Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1958, Blaðsíða 1

Fálkinn - 30.05.1958, Blaðsíða 1
„Hrafninn verpir níu nóttum fyrir sumar“, sagði fólkið við börnin sín fyrir hálfri öld eða svo. Og kannske helst enn sú trú hjá meiri hluta þjóðarinnar. Hún mun líka fara nærri sanni. Hrafninn verpir það löngu fyrr en flestir fuglar aðrir, að einmitt þegar ungar hans eru að skríða úr egginu og eru mathákar, eins og flest nýfædd afkvæmi, fara krummaforeldrarnir í eggjaleit, og stela úr hreiðrum annarra fugla, til þess að gefa ungum sínum eitt- hvað gott að éta. Baráttan fyrir lífinu er þar sem annars staðar. Sá veikari verður að hlýða ofurmætti þess sterkari. En þegar varptíðinni er lokið fara krummarnir smátt og smátt að verða eins konar húsdýr. Þeir rusla og róta í öskuhaugunum á bæjunum, til að finna sér eitthvað æti. Um það leyti sem vetrar að, halda þeir hrafnaþing, og skipta sér á býlin, tveir og tveir á hvern stað. Og þetta sýnir tiltölulega þroskað þjóðskipulag hrafnaþjóðar- innar. — Sagan segir, að ef einn hrafn hafi orðið stakur, hafi stéttarbræðíur hans lógað honum. (Ljósniynd: Haraldur Ólafsson).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.