Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1958, Side 13

Fálkinn - 20.06.1958, Side 13
FÁLKINN 13 að hún verður okkur öllum fjötur um fót. Ég vona innilega að hún þroskist fljótt og að við getum náð í mann handa henni. — Þú spurðir ekki Teresu hvernig hún væri ... ? — Nei, vitanlega ekki, barnið mitt. Hún sagði að unga senoritan væri komin, og það hefði verið sagt rangt til um komudaginn og að senor hefði orðið mjög reiður. — Æ, mér finnst á mér að Melanie muni vera bæði heimsk og leiðinlegt gægsni, enda er það ekki furða, eftir að hafa alist upp hjá þessari sérvitru kerlingarherfu, henni frænku sinni .. . Það var eins og Melanie frysi niður. Hún haf ði þegar heyrt of mikið og flýtti sér áfram, en um leið kom há, gráhærð dama út um einn franska gluggann og gekk að einum stólnum, en nam staðar er hún kom auga á Melanie. Melanie tókst betur að láta ekki á neinu bera en hinni. Hún horfði óhikað á þá gráhærðu. — Viljið þér gera svo vel að segja mér hvaða leið maður fer inn i bókastofuna? Hún varð hissa á hve rólega hún gat talað, því að reiðin sauð niðri í henni. — Herra Feat- herstone hefir beðið mig um að koma þangað. — Ó! Frú Dorrington — Melanie hafði get- ið sér til hver konan var — og hafði nú jafnað sig eftir áfallið. — Þér munuð vera Melanie Stafford. Hún rétti fram höndina. — Ég frétti að þér væruð komin. Eg er frænka herra Featherstones — Sylvia Dorrington, og þetta ... Hún sneri sér að ljóshærðu stúlkunni, sem hafði komið út á eftir henni — þetta er syst- urdóttir mín, Olivia Turton. Það var óheppi- legt að við skyldum ekki vera heima þegar þér komuð. — Já, það var leitt! Var þetta ekki ein- hver miskilningur með komudaginn? Rödd Oliviu var mýkri en frænkunnar, en augun sem horfðu á Melanie voru einkennilega hörð og óvingjarnleg. En stúlkan var gullfalleg og hárið mjög ljóst, en hins vegar voru augun svört eins og hrafntinna. Hún brosti, svo að sá í hvítan og gallalausan tanngarð, og hún brosti oft, en bros hennar til Melanie var óeðlilegt. Kannske var það af því að Olivia fór hjá sér og var hrædd um að Melanie hefði heyrt það sem hún hafði sagt. — Sögðuð þér að Brett biði eftir yður í bókastofunni? spurði frú Dorrington. — Já, ég átti að vera komin fyrir tíu mín- útum. En ég sofnaði og svaf yfir mig ... — Þér skuluð ekki setja það fyrir yður, barnið gott, sagði frú Darrington og hló. — Hann hefir vafalaust gleymt því. Brett er að semja bók um langafa sinn, og þegar hann læsir sig inni hjá öllum gömlu bókunum sín- um og handritunum gleymir hann öllu öðru — og hann vill helst ekki láta ónáða sig. Kom- Hvaða leið veröur jólasveinninn aö fara til aö lcomast aö húsinu? ið þér inn og segið okkur hvernig þér fóruð að komast hingað. Melanie sagði þeim í fáum orðum frá hvernig hún hefði komið af flugvellinum en sagði svo einbeitt: — Ég býst við að herra Featherstone sé farinn að bíða eftir mér! — Nei, áreiðanlega ekki ,sagði Olivia. — Þér eruð alls ekki velkomin ef þér farið inn til hans. Það er miklu betra að þér fáið yður tebolla með okkur, en Sylvia frænka getur látið skila til hans hvar yður sé að finna. Þó að henni væri það þvert um geð fór hún með þeim í húsið aftur. — Úr því að Brett veit að ég er kominn heim, finnst honum það eðlilegast að ég skipti mér af yður, sagði frú Dorrington. — Fáið