Fálkinn - 20.06.1958, Qupperneq 12
12
FÁLKINN
★..........................+
Eldnr áitarinnar
yr------ Ástarsaga frá Portúgal. - 4. ~ — "Jr
henni allt það fornfálega, sem setti svip á
heimili jómfrú Stafford.
Brett Featherstone var svo vanur að um-
gangast tiskukvenfólk að hann vissi hvernig
stúlkur ættu að klæðast. Og honum féll vel
hinn einfaldi og íburðarlausi klæðaburður
Melanie.
Hann sagði: — Ég skil ekki frænku yðar
... Svo þagnaði hann allt í einu. — En við
getum talað um það síðar. Þarna kemur bú-
stýran mín til að hjálpa yður.
NÝJA HEIMILIÐ.
Melanie leit í sömu átt og hann, í þeirri trú,
að frænka hans væri komin heim aftur, en
hún sá strax að það var misskilningur. Konan,
sem kom brunandi eins og skip fyrir fullum
seglum, var digur og í röndóttum kjól, með
feiknastóra hvíta svuntu á maganum.
Konan nam staðar og sagði með öndina í
hálsinum: — Lo siento mucho, ég bið mikil-
lega afsökunar, senor Brett — ég lá fyrir og
hvíldi mig þegar Bianca kom og sagði að
senoritan væri komin. Ég ætlaði að koma
fyrr, en sendi José, og hann sagði að þér
væruð með senoritu.
— Þetta er Teresa, sagði Brett og benti á
konuna. — Hún er konungurinn, eða réttara
sagt drottningin, hér á heimilinu. Hafið þér
gengið frá herberginu handa ungfrú Stafford?
— Já, herra Brett. Það er verið að búa um
rúmið hennar.
Þótt hún brygði portúgölsku fyrir sig fyrst,
reyndist hún tala furðanlega góða ensku.
Teresa brosti fagnandi til Melanie. — Ef
senorita vill koma með mér, getur hún fengið
að hvíla sig og fengið eitthvað að borða eftir
ferðalagið.
— Já, farið þér með Teresu. Brett stóð upp.
— Við sjáumst síðar og þá getum við talað
betur saman. Viljið þér koma niður í bóka-
stofuna klukkan sex. Þá getið þér hvílt yður
vel áður.
Hann hafði verið alúðlegur og heillandi, en
þegar hún fór frá honum, á eftir bakbreiðri
bústýrunni, fannst henni einhvernveginn, að
hann mundi hafa orðið feginn að losna við sig.
Þær gengu inn í stóran ársal ferhyrndan,
og voru stigar upp á efri hæð í tveimur horn-
unum. Þegar Teresa kom upp úr stiganum
beygði hún til hægri inn í gang og opnaði dyr
lengst inni.
Melanie kom inn í svalt herbergi, hvítt og
Ijósrautt. Lagleg dökkhærð stúlka var að
breiða rósrauða silkiábreiðu yfir nýuppbúið
rúmið, sem stóð í innskoti í veggnum. Legu-
bekkur með mörgum svæflum stóð á ábreið-
unni á miðju gólfinu. Veggirnir voru hvítir,
og gluggatjöldin og áklæðið á húsgögnunum
ofurlítið dökkrauðara en ábreiðan á rúminu.
Teresa athugaði rúmið og gerði nokkrar
athugasemdir á portúgölsku við stúlkuna,
sem hún kaliaði Rósu. Rósa átti að verða
herbergisþerna ungfrú Stafford. Hún brosti
feimnislega og fór svo út og lokaði hljóðlaust
eftir sér.
— Okkur þykir þetta svo leitt, svo hræði-
lega leitt, sagði Teresa. — Þvílik móttaka á
nýja heimilinu yðar! Lofið mér að hjálpa yð-
ur, undir eins og ég hefi undirbúið baðið
handa yður.
Baðklefinn var lítili. en þó svo stór að hægt
var að snúa sér við þar. Baðkerið var rós-
rautt og þvottaskálin líka, og flísarnar á
veggjunum. En á gólfinu voru svartir og hvítir
tíglar.
Þó að „Quinta Azeitonas“ væri gamalt hús,
sem einu sinni hafði verið klaustur, sá Melanie
brátt að þar voru öll hugsanleg nýtísku þæg-
indi. Brett Featherstone hlaut að vera ríkur
maður.
Skyldi hún kunna við sig hérna? Skyldi
henni falla vel við manninn, sem hafði ráðin
yfir eignum hennar — og henni sjálfri? Hún
braut heilann um hvers vegna hann væri
ógiftur enn. Eins og á stóð stjórnaði frænka
hans heimilinu fyrir hann, og nú fór hún að
hugsa um, að þá væri önnur áhrifamanneskja
á heimilinu, sem hún hafði ekki séð ennþá.
Ég vona að hún sé viðfelldin, hugsaði hún
með sér.
Þegar hún kom inn í svefnherbergið aftur
var Teresa að breiða úr rósóttum morgun-
kjól úr silki á rúmið hennar. Hún setti iitla
inniskó úr sama efni fyrir framan rúmið og
sagði og brosti gleitt:
— Þér hvílist betur ef þér farið í þetta,
senorita.
— En herra Featherstone á von á mér nið
ur, sagði Melanie.
