Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1957, Síða 8

Fálkinn - 15.11.1957, Síða 8
8 FÁLKINN • • EINVÍGI í TUNGLSLJÓSI • • Ég liafði farið yfir Arkansasána við Fort Smith og fannst ég vera líkast- ur glataða syninum á leið til föður- húsanna, því að það var á þessum slóðum, sem hann faðir minn sálugi forðum daga liafði tapað hestunum sínum og vagninn i fjárhættuspili er hann var á leiðinni til Santa Fé, og neyðst til að setjast um kyrrt og gerast Arkansabúi. En með því að það hvarflaði ekki að mér að alikálfi yrði slátrað mín vegna, reið, ég áfram niður með Auachita áleiðis til Hot Springs, og það var á þessari leið sem ég lenti í Kingsville, undar- legu samblandi af þorpi og öskuhaug, sem ég hafði aldrei stigið fæti á fyrr. Ég reið áfram eitthvað, sem líklega hefir átt að lieita aðalstrætið og lá inn á torgið, sem var svipað meðal- stóru porti bak við hús. Um leið og ég hoppaði af blesa og svipaðist um eftir einhverju til að tjóðra hann við, kom ung stúlká út úr litlum skúr, sem einhvers konar verslun var i. Þetta var fönguleg og fallega iimuð stúlka, en ég gaf mér ekki tíma til að atliuga hana nánar, því að ég rak augun í skilti yfir vinstofudyrum og hugsaði meira um það. Ég sá ekki annað en það, að stúlkan gekk að hestvagni, og þar sat gamall, gráhærður negri í ekilssætinu. Hún var í þann veginn að hrölta upp i sætið við hliðina á negranum þegar dyrunum á veitinga- kránni var hrundið upp og einhver kauði hoppaði út á götuna. Þetta var ungur hvolpur, varla meira en tvítugur, stuttur kútur en vöðvamikill og lipurvaxinn. Hann var í marglitum fötum og meira að scgja skammbyssuskeftin, sem stóðu upp úr vösum hans, voru skreytt silfri og perluskel. Hann leit alls ekki illa út, pírð augun undir mjóum, svörtum augnabrúnunum gerðu hann ekki ósvipaðan höggormi, og hann virtist yfirleitt bæði hrappfriður og kjaftglenntur. Hann skálmaði í áttina til stúlk- unnar og benti henni. — Halló, gullið mitt, kallaði hann höstugt. — Flýttu þér ekki svona! Stúlkan leit kuldalega á hann og hélt áfram upp í sætið. En nú hopp- aði hvolpurinn fram, þreif i hand- legginn á lienni og dró hana niður. — Heyrðirðu ekki hvað ég sagði? — Sei-sei-jú, sagði liún rólega — en mig gildir alveg einu hvað þú seg- ir. Slepptu mér! Ilann glotti fúlmannlega. — Ég hugsa að bæði þér og honum pabba þinum standi ekki á sama um hvað ég segi og geri, sagði hann kuldalega. — Það er best að þú heils- ir honum frá mér. Stúlkan sleit sig af honum, og þeg- ar hann þreif til hennar aftur sló liún liann beint i andlitið með hnef- anum. Hann bölvaði og gaf henni oln- bogaskot svo að hún hrataði að vagn- hjólinu. NOKKRIR áhorfendur höfðu safnast þarna að og ég bjóst eiginlega við að einhver þeirra gæfi sig fram og kenndi kónanum dálitið betri manna- siði, en þeir stóðu allir og gláptu. Sjálfur var ég gestur og framandi J>arna á staðnum og langaði litið til að fara að skipta mér af uppeldis- málum staðarins, en ég vorkenndi stúlkugarminum og gekk þess vegna fram og studdi einum fingri á öxlina á krappnum. — Heyrðirðu ekki að hún sagðist ekki vilja hafa neitt saman við þig að sælda? sagði ég ofur kennimann- lega. Hann leit ekki einu sinni við mér en hristi af sér fingurinn á mér. — Nú, ætlarðu að hlusta á mig eða ekki? spurði hann stúlkuna. Ég tók i handlegginn á honum og sneri lionum við. — Ungfrúin er leið á þér, sagði ég hryssingslega. — Skilurðu