þér yður sæti. Hún hafði sjálf sest í sófa með upphleyptu rósavefsáklæði, og benti á sætið við hliðina á sér. Melanie reyndi að bæla niður í sér andúð- ina og settist eins og henni hafði verið sagt. MELANIE VERÐUR FYRIR ANDÚÐ. Þær voru komnar inn í dagstofuna, sem var griðarstór salur, með handmáluðum vegg- þiljum. Myndirnar voru af hitabeltisfuglum á grábláum grunni, og voru svo lifandi að líkast var og þessir litskrúðugu smáfuglar kæmu flögrandi inn í stofuna. Gluggatjöldin og áklæðið á húsgögnunum var safirblátt og á gólfinu var dýr kínversk ábreiða. Stofan var mjög hátignarleg. En Melanie datt strax í hug, að hún gæti aldrei orðið heimavön í þessu húsi, þar sem litið yrði á hana sem „fjötur um fót“. Henni var runnin reiðin, en nú var hryggð komin í staðinn. Hana hafði aldrei langað að fara hingað, en eftir samtalið við Brett hafði hún komist á aðra skoðun. Meðan hún var að tala við hann hafði henni fundist að hún mundi geta unað þarna, þrátt fyrir allt. Og hún, sem hafði þótst svo viss um, að hann íalaði i hreinskilni! Hún sat þarna þögul og fann á sér að Olivia veitti henni athygli, kuldaleg og rannsakandi. Melanie fannst eindregið á sér, að þær mundu aidrei geta orðið vinir. Vonbrigði Melanie voru kannske mest að því er Oliviu snerti. Hún var svo gerólík öll- um öðrum ungum stúlkum, sem hún hafði kynnst. — En hvernig stendur á því að við héldum að þér munduð ekki koma fyrr en á fimmtu- daginn kemur? sagði frú Dorrington. — Ég held að vélritunarstúlkan hjá Stud- holme málaflutningsmanni hljóti að háfa skrifað skakkan dag í bréfið, sagði Malenie. — Skárri er það nú klaufskan. En yður tókst að rata ein. Heyrið þér mig, hve gömul eruð þér? — Ég verð tvítug í júní, sagði Melanie. Olivia skellti upp úr. — Brett hlýtur að hafa brugðið i brún. Ég veit ekki hvernig á því stendur, en við héldum öll, að þér væruð kringum sextán ára og væruð í skóla ennþá. — Ef svo hefði verið þá hefði ég getað haldið áfram í skólanum, sagði Malenie og röddin var talsvert skörp. Frú Dorrington leit ásökunaraugum á frænku sína og sagði í léttum tón: — Olivia á líka afmæli í júní. Það verður gaman ... við getum haldið upp á báða afmælisdagana í einu ... En það leyndi sér ekki að þessi vingjarnlegi tónn var uppgerð, og meðan hún hélt áfram að spyrja um ferðalagið og hið sviplega fráfall frænku hennar, fann Mel- anie að þær voru að kryfja hana til mergjar. Þótt hún hefði ekki heyrt samtal þeirra áðan, mundi hún hafa skilið, að Brett Featherstone var ekki sá eini, sem leit hana hornauga. Eftir stundarfjórðung hafði frú Dorrington fengið að vita það sem hún þurfti, um Mel- anie, og hafði gert sér mynd af aðstæðum hennar. — Þér hljótið að hafa átt leiðinlega ævi, sagði hún blátt áfram. — Þér munuð kom- ast að raun um, að lífið hérna er ekki nærri eins ffábreytilegt og það, sem þér hafið van- ist. Og þér verðið að sætta yður við að það verði ég, sem skipti mér mest af yður. Hér á heimilinu er það æðsta boðorð, að húsbónd- inn sé truflaður eins lítið og hægt er. Mér er FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- grciðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og lVs—6. — Bitstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Simi 12210. HERBEBTSprent. Flöskupóstur.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.