Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1958, Page 3

Fálkinn - 03.10.1958, Page 3
FALKINN 3 Til vinstri: Arno einræðiS' herra (Valur Gíslason). „HAU8T44 eftir Kristján Albertsson Þjóðleikhúsið hefir nú hafið vetr- arstarfsemi sína, og er fyrsta viðfangsefnið íslenskur sjónleikur, „Haust“ eftir Kristjári Albertsson, rilliöfund. Frumsýningin var 24. sept. síðast liðinn. Leikrit þetta hefst á því að ung stúlka, dóttir einræðislierra, ferðast undir fölsku nafni uppi í háfjöllum í Sviss. Ungur, landflótta verkfræðing- ur, landi hennar, tekur hana höndum mcð það fyrir augum að fá föður hans látinn lausan úr fangabúðum einræð- isherrans. Annars sækir höfundurinn efnið í stjórnmálaþróunina i heimin- um hin síðari ár — þannig að leik- ritið er ekki aðeins ástarsaga ungu slúlkunnar og piltsins, sem rænir lienni — heldur flytur það önnur og geigvænlegri tíðindi. Þar er brugðið upp mynd af einræði vorra tíma, gefin innsýn i örlög þeirra þjóða, þar seni kaldrifjaður einvaldur hefir náð undirtökunum og stjórnar með misk- unnarlausu lögregluvaldi. Biý og púður er ekki sparað, ef ryðja þarf úr vegi „fjandmönnum ríkisins" eða „leynileppum útlendra auðhringa“. Ekki skiptir máli þótt um gamla vopnabræður sé að ræða því tilgang- urinn iielgar meðalið. Leikurinn gefur til kynna, hvernig heil þjóð verður að beygja sig í duftið að vilja eins manns — hans vilji skal vera vilji allra. Ef einhver dirfist að hafa aðra skoðun er svarið nærtækt: „Sá sem rís gegn mér er landráða- niaður". Einræðið hneppir i fjötra flest það besta og mannlegasta í fari hverrar þjóðar, og reyrir svo hina andlegu sultaról, að engin frjáls hugsun á sér viðreisnarvon. Fólkið má sin ekkert gegn byssustingunum. Það á sér aðeins eitt biturt vopn — þögnina. „Verðmætasta fólk landsins hefir verið flæmt í útlegð, þrælkað til bana eða lireinlega myrt“, eins og frú Kasper, systir einræðisherrans, orðar það. Höfundur leikritsins hefir um margra ára skeið verði í íslensku utanríkisþjónusturini og gerþekkir þvi ]?að efni, sem hann fjallar hér um. Hann er einnig leikhúsmaður og þekkir til fullnustu þær kröfur, sem gerðar eru til sviðsetning- ar leikrits. Að sjálfsögðu rná þó búast við að skiptar skoðanir verði um leikinn og boðskap hans, en mönnum skal eindregið ráðlagt að lcynna sér hann af eigin raun. Aðalhlutverkin eru í traustum ■hönduin Vals Gíslasonar (Arno ein- ræðislierra), Guðbjargar Þorbjarnar- dóttur (Lydía dóttir iians), Rúriks Haraldssonar (Mark Elmar verkfræð- ingur), Helga Skúlasonar (Novak ráð- lierra) og Herdísar Þorvaldsdóttur (Vera systir Marks). Af öðrum hlut- verkum er eftirminnilegur leikur Arndísar Björnsdóttur sem ráðskonu Marks Elmars, Reginu Þórðardóttur sem systur Arnos, og Róberts Arn- finnssonar og Ævars R. Kvaran sem leynilögreglumanna. Lutrin ráð- herra er ekki hlutverk við hæfi Har- aldar Björnssonar. Þorgrímur Ein- arsson og Erlingur Gíslason fara með smáhlutverk, en auk þess koma fram Vera (Herdís Þorvaldsdóttir). ráðskonan (Arndís Björnsdóttir) og Mark Elmar. Til hægri: Mark Elmar (Rúrik Haralds- son) og Lydía (Guðbjörg Þor- bjarnardóttir). Jón Einar Jónsson prentari, Berg- staðastræti 24, verður 90 ára 5. okt. næstkomandi. þernur, lífverðir, lögreglumenn og hermenn. Einar Pálsson liefir annast leik- stjórnina, og farist það ágætlega úr hendi. Á Hotel Royal í Árósum eru þjón- arnir illa haldnir af sjóveiki. Gisti- húsið hafði keypt sér dýrindis ábreiðu í veitingasalinn, fyrir 35.000 krónur, og lagt undir það lag úr froðugúmmi. Það lætur svo mikið undan að þjón- arnir vagga í hverju spori og verða sjóveikir. Verða þeir að taka sjó- veikispillur við afgreiðsluborðið til þess að æla ekki framan í gestina. I

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.