Fálkinn - 20.06.1958, Síða 7
FÁLKINN
7
Úr aififftliiit)
63.
„Tlokkur orð um gömlu siðina'
Aristotle Sokrates Onassis, er sá
kaupsýslumaður veraldar, sem mest
hefir verið talað um síðustu árin.
Ekki alls fyrir löngu sat iiann í flug-
vél á leið til Parisar. Hann var niður-
sokkinn í blað. En Jietta var ekki neitt
siglingablað eða blað með olíufrétt-
um. Það var tískublað sem hann var
að lesa, og einkum horfði hann mikið
á mynd af undurfallegum rauðum
flauelskjól frá Dior. Þessi kjóll mundi
fnra Eugeniu vel, hugsaði hann með
sér. Og undir eins og hann kom til
Parísar lét hann panta kjólinn. ■— Ég
hefði ekki getað valið mér smekklegri
kjól sjálf, segir Eugenia.
Og hvernig er smekkur Onassis að
]iví er fötin snertir? Tina lilær. —
Hann vill flegna kjóla, eins og flestir
karlmenn, segir hún. Á dansleik í
Monte Carlo fyrir nokkru þótti hún
fallegast klædd af öllu kvenfólkinu —
í krínólínukjól og með herðaskjól úr
hvítúm mink. En Tina sómir sér eigi
síður í hversdagsfötunum. Þegar hún
er um borð í „Christina" gengur hún
svo hversdagslega klædd að það sting-
ur í stúf við umliverfið.
EKKI TAUGAVEIKLAÐAR
KVIKMYNDADÍSIR.
Á hverju ári er Tina húsmóðir um
borð í „Christina" um tíma. Og þar
cr alltaf gestkvæmt, jafnvel þótt lijón-
in séu ekki heima.
Nánasti vinahópurinn er ekki stór:
Anielli, eigandi Fiat-smiðjanna ítölsku,
og Dubennetfólkið — sem ekki er ein-
göngu vínauglýsing — og Ali Khan.
Ekkert af þessu fólki er langt undan
þegar Tina heldur smásamkvæmi um
borð.
— Kvikmyndadísir? Jú, ég kann
vel við ]iær, ef þær eru ekki tauga-
veiklaðar, segir Tina.
Greta Garbo cr oft gestur hjá henni,
þó stundum geti hún orðið til vand-
ræða. 1 fyrra, þegar „Christina" iá
i Venezia með Garbo um borð, kom
sægur af blaðamönnum, sem vildu ná
tali af Onassis. Hann sendi vélbát i
land eftir þeim. Þeir voru komnir á
ieið út í skipið þegar Tina varð á-
hyggjufull. lif Greta Garbo sæi þenn-
an blaðamannabóp mundi liún stökkva
fyrir liorð! Og svo varð það úr að
blaðamönnunum var neitað um að
koma um borð í skipið.
Grísku konungshjónin eru pcrsónu-
legir vinir Eugeniu og Stavros
Niarchos. Eugenia hefir játað að hún
þekki ekki ncinar kvikmyndadísir.
Einu sinni símaði vinur hennar til
liennar og bauð henni í mat mcð Ginu
Lollobrigida, en 'hún svaraði hlæj-
Þáttur sá, sem fer liér á eftir, er úr
merkri ritgerð eftir Jón Gizurarson
á Núpi í Dýrafirði, föður hins kunna
prests Torfa í Gaulverjabæ. Jón var
ættstór maður, Gizur biskup Einars-
son var afabróðir lians en Eggert
Hannesson lögmaður ömmubróðir
hans. Ritgerð Jóns þykir áreiðanleg
og híeypidómalaus, og mun samin á
árunum 1644—’45. Kaflinn, sem fer
liér á eftir segir frá ýmsu í kaþólsk-
um sið:
Óttusöngur var kallaður ]iað sem
fyrst var súngið á morgnana; en prím
það sem sungið var fyrir prédikun;
cn tertia það sem sungið var í mess-
unni, en nóna það sem sungið var
eptir allt embættið, og var þetta kall-
að þriggja lestra hald: voru þrir
Davíðs sálmar í hverjum parti. Bæna-
dagar voru þá engir haldnir, en let-
anía var sungin og 7 sálmar á skir-
dags kveld og á föstudags kveldið hið
langa ,aldrei endranær, utan stundum
i gagndaga viku.
