Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1957, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.09.1957, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 r——--------------------- ★ Tískuitigifdír ★ -----------------------! LITLA SAGAN Ævilok Sinions Konni Baldurs var kattahatari og hatrið beindist aðallega að skepnu, sem hét Sinfon. Það var uppáhalds- köttur og ellihuggun Kroppshjónanna, hræðilega gulbröndótt fress. Konni Baldurs leigði herbergi í Grjótagötu 128, skuggalegt herbergi með glugga inn inn að ruslaporti, sem Kroppshjónin ein höfðu umráð yfir. Og kötturinn Sinfon. Vitanlega hafði Sinfon lagalegan rétt til portsins, því að Kroppshjónin bjuggu á 3. hæð. En það er hvergi skráð í lögum að leyft sé að halda sinfóniuhljómleik á slik- um stöðum. Og Sinfon var óvenjulega raddmik- ill köttur og neytti einkum raddar- innar um fjögurleytið á morgnana. Um það leyti setti hann nágrönnum stefnumót í portinu og söng ástar- söngva. í þrjár vikur hafði Konni verið vakinn stundvíslega kl. 4 á hverjum morgni, og nú festist sá ásetningur í honum að myrða fressið Sinfon. Hann vann i apóteki og átti því liægt með að ná sér i hæfilegan skammt af klóroformi. Og um miðnætti tók hann til starfa með litið glas i vas- anum. Allt var vel i liaginn búið. Litlar svalir inn að portinu voru við íbúð Kroppshjónanna. Og dyrnar alltaf opnar og i stofunni fyrir innan svaf Sinfon i spónakörfu. Konna tókst fyrirhafnarlítið að reisa stiga upp að svölunum og hóf svo uppgönguna. En það bakaði honum raun, að hann reif flúnelsbrækurnar er liann glennti sig yfir handriðið á svölunum. Hann hélt niðri í sér andanunt og læddist inn um opnar dyrnar og fann spónakörfu Sinfons í horninu. Kött- urinn lá þar i kuðung og var auðsjá- anlega steinsofandi. Henry tók tapp- ann úr klóroformglasinu, hellti inni- haldinu i klút og sveif að skepnunni. Hann hélt kettinum í greip vinstri handar en þrýsti klútnum að vitum hans með liægri. Svona sat liann lengi, til þess að vera viss um, að verknaðurinn hcfði tilætluð áhrif. Eftir fimm minútur slakaði hann á takinu á Sinfon og bros fór um and- litið er hann sá að fressið var ekki með lífsmarki. Og nú læddist hann út á svalirnar jafn hljóðlega og hann hafði komið. Allt liafði gengið að ósk- um, nema hvað buxurnar voru rifnar. En einmitt um leið og hann var að hrósa sigri skeði það óhapp að hann spyrnti við stiganum svo að hann skrikaði og datt niður i portið, með skell sem hefði átt að nægja til að vekja dána til lífs innan milu fjarlægðar. En honum létti er hann sá hvergi lífsmark með fólki. Konni Bahlurs lcunni lítt til klif- urs, en afréð þó að nota vatnsrenn- una til að lesa sig niður eftir henni. En á annarri hæð gerði rennan verk- fall og Konni hrapaði. Það getur varla Icikið vafi á því, að það var heppni að Konni slapp við fallið með snúinn ökkla, kúlu á stærð við liænuegg á hnakkanum og svo skrámaða olnboga og sár á hnénu. Hann neytti síðustu krafta sinna til að skreiðast inn til sin og leggj- ast á rúmið í öllum fötunum. Vegna Jersey er ágætis efni og mikið notað. En kjólar úr góðu jersey eru nokkuð dýrir og fallegir eru þeir séu þeir vel gerðir. Þessi kjóll frá Renie Lise er næstum hvítur, með rúskinnsbelti í mittið. meiðslanna varð liann andvaka til morguns. En huggun var honum að því, að nú heyrðist ckkert í Sinfon. Herra Kroppur var umsjónarmaður hússins og kom niður i portið um áttaleytið og Konni afréð að kalla til lians og biðja hann um að ná í lækni. Hann hafði kvöl í fætinum og kúlan á hnakkanum fór sívaxandi, langt fram úr því, sem slíkar kúlur mega gera. „Herra Kroppur, viljið þér sima eftir lækni fyrir mig. Ég datt á hjóli í gærkvöldi," sagði Konni veikróma. Kroppur kom að glugganum og leit á meiðslin. „Það er nú meira ólánið, sem eltir okkur núna. Sinfon veiktist í gær, og þegar dýralæknirinn kom eftir hálftima var Sinfon dauður. Og hjá Guðjóni á 1. hæð hefir krakkinn fengið kighósta og dóttir hans Pusa á 4. liæð er með magapínu.“ Konni Baldurs lagði aftur augun og hirti eklci um fyrirlestur Kropps um heilbrigðisástandið. Hann þjáðist þegjandi. Hann hafði drepið steindauðan kött og það hafði kostað hann rifnar buxur, eyðilagða skyrtu, snúinn ökla, kúlu á hnakkanum og sár á hnénu. „Æ, hringið þér nú til læknisins!" stundi liann. í SUNDHÖLLINA. — Þessi „strand- föt“ eru jafnvel fallin til að vera notuð sem sundföt eins og til að spóka sig í þeim á baðstaðnum. Maður verður að líta vel út þegar farið cr í sumarheimsóknirnar til kunningjanna eða spókar sig heima í garðinum sínum. Þessi fallegi sam- festingur er úr rósuðu bómullarefni, en skyrtan er úr grasgrænu poplin. Vitið þér...? að fallhlífarstökk eru orðin vin- sæl íþrótt í Kína? Það eru mörg ár síðan Rússar byggðu turna, sem voru sérstaklega ætlaðir til að stökkva úr í fallhlíf. Nú 'hafa lvinverjar tekið þetta upp. Fall- hlífin er þanin út með stórum hring, svo að hún er opin þegar stökkið hefst. Og taug er höfð i lilifinni til þess að taka fallið að byrjandanum, meðan liann er óvanur. að lenjd „autostrada“vega í Ev- rópu mun þrefaldast á næstu 10— 15 árum? Það voru Þjóðverjar, sem byrjuðu að leggja þessa vegi og er langmest af þeim í Þýskalandi. Næst koma Hol- land með G30 og Ítalía með 510 kíló- metra, en í öðrum Evrópulöndum, þar með talið England og Frakkland, eru aðeins 2G0 km. af svona vegum. — En vegna hinnar hraðvaxandi bílanot- kunar í Evrópu liefir fjöldi þjóða í hyggju að Iiraða lagningu þcssara vega, svo að fullyrða má að kringum 1970 verði þeir orðnir um 10.000 ldló- metrar á lengd. V. Hazen, sem er einn af túlkunum í NATO, segir á þessa leið frá starfi sínu: NATO-túllcur er maður, sem á að geta þýtt samstundis á fallega ensku ræðu, sem grískur maður lield- ur á lélegri frönsku og les upp með hræðilega vitlausum áherslum, af handriti, sem er morandi í villum. Lcngsti stigi í lieimi er i Aura-raf- magnsstöðinni norsku, en liún er sprengd inn i fjall og stigi frá henni upp að inntakinu upp á fjallsbrún. Stiginn er úr tré, með 45 gráðu halla og eru þrepin i honum 3.715, en allur stiginn er 1065 metrar og hæðarmun- urinn neðst og efst er 754 metrar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.