Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1958, Blaðsíða 5

Fálkinn - 03.10.1958, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Sultur og heilsuspillandi húsnæði veldur því, að miklir sjúkdómar eru í Pakistan. Hér sést gamall maður, sem komist hefir á spítala. standast samkeppni annarra borga. Við böfnina er allt á iði, en vél- tæknin er ekki nema svo og svo. Eg sé til dæmis hóp af verkamönnum vera að ýta járnbrautarvagni út á eina bryggjuna, magra og óhreina menn ,en verkstjóri meS óhreinan vefjarhött segir þeim fyrir verkum. Hann heitir Said Ilmer, talar ensku svo hægt er aS skilja hann, og segir mér að hann fái fimm rúpíur í kaup á dag. ÞaS jafngildir 17 íslenskum krónum, en vöruverðiS er hátt, svo aS maSur getur skiliS aS baráttan fyrir lífinu er hörS. Og Said Ilmer er verkstjjóri og héfir þess vegna „hátt kaup“. Verkamennirnir hans fá miktu minna, enda lifa ])eir á hungur- markinu. — GetiS þiS gert verkfall, Said IJmer? — Eins og viS viljum. En hvaS stoSar ])aS, þegar liópur af soltnum mönnum stendur viS liliSiS og grípur fegins hendi vinnuna, sem viS höf- um neitað aS vinna. Þeir koma vaS- andi undir eins og vinnuveitandinn bendir þeim meS Jitla fingrinum, segir Ilmer. — Hugsar nokkur um þig ef þú verSur veikur, Ilmer? Ilmer brosir: — Þeir hugsa um aS sparka mér úr vistinni sem fljótast, og ef ég á ekki einlivern matarbita heima i kofanum mínum, fer þaS svona, segir IJmer og bendir meS þumalfingrinum niSur á moldina. HvaS eftir annað lieyrum viS þaS sama, þennan dag, og viS sjáum fótk, sem hefir veriS sparkaS út og liggur og sveltir í liel fyrir utan lijallinn, sem þaS átti einu sinni. Þetta er liarúSugasta þjóSfélagiS, sem ég hefi séS. Innst inni í Afriku, í lágstæSustu þorpunum þar, er sam- lijálp milli ættstofnsins, og þess vegna er einstaklingnum hjálpaS J)etur en i sumum menningarþjóSfé- Jögum. í Afríku ætti maSur aS fara varlega meS orSiS lágstæður. En hér í Pakistan eru flóttamenn- irnir aumingjar meSal aumingja, og finna ekki til neinnar ábyrgSar hver á öSrum. Og ekki minna en 20 mill- jónir manna komu landflótta, er Pakistan og Indlandi var skipt 1947. ÞaS eru mestu þjóSflutningar, sem sagan segir frá. Orrusta var liáS milli múhameSslrúarmanna frá Pakistan og Hindúa, og tvær milljónir manna voru brytjaSar niSur i þeirri viSur- eign. ÞaS hefði verið eSlilegt aS Pakistan hefSi gert Lahore aS liöfuSborg, en l>essi milljónaborg stendur svo nærri Jandamærunum, og óvildin milli land- anna var svo mikil, að Karachi varS fyrir valinu. Allmargt af flóttafólkinu lenti þar, og þaS er ekki nema fárra minútna gangur frá miSbænum og í stærsta flóttamannahverfiS. í siSuSu landi mundu dýraverndunarfélögin ekki líSa aS sauSfé eSa svín væru liöfS í þeim hreysum, sem þetta fólk hýrist í. En hérna tekur fóIkiS þessum húsa- kynnum fegins hendi. Sjúklingar og úttaugað fólk liggur fyrir utan hreysin, sumir meS mýra- köldu á háu stigi, aSrir meS berkla- veiki, og hagskýrslurnar, sem alls ekki eru tæmandi, segja að 350.000 manns deyi úr berklum á ári. Og þetta flóttamannahverfi er til- valin klakstöS fyrir alls konar sjúk- dóma, þvi aS á rigningartímanum, sem stendur nokkra mánuSi, er hverf- iS bókstaflega undir vatni, og vosbúS- in bætist ofan á sultinn og sóSaskap- Ég nem staSar fyrir utan lireysi úr sefmottum. Lítill drengur situr á hækjum og er aS liægja sér, en þegar hann sér ókunnuga ber aS flýtir hann sér inn í kofann. HoruS kona meS hárstrý kemur út rétt á eftir. — Hún sefur ennþá. Hún var aS vinna í alla nótt. Hún kom heim með 17 rúpíur. LofiS þér henni aS sofa lengur, saliib, hún er svo þreytt ,segir konan. Hún gengur aS því vísu aS hviti maSurinn sé kominn til aS nota dótt- urina, einu tekjulind fjölskyldunnar, sem lieldur lífinu i móSur og ömmu, fimm yngri systkinum og einni frænku. MaSur getur fengiS velgju af ólióf- inu á Hotel Metropol, er maSur kem- ur þangaS eftir aS hafa skyggnst um gáttir i flóttamannahverfinu. Þjónar i stroknum grænum og livítum cin- kennisbúningum strunsa á milli borS- anna meS iskalda drykki handa ó- þolnum hvítum mönnum, sem ausa skömmunum yfir þjónana ef þeir flýta sér ekki. 