Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1958, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.05.1958, Blaðsíða 12
12 F Á L KI N N ★................... ------.....★ Eldur á§tariimar '*ár------Ástarsaga frá Portúgal. - 1. -— “'yAf Af sérstökum ástæöum hefir Fálkinn breytt um val á framhaldssögunni, frá því sem boðað var í síðasta blaði. En sagan sem hefst hér í blaðinu í dag er eigi síðri en hin. STEFNUMÓT Á LAUN. Melanie sat við hornborðið í „Gardenia". Það var ekki laust við að hún hefði samvisku- bit: það hlaut að vera rangt af henni að þykj- ast svona sæl? Gildaskálinn var langur og mjór salur, með ljósrauðum þiljum og speglum í umgerð mál- aðra blóma. Smálampar með rósrauðum hlíf- um voru í röð á veggjunum. Melanie þótti vænt um þessa lampa. Rósrauð birtan var eins konar tákn þess, hvernig líf hennar hafði breyst eftir að hún kynntist Tony. Og nú var hún að bíða eftir Tony, og hann var seinn á sér. Það var alls ekki ný bóla, en kom henni til að hugleiða, hve merkileg áhrif ástin hefði á mann. Maður upplifði hluti, sem komu hjartanu til að hoppa af fögnuði, en hins vegar þurfti ekki nema fimm mín- útna óstundvísi elskhugans til þess að maður færi að gera sér áhyggjur af að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir hann. Nú voru réttir sex mánuðir síðan Tony hafði reist hana við upp úr rennunni, sem hún hafði dottið í þegar strætisvagninn tók kipp og rann af stað áður en hún var komin inn í hann. Þegar hún leit á bjargvætt sinn gleymdi hún alveg rifnu silkisokkunum sín- um og slettunum á kápunni, því að ungi mað- urinn var með brún augu, sem ljómuðu af samúð. Hann bauð henni inn í kökubúð, og innan tíu mínútna hafði hjálpsöm framleiðslustúlka hjálpað henni að ná mestu óhreinindunum af kápunni, og hún sat andspænis bjargvætti sínum við lítið borð og smádreypti á tebolla. Það var ekki nema sjálfsagt að þau kynntu sig hvort öðru. Og henni hafði fundist ósköp eðlilegt að segja honum, að hún ætti heima hjá frænku sinni og gengi á bókfærslunám- skeið. En hún minntist ekkert á að frænka hennar, jómfrú Millicent Stafford, hefði mestu skömm á því, að hún eignaðist kunningja á sínu reki. Tony var fljótur að skilja og eyddi öllum mótbárum, en gekk ríkt eftir að fá að fylgja henni heim og gefa frænku hennar skýringu á því, sem gerst hafði. Þegar þangað kom var honum tekið með ískaldri hæversku, og frænkan lét á sér skilja, að 'hann væri alls enginn aufúsugestur. Melanie, sem var mesta gæðablóð að upplagi, lá við að springa af gremju. Hvernig gat Millicent frænka fengið af sér að 'haga sér svona viðbjóðslega? Um kvöldið grét Melanie sig í svefn, sannfærð um að hún mundi aldrei fá að sjá Tony Goring framar. En Tony lét ekki hugfallast. Stúlkan var yndisleg, og frænka hennar var gömul herfa, en hann var staðráðinn í að hitta Melanie aftur. Og þegar Melanie kom út úr bókfærsluskól anum kvöldið eftir, stóð Tony fyrir utan hús- ið og beið eftir henni. Meðan þau voru að drekka te saman þetta kvöldið, varð hún þess vísari að hann var leikari, og að hann ■lék í leikhúsi í Westend. Svo var hann rit- höfundur líka og var um þessar mundir að ljúka við að skrifa kvikmyndarhandrit upp úr leikriti, sem hann hafði samið árið áður. Annar samfundurinn varð upphaf margra fleiri: stolnir hálftímar í skemmtigörðunum og hádegisverðir á „Gardenia", þegar Tony hafði efni á því, og — það sem best var — lapskássa og kaffi heima í litlu stofunni hans, þegar hann var auralaus. Nú fyrst fann Melanie hvað lífið var, og ‘hún naut þess frjálsræðis, sem allar aðrar stúlkur töldu sjálfsagt. Um allt þetta var hún að hugsa meðan hún sat þarna og beið og óskaði að Tony kæmi ekki svo seint, að hún færi að verða hrædd um hann. Hún hafði alltaf á tiifinningunni, að þetta væri of gott til þess að geta haidist lengi. Bara að þau hefðu haft efni á að gift- ast! Því að ef þau giftust gæti Millicent frænka ekki gert neitt til að eyðileggja sam- búðina. Þessa stundina var hún ekki heima. Hún hafði flogið til Nice til að hitta bróður sinn, George Stafford, sem lá fyrir dauð- anum. Vinduhurðin snerist og við það trufluðust þessi heilabrot hennar. Hjartað sló fastar er hún sá Tony koma til sín. Henni fannst hann alltaf fallegri en áður, í hvert skipti sem hún sá hann. Enginn maður var sambærilegur við hann. Hún hugleiddi ekki í því sambandi hve fáa menn hún hafði séð, þessi nítján ár, sem hún hafði lifað. Hún vissi aðeins það, að henni þótti óumræðilega vænt um þennan eina mann. Enda var Anthony Goring af- bragð allra manna, og þó að hann væri nokkru lægri en henni hafði sýnt 'hann vera í fyrstu, var vaxtarlag hans jafn fullkomið og sniðið á smokingsfötunum hans. Það hefði þurft stúlku með miklu meiri reynslu en þennan ungling með ástarljóm- ann í augunum til að sjá, að ytra borðið á þessum manni — smokingfötin, silkiskyrtan og málsaumuðu skórnir — var talsvert tild- urkennt. Melanie sá ekki annað en frítt, svipmikið andlitið, sem hana hafði dreymt um í þrjá mánuði, þétta Ijósa hárið og dreymandi dökku augun, undir brúnum, sem hver einasta stúlka hefði öfundað hana af. Hann tók hendinni um handarbak hennar um leið og hann settist á móti henni. — Elskan mín, kem ég of seint? — Nei, ég kom of snemma, sagði hún. — Finnst þér ekki viðkunnanlegt hérna ... ? Hann þagnaði er hann sá þjóninn koma. — Á ég að panta, Melanie, eða langar þig sérstaklega í eitthvað? Hún hristi höfuðið. — Ég vii hvað sem er. Eitthvað léttmeti. Eg er ekki svöng. Hún hefði sagt það sama þó að hún hefði verið svöng því að hún hafði ósjálfrátt vanist á að hafa hemil á að hann eyddi ekki óþarflega miklum peningum. En áhyggjur hennar fóru vaxandi er hún heyrði hann romsa upp úr sér pöntunina. — Humarkokkteil og kjúkling með salati. Melba-ís og hálfflösku af góðu víni — þú verður að srnakka á víninu, Melanie. — Hálfflösku af Veuve Cliquot ’47? spurði brytinn, sem nú var kominn að borðinu. Tony brosti hughreystandi er hann sá ang- istina í augum hennar. — Allt í lagi, væna mín, ég er múraður í kvöld. — En þú ættir ekki að eyða peningunum í mig, andmælti hún. — Til hvers ætti maður fremur að eyða þeim? ÞEGAR KÖTTURINN SEFUR ... Hann brosti innilega til hennar aftur. Það var alltaf eitthvað í þessu brosi, sem olli því, að konum hlaut að detta í h«g, að hann hefði verið töfrandi á barnsaldri. — Manstu að ég hefi ekki séð þig í heila viku, sagði hann. — Er það virkilega satt, að drekinn sé floginn út í lönd? Melanie kinkað kolli. — Já, bókstaflega satt. Og þó er henni meinilla við að fljúga. En hún fór að vitja um Georg frænda. Hann liggur fyrir dauðanum. — Hún hefir gott af því, sagði Tony. — Þú mátt ekki horfa á mig með svona miklum vanþóknunarsvip, litla mín. Þú veist að hún er dreki, sem hefir þig í stofufangelsi eins og þú værir nunna. — Hún er gamaldags, sagði Melanie. — Og hún tók mig að sér þegar pabbi og mamma dóu. Hún gaf mér heimili. — Já, ef heimili skyldi kalla. En þetta var sannarlega mikil nærgætni af George frænda þínum . .. — Tony! — Var ég nú óskammfeilinn aftur? Hann setti upp iðrunarsvip, en augun brostu. Melanie hristi höfuðið og bældi niður kenndina, sem sagði að þessi athugasemd hans hefði verið ónærgætin líka. — Aumingja George frændi, andvarpaði hún. — Veistu, að rétt áður en þú komst var ég að hugleiða, að það væri rangt af mér að vera . . . roðinn kom fram í kinnar hennar ... vera svona hamingjusöm. — Góða mín, hver getur búist við því að þú grátir gamlan mann, sem þú þekkir varla. Hvenær sástu hann síðast? Eru ekki mörg ár síðan? — Það eru mörg ár síðan, en ég man vel eftir honum. Hann var svo góður við mig og alúðlegur, og keypti súkkulaði handa mér. Millicent frænka hafði flutt sig út í sveit á stríðsárunum, og hann kom og heimsótti okk- ur þangað. George frændi átti hús í Portúgal og hefði getað verið þar áfram, en hann flutt- ist til Englands, því að hann sagðist ekki vilja láta Hitler segja sér fyrir um, hvar hann mætti vera. Mig tekur sárt að hugsa til þess, að fá ekki að sjá hann framar. SPÁKAUPMAÐUR SLEMBILUKKUNNAR. Tony hafði ekki svo mikinn áhuga á þessu i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.