Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1957, Page 14

Fálkinn - 27.09.1957, Page 14
14 FÁLKINN „FJÖLSKYLD A ÞJÓÐANNA". Framhald af bls. 3. og innlendum, sem hefðu á einn eSa annan hátt stuðlað aS því, að sýning- in liefði verið sett upp í Iðnskólanum. Ljósmyndasýningin Fjölskylda þjóð- anna er „þjónusta við sammannlegan sannleika ofar öllum tímabundnum kennisetningum,“ sagði Ragnar Jóns- son. „Hún er saga mannsins frá fyrsta neista ástarlogans yfir langan og torfarinn veg til grafar.“ Theodor B. Olsen minntist einnig mannvinarins Edwards Steichens og liins frábæra starfs hans. Hann sagði, að okkur væri hollt að minnast þess, að við værum öll meðlimir einnar og sömu fjölskyldu — fjölskyldu þjóðanna. Hann kvað það vera ríkis- stjórn Bandaríkjanna óblandin gleði að liafa getað orðið að liði við að senda þessa sýningu til íslands. Að lokum opnaði menntamálaráð- herra Gylfi Þ. Gíslason sýninguna með ræðu. Hann sagði meðal annars, að myndirnar á veggjunum væru í raun og veru að ræða við okkur um vanda þess og vegsemd að vera mað- ur. Þær hvettu okkur til að ástunda réttlæti og kærleika í ríkara mæli. Stefán Jónsson hefir skipulágt sýn- inguna og unnið við uppsetningu hennar ásamt Haraldi Ágústssyni, sem séð hefir um hina tæknilegu hlið, Inga Eyvinds og fleirum. Þórður Ein- arsson liefir haft framkvæmdastjórn með höndum með undirbúningi sýn- ingarinnar. * EKKERT AÐ ÞAKKA ...!“ Framhald af bls. 9. ingarlaus og horfði á sofandi barn- ið. Á morgun áttu þau að tala um það, sem Gregory hafði sagt. Hún Iiugsaði til þess hve örugg Dinah hafði farið til hans. Hann mundi verða henni góður faðir. Hún slökkti ljósið og fór upp í rúmið. — Ekkert að þakka, hafði hann sagt. En þar skjátlaðist honum. Nú skildi hún allt í einu, að hún átti Gregory allt að þakka — það var lionum að þakka að hún hafði valið rétt. * „TOSCA“. Framhald af bls. 3. hlutverkið með miklum glæsibrag og Stefán Islandi, sem á um þessar mundir tvöfalt afmæli — fimmtugs- afmæli og 25 ára afmæli sem óperu- söngvari — fór með hlutverk Cavara- dossi, en það var einmitt fyrsta óperuhlutverk hans. Stefáni var mjög vel fagnað fyrir frábæran söng. Aðrir aðalsöngkraftar í óperunni eru Guðmundur Jónsson (Scarpia lögreglustjóri), Þorsteinn Hannes- son (Spoletta), Kristinn Hallsson (djákninn) og Ævar R. Kvaran (Angelotti). Skiluðu þeir hlutverkum sínum allir mjög vel. Sýningin i heild var var mjög vel heppnuð og vafalaust mun aðsókn að óperunni verða góð, enda er sér- lega vel til hennar vandað og góðir söngvarar í hverju hlutverki. „AIDA“ f Sf JA Bfé Nýja Bíó byrjar að sýna nú um helgina hina Ítölsk-amerísku óperu- kvikmynd AIDA sem byggist á sam- nefndri óperu eftir G. Verdi. Myndin er tekin í litum og þykir einhver glæsilegasta óperukvikmynd sem gerð hefir verið. Aðalleikarar eru Sophia Loren (sem leikur Aidu) og Lois Maxwell. Aðalsöngvarar e'ru Renata Tebaldi, Giuseppe Campora, Gino Bechi o. fl. Gleymskan er mikill kostur, ef maður bara gleymir því rétta. Ungur júristi er að flytja fyrsta mál sitt fyrir rétti. Það er skaðabótamál. Bifreið hefir ekið inn i svínastíu og drepið 24 svín. Og til þess að gera allt sem áhrifamest segir lögfræðing- urinn: — Hugsið ykkur, háttvirtir kviðdómendur — tuttugu og fjögur svín! Helmingi fleiri en eru hér í kviðdóminum! Lárétt skýring: 1. skorkvikindi, 5. landspilda, 10. vagni, 11. hagnaður, 13. fangamark, 14. lagarmál, 16. vitur, 17. samhljóð- ar, 19. rólegur, 21. geymsla, 22. sendi- boðar, 23. sjódrif, 26. drekka, 27. sam- bandsheiti, 28. liáttalag, 30. hrakti, 31. erfiði, 32. nes, 33. samhljóðar. 