar i samkvæmi, sem liún hélt. Og
morguninn eftir hringir frúin til hins
göfga manns og segir:
— Ég er í standandi vandræðum,
herra barón. Það er á allra vörum,
að þér og hún Clarissa dóttir min
séuð trúlofuð. Hvað á ég að segja ef
að fólk spyr mig hvort það sé satt?
— Þér skuluð segja, að lnin hafi
hryggbrotið mig, svaraði aðalsmaður-
inn glaðlega. Hann var alvanur að
bægja mæðrum heimasætanna frá sér
á hævers'kan hátt.
SÍÐDEGIS tveimur dögum síðar sá
ég til McBride og riddaraliðsins frá
Monterey. í fararbroddi reið tein-
réttur ofursti og kætin skein úr aug-
unum á honurn. Hann mun hafa verið
að hugleiða hvað uppreisnarherinn
ætti í vændum. Ofurstinn vatt sér af
stryknum hestinum og kom til mín
vaggandi og hjólbeinóttur. Það gljáði
á sporana á lakkbornum stígvélunum.
Ég stóð upp og benti á skálann.
— Þér getið gengið að óvinum yðar
þarna inni, senor corone, sagði ég.
Leikarinn var farinn að lcalka og
það eina sem hann undi við var hand-
ritalestur. En hann átti fátt að lesa
'heima. Kunningja hans datt ráð i hug,
að láta hann fá bók, sem honum
dveldist lengi við, og sendi honum
símaskrána, og leikarinn fór undir
eins að rýna í liana. Nokkru seinna
kom kunninginn, og spurði hvernig
honum litist á bókina.
— Ég er nú ekki kominn að efninu
ennþá. En aldrei á ævi minni hefi ég
séð jafn langa hlutverkaskrá.