Jjað ekki? Gepillinn starði á mig, ofan frá enni og niður á tær. — Þiggðu 'gott ráð, hengilmænu- umrenningur! sagði hann grarnur. — Hypjaðu þig á burt og það sem fyrst. — Gerðu eins og hann segir, flýtti siúlkan sér að segja. — Þú skalt ekki skipta þér neitt af þessu. — Ef til vill ekki, sagði ég, — en mér fellur ekki að dónalegir hornef- ir hagi sér ruddalega við dömur. Nú setti hrappurinn hausinn undir sig. — Jæja, þér likar það ekki, sagði hann og glotti. Og eins og eld- ing rak hann mér á kjaftinn með hægri hnefanum. Mér líkaði þetta vitanlega ekki sem best og skellti samstundis vinstri hnefanum á höku- broddinn á honum, svo að hann hrökk upp að vagninum og skall i honum. Hann flaug á mig jafnharðan, en ég tók á móti honum með hægraskell, svo að hann gapti til að ná andan- um. Hann fálmaði með hægri hendi niður í vasann, en ég hafði þegar skammbyssuna á lofli. — Farðu rólega, drengur minn, sagði ég. — Það er óþarfi að fara að blóðga menn. Hann var hvítur eins og krit af vonsku — með rauða hletti eftir löðr- ungana, og augun voru eins og gló- andi kolamolar. — Þetta skaltu fá að borga dýrt! hvæsti hann. — Þú veist ekki hvað ])ú hefir hætt þér út í, mannfýlan! Hann urraði af vonsku og lét skína í tennurnar, en ég hringsneri honum og hrakti hann burt. Ég heyrði kurr i mönnunum þarna í kring, en hugs- aði ekkert um það. Stúlkan var ang- istin uppmáluð. — Þetta hefðir þú ekki átt að gera, sagði hún og röddin skalf. — Það kostar þig líklega Hfið ef Baby Lonnigan nær til þín aftur. Hann er sannkölluð plága hérna í hreppnum. Harry Bannister réð hann til sín ein- göngu af þvi að hann er fimur skamm- fcyssumaður og svífst einskis. — Hver er liessi Harry Bannister? — Hann er nágranni okkar og liræðilegur maður. Hann er i mála- ferlum við hann pahba núna út af jarðarskika, og hagar sér eins og bófi. Lonnigan er þegar búinn.að drepa tvo vinnumennina okkar og ætlar líklega að halda áfram Jjangað til pabbi verð- ur svo hræddur að hann gefst upp og lætur undan. En þú mátt ekki verða sá næsti sem hann drepur, fyr- ir að þú hjálpaðir mér. Þess vegna verðurðu að lofa mér þvi að fara burt. — Ég lofa ekki neinu, sagði ég og brosti lil fallégu stúlkunnar. — Lonnigan nær í yður og hann svífist einskis þegar liann er með skammbyssuna í liendinni. Hann er atvinnumorðingi — ríddu á hurt sem fljótast þú getur! — Ég verð að minnsta kosti að svala þorstanum fyrst, sagði ég. — Og hafðu engar áhyggjur af mér, ung- frú góð. Ég skal áreiðanlega blíðka þrnnan morðingjagarm. Hún virtist verulega áhyggjufull og ég vorkenndi henni. Gamli négr- inn hottaði á hestana og ég bar fing- urinn upp að hattbarðinu lil að kveðja. Stúlkan horfði á mig, og svei mér ef ég sá ekki eitthvað vott i augnakrókunum á henni. EN eiginlega var það annars konar. væta, sem ég var að hugsa um og liráði mest núna, svo að ég fór inn í veitingakrána til að athuga hvers konar möguleikar væru þar. Það varð hljótt Jjarna inni þegar ég gekk inn gólfið. Án þess að líta til liægri eða vinstri gekk ég að borðinu og bað nauðsköllóttan gestgjafann um að gefa mér hrollreka. En um leið og ég lyfti glasinu rak einhver hnefann í olnbogann á mér svo að viskiið skvettist niður á gólfið. Ég leit hægt við og sá hvar Baby Lonnigan stóð. Glottið á honum var viðbjóðslegt, en augun voru ísköld. — Jæja, sagði liann drafandi, — er

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.