34. samhljóðar, 36. fjall, 38. dýrana, 41. leyfi, 43. skjögraðir, 45. dráttur, 47. ódugnaður, 48. blautir, 49. dýra, 50. þrír eins, 53. slæm, 54. samhljóðar, 55. stein, 57. kvenheiti, 60. fangamark, 61. áhöld, 63. óhult, 65. hjarir, 66. með. Lóðrétt skýring: 1. fangamark, 2. útlim, 3. orsakir, 4. tóntegund, 6. þunnmeti, 7. ofsafeng- in, 8. þrir eins, 9. hljóðst., 10. svipa, 12. fugl, 13. sitja að drykkju, 15. inn- leysanlegt, 16. vöntun, 18. versna, 20. orðagjálfur, 21. nurlari, 23. konung- ur, 24. einkennisst., 25. klettar, 28. aumur, 29. þjóðflokkur, 35. styrkir, 36. morgunsár, 37. herrastétt. 38. hlut- aðeigandi, 39. karlmannsnafn, 40. dögg, 42. skjögra, 44. fangamark, 46. voldug, 51. slóði, 52. erta, 55. hljóð- færi, 56. ending, 58. á andliti, 59. vc- sæl, 62. samhljóðar, 64. samhljóðar. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. hrani, 5. snáks, 10. drómi, 11. álkan, 13. sú, 14. tota, 16. flík, 17. AÓ, 19. TTT, 21. rum, 22. ýlir, 23. gráar, 26. læða, 27. fas, 28. krakkar, 30. nag, 31. túlar, 32. knosa, 33. U'S, 34. NL, 36. þamba, 38. dalur, 41. rör, 43. sítróna, 45. ýla. 47. skör, 48. tanna, 49. fjær, 50. KLM, 53. api, 54. AA, 55. skái, 57. rösk, 60. að, 61. rumur, 63. stinn, 65. sárir, 66. spaði. Lóðrétt ráðning: 1. hr, 2. rót, 3. Amor, 4. nit, 6. nál, 7. álit, 8. KKK, 9. sa, 10. dútla, 12. nauða, 13. stýfa, 15. aurar. 16. flakk, 18. ómagi, 20. tist, 21. ræna, 23. gras- bít, 24. ÁK, 25. rannana, 28. klums, 29. rolla, 35. írska, 36. þröm, 37. at- aði, 38. dónar, 39. rýja, 40. karið, 42. öklar, 44. RN, 46. læpan, 51. ekur, 52. Ásta, 55. smá, 56. ári, 58. ösp, 59. kið, 62. US, 64. NI. Stórmót Taflfélags Reykjavíkur i Sitjandi, frá vinstri: Herman Pilnik (43 ára), Gideon Stf/hlberg (49 ára), Guðmundur Arnlaugsson skákstjóri mótsins, Pal Benkö (29 ára) og Friðrik Ólafsson (22 ára). — Standandi, frá vinstri: Gunnar Gunnarsson (24 ára), Guðm. Pálmason (29 ára), Ingvar Ásmundsson (23 ára), Guðm. Ágúsfeson (40 ára), Guðm. S. Guðmundsson (39 ára), Björn Þ. Jóhannesson (27 ára) og Ingi R. Jóhannsson (20 ára). — Á myndina vantar Arinbjörn Guðmunds- son (27 ára). Hinn 12. þ. m. hófst hér í Reykja- vík öfluguasta skákmót, sem Taflfélag Reykjavíkur hefir hingað til gengist fyrir, og hefir það verið kallað stór- mót T. R. 1957. Aulí íslenskra skák- manna úr fremstu röð, þ. á. m. sterk- asta skákmeistara okkar, Friðriks Ól- afssonar, keppa á mótinu þrír útlend- ingar, þeir Herman Pilnik stórmeist- ari frá Argentínu, sem hér hefir dval- ið langdvölum síðustu árin, Pal Benkö, ungverski alþjóðameistarinn, sem baðst hér landvistar í sumar, og sænski stórmeistarinn Gidcon Stáhl- berg, sem hefir um langt skeið verið nafntogaðastur skákmaður á Norður- löndum og heldur þeirri hefð sinni enn, þótt tveir aðrir norrænir menn hafi síðar náð stórmeistaratitli. Er mikill fengur að komu hans hingað til lands, og gefur nafn hans skák- mótinu reisn og styrkleika. Mótið fer fram í Listamannaskál- anum kl. 19.30—23.30 flest kvöld vik- unnar, og mun þvi væntanlega Ijúka á mánudaginn kemur, 30. september. Verður fróðlegt að vita, hver fer með sigur af hólmi úr þessari viðureign, sem er mjög hörð eins og staða 6 efstu manna gefur til kynna að lokn- um 8 umferðum og ótefldum þrem: 1. Pilnik 6%> v., 2. Friðrik 6 v., 3.-4. Benkö og Stáhlberg 5%v., 5.—6. Guðm. Pálmason og Ingi R. 5 v. Á mótsstað er öllu mjög haganlcga fyrir komið, þannig að auðvelt er að fylgjast með öllum skákunum sam- timis. Er jafnframt gefið til kynna, hvernig klukkan stendur hjá hverjum og einum, og hve marga leiki hann hefir leikið. Er þetta nýbreytni liér á skákmótinu og til fyrirmyndar. Munu margir verða til að sækja þær fáu umferðir sem eftir eru.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.