Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1958, Page 9

Fálkinn - 03.10.1958, Page 9
FÁLKINN 9 fannst henni rósótti kjóllinn óneit- anlega hálf tuskulegur, hvernig svo sem hún pressaði hann. En til allrar liamingju — hún átti að fá annan! Fallegan, fallegan kjól. Þegar Bernt var að fara tók hann upp peningana og rétti henni. „Ein- tómir fimm króna seðlar,“ sagði hann, „þá sýnast peningarnir miklu meiri.“ Marta flýtti sér að taka til og fór með börnin með sér i kaupferðina. Þarna var grœni kjóllinn enn, og hann var eins og sniðinn á liana. Og hún fékk skó á bæði börnin og sokka handa Bassa. Þegar Bernt kom heim að sækja þau, skömmu fyrir klukkan tvö, voru þau öll uppábúin. Veislan átti að vera heima í garð- inum hjá forstjóranum, og þegar Marta var komin innan um allt fólk- ið fannst lienni kjóllinn ekki nærri ems fallegur og áður. Þarna var svo mikið af fallegum kjólum, og engin frúin liafði komið með lítil börn með sér. Það var talsvert ónæðissamt að ganga með Bassa á liandleggnum all- an timann ,og kjóllinn liafði heldur ekki gott af þvi, en hún þorði ekki að sleppa honum, og Bernt var alltaf að ta'a við einhverja félaga sína. En meðan leikurinn var sýndur gleymdi hún öllum áhyggjum. Hún sat i þægilegum stól. Leikurinn fór fram á stórri grasflöt i garðinum, og Bassi steinsofnaði í fanginu á henni. Jenny sat eins og mús og starði hug- fangin á leikendurna. Marta liló dátt. og fannst dásamlegt að sitja þarna og njóta alls, sumarbliðunnar, ilmandi loftsins og blómanna. Það var yndi út af fyrir sig að sitja. En jiegar sýningunni lauk og fólk i'ór að dreifast um, vaknaði Bassi og fór að skæla, og vildi komast burt, en þegar tii átti að taka vildi liann ekki burt. Jenny vildi komast til pabba sins, en Marta sá ekki hvar hann var. Fólkið fór að liorfa á hana og þá roðnaði hún. Hvers vegna var Bernt allur á bak og burt. Hvers vegna gat hann ekki verið einhvers staðar nálægur og hjálpað henni með Lörnin? Hún hefði aldrei átt að fara í þetta samkvæmi. í þessum svifum kom gömul kona og settist lijá henni. „En hvað þetta er fallegur dreng- ur,“ sagði liún vingjarnlega. „Eigið þér þessa telpu líka? Já, þér eigið svei mér gott að eiga svona falleg börn. Og svo eru þau svo skynsamlega klædd.“ Allt í einu komu tár i augun á Mörtu, það var svo gott að fá hrós. Hún ætlaði að fara að svara, en þá kom frú Jensen blaðskellandi og sett- ist á slól hjá henni. „Skelfing er heitt! Hvernig lýst yð- ur á kjólinn minn? Og skóna? Þeir eru smellnir, finnst yður það ekki? Það er alltaf hægt að þekkja dömur á skófatnaðinum þcirra.“ Gamla konan brosti. „Ég var ein- mitt að segja frúnni þarna, að ég öf- undaði hana af börnunum hennar,“ sagði hún. „Ilvað heitið þér, með leyfi, frú?“ „Ég heiti Marta Winther, og þetta cr frú Jensen, nágranni okkar.“ Frú Jensen leit á gömlu konuna, sem var ofur blátt áfram til fara, í grænum kjól með hvítan kraga um liálsinn. ,,.Tá,“ sagði hún, „en það er ógnar stjan við þessi börn. Frú Winther er alltaf að þvo og þurrka og nostra við börnin. Ég mundi drepast ef ég væri í hennar sporum. Maður á að skemmta sér meðan maður er ung- ur, það segi nú ég. Nú, þarna er þá maðurinn minn. í guðs friði!“ Gamla konan brosti og horfði á eftir henni. „Ekki skil ég hvers vegna liún kem- ur i svona kjól á útiskemmtun — þetta er ballkjóll, sem hún er í. Græni kjóllinn yðar nýtur sín betur við svona tækifæri. Og ég skal segja yður nokkuð — ég varð að þvo allan þvott- inn okkar sjálf, fyrstu átta árin, sem við vorum gift.“ Hún hafði sctt Bassa á hnéð á sér, og hann var að leika sér að löngu gullkeðjunni hennar. „Já,“ sagði Marta, „það er i rauninni ekki erfitt, cn stundum getur maður orðið leiður á því. Mér gremst stundum að hafa úr svo litlu að spila sérstaklega þegar allt fer liækkandi ...