Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.05.1958, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 SKKIÐUHLAUP í VATNSDAL. 1545: — Féll mikil skriða í Vatns- dal um eina nótt að áliðnu sumri um engjasláttutíma, og tók af einn bæ, þann er Skíðastaðir liét. Urðu þar undir 14 menn. Þar bjó sá maður, er Sæmundur hét, vel fjáreigandi. Ekk- ert fannst í þvi mikla skriðufalli, nema hönd hin hægri af Sæmundi bónda, og var hún auðkend, því lienni fylgdi silfurbaugur, er á fingrinum var. Vildu menn svo í þann tíma þetta ráða, að sú hans hönd skyldi fá lcirkjuleg fyrir ölmusugjafir, að liann gaf alltíð fátækum með henni. Völlur af Skíðastöðum hljóp yfir langt á eyr- ar, sem þeir nú kalla Hnausa, og er þar nú byggð og heyskapur mikill. Vatnshlaup hafði komið undan grjót- hruninu, og hratt það fram túninu, og er þar nú stöðuvatn á sléttlendinu, sem vatnið nam staðar, en sú fárlega skriða upp undan, sem nefnd er Skiðastaðaskriða nú síðan. (Skarðsárannáll). SKRÝMSLI f HVÍTÁ. 1595: — Einn dag er fólk fór frá messu í Skálholti suður yfir Hvítá, sáu nokkrir menn eina undarlega skepnu, sem kom upp úr ánni á ferju- staðnum milli liamranna. Það var mikil kind um sig og ósýnileg, og þykjast menn varla kunna frá að segja; þó hafi verið álika að sjá á það sem selshöfuð, kynjastórt, en aptur eptir undarleg kryppa eður bægsl, svo sem með tindum, en scm flatbytna fyrir aptan; sýndist skjöld- ótt, og svo stórt sem eitt hús, dró sig fram eptir ánni og steyptist svo; lialda mcnn sú ókind eigi heima i Hvítá og sjáist fyrir stórtiðindum. Þá skeði formyrkvan tungls. Þá sást og ein leiptrandi stjarna, einninn víga- hnettir. Item er margt að skrifa um þá freisting, sem konunni var gerð undir Eyjafjöllum, um þá drauma og vísu. (Skarðsárannáll). AXLAR-BJÖUN. 1596: — Urðu uppvís morðverk Björns i Öxl vestur. Hann hafði drep- ið og myrt 9 menn, scm liann með- kenndi sjálfur, suma til fjár, cn hina aðra fátæka drap hann þá, sem i nánd voru, jiegar hann myrti aðra til fjárins, en þegar lionuin varð afl- skortur, þá veitti kona hans honum lið. Hún brá snæri um háls þeim, og rotaði með sleggju; þessa dauða gróf hann í heygarði og fjósi, og fundust fleiri manna bein en hann meðgekk, að drepið lvefði, og kvaðst liafa fund- ið þá dauða, og nennt ekki til kirkjú að hafa. Hann var dæmdur á Laugar- brekkuþingi. Var fyrst limamarinn með sleggjum og síðan afhöfðaður, og svo í sundur stykkjaður og festur upp á stengur. Jón Jónsson lögmaður var yfirdómari. Kona Björns var ekki deydd, því að hún var með barni. (Skarðsárannáll). HEKLUGOS. 1597: — Þann 10. dag jóla, um kveldið eftir dagsetur, heyrðust norð- ur í landið suður í loptið dunur með miklum brestum, álíkt sem fall- byssnahljóð, og þessi undur lieyrðust nær í 12 dægur. Veður voru optast kyr með miklum frostum og dimmu suður í landið, og þetta heyrðist þann allan vetur, allt fram að einmánuði. Þessi undur skeðu í Heklufjalli með stórum eldgangi og jarðskjálftum, svo þar sáust i einu loga 18 eldar i fjall- inu af sumum bæjum. Fólk varð mjög hrætt, en hvorki skaðaði menn né peninga. Askan kom í Borgarfjörð og í Lón austur og allt norður í Bárðar- dal, en i Mýrdai var hún í skóvarp eður meir, og um alþing stóð reykur- inn úr fjallinu upp í loptið. Það vor var krankleiki á Suðurnesjum, blóð- sótt, svo margt fólk andaðist og dóu fyrst engelskir menn fjórir. Þá varð jarðskjálfti um vorið; hrundu margir bæir í Ölfusi. (Skarðsárannáll). SKIPTAPAR f GRINDAVÍK. 1601: — Skiptapi á Hópi í Grinda- vik, drukknuðu 9 menn. Jón Teitsson bóndi á Járngerðarstöðum skaðaði sjálfan sig með þvi móti, eldur komst í tjöru fyrir lionum; hann var að skipabræðslu, og logaði svo allt á hon- um; lifði 2 nætur. Hallur Magnússon skáld dó í brennivínsofdrykkju. 1602: — Brotnaði ferja Skálholts- staðar fyrir Grindavík, driikknuðu 24 menn. —0— SNJÓKARLINN f HIMALAYA cr nú tónn á ný kominn í blöðin. Ef til vill hefir það gefið tveim þýskum skrif- stofustúlkum hugmyndina að þessum snjókarli, er þær hafa sett upp fyrir utan skril'stofuna hjá sér. Stjörnulestur eftir Jún Árnason, prentara. Nýtt tungl 18. maí 1958. Alþjóðayfirlit. Föstumerkin eða íhaldsmerkin eru yfirgnæfandi í áhrifum og þar með eru Sól og Tungl i Nauti, sem gerir þessa afstöðu að miklum mun áhrifa- meiri en ella. Því mun aðgætni meiri viðhöfð en áður í heimsmálunum og verkefnin tekin fastari tökum. Mun þessa viðþurfa til þess að ná frek- ari hreinskilni og hreinni afstöðu til verkefnanna i framtíðinni. — Töl- ur dagsins eru: 1 + 8 + 5+5 + 8 = 27 = 9. Mikil barátta og örðugleikar eru fólgnir i þessum tölum, en útkomu- talan bendir á seiglu og baráttuhug og með því ættu hin réttu sjónarmið að sigra. — Úran í Ljóni 31 gráðu fyrir vestan Tokyo í miðnætursmarki og bendir á jarðskjálfta eða eldgos á þeirri lengdarlínu, um Síam og Súmatra. Jarðskjálfta mætti einnig búast við um Caracas i Venezúelu eða á þeirri lengdarlínu. Lundúnir. — Nýja tunglið í 7. húsi. Utanríkismálin munu mjög á dagskrá og veitt mikil athygli. Ágreiningur og liarátta mun nokkur um þau. — Satúrn í 2. húsi. Fjárhagsmálin munu undir fargi og töfum. Munu áhrifin koma héðan að nokkru frá íslandi. — Mars í 4. húsi. Bændur og landcig- endur mun óþjálir stjórninni og hafa nokkur á'hrif. — Venus í 5. húsi. Leik- list og leikarar ættu að vera undir hagstæðum áhrifum og fjárhagur leik- liúsa og skemmtistaða ætti að vera goður. — Merkúr í 6. húsi. Aðstaða verkamanna atliugaverð og hitasótt- ir gætu gert vart við sig. — Úran i 9. húsi. Sprenging í flutningaskipi og verkfall á meðal háseta. — Júpiter í 11. liúsi. Þingmál ættu að ganga greið- lega, þó ekki baráttulaust. — Neptún i 12. húsi. — Betrunarhús, vinnuhæli og sjúkrahús undir athugun og sak- næmir verknaðir gætu komið i Ijós. Berlín. — Nýja tunglið í 7. húsi. Utanríkismálin undir mjög ákveðinni athygli og skiptar skoðanir um þau. andstaða nokkur um þau gagnvart stjórninni. — Satúrn í 1. húsi. Hætt við töfum á framkvæmd þeirra mála, sem almenning varða og heilsufar athugavcrt. — Mijfs í 3. húsi. Flutn- ingar undir örðugum álirifum og eld- ur gæti komið upp í flutningatæki eða á prestssetri. — Venus i 4. húsi. Bænd- ur og landeigendur hafa góðar að- stæður og andstaða stjórnarinnar færist i aukana. — Merkúr i 5. húsi. Leiklist og skemmtanastarfsemi und- ir atliugaverðum áhrifum. Opinberar umræður um þau mál. — Úran í 8. húsi. Dauðsföll uppgjafa embættis- m.anna gæti átt sér stað. — Júpiter i 11. liúsi. Gangur mála í ]iinginu ætti að vera frekar viðunandi. Moskva. — Nýja tunglið í 6. húsi. Aðstaða verkamanna, hermanna og þjóna er mjög á dagskrá og endurbóta- kröfur koma til greina. — Satúrn i 1. 