Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1958, Side 14

Fálkinn - 09.05.1958, Side 14
14 FÁLKINN Lóðahreinsun Með vísun til auglýsinga i dagblöðum bæjarins 13. f. m. eru lóðaeigendur (umráðendur lóða), hér með áminntir um að flytja nú þegar burt af lóðum sínum allt, er veldur óþrifum og óprýði. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað þeirra, án frekari fyrirvara. Hlutir þeir, sem þannig kunna að verða fjarlægðir á vegum heilbrigðisnefndar og eitthvert verðmæti hafa að dómi þeirra, sem framkvæma hreinsunina, verða geymdir til 1. sept. n. k. á ábyrgð eigenda. Að þeim tima liðnum má vænta þess að hlutir þessir verði seldir fyrir áföllnum kostnaði. Þeir sem kynnu að óska eftir fyrirgreiðslu eða nánari upplýsingum hringi í síma 13210. Reykjavík, 1. 5. 1958. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. 'i',',',''fififififi'ifi'itififi'i'ifi^ STEWART GRANGER — SÝÐUR MATINN. Þegar Jean Simmons og Stewart Granger giflust í desember 1950 spáðu flestir því, a'ð bjónabandið mundi verða skammvinnt. Hún var 21 árs og hann 37. En aldursmunur- inn var ekki cina ástæðan til brak- spánna. „Fegurðin og skepnan" voru þau kölluð í Hollywood. Flestir* höfðu sem sé það álit á Granger að liann væri argasti ruddi og skepna, sem alls ekki gæti sam- rýmst yndisþokka Jean. Hún hafði þá nýlega leikið Ofeliu í einkaiífinu líka. Granger var fyrrverandi bermaður, hafði verið hnefakappi, og var ný- skilinn við konuna. Ilann var nýkom- inn úr veiðiferð til Afríku með alls konar minjar, hausa af ljónum og tennur úr filum, sem hann hafði skot- ið sjálfur. Og nú fór liann að hengja upp hausana á þilin heima hjá sér — á heimili Jean. Granger talaði dónamál, sem ekki hæfði þar sem ungar konur voru ná lægt. Og hagaði sér eins og ruddi, — hélt Hollywood. Hann keyi)ti hús handa þeim i Bel Air. Valdi sjálfur málninguna á það, pantaði húsgögn, réð vinnufólk — og var sjálfur í eld- húsinu! Nú hefir Jean verið gift honum í sjö ár og enn hefir hún ekki lært matargerð. „Því skyldi ég vera að því þegar Jimmy er svona laginn sjálfur?“ segir hún. Þegar blaðamað- ur hafði orð á því við hana að Stew- art væri farinn að eldast svaraði hún: „Hvað viljið þér að ég geri? Á ég Lárétt skýring: 1. lieykvísl, 5. karlmannsnafn, 10. sneiða, 11/ dýrsungi, 13. fangamark, 14. sjávardýr, 16. hamingju, 17. sam- hljóðar, 19. rödd, 21. geymsla, 22. i fjósi, 23. réna, 26. drekka, 27. for- setning, 28. guðsorðabók, 30. hrakti, 31. varúð, 32. mylsna, 33. fangamark, 34. samhljóðar, 36. hross, 38. stjórn- in, 41. heyvinnslutæki, 43. ófús, 45. liljóma, 47. skafl, 48. framkvæmir, 49. málhelta, 50. skyldmenni, 53. greinir, 54. fangamark, 55. sull, 57. anga, 60. fangamark, 61. rödd, 63. ljær, 65. slétt, 66. hlýnar. Lóðrétt skýring: 1. samhljóðar, 2. þras, 3. drykkur, 4. stundaði, 6. hallandi, 7. þorpari, 8. dýr, 9. fangamark, 10. gælunafn, 12. fugl, 13. fjötra, 15. ögn, 16. biblíu- nafn, 18. versna, 20. feitmeti, 21. nurlari, 23. kaupmaður, 24. samhljóð- ar, 25. niðurstaða, 28. dramb, 29. vondir, 35. fljótið, 36. merki, 37. rölt, 38. hlutaðeigandi, 39. maki, 40. spak- ur, 42. konungur, 44. fangamark, 46. egnar, 51. skvetta, 52. svívirðing, 55. á litinn, 56. þrír eins, 58. þrír eins, 59. f!ana, 62. forsetning, 64. fangamark. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt1 ráðning: 1. flagð, 3. krukk, 10. grönn, 11. ónóga, 13. SL, 14. gnýs, 16. krap, 17. LD, 19. les, 21. sló, 22. órór, 23. Sunna, 26. skut, 27. ráð, 28. skraufa, 30. Ári, 31. iðkun, 32. runni, 33. RS, 34. NN, 36. flasa, 38. ódaun, 41. afi, 43. mal- aðir, 45. æti, 47. krot, 48. rifin, 49. spað, 50. sat, 53. api, 54. AM, 55. grön, 57. naut, 60. að, 61. ingur, 63. staur, 65. ógnar, 66. skiki. Lóðrétt ráðning: 1. FR, 2. lög, 3. Anna, 4. gný, 6. rór, 7. unað, 8. kóp, 9. KG, 10. Glará, 12. allur, 13. slóra, 15. skurn, 16. kon- ur, 18. dótið, 20. sóði, 21. skái, 23. skussar, 24. NA, 25. afundin, 28. skram, 29. annar, 35. laksa, 36. flot, 37. ai- inn, 38. Óðinn, 39. næpa, 40. liðið, 42. frami, 44. af, 46. tapar, 51. hrun, 52. kuti, 55. GGG, 56. öra, 58. ask, 59. tak, 62. NÓ, 64. UI. '&'i'i'i'}&'if±'}'i'if,','i'i'}'}'i',','i'S,',','}'}'i','S,'i',',',',',',',',','i'i',',',','i',','}'}',','} VntimskÓ0ur Sumarbúðir K.F.U.M. í Vatnaskógi verða starfræktar í sumar eins og undanfarin ár. Gefst drengjum og ungling- um kostur á að dveljast í sumarbúðunum, samkvæmt eftir- farandi skrá: Dvalarflokkarnir í sumar: 1. 13. júní til 20. júní 9 ára og eldri 2. 20. júní til 27. júní 9 — — — 3. 27. júní til 4. júlí 9 — — — 4. 8. júlí til 18. júlí 14 — — — 5. 18. júlí til 25. júlí 12 — — — 6. 25. júlí til 1. ág. 12 — — — 7. 1. ág. til 8. ág. 9 — — — 8. 8. ág. til 15. ág. 9 — — — 9. 15. ág. til 22. ág. 9 — — — 10. 22. ág. til 29. ág. Fullorðnir Innritun fer fram á skrifstofu K.F.U.M., Amtmannsstíg 2B, kl. 5.15—7 e. h. alla virka daga nema laugardaga. — Innritunargjald, kr. 20.00 greiðist við skráningu. — Nán- ari upplýsingar fást á skrifstofu K.F.U.M., sími 17536 og 13437. að hafa skipti á honum og tveimur tvítugum." Áður en Jean giftist liafði luin gam- an af að fara út og skemmta sér, en Stewart var orðinn leiður á því. Þess vegna héldu þau sig mest heima, lásu i bók eða hlustuðu á útvarp, og stund- um höfðu þau gesti. Jean gerði yfir- leitt allt sem Stewart vildi. En þó væri rangt að lialda að Jean finnist hún vera eins og fangi i hjóna- bandinu. Hún segist vera frjálsari en nokkurn tima áður og hafa jmoskast við að kynnast Granger. „Honum mundi bara þykja vænt um ef ég vildi ráða meiru sjálf,“ segir hún. „En hvers vegna ætti ég að gera það, úr því að hann er miklu liyggnari og ráðdeildarsamari en ég?“ Annars hefir Jean Simmons orðið óvinsæl meðal margra leikkvenna i Hollywood ,vegna þcss að hún held- ur þvi fram að allar leikkonur hafi gott af að eiga mann til að styðjast við. Þær eru flestar á þvi, að Htill stuðningur sé að karlmönnunum! * —O— James Jones, höfundur stríðssög- unnar „Héðan til eilífðar“ hefir skilað forleggjara sínum handriti að nýrri sögu, sem heitir „Some Came Runn- ing“. Hefir hún það til sín ágætis að vera lengsta skáldsagan, sem gef- in liefir verið út í Bandaríkjunum á þessari öld. —O— Eisenhower forseti var i vetur gestur í stórri veislu, sem var sýnd í sjónvarpi. Eftir á barst Hvíta iiús- inu og sjónvarpsfélaginu fjöldi kvart- ana yfir „hinum ógeðfelldu evróp- isku borðsiðum" forsetans. Honum var einkum fundið það til foráttu, að hann héldi gafflinum í vinstri hendi en ekki í hægri, svo sem venja er til í „The Wild West“.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.