'Og á gólfinu er dansaS. Naktar herSar líSa framhjá og skilja ilm- vatnslyklina eftir í kjölfarinu, og pakistanskar stúlkur á litríkum sari svífa um gólfiS, eins og rósablöS í þýSri sumargolu. Þetta er sú Karachi, sem slyngir skemmtiferSa-agentar flagga meS — rómantíle undir mislitum lömpum, ævintýraandvari frá hægum monsún- vindi. Og þaS er Jika þaS skársta af ásjón- unni, sem fulltrúinn frá upplýsinga- skrifstofunni sýnir daginn eftir: þing- húsiS með tungllivitri livelfingu, rauða liúsið sem borgarstjóraskrif- stofurnar eru í, og grafliýsi Mahomed Ali Jinnah, sem öðrum fremur átti þátt í aS sleapa Pakistan-rikiS. Þelta grafhýsi stendur í úljaSri Karachi og mjallhvítur steinsteypu- garður i kring. Undir litlu þaki á íorginu fyrir innan múrana stendur sleinkista Jinnah, og allir sem nálg- ast hana verða að taka af sér skóna. Það er kannske kaldhæðni örlag- anna, sem hefir ráðið því, aS flótta- fólkið hefir hreiðrað um sig kringum livildarstaS Jinnah. FylgdarmaSurinn fer líka með ferðamennina til Nazimabad, sem er eitt af nýju íbúðahverfunum, sem stjórnin er að byggja, og þar er mjög laglegt umliorfs, en það er augljóst að þessi hús og íbúðir eru ekki fyrir almenning, þvi að meðalstór íbúð kostar um 650 krónur á mánuði, með öðrum orSum meira en verkamaður fær i kaup. — Nú er ekki fleira að sjá í Karachi, segir leiðsögumaðurinn er hann hneigir sig um leið og hann skilur við mig hjá gistihúsinu. En ekki eru allir á sömu skoðun. Þvi að i my'rkr- inu fyrir utan gistihúsið eru agentar gleSihúsanna á sveimi eftir bráð sinni. — Komið þér í samkvæmi frú Hawkins. Gular, hvitar og svartar stelpur, hvislar einn. — Laglegir pakistanpiltar, tíu rúpiur fyrir tvo tíma, segir annar. — ViljiS þér ekki sjá pakistanska ást? hvíslar sá þriðji. Hryllilegt siSleysi? Kannske. En hver getur kastað fyrsta steininum, ef hann hefir séð konu, soltinn barnahóp, ömmu og gamla frænku í fúlu hreysi, eiga afkomu sína undir saurlifnaði? — Hún kom lieim með 17 rúpíur. Hún hefir unnið i alla nótt. LofiS þér henni að sofa lengur. NÝR PRINS AF WALES. Síðan hertoginn af Windsor varð Bretakongur, sællar minningar, hefir enginn borið nafnbótina prins af Wales. En nú hefir Elizabet drottn- ing veitt Charles litla syni sínum og ríkiserfingja þessa 650 ára gömlu nafnbót. KRINGUM KNÖTTINN Á 70 TÍMUM. Japönsk blaðastúlka, Kaoru Kane- taka hefir sett nýtt met í hnattflugi og komist í farþegavélum kringum hnöttinn, 28 þús. kílómetra, á 73 tím- um 9 mín. og 30 sek. Myndin er tekin er hún hafði viðstöðu í Zurich. Fyrra metið átti ameríkumaður, Joe Cavoli. Ilann var 89 tíma 18 mín. 37 sek. FERFÆTTUR ÚTFLYTJANDI. Einn af frægustu Bernhardshund- um í Sviss er nýlega fluttur til Banda- ríkjanna, en þar hefir hundaklúbbur keypt hann. Hundurinn, se'm heitir Leord vom Sauliamt hefir hlotið meistaratign þessa árs og hefir ýms al- þjóðleg virðingarmerki. Yitanlega var flugfreyjan stimamjúk við höfð- ingjann á leiðinni vestur. Bresk framsagnarkona ætlaði í för til Suður-Afríku og boðaði til sín blaðamenn í tilefni af því. En þeir virtust gefa þriggja ára dóttur henn- ar meiri gaum, enda lét sú litla þá hafa tal af sér líka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.