Fálkinn - 30.05.1958, Blaðsíða 7
F Á L KI N N
7
Úr annáluit)
60.
Upoliff eínohuiinvenlunarinnar
Þetta kemur okkur ekkert við, lieldur
aðeins Roberto og Sonali. Ég álit að
Sonali eigi að bíða þangað til Roberto
kemur. Og láta hann ráða þessu.
Sonali spurði mig hvíslandi: — Þér
álítið að ég eigi að fara strax. Viljið
þér standa við það, gagnvart Rossell-
ini, að þér hafið beðið mig um það?
Ég vildi ógjarna komast i óþægilega
aðstöðu gagnvart besta vini mínum.
Þess vegna varð hún að taka ákvörð-
unina sjálf, og svo fór ég.
Síðan hringdi ég til New Delhi og
talaði við Rossellini, og bað hann um
að ráða fram úr þessu við Sonali, í
eitt skipti fyrir öll.
Hann bað mig um að hafa engar
áhyggjur af þessu og sagði að allt
mundi fara vel. Ég hafði oft heyrt
þessi sömu orð síðan við komum til
Indlands.
Rossellini fór með fyrstu flugvél
til baka til Rombay. En hann vildi
ekki vera á Taj Mahal. Þar á gisti-
húsinu var orðið krökt af blaðamönn-
um. Hann leigði sér íbúð með hús-
gögnum og lét sækja farangurinn sinn
í gistihúsið.
Sonali bjó í gistihúsinu i fjóra daga
eftir að hann var kominn aftur. Svo
flutti hún líka — til vinkonu sinnar,
sem átti heima i öðrum enda borgar-
innar.
—- Taktu þér þetta ekki nærri, Aldo,
sagði Rossellini. — Þetta fer allt vel.
Ég ætla ekki að hitta Sonali framar.
Við höfum lokið því sem við þurftum
að gera.
Ef tit vill hefir hann meint þetta
þá. En hann hitti Sonali aftur. Og
þau héldu áfram að hittast.
INGRID HJÁLPARHELLAN.
En Rossellini var nú orðinn veru-
lega áhyggjufullur. Stjórnin vildi ekki
leyfa okkur að fara með kvikmynd-
ina til Ítalíu, og dvalarleyfi okkar
var útrunnið. Og peningarnir voru
búnir.
— Ég verð að biðja Ingrid að hjálpa
okkur, sagði Rossellini örvæntingar-
fullur. — Hún getur ekki ... hún vill
ekki neita mér um hjálp . . .
Hann náði talsambandi við hana.
Það varð langt samtal. Hann talaði,
rökstuddi. grátbændi ...
Loks lofaði Ingrid að hlaupa undir
bagga. En Robcrto var ekki glaðlegur
á svipinn þegar samtalinu lauk. Skildi
hann þá, að allt var búið milli hans
og Ingrid?
Hann lét ekki bcra á tilfinningum
sínum en sagði lágt: — Ingrid bjargar
okkur úr þessari klipu. Hún hefir
lofað því.
Það sem Rossellini hafði beðið hána
um var að hafa tal af Nehru, sem
þá var staddur i London. Hún átti
að spyrja hann hvort ckki væri hægt
að framlengja dvalarleyfi okkar, svo
að við gætum lokið við kvikmyndina.
Vinir Ingrid, sem þekkti systur
Nehurs, scm var i ferðinni með bróð-
ur sínum, náðu sambandi við liana.
Og það talaðist svo til, að Ingrid ætti
að borða miðdegisverð með Nehru í
London.
Ingrid flaug þangað frá Paris til að
laia við hann. Hún baðsl þcss að ind-
verska stjórnin treysti manninum
hennar.
Það vannst við þetta samtat, að
Rossellini fékk að fara með kvik-
myndina úr landinu. En stjórnin neit-
aði að framlengja dvalarleyfið i Ind-
londi.
Ég fór heim til Ítalíu aftur í sept-
ember 1957. Roberto var þungt i hug
er ég fór. Við höfðum ekki lokið við
nema ifjóra kafla af þessani stóru
kvikmynd. í stuttu máli: Þetta mikla
fyrirtæki hafði farið i hundana.
Hann horfði á mig með raunasvip.
— Það er skrítið, sagði hann — að
mennirnir vilja aldrei skilja mig.
Um miðjan október flaug hann til
Parisar og þar faðmaði hann Ingrid
að sér í viðurvist fjölda fólks, er hann
kom. Tveinmr vikum síðar fengu þau
skilnað að borði og sæng, og mest
umtalaða hjónabandinu í kvikmynda-
heiminum var anðsjáanlega lokið.
Og livað er af Sonali að segja? Það
hefir flogið fyrir að hún sé komin
til Evrópu.
Ég hefi áhyggjur af Roberto lika.
Allt hefir farið í mola hjá honum.
En samt er ekki að sjá að hann sé
eins vængbrotinn og áður. Veröldin
hefir áreiðanlega ekki heyrt síðasta
orðið frá honum ennþá. Og Indland
hefir ekki séð liann i síðasta sinn.
— Indland verkar á mig eins og
segull, segir hann.
Ég er i vafa um hvort þeir töfrar
geta nokkurn tíma gert hann ham-
ingjusaman.
ENDIR.
KEMUR HATTA AFTUR? — Það er
ekki óhugsandi að fyrrverandi vara-
forseti Indonesíu, dr. Mohammed
Hatta, sem er hægfara í stjórnmálum,
verði látinn mynda ríkisstjórn. Upp-
reisnarmenn hafa gert þá kröfu til
Soekarno forseta.
Níu háttsettir herforingjar voru ný-
Iega handteknir í Tyrklandi fyrir
uppreisnartilraun. Kvað vera óánægja
í landinu út af matarskorti og of
þungum álögum.
1602: — Ivom fyrst inn sú danska
sigling, höfðu fengið af kongi hafn-
irnar. Urðu þá mikil og vond um-
skipti til kauphöndlunar, þó pass-
bréf þeirra væri öllu gott af kongin-
um gefið. Var það 14 ára passi, slcyldi
endast 1614. Skyldu þrjár borgir hafa
landið: Kaupenhafn, Helsingjaeyri
og Málmey, og sigla upp á 20 hafnir
kringum landið, fleiri, ef þurfa þætti,
og koma svo í hverja höfn, sem pass-
bréf þeirra enduðu, sem áður haft
höfðu Hamborgarar, Bremskir, Lýbsk-
ir og hvaðan væri, og getur kong-
urinn þess, að hann þykist án efa
jjenkja, að slíkir kaupmenn hafi ekki
l.aft alllítið gagn af landinu, en hann
sæi gjarnan, að hans undirsátar yrðu
heldur þess njótandi, þvi þeir væru
svo megnandi að skipum og vöru, að
þeir gætu þetta að sér tekið. Skyldu
þeir pliktugir vera að forsorga ísland
með góða, ófalsaða kaupmannsvöru,
sérdeilis mjöl, bjór, malt, vin, mjöð,
brennivín, klæði, lérept og annað því
um nauðsynjaði. Alþýðan mætti fá
með nægulegu verði og kristilegu,
hvað þörf gerðist, en væri það ekki
haldið, þá skyldi sá borgari, er svo
gerði, svara konginum þar fyrir. Þar-
næst skyldu þeir til landsins flytja
ckkert annað en góða kaupmanns-
vöru, en hvað dugnaðarlaust væri
skyldu þeir ekki hingað fara. Ekki
heldur skyldi þeir mcga liækka verð
á sinni vöru, eptir sínum eigin vilja,
lieldur seldi hana, sem forðum hefði
plagast, eptir gamalli vísu og lands-
ins vana. Sömúleiðis skyldu þeir ekki
tíðka aðra alin, mælir eða vigt i
kaupum og sölum, en rétta, íslenska
alin, mælir og vigt, cn verði nokkur
ágreiningur millum nokkurs kaup-
manns og íslenskra um stiku, vigt eð-
ur annað, sem kaupmanninn áhrærði,
— íren! kallar luisfreyjan, þú munt
ekki vita hvenær maðurinn minn
kom heim í nótt?
— N'ei, frú, ég veit það ekki. En
frakkinn lians dinglaði á snaganum
þegar ég kom niður i morgun.
— Ég ætla að kaupa ósýnilegt hár-
net lianda henni dóttur minni.
— Gerið þér svo vel, liérna er eitt,
segir afgreiðandinn.
— Eruð þér viss um að þau séu
ósýnileg?
— Já, fullkomlega, frú, við höfum
selt þessi hárnet í siðasta hálfan mán-
uð og þó eru þau alls ekki til í búð-
inni.
þá skyldi kaupmaðurinn skyldugur
til að framselja sinn pundara, stiku,
eður hvað annað það kynni að vera,
sem i svoddan máta þyrfti leiðrétt-
ingar við, fyrir lögmanninn og lög-
réítuna i þeirri sýslu, sem höfnin
væri, og skyldi hvorutveggja sig eptir
þeirra dóm rétta. Einninn skyldi lög-
dómur á ganga skikkanlega, ef kaup-
maðurinn ætti einhverjum til að tala,
en ekki skyldu þeir með herfangi,
ógnan eða hrifsi taka að sér nokkuð,
eður sér rétt skikka. Svo og, að kaup-
manninum séu ekki tregður gerðar í
lagadóminum, sakir þeirra efna í hér-
verunni. Þar næst skipar þeim að
hafa lénsniann landsins í æru og akt-
an i öllum málaferlum, einninn skipar
þeim að umgangast vinsamlega og
góðsamlega við landsins innbyggjara,
andlega og veraldlega, svo enginn
kynni með réttu þá að áklaga. Hér
næst talar um margslags bjór, sem
fyrri kaupmenn hafi til landsins flutt,
hvað kongurinn þá með öllu afskipar,
og þessir skuli til landsins flytja all-
einasta danskt öl, sérlega gott brugg-
að og vel smakkandi, sem svo væri
vel bruggað og tilbúið. að það mætti
vel geymast óskemmt veturinn í gegn-
um fyrir þá, sem efni hefðu til það
að kaupa og bitala; sömuleiðis bannar
þeim að hafa til eptirlegu hér í land-
inu fjölda sinna undirmanna um vetr-
artimann, sem landsfólkið heimsækti
með sinni vöru og gæfi efni til
drykkjuskapar eður annara ónytsam-
legra hluta, heldur skyldi þeim leyf-
ast einn þénara eður tvo i hverri
höfn að liafa, að útrétta þeirra er-
indi og verja litilsháttar vöru, þar
þeir lægi, innbyggjurum landsins til
gagns, cn víst fjærri lil skaða. Skyldu
20 skip til landsins koma árlega og
bafnir upptaldar, og hverjar hver
horg af þremur liafa skyldi, en ef
þörf gerðist, að fleiri skip kæmi,
skyldu þeir til þess skyldugir eptir
nauðsynjum, sem ])eim yrði af kong-
inum þá tilsagt. Skyldu þeir gefa fyr-
ir hverja höfn 16 gamla dali og af-
henda þá hér lénsmanninum, áður
héðan sigldu, og taka hans meðkenn-
ing, en annárs brjóti af sér veiting-
una. Bréf þetta endist, sem fyrr segir,
með flcirum aðhnígandi greinnm,
sem greint bréf hermir.
(Skarðsárannáll).
1604: — Á þessum tveimur fyrir-
farandi hörðu árum, með því þriðja
hörkuárinu, sem mest undir bjó, féllu
i Ilegranesþingi 800 manna; það var
bæði yfirferðafólk og fátækir barna-
inenn, sem inni lágu. Svo hafa menn
reiknað, að um allt ísland hafi á þess-
um 3 árum fallið níu þúsund manna.