Teresa hristi höfuðið. — Nei, nei. Senor
lokar sig alltaf inni hjá bókunum sínum, á
þessum tíma dags. Hann sagði yður að hann
ætti von á yður klukkan hálfsex. Nú skuluð
þér fá eitthvað að borða, og svo getið þér
fengið yður blund á eftir. Það var leitt að
þér skylduð þurfa að koma hingað ein, eftir
þessa löngu ferð frá Englandi! Senorita hefir
ekki komið til Portúgal áður?
— Nei, ég hefi aldrei komið út fyrir Eng
land, svaraði Melanie.
— Yður leiðist ekki hérna, sagði Teresa.
— Hér eru margar enskar fjölskyldur. Þér
sjáið það þegar þér komið til Oporto. Senora
Dorrington hefir sest að hérna. Ég held að
hana langi ekkert heim.
— Er frú Dorringham konan sem er hús-
móðir hérna fyrir herra Featherstone? flýtti
Melanie sér að spyrja.
Teresa kinkaði kolli. — Hún kom fyrir
tveimur árum. Og síðar kom frænka hennar
hingað — ungfrú Olivia Turton.
— Hvernig er hún? Melanie gat ekki stillt
sig um að spyrja. Henni hafði aldrei dottið í
hug, að þarna væri stúlka á hennar reki
nálæg.
Teresa sneri sér að fatageymslunni meðan
hún svaraði: — Hún er mjög falleg. — Mjög
falleg í augum þeirra, sem líkar Ijóshært
kvenfólk.
Melanie leit snöggt til hennar. Það var
engin hrifning í þessum orðum Teresu. Það
var líkast því að Teresa væri ekki hrifin af
ljóshærðum stúlkum, sér í lagi ekki þessari.
— En nú verðið þér að hvíla yður, sagði
Teresa. — Hún Rósa kemur upp með mat
til yðar.
— Ég er eiginlega ekkert svöng.
— Við borðum ekki miðdegisverð fyrr en
seint í kvöld, og þér hafið ekki gott af að
bíða þangað til, án þess að fá annað en kök-
ur með teinu. Hérna getið þér séð hvernig
kökuátið fer með mann! Teresa strauk á sér
breiðar mjaðmirnar.
Melanie fór að hlæja og Teresa hló líka.
Svo fór hún og lét Melanie eiga sig.
Jæja, svo að þarna var þá önnur ung
stúlka — Olivia. Það var fallegt nafn, og Ter-
esa sagði að stúlkan væri falleg líka. Ég vona
að hún sé viðfelldin, hugsaði Melanie með sér.
Ég vona að við getum orðið góðir vinir.
Hún hafði aldrei haft tækifæri til að eign-
ast vinstúlku. Frænka hennar hafði aldrei ýtt
undir hana að bjóða stúlkum, sem hún
kynntist, heim með sér, og Melanie hafði
alltaf þráð félaga, uns hún kynntist Tony
Goring.
Tony! Hún vonaði að einhvern tima kæmi
sá dagur að hún gæti hugsað til hans beiskju-
laust. En það var ekki andlit Tonys, sem
hún sá í huganum núna. Það var Brett
Featherstone sem hún var að hugsa um þarna
sem hún sat á legubekknum og spennti greip-
ar um hné sér, — fjárhaldsmaður hennar,
sem hún vissi að var talsvert erffður, en gat
líka verið framúrskarandi heillandi.
FJÖTUR UM FÓT.
Melanie vaknaði snögglega og starði kring-
um sig og áttaði sig ekki strax á hvar hún
var. Svo rann það upp fyrir henni og hún
vatt sér fram úr rúminu og leit á klukkuna.
Hún var fimm og Brett beið eftir henni.
Hún hafði sofnað út frá bókinni og sofið lengi.
Hvers vegna hafði Teresa ekki vakið hana?
Nú mundi hún kannske koma of seint, og það
væri ekki heppilegt. Hún fór úr morgunkjóln-
um og fór að leita sér að kjól í klæðaskápn-
um. Þar tók hún kjól, sem fljótlegt var að
fara í, og eftir tíu mínútur hljóp hún niður
stigann. En þegar hún kom niður í ársalinn
sá hún engan, sem gat sagt henni hvar bóka-
stofan var. Teresa hafði minnst eitthvað á,
að hún væri „í hinni álmunni", en Melanie
hafði ekki hugmynd um hvaða leið hún átti
að fara þangað. Svo datt henni í hug. að
kannske væri einhver úti í garðinum, sem
gæti leiðbeint henni, og fór þangað.
Til hægri voru svalirnar, þar sem hún hafði
setið með Brett. Hún hafði tekið eftir, að
ýmsar dyr vissu út að svölunum, og datt í
hug að einhverjar þeirra væri inn í bóka-
stofuna. Hún gekk meðfram húsinu en hafði
ekki stigið nema fá skref, þegar hún heyrði
skæra kvenrödd út um opinn glugga.
— Jæja, Staffordstelpan er þá komin. Það
var óheppilegt að við skyldum ekki vera
heima til að geta hjálpað honum Brett.
— Veslings Brett! Þessi rödd var unglegri
og svo kom hlátur á eftir orðunum. — Hann
var ákaflega leiður yfir því að hún skyldi
koma, var það ekki?
— Jú, vitanlega. Það er svo sem auðvitað,