Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1958, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.05.1958, Blaðsíða 6
6 F Á L KIN N 4. grein Rossellini og ástamálin SONALI HEFIR KOSIÐ. Ég kom til Bombay 28. apríl og leitaði Rossellini uppi i Taj Mahal. Hann var þar og bað mig um að koma upp í berbergið til sín, svo að við gætum talað saman um starfið. Mér varð léttara. Ég skildi þetta sem svo, að von mín viðvíkjandi Sonali væri að rætast. Þegar ég kom inn í berbergið var líkast og köldu vatni væri hellt niður eftir hrygglengjunni á mér — því að þarna sat Sonali Das Gupta brosandi. Rossellini hlýtur að hafa lesið hugsanir mínar. — Þetta er allt í lagi, sagði hann. — Sonali er ekki háð fjölskyldu sinni lengur. Nú vinnur hún eingöngu fyrir mig. I-Ivað liafði gerst? Skýringin var nærtæk. Sönali og Roberto töluðu bæði í einu: Það var Hari Das Gupta, sem átti sökina. Hann hafði skammast við konuna sína. Bannað lienni að vinna fyrir Rossell- ini. gert samning við Rossellini, sem hún verður að halda, og ég vil ekki varna henni þess. Das Gupta hvarf úr tilveru okkar og enn einu sinni áttum við að fara að byrja að vinna aftur. En þessar óendan'legu rökræður og samtöl héldu áfram eins og áður, og við komumst ekki úr sporunum. Og nú fór Rossellini að vcrða hræddur við söguburð og um livað fólk mundi segja. Hann bað gistihús- stjórann að setja vörð við herbergi Sonali og sömuleiðis við hans. Og gistihússtjórinn fékk lögreglu til að halda vörð 24 tíma á sólarhring. Þetta var hættulegt ástand. Kvik- myndinni miðaði ekkert áfram, og það vorum við, sem vorum á heljar þröm. Ég afréð að fara til Sonali og biðja hana um að yfirgefa Rossellini þegar í stað — og fyrir fullt og al'lt. Mér fannst það vera skylda min. En áður en varði hófst þrumuveðr- ið. Blöðin í Bombay náðu i söguna um að Sonali hefði skilið við mann sinn og flutt í íbúð Rossellinis í Taj Mahalgistihúsinu ... og þau notuðu feitt letur i frásagnir sínar. i Og heimsblöðin sigldu í kjölfarið. — Þetta er hræðilegt ! öskraði Ross- ellini. — Þau skrifa svívirðilega, öll blöðin. Hvað ætli Ingrid haldi? Hann flýtti sér á simstöðina til að senda Ingrid skeyti og biðja liana um að taka ekki mark á þessum lyga- sögum. Hann sagði að þetta væri róg- ur, sem kvikmyndafélög í Indlandi liefðu logið upp á sig, vegna þess að þau öfunduðust yfir samningi, sem liann Iiefði gert við indversku stjórn- ina. En honum gekk illa að koma ár sinni fyrir borð hjá blöðunum. Þau neituðu að birta túlkanir lians á mál- inu. Og þau heimtuðu að honum yrði ncitað um framlengingu á leyfi til að starfa i Indlandi, ógð kröfðust þess að hann yrði sendur til Ítalíu og neit- að um landvist i Indlandi. Og svo gerði indverska stjórnin honum boð um að koma á sinn fund, og meðan hann var í New Delhi tal- aði ég við Sonali. Ég heimsótti hana i biistað hennar í Taj Mahal og liafði með mér túlk, þvi að enskukunnátta min var mjög bágborin. Hún sat með indverskri vinkonu sinni, sem gift var frönskum manni. Sonali bauð mér sæti. Ilún virtist hrædd. Ég sagði: — Sonali, ég er kominn til að biðja yður bónar. Eg er viss um að yður er fyrir bestu að veita þá bón. Eins og þér vitið ganga sög- urnar um yður og Rossellini um allan heim. En — úr þvi að þér haldið því fram, að skipti ykkar séu nðeins við- skiptalegs eðlis, ætla ég að biðja yður um að gera svo vel að flytja heim til mannsins yðar aftur. Roberto er í New Dellii. Það væri auðveldast að þér færuð núna strax, áður en hann kemur aftur. Sonali fór að gráta. — Ég veit að þetta er rétt, sem þér segið. Það er RoÞerto fyrir bestu líka ... Hún benti á nokkrar ferðatöskur. — Eins og þér sjáið befi ég tekið saman farang- urinn minn. Faðir minn hefir beðið mig um það. Nú tók kona Frakkans fram í: — — Þú verður að velja milli okkar, hafði hann sagt. — Annað hvort verð- ur þú lijá mér og gleymir Rossellini, eða þú flytur þig á Taj Mahal og vinnur þar. — Ég varð að kjósa Roberto, sagði Sonali uppvæg. — Frá listrænu sjón- armiði erum við tvö eitt. Það er hann, sem ég vil vinna með. Rossellini var í æsingi og þrammaði um gólfið. — Ég vil ekki láta yfirheyra mig, hrópaði liann. — Sonali er hérna og ég er ánægður. Nei, ekki ánægður — ég er hrifinn. Svo hringdi liann niður til hótel- stjórans. — Ég flyt úr þessum her- bergjum, sagði hann. — Frú Das Gupta fær þau. Látið þér mig fá önn- ur herbergi. Ég hafði farið á mis við há-drama- tiskan atburð: Hari Das Gupta hafði komið sjálfur með konuna sína í gisti- liúsið og sagt við Rossellini: — Hérna er bún. Hún ætlar að vinna með yður! Hann var ekki reiður. Hann var rólegur og sætti sig við orðinn hlút. — Mesti greindarmaður, sagði Ross- ellini, sem var að raða föggum sín- um niður í töskurnar. HARI DREGUR SIG f HLÉ. Síminn bringdi í sömu andránni. Ég svaraði. Það var Hari Das Gupta, og bann vildi tala við Rossellini. Rossellini var hinn rólegasti þegar hann tók símann. Þetta varð stutt samtal og endaði með þvi að Rossell- ini sagði: — Já, vitanlega. Það er það eina rétta. Um leið og hann lagði frá sér heyrnartólið sagði liann: — Þctta mun gleðja ])ig, Sonali. Hari stingur upp á því að yngsta barnið ykkar komi hingað. Hann biður þig um að sækja drenginn. Eftir klukkutíma kom drengurinn og fóstra hans í bíl. Rossellini heils- aði þeim og annaðist um að þau fengi herbergi næst við herbergin, sem hann hafði eftirlátið Sonali. Viðhorf Hari Das Gupta var auð- sjáanlega þetta: Ég vil ekki verða henni Þrándur í Götu. Sonali hefir Iíoberto Rossellini við kvikmyndatöku inni í frumskógunum í Mysore í marsmánuði 1957, með apa í bandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.