“ „Þér megið ekki segja þetta, þegar þér eigið svona yndislcg börn. — Nú ert þú þá þarna? Má ég kynna yður fyrir manninum mínum — Helms forstjóra!“ „For ... forstjóranum?“ Marta liafði staðið upp og starði hálfrugluð á háa manninn í gróu föt- unum, sem heilsaði henni vingjarn- lega. Jú, þetta var maðurinn, sem hún hafði séð við dyrnar hjá Jensen þarna um kvöldið. „Þér skuluð ekki fara hjá yður,“ sagði frú Helms brosandi, „maðurinn minn hefir gaman af að kynnast persónulega unga fólkinu, sem starf- ar i firmanu, og aðstandendum þess. Og nú ætla ég að leyfa mér að spyrja yður, hvort við megum heimsækja yð- ur annaðkvöld?“ Marta herti upp liugann. „Já, vitan- Fangelsis-brúðkaup k % § s ij Georgette, sem er skrifstofu- stúlka lijá verktakafyrirtæki, giftist fyrir skömmu fanganum Michael Bariller í fangelsinu í Le Mans. Þau eru bæði 23 óra. Tveir lögregluþjónar voru svara- menn og brúðhjónin fengu að vera saman i hálftíma, eftir að þau höfðu verið gefin saman. Frönsku blöðin telja þessa gift- ingu „mest grípandi athöfn árs- ins“. Georgette kom til Parísar fyr- i'- þremur árum. Fyrirtælcið, sem luin vinnur lijá, metur hana mik- ils. Hún er bæði dugleg og sam- viskusöm. Hún kynntist einkar fríðum manni. Það var Michel. Og þau urðu ástfangin hvort af öðru, eins og gerist og gengur, og von bráðar bað hann hennar. Og ætlaði að giftast lienni undir eins og óstæður yrðu til, sagði hann. En hann var atvinnulaus, svo að giftingin varð að dragast. Georgette setti það ekki fyrir sig. Hún átti marga kunningja, og i fyrirtækinu voru menn, sem lnin gat beðið um lijálp. Og von bráðar hafði hún útvegað Michel stöðu. Hann varð sendill i slát- urhúsi. En eftir aðeins nokkra daga fór hann úr vistinni og féklc vinnu í matsöluliúsi. Og nú af- réðu þau Georgette og hann að fara til Le Mans um næstu helgi, hún var þaðan ættuð og ætlaði að kynna foreldrum sínum mannsefnið sitt. Foreldrum henn- ar leist mjög vel á piltinn og höfðu ekkert á móti ráðahagnum. Og svo fóru þau aftur til París- ar enn harðtrúlofaðri en áður. En þegar frá leið fór Georg- ette að þykja iskyggilegt hve Michel var laus í rósinni. Hann toldi hvergi stundinni lengur á sama stað, þótt ekkert væri út á vistir hans að setja. Og nú fór hún að kryfja hann spurna. Mic- liel varð fölur og loks gat hann ekki varist að segja henni sann- leikann. Þessi ungi, laglegi mað- ur var bæði þjófur og stroku- maður og lögreglan var að leita að honum. Hann liafði ekki ver- ið nema 16 ára þegar hann byrj- aði að stela á vinnustöðvum, veitingahúsum og sveitabýlum. Einu sinni hafði hann verið staðinn að þjófnaði, en af því að liann var svo ungur hafði hann sloppið með skilorðsbundinn dóm. En svo hélt hann áfram að stela. Þegar hann var kvaddur í herinn varð liann hræddur um að allt mundi komast upp um sig. Þess vegna gegndi hann ekki kallinu, og þess vegna var nú auglýst eftir honum sem lið- hlaupa lika. Þetta var ástæðan til þess að hann þorði aldrei að vera nenia skamma stund á sama stað. Georgette þurrkaði sér um augun og spurði hvort hann hefði stolið nokkursstaðar eftir að þau kynntust. Hann sór þess dýran eið að það hefði hann aldrei gert. En hún sagði honum, að hún elskaði hann eftir sem áð- ur, en setti honum þau skilyrði, að liann yrði að fara að hennar ráðum. Hann yrði að fara til lögreglunnar þegar i stað og þola sinn dóm og afplána refsinguna. Og svo skyldu þau byrja nýtt lif. Michael gekkst undir það og þau fóru til lögreglunnar saman. Hann var tekinn fastur og dæmd- ur í fimm ára fangelsi. Það er lekið hart á þjófnaði i Fraklc- landi. Hann afplánar refsinguna i fangelsinu i Le Mans. Og þar stóð brúðkaupið. Georg- ette liafði keypt hringina, sem hún kom með. Og Michel gat gef- ið henni hvítar nellikur, fyrir aura sem hann hafði unnið sér inn i fangelsinu fyrir að sauma strigapoka. Þegar lögreglumennirnir voru farnir með Michel inn í klefann tók Georgette nellikurnar sinar og gekk á brautarstöðina. Hún leit á klukkuna. Hún hafði tíma til að kaupa sér heitar pylsur og glas af öli áður en lestin færi til Parisar. Það var brúðkaups- veislan liennar. Síðan fer liún vikulega til Le Mans og heimsækir Michel. Hún fær að laia við hann klukkutíma í liverri ferð — undir eftirliti. Og i hvert slcipti fullvissar hann hana um að hún geti treyst sér. Og hún hefir sýnt að liún geriv það. lega — það mundi gleðja manninn minn og mig. — Þarna kemur hann lika ...“ „Jaíja, ungi maður — konan min hefir boðið okkur lieim til yðar ann- að kvöld — hvað segið þér um það?“ „Okkur væri mikill heiður áð þvi,“ sagði Bernt og hneigði sig djúpt. En Marta var óróleg út af heim- sókninni væntanlegu og fór snemma heim úr gleðskapnum með börnin. Daginn eftir hafði hún ncVg að hugsa. Húsið var hreint og þokkalegt, svo að fljótlegt var að taka til í þvi. Hún tindi blóm í garðinum og skreytti stofuna með þeim, hún fægði og fág- aði allt. Þegar Bernt kom heim var allt til reiðu, ekkert eftir nema að borða i snatri og svo að taka móti gestunum. Bara að ekkert óvænt kæmi nú fyrir — að Bassi hellti yfir sig matnum eða .Tcnny skiti út hreina kjólinn sinn. í söniu andránni og liún bar súpu- diskana út var garðshliðið opnað og Hemas og frú hans komu inn. „Við konnim líklega fullsnemma, en við vorum á gangi uppi í skógi, og svo datt okkur í hug, að kannske vilduð þér gefa okkur svolítinn mat- arbita — ef yður er það ekki til óþæg- inda.“ „Ekki ef þér getið borðað kjöt- snúða,“ sagði Bernt glaðlega. „Nú skal ég koma með diska. Marta — láttu mig — ég veit hvar allt er. Það er að segja, clcki pappirspentudúk- arnir. Hvar eru þeir?“ Þetta hispursleysi hans hjargaði öllu við, og Marta gleymdi alveg allri óframfærni. Skömmu siðar sátu þau öll við borðið. Bassi þekkti aftur gullkeðjuna frá í gær og tosaði sér upp á hnéð á frú Helms og lét hana mata sig en lék sér að keðjunni á meðan. Jenny stóð hjá henni og horfði á hana stórum aðdáunaraugum. „Öllum börnum þykir vænt um kon- una mina,“ sagði Helms forstjóri, „en við eigum engin börn sjálf. Mér finnst það afleit ráðstöfun." Þegar borðhaldinu var lokið og telcið hafði verið af borðinu dúkaði Marta kaffiborðið. Hún hafði sjálf saumað i dúkinn og pentudúkana. P.orðið var beinlinis skrautlegt þeg- ar lieimabakaða kringlan og smákök- urnar var komið á það. „Likjör með kaffinu eigum við þvi miður ekki,“ sagði Bernt, „en ég get boðið yður góðan vindil. Mér var gefinn kassi um jólin en hann er ekki tekinn fram nema við hátíðleg tæki- færi.“ Marta var svo kát og glöð. Þetta gekk allt svo vel, og þegar börnin áttu að fara að hátta höguðu þau sér einstaklega vel. Svo sagði Helms við konuna sína: „Það er sannarlega langt siðan við höfum átt svona ánægjulega kvöld- stund, finnst þér það ekki? En livað ertu að hugsa um núna? Láttu það koma!“ „Ég var að hugsa um, að þú hefir fundið rétta manninn í nýju stöð- una. Eg skal nefnilega segja ykkur, að maðurinn minn vill alltaf sjá fólk á heimili þess áður en hann trúir þvi fyrir áriðandi stöðu. Hann telur það skipta svo miklu máli hvernig konan mannsins er, sem á að fá stöð- una.“ Bernt og Marta störðu á þau og gátu ekkert sagt. „Er yður alvara ... að ég ... ?“ sagði liann og tók öndina á lofti. Framhald á bls. 11.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.