Á gagndaginn eina, scm var mið-
vikudagurinn fyrir uppstigningardag,
var haft það embætti, sem aldrei var
andi: — Ég hugsa að maðurinn minn
liefði meira gaman af þvi en ég.
Tina Onassis þekkir flest af frægu
fólki, sem nú er uppi i heiminum. En
þegar hún var spurð hvaða mann
lienni finndist mest til um svaraði
hún: — Manninn minn — vitanlega!
Maturinn um borð i „Christina“ er
að mestu leyti franskur. Tina segir að
franski maturinn sé sá besti í vcr-
öldinni.
Hvorug systranna kann að búa til
mat. — Ég get þó steikt egg, segir
Tina. Og Eugenia býr til ýmis konar
ostarétti.
— Húsverkin heima hjá mér ganga
af sjálfsdáðun, scgir Tina. En hún
borgar alla reikninga við húshaldið.
Ari má ekki vera að því.
Tina hefir gaman af að lesa ævi-
sögur, vikublöð og dagblöð. En
Eugenia hefir mest gaman af saka-
málasögum. Báðar hafa þær gaman af
tónlist. Á heimili Tinu i P'arís eru
kynstur af rock’n rollplötum. Eugenia
hefir gaman af óperum.
Báðar systurnar eru hlynntar líkn-
arstarfsemi og mcnnirnir þeirra gefa
meira til slikra hluta en nokkur veit.
Niarchos sendi fjölda af vörubílum
með matvæli til Ungvcrjalands, og
Tina var um borð i „Christina" Jiegar
skipið fór með vistir til Santorini,
grísku eyjunnar sem varð verst úti í
jarðskjálftum fyrir nokkru. Iiún fór
þar i land og hjálpaði til við að út-
hluta gjöfunum.
haft endranær: var þá gengið kríng-
um túngarða, fyrst frá kirkjudyrum
í þá átt sem miðmorguns átt er, svo
umkring allt i náttmála átt, þaðan
réttsýnis til kirkju aptur, var borið
vigt vatn undan, og upplialds stika,
en í engum var prestur þá messuklæð-
um, utan litlar stólur á hálsi og bera
liandbók sína; stóð sinn kross i hverri
átt á túngörðunum, i miðmorguns,
dagmála, hádegis, miðmunda, nóns,
miðaptans og náttmála stað; ekki var
þá sungið utan það, sem prestur las
sjálfur, en allt fólk gekk með hon-
um, og þetta var gert á hverju byggðu
bóli, þó prestur væri ekki, þvi prest-
ur bauð hann, og skipaði fólki sunnu-
daginn fyrir svo að gjöra, og lesa sín
fræði og bænir sem það kynni, og
bífalda sig guði.
Aldrei gekk fólk innar (þ. e. til
altaris) utan einu sinni á ári, utan í
dauðstíð; tók ]iað til eptir miðföstu
og gekk innar alla daga i efstu viku,
utan á föstudaginn langa, svo allir
Iiöfðu innar gengið á páskadaginn,
þeir í sókninni voru.
Vatn var vígt livern og einn sunnu-
Bæði Niarclios og Onassis liafa
áhuga fyrir listum. Onassis styrkir
marga ókunna, unga listamenn og auk
þess kaupir hann mikið af listaverk-
um. Niarchos liefir fyrir nokkru keypt
heilt listasafn, til þess að afstýra þvi
að það yrði flutt úr Frakklandi. Hann
hefir líka kefið stórfé til þess að laga
skíðabrautir í St. Moritz.
Tina er hálfgerður brakfallabálkur.
Fjórtán ára datt hún af baki og fyrir
nokkrum áruin fótbrotnaði hún í St.
Moritz. — Ég datt ekki einu sinni,
sagði hún. — Ég er líklega fyrsta
manneskjan, sem liefir fótbrotnað
standandi.
f hittifyrra mciddist hún mikið á
liöfði í bílslysi. Hún var send á sjúkra-
bús, og það var altalað að hún liefði
afskræmst í andlitinu og misst heyrn-
ina. Lygasögurnar fengu miklu meira
á hana en meiðslin. Þegar hún liafði
náð sér aftur kom hún fram í sjón-
varpi til þess að allir gætu séð að
hún var óskemmd í andlitinu. Við það
tækifæri keypti maðurinn hennar
b.álsfesti með rúbínum handa henni.
Báðum systrunum er það sameigin-
legt að þær cru látlausar og blátt
áfram. Sá sem liitti þær án þess að
vita deili á þeim, mundi ekki láta sér
detta í hug, að þetta væru konur mill-
jónamæringanna Onassis og Niarchos.
ENDIR.
dag, en ekki á öðrum helgum dögum,
og bar fólkið heim frá sóknarkirkj-
unni hvern sunnudag það vígða vatnið
úr vatnspottinum í könnum, koppum,
staupum, hornum, þyi af sem vildi, og
stökktu þeir þessu vatni um sín hús,
þá þeir komu heim.
Item laugardaginn fyrir páska var
slökktur sá gamli eldur á hverjum bæ,
og selginn aptur annar nýr bjá prest-
inum, og sóktur þangað; því prestur-
inn varð að vigja hann, annars átti
hann ekki að duga.
Item var pálminn vígður á pálma-
dag, og brenndur siðan á altarisstein-
inum, og askan látin í línpoka eður
skjóðu, og geymd svo til annars ösku-
dags, og þeirri ösku var þá dreift á
fólkið á öskudaginn eptir messu í
kirkjunni, gekk maður eptir mann til
prestsins, en prestui'inn stóð í kór-
dyrunum og stökkti með burstakorni
á hvern fyrir sig, og las eður tautaði
eitthvað á meðan. En ]iá liann dreifði
vigðu vatni á fólkið, fór liann svo
að: hann vigði vatnið fyrir embætti
hvern sunnudag, og gekk siðan fram
i kirkju, og hafði svo sem kýrhala lít-
inn, i kross lagðan, i skapti, og gekk
djákninn eptir honum með vatnspott-
inn, en presturinn stökkti á allt fólk-
ið aptur og fram, og las þetta úr
Davíðs saltara: „aspergis me Domine
hysopo“ — síðan tók liann til em-
bættis.
í prócessiu var gengið fyrir messu
á pálmadag og páskadag, var fyrst
borið undan vígt vatn í potti, þar
næst gekk prestur eða djákni með
uppihaldsstiku, hún var vel há, og
þrjár pípur uppúr og 3 ljós þar í; þá
gengu 2 eptir henni, en súngu, og enn
aðrir 2 næst presti, ef til voru, liöfðu
þeir ermalaus rykkjulín, en prestur
hafði sjálfnr serk og bár hann írskan
kross, sem krossmarlc var á, gjört af
leiri og smeltir i steinar, sungu þeir
de tempore: á pálmadag „de introifee
Christi in urbem“, en á páskadaginn
súngu þeir „de resurrectione“.
Með breiða enda á stólunum klekkti
prestur i kollinn á þeim sem skript-
uðust, einkum á frillulífsfólki, en þeir
sem stærra brutu voru leystir með
lausnarvendi, sem þar til var gjörður.
Item eptir ]iað prestur liafði skriptað
gekk hann fram í kirkju, og út ef
margt var, og las sálminn: „miserere
mei Deus“, og seldist til með lausnar-
vendinum, til þeirra sem innar ætl-
uðu að ganga og skirptast höfðu, og
laust þá i liöfuðið eitt högg hvern,
og þá sálmurinn var úti tók liann til
aptur og gekk eins um kring og fyr,
og sagði jþá við sérhvern: „í nafni
föður, sonar og anda lieilags“, og þá
fékk sérhver þeirra sem skriptast
liöfðu 3 högg af lausnarvendinum, en
djákni bar tölur eptir presti, og taldi,
svo eigi skytist, hversu mikið helga
þyrfti fyrir bergingina, las prestur
góða játningu af daglegum syndum.
og fólkið skyldi lesa eptir lionum;
önntir áminning var ekki.
Fjórir voru þeir timar á ári, er
presta skyldi vígja, helst i imbruvik-
um sjálfum; þær voru fjórar: fyrsta
\ar á liaustin, næst eptir krossmessu,
önnur í þriðju viku jólaföstu, þriðja
var i annarri viku lángaföstu, fjórða
í fjórðu viku eptir páska, var það
kallað í hvitadögum; það voru þá
kallaðir livitadagar allt frá páskum
til hvitasunnu.
Dýridagur ætla menn verið hafi um
dominica trinitatis (fimmtudag næst-
an eftir Trinitatis), því um heilaga
þrenning hafði talað verið.