Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1957, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.09.1957, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 — Það gerir ekkert til, væna min. Þær töluðu ekki meira um þetta og Dinah fór aS liátta. Patricia sat ein eftir í stofunni og var sár yfir að vera svona vanmáttug og ráða- laus. Þá var dyrabjöllunni hringt. Það var Gregory. Hún bauð hönum inn. Hvað gat lionum verið á höndum, svona síðla kvölds? — Fáðu þér sæti, Gregory. Má bjóða þér kaffibolla? — Þakka þér fyrir, ef þú ert með það hvort sem er. Hann tók í höndina á henni og leit á hringinn. — Jæja, svo að þetta er þá satt? sagði liann alvarlegur. — Ætlarðu ekki að óska mér til hamingju? — Jú, vitanlega. Hann sleppti hend- inni, eins og hún skipti engu máli framar. Hún fór fram að hita kaffið og hann elti og stóð í dyrunum og horfði á hana. — Þér finnst kannske skrítið að ég skyldi koma hingað í kvöld, sagði hann. — Já. Hann brosti. — Ég kom til að kom- ást að þvi hvort þú ætlaðir að fara að giftast eða ekki .... og mig lang- aði til að tala við þig um Dinuh. — Hvað er með Dinuh? — Mér þykir vænt um Dinuh, sagði hann lágt. — Eins og þú veist trúir hún mér fyrir leyndarmálum sinum. Hún er áhyggjufull og hrædd. Börn fella sig ekki við breytingar, þú veist það. Ég ætlaði aðeins að segja þér að þú verður að fara varlega. Til- finninganæmt barn eins og Dinah ... Það small i kaffibollanum er Pat- ricia setti hann á borðið. — Hvað hugsarðu að koma hingað og sletta ])ér fram i einkamál mín og segja mér hvað ég megi gera og ekki gera .... sagði hún reið. — Heyrðu nú .... — Ég vil ekki hlusta á þigl lirópaði hún. Hún stóð andspænis honum þarna í eldhúskytrunni. Hún skalf af reiði. Allt í einu kippti hann henni að sér og kyssti hana á munninn. Svo sleppti hann henni. Hún varð svo hissa að hún kom ekki upp nokkru orði. — .Tæja, jæja, sagði hann. — Þú þarft ekki að segja það. Ég er af- brýðisamur og ég hefi verið flón. En það sem ég segi um Dinuh er rétt. Ég er kannske flón, en það ert þú líka, væna mín. Hugsaðu þig vel um og flanaðu ekki að neinu. Hann fór áður en hún gat áttað sig og svarað honum. Hún heyrði dyrnar lokast og hugsaði með sér: Hann fékk þá ekki neitt kaffi. Hún leit á tvo tóma hollana og fór að hágráta. Ralph kom í hádegisverð sunnu- daginn og fór svo í bílferð með Pat- riciu og Dinuh síðdegis. Það varð ekkert skemmtileg ferð. Dinah var ekki beinlínis ókurteis — hún lét sem hún sæi ekki það sem verið var að sýna lienni og var stutt í spuna. — Leikið þið handknattleik i skólanum, Dinah? Ekkert svar. — Hann Ralph er að tala við þig, væna min. — Æ, afsakaðu. — Hann var að spyrja livort þið leikið handknatt- leik i skólanum. — Nei, ekki hand- knattleik. Körfubolta. Ný þögn. Ralph hleypti brúnum og andvarpaði. Dinah þagði. Patricia liorfði á litla, föla andlit- ið og skildi að Ralph mundi ekki þykja hún sérlega aðalaðandi barn. Hann vissi ekki hve skemmtileg og glöð hún gat verið þegar hún var með þeim sem hún þekkti og bar traust til. Til dæmis Gregory. En Gregory var heppinn. Hann hafði al- veg sérstakt lág á börnum. Ralph fór heim með þeim og borð- aði kvöldverð með þeim. Og það var auðséð að hann beið með óþreyju eftir því að Dinah færi að hátta. Dináh var vön