Fálkinn - 06.09.1957, Page 11
FÁLKINN
11
LITLA SAGAN
RUZICKA :
Pietro hinn hugvitssami
Einn daginn stóS þessi auglýsing
í öllum blöSunum í Milano:
„Ég er þrítugur, efnaöur, músikalsk-
ur, íþróttamaður, viðfelldinn, tilfinn-
inganæmur. Óska eftir ungri, fallegri
stúlku sem lífsförunaut. En hún verð-
ur að tíkjast hetjunni í skáldsögu
Pietros Vallorio: „Intermezzo di
Angela". Svar sendist til Sperante
896.“
IÞessa auglýsingu lásu margir. Og
þessu lík samtöl spunnust út f 'henni
í Milano:
Móðirin: — Lucia, hérna eru 20 lír-
ur! Keyptu þessa vitlausu sögu strax,
þá geturðu svarað auglýsingunni á
morgun.
Faðirinn: — Hérna ætla ég að gefa
þér „Intermezza di Angela. Lestu sög-
una strax. Manni hýðst ekki rikur
brúðgumi dags daglega.“
Frænkan: — Það hlýtur að vera
freistandi fyrir þig að lesa þessa sögu,
úr því að þú heitir Angela. Freistaðu
gæfunnar.
Dóttirin: — Mamma, ég má til með
að lesa þessa sögu. Þig hefir alltaf
langað til að eignast ríkan tengdason.
Um morguninn höfðu 10.000 eintök
af sögunni legið í bókabúðunum, um
nón var hvert einasta uppselt. Prent-
smiðjan varð að fara á stúfana og
prenta nýtt upplag í skyndi. Næstu
daga seldist bókin áður en svertan
Jjornaði á henni. Greinar komu um
hana í blöðunum. Hver var þessi
Pietro Valerio? Hvað hafði hann
skrifað áður. Og hvernig var þessi
bók eiginlega. Hún var hvorki betri
né verri en sögur flestar, en sem
aldrei eru prentaðar i 200.000 upplagi
á tveimur vikum.
Hver var þessi heppni rithöfundur?
Nú víkur sögunni aftur í timann,
mánuði áður en auglýsingin kom.
Hinn ungi höfundur situr á nálum
hjá Brocci forleggjara. Sá síðarnefndi
er að enda við að segja: — Kæri
Vallerio, ég þori þetta ekki. Hver
þekkir yður. Mér líkar sagan ekki
vel, en þér eruð öllum ókunnugur.
— Prentið þér söguna, herra Brocci.
Ef ekki seljast tíu þúsund eintök
fyrstu vikuna, skal ég borga upplagið!
'Forleggjarinn kinkar kolli. Þrem-
ur vikum síðar kom bókin út. Enginn
tók eftir 'henni í búðargluggunum.
Pietro var vonsvikinn. Hann hafði
lofað að borga forleggjaranum upp-
hæð, sem var um það bil hundrað
sinnum hærri en allt sem hann átti
í reiðu fé. Bara að hann gæti nú fund-
ið úrræði — gott úrræði! Hann var
hugmyndarikur rithöfundur, því
skyldi hann ekki geta fundið úrræði?
Og allt i einu brosti hann. Hann hopp-
aði af kæti, því að hann hafði fundið
úrræðið. Og svo hljóp hann eins og
hind milli blaðanna með auglýsinguna
sína.
Nú var Pietro orðinn rikur líka og
herra Brocci gerði samning við hann
um allt sem hann skrifaði um ævina.
En auglýsingin hafði líka önnur
áhrif. Bréfin frá giftingarfúsum
stúlkum hlóðust upp heima hjá Pietro.
Hann komst ekki yfir að lesa öll þessi
bréf sjálfur, því að þau urðu 123.716,
og réð þess vegna þrjár stúlkur til
að lesa. Pietro, sem hafði haft heppn-
ina með sér, vonaðist nú eftir að fá
DROPÓTT TIL TILBREYTINGAR. —
★ TísUumyndit ★
-----------------1
Vitið þér...?
V0 I? X
að til er fólk, sem fæst ekki til
að aka í bíl?
Þetta er ekki af slysahræðslu eða
nisku, heldur af trúarbragðaástæðum.
Hinn svokallaði Amiski trúflokkur í
Pennsylvaniu, U.S.A. afneitar bifreið-
unum, en notar i staðinn gamaldags
hestvagna.
að í Vestur-Ameríku skjóta menn
á eplatrén þegar þau eiga að
frjóvgast?
Þegar randir og blóm er yfirgnæf-
andi í ár, er gaman að sjá dropótt
einstaka sinnum. Þessi fíni frúarkjóll
frá Manguin úr himinbláu surahssilki
með stórum hvítum doppum er mjög
fallegur. Pilsið fínt, ptiserað og slétt-
ur dúkur að framan.
„Eruð þér nú alveg viss um að þetta
meðal útrými aliri veggjalús?“
„Þegar þér hafið reynt það einu
sinni verðið þér faslur viðskiptavin-
ur hjá mér.“
Stína, 8 ára kemur úr skólanum og
er að segja mömmu sinni frá að
kennslukonan hafi sagt börnunum
frá Söru lians Abrahams.
— Og svo kom engill og sagði að
Sara ætti að eignast barn. En Sara
varð steinhissa á þessu því að hún
var komin yfir nírætt. En ])á sagði
engillinn: „Herrum ér ekkert ómögu-
legt!“
góða og blíða konu i kaupbæti, þó að
þetta hefði ekki verið tilgangur hans
þegar liann auglýsti. En Angelan i
sögunni var eins og honum fannst að
lcona ætti að vera.
En lífið er margbrotið og mennirnir
líka. Loks orðnar þrjár eftir af þess-
um 123,796, sem liktust Angelu. Ein
af þessum þremur hét Giulia — og
hún kvarð frú Giulia Vallerio.
Þess skal getið að Giulia þessi var
ein ])eirra, sem fengin hafði verið til
að lesa bréfin.
Hún hafði aldrei lesið söguna, en
laumaði bréfi frá sér i bunkann þeg-
ar hann var farinn að þynnast. Svo
að hugvitsamur Pietro fékk hugvit-
sama Giuliu. *
HUBERT DE GIVENCHY notar einn-
ig dropótt efni til að skreyta þenna
einfalda léreftskjól sem er hnepptur
að aftan og einnig hálsmálið á hin-
um kjólnum.
BEINT FRÁ FLORENS kemur þessi
þægilegi kjóll úr grófu rúðóttu ullar-
e'fni. Hann er með prinsessusniði og
hin litla falska bolero sýnir greini-
lega hið háa mitti. Þessi kjóll á ef-
laust betur við hér hjá okkur en und-
ir hinni suðrænu sól.
Þessi tré frjóvgast ekki af sjálfu
sér, og þess vegna er skotið á grein-
arnar blómduftinu. Aðferðin er fljót-
leg — það tekur aðeins þrjár mínútur
að frjóvga livert tré.
VO17-J -
að hægt er að hlusta eftir afstöðu
stjarnanna?
Allar stjörnur stafa frá sér geisla-
bylgjum, sem auðveldlega komast
gegnum rykið í geiminum, sem byrgir
mannlegu auga sýn. Ýmsar geisla-
bylgjur koma frá stjörnum, sem eru
svo óra-fjarri að þær sjást ekki i
stjörnukíkjum, en með útvarps-
hlustunartækjum er hægt að ákveða
afstöðu þesara ósýnilegu stjarna og
marka þær uppdráttinn.
„Hún Magga gengur á milli góðbú-
anna og segir lygasögur um mig.“
„Settu það ekki fyrir þig, góða. Þér
er engin hætta búin fyrr en liún fer
að segja sannleikann."