'húsi. Aðstaða almennings mun örðug og tafir koma til greina og heilsufar athugavert. — Mars i 3. húsi. Urgur meðal flutningamanna, bóka- útgefanda og fréttamanna. Iílerka- stéttin örðug viðfangs. — Merkúr í 4. liúsi. Leikarar og leikhús undir at- hugaverðum áhrifum og undangröft- ur gæti átt sér stað. Úran í 8. húsi, ásamt Plútó. Dauðsföll gamalla em- bættismanna gætu átt sér stað. — Júpíter í 10. húsi. Hefir tvær góðar afstöður og eina slæma frá Mars i 3. húsi. Urgur gæti átt sér stað gegn ráð- endunum frá flutninga- og frétta- mönnum. Tokyo. — Nýja tunglið í 12. liúsi. Vinnuhæli, sjúkrahús, betrunarhús og góðgerðastarfsemi undir mikilli at- liygli almennings og stjórnin á i vök að verjast í þeim efnum. — Úran og Plúto i 3. húsi. Mætti búast við æf- ingum og verkföllum meðal járn- brautarþjóna, flutningamanna, frétta- manna, blaða og bókagerðarmanna, og útvarps. — Júpíter og Neptún i 5. liúsi. Leikhús og leikarar undir góð- um áhrifum og skemmtistaðir ættu að gefa góðan arð, en þó mætti bú- ast við að leynd svik kæmu fyrir dagsins ljós. — Satúrn í 7. húsi. Ut- anríkismálin undir slæmum áhrifum og tafir eiga sér stað i framkvæmd þeirra mála. — Mars i 10. húsi. Örðug afstaða stjórnarinnar og hætt við að liún riði, því afstöðurnar eru frekar slæmar. — Venus i 11. húsi. Af- greiðsla mála ætti að vera 'greiðfær og ganga sæmilega. Umræður nokkr- ar koma til greina og andstaða nokkur. Washington. — Nýja tunglið í 10. húsi, ásamt Merkúr. Stjórnin undir verulega ákveðinni athygli og and- staðan þróttmikil og umræður miklar og harðskeyttar. Koma þessi aðköst úr mörgum áttum. Koma fjárhags- málin þar mjög til greina. — Júpíter og Ncptún i 4. húsi. Afstaða bænda mun stjórninni örðug og upprcistar- hugur verulegur. — Satúrn í 5. húsi. I.ciklist og leikarar undir örðugum aðstæðum. — Mars í 8. húsi. Kunnur herforingi gæti látist. — Venus i 9. húsi. Utanríkisverslun og siglingar ættu að vera undir góðum áhrifum og gefa arð. ÍSLAND. 8. hús. — Nýja tunglið í húsi þessu. — Háttsettur maður gæti látist, fjár- málafrömuður eða listamaður. 1. hús. — Júpíter í húsi þessu. — Heilsufar ætti að vera frekar gott, þó gæti borið dálítið á inflúensufaraldri, vægum. Aðstaða almennings ætti að vera sæmileg. 2. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Fjárhagsafstaðan örugg og barátta mikil um hana og ágreiningur. Hætt er við að lagfæringar sé nokkuð langt að bíða, ef að líkum lætur og lausn- in ekki sársaukalaus. 3. hús. — Satúrn í húsi þessu. — Tafir munu nokkrar á flutningum, bókaútgáfu, einkum vísindaritum, fréttum og útvarpi og blöðum. 4. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Bændur eiga i örðugleikum og tafir koma í ljós í aðflutningum sem þeir þurfa. Andstaða stjórnarinnar mun aukast. 5. hús. — Júpíter ræður liúsi þessu. — Leikhús og leikarar undir frekar góðum áhrifum og skemmtanastarf- scmi fjörug. G. hús. — Venus í liúsi þessu. — Ætti að vera frekar hagstæð afstaða fyrir verkamenn og þjóna og heil- brigði góð. • 7. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Miklar umræður um utanríkismál og ágreiningur mikill. Undangröftur kemur i ljós og bakmakk úr mörgum áttum. Afstaða þessi er mjög slæm. 9. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Vandkvæði í utanrikisversluninni Framhald á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.