að fara sjálfkrafa i bólið, en i kvöld var hún að dunda við ýmislegt og fann allar nýjar ástæður til að verða lengur á fótum. Patricia reyndi að stilla sig og missa ekki þolinmæðina meðan hún var að niða á Dinuh, að hún færi að hátta, baða sig- og bursta tennurnar. Þegar hún loksins var komin i rúm- ið sagði hún: — Mamrna, viltu ekki sitja hjá mér dálitla stund, eins og þú ert vön? Patricia settist á rúmstokkinn, en hún gat ekki hvílst. Hún beið við- búin að flýta sér inn til Ralplis, sem vitanlega þrammaði um gólfið i stof- unni og beið óþolinmóður eftir að hún kæmi. — Þig Jangar ekki til að sitja hjá mér, mamma .... — Jú, vitanlega, væna mín, en það er bara .... — Þú vilt heldur vera hjá hon- um .... — Dinah, verlu ekki svona rellótt. Þú veist að það er orðið framorðið. Ralph er gestur okkar og það er ó- kurteisi að láta gestina vera eina. — Já. Dinah færði sig neðar í rúm- ið og sneri sér til veggjar. — Góða nótt, sagði hún. Patricia liorfði á hana ráðalaus. Hana langaði til að biðja og grát- bæna: Gerðu það fyrir mig að láta þér þykja vænt um hann — gerðu það mín vegna. En hún sagði aðeins: — Sofðu vel, barnið mitt. Dinah svaraði ekki og Patricia flýtti sér inn í stofuna og Ralph tók á móti henni opnum örmum. — Vesl- ingurinn, sagði hann. Þetta var hræði- legt. — Ég hélt að við ætluðum aldrei að .... Hún tók hendinni fyrir munninn á honum. — Góði, talaðu ekki svona. Haltu utan um mig og huggaðu mig. Þau sátu hlið við hlið í sófanum við arininn. Hún var miklu rólegri núna. Hann elskaði hana og hann var sterkur og innilegur. Hann var klett- ur, sem lmn gat stutt sig við. Eftir dálitla stund sagði liann: — Hvenær eigum við að giftast? Eftir hverju erum við eiginlega að biða? Hún andvarpaði. — Ég hefi svo margt að hugsa um. — Þú meinar .... Dinah? — Já. Hann þrýsti henni fastar að sér. — Heyrðu, elskan mín. Þú verður að lifa þinu eigin lífi. Þú mátt ekki ein- göngu hugsa um Dinuh. Þú hefir fórnað öllu fyrir hana. — Ég gerði það með glöðu geði. — Já, ég veit það. En þú verður lika að taka tillit til sjálfrar þin. Mér finnst rétt að við gætum verið ein um tíma eftir brúðkaupið. — Hvað áttu við? — Dinah mundi ekki hafa nema gott af að vera í burtu um tima — þangað til liún hefir vanist tilhugs- uninni. — Þú vilt að ég sendi liana burt? spurði hún rólega. — Góða, þú kenmr svo liræðilega orðum að þessu. Þetta gera margir. Börn systur minnar eru í ágæturn heimavistarskóla og ég held að Dinah hefði gott af að vera á svoleiðis stað. Þú hefir verið svo eftirlát við 'hana, Patricia, en það er ekki von á öðru .... Patricia losaði sig úr faðmlögun- um með hægð. Hún var sjúk af von- brigðum. — Hvað gengur að þér? — Æ, þú lést mér bregða við. Ég verð að venjast tilhugsuninni. Nú varð þögn og í kyrrðinni heyrð- ist hljóð, sem ekki varð villst á. Hurð var lokað. — Var það Dinah? sagði liún. — Ef hún hefir heyrt til okkar. — Er hún vön að standa á hleri líka? sagði Ralph. Röddin var köld. Patricia spratt upp. — Vitanlega gerir hún það. ekki. Ég verð að fara fram til hennar, sagði hún. Hún var náföl þegar hún kom aft- ur. — Hún er ekki í herberginu sinu. Hún er hvergi í íbúðinni. — Það er ástæðulaust að æðrast út af því, sagði liann óþolinn. — Hún getur ekki liafa farið langt. — Nei, kannske ekki, en hvers vegna fór hún? Hún er ekki i öðru en náttkjól og morgunkjól. Það slær að henni .... Hún fleygði kápu á axlir sér og liljóp fram á ganginn. Gregory stóð fyrir utan dyrnar hennar. Aldrei hafði henni þótt vænna um að sjá hann en nú. Hann flýttí sér að segja: — Þetta er allt i lagi, Patricia. Hún er uppi lijá mér. Ég lofaði lienni að liggja á sófanum i vinnustofunni. — Hvað á þetta að þýða? Ralph stóð inni í ganginum og starði á Gregory út um opnar dyrnar. Gregory leit kuldalega til hans og hélt áfram að tala við Patriciu. — Hún er dá- lítið æst. Hún fór á fætur til að ná sér í vatnsglas og þá heyrði hún að þið voruð að tala um að senda hana í heimavistarskóla. Ég sagði henni að þú rnundir aldrei senda hana frá þér. Ralph leit á þau á vixl og sagði livass: — Hvað á þetta að þýða? Þeir horfðu fjandsamlega hvor á annan, karlmennirnir. Patrica sagði: — Gregory, viltu gera svo vel að fara upp til Dinuh og segja henni að ég komi eftir augnablik? Þegar Gregory var farinn tók Patr- icia af sér trúloíunarliringinn og rétti Ralpli hann. — Þvi miður, Ralph .... Svona var það einfalt. Hann var reiður, vantrúaður og metnaður hans hafði orðið fyrir áfalli, en það var ekki að sjá að þetta snerti hana. Það eina sem liún hugs- aði um var að losna við hann eins fljótt og unnt væri, svo að hún gæti farið upp til Dinuh og huggað hana. Eftir nokkrar mnútur var hún kom- in upp og sat með Dinuh í fanginu. — Nú er allt i lagi, barnið mitt. Hættu að gráta. Nú.er þetta búið. Hann er farinn og kemur aldrei aftur. Þau fóru niður til Patriciu, öll þrjú, og Gregory hitaði mjólk lianda Dinuh meðan Patricia var að koma henni í rúmið. Þegar hún kom út úr herberginu sat Gregory i stofunni og beið eftir henni. Hún brosti vand- ræðalega. — Ég hefi ekki þakkað þér fyrir, sagði liún. — Eklcert að þakka. — Þér finnst líklega að ég hafi hagað mér flónskulega, er það ekki? Hann hristi höfuðið og fór til henn- ar og studdi báðum höndunum á axl- ir lienni og sagði: — Nei, það var ekki þannig meint. Ertu að setja eitt- livað fyrir þig núna? ■— Já, mér finnst ég hafa svikið Dinuh að vissu leyti. Ilún fór til þín í nauðum sínum en ekki til mín. — Og þess vegna hugsar þú ekki sérlega vel til mín? spurði hann hæg- látur. Hún brosti angurblítt. — Nei, það kom ekki að sök, einmitt vegna þess að það varst þú. Ég held að þú skiljir ekki hvernig þetta gerðist, Gregory. Ég hafði verið svo lengi ein, ég þráði ást og ailt leit svo vel út. Röddin brast og hann dró hana var- lega að sér. — Ég vissi það ekki, sagði hann. Er ég ekki mikill kjáni? Ég var vanur að hugsa mér að þú værir sjálfri þér nóg, og þyrftir elcki annað, úr því að Dinah var lijá þér. Svo kom þessi Henderson til sögunnar, og þá skildi ég að ég liafði verið flón og að nú væri allt um seinan. — Ég vissi ekki að þú hafðir þær tilfinningar til mín, sagði hún undr- andi. Hann yppti öxlum og brosti til hennar. — Nei, hvernig áttir þú að vita það. Farðu nú að sofa, væna mín. Þú ert uppgefin. Við skulum tala um þetta á morgun. Hann kyssti hana og fór. Patricia fór inn í svefnherbergið og háttaði Augnablik stóð hún hreyf- Framhald á bls. 14. Ég hefi svikið Dinuh, sagði hún. — Hún fór til þín í nauðum sínum eli ekki til mín ...

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.