Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1958, Qupperneq 12

Fálkinn - 03.10.1958, Qupperneq 12
12 FÁLKINN ★..............................★ Eldnr á*tariiinar ■JL,----- Ástarsagacfrá Portúgal. - 11. - ^ að þú gætir orðinn leikinn glæpamaður, Tony. En ég get ekki hjálpað þér. Og ég held að ég komist ekki hjá að segja Featherstone frá þessu samtali. — Melanie — það máttu ekki ... Hann þreif í handlegginn á henni. — Bíddu! Gerðu það ekki, þú mátt það ekki. Jæja! Þér er al- veg sama um hvernig þetta fer. Það skiptir þig engu máli þótt ég skjóti kúlu í hausinn á mér. — Og sannir um leið að þú sért bleyða líka! Hún sleit sig af honum. — Mér verður illt af að sjá þig. Hún sneri sér frá honum og gekk hratt á burt. Hún var ekkert hrædd um að hann mundi gera alvöru úr hótuninni. Tony þótti meira gaman að lifa en svo, að hann stytti sér aldur. Hún var komin að stiganum þegar Olivia birtist allt í einu fyrir framan hana. Þó hún væri í æstu skipi, datt Melanie ekki í hug að neitt grunsamlegt væri við að hún skyldi hitta Oliviu einmitt núna. — Tony var að leita að þér rétt áðan, sagði Olivia. Mér sýndist hann fara upp. — Hann er þarna. Melanie benti inn í gang- inn og hljóp niður stigann. OLIVIA KANN RÁÐ. Olivia gekk hratt inn ganginn. Fótatak hennar heyrðist ekki því að þykk ábreiða var á gólfinu, og Tony tók ekki eftir henni fyrr en hún stóð hjá honum. Hann starði á eitt- hvað sem hann hélt á í hendinni og reyndi ósjálfrátt að stinga því í buxnavasann, en gleymdi að hann var í domino utan yfir smokingfötunum. — Það er bara ég, Tony, sagði Olivia og gægðist á það sem glitraði í lófanum á hon- um. — Hvað hefirðu þama? Hann rétti fram höndina án þess að segja orð. Þetta var hálsfesti Melanie. — Drottinn minn! Gaf hún þér hana? Oli- via starði á safírana. Tony dró við sig svaraði. — Nei, sagði hann ólundarlega. — Ekki gerði hún það. — Hefurðu talað við hana? Hann kinkaði kolli. — Og bar það nokkurn árangur? — Nei, svaraði Tony stutt. Hann yppti öxlum. — Hugmyndin þín var ágæt, gullið mitt. En hún brást. — Heyrðu, sagði Olivia fljótmælt. — Eg er að flýta mér. Eg fór úr miðjum dansi vegna þess að ég mátti til að frétta hvernig þér hefði gengið. Hún tók í handlegginn á hon- um og dró hann með sér að sófanum, sem hann og Melanie höfðu setið í. — Segðu mér sem fljótast hvernig fór. Neitaði hún að láta þig fá peningana? — Hún sagðist ekki hafa neina peninga. — Hefir hún enga peninga? — Ég veit ekki hvort hún segir satt eða ekki, en hún sagðist ekki fá nema litla upp- hæð mánaðarlega og getur ekki — eða vill ekki — tekið út nokkurn eyri umfram það. — Ég skil, sagði Olivia hugsandi. Hún sneri sér að honum og sagði: — En hvað ætl- arðu þá að gera, Tony? Mér finnst henni far- ast illa við þig. Hún ætti skilið að ... — Að hvað? spurði hann, gramur og for- vitinn í senn. Hún leit kringum sig og sagði svo: — Eg sé ráð til að bjarga þér úr öllum þessum kröggum, sagði hún. — Ef þú hefir djörfung til að framkvæma það. Samtalið við Tony hafði verið eins og reiðarslag fyrir Melanie. Auk þess sem hún hafði kynnst nýrri hlið á hans sanna eðli, sá hún að hann var þarna í fullu óleyfi hús- móðurinnar, og hún fór að velta fyrir sér hvort hún ætti ekki að láta donu Inez vita af því. Það var alls ekki neitt skemmtilegt. Hún nam staðar í stiganum og lagaði á sér grimuna. Henni þótti vænt um að hafa þenn- an flauelsbleðil, svo að ekki sæist í andlit hennar og hve miklu sálarstríði hún átti í. Teddy Selby ók henni heim. Olivia hafði orðið einhverjum öðrum samferða. Þau töl- uðu svo sem ekkert saman á heimleiðinni. Teddy var að hugleiða að nú hefði Melanie hryggbrotið hann í þriðja sinn í kvöld, en samt var hann bjartsýnn ennþá. Þegar þau buðu hvort öðru góða nótt á þrepinu við húsdyrnar sagði hún: — Þakka þér fyrir að þú ókst mér heim, og heilsaðu henni móður þinni og segðu ’henni, að ég sé henni mjög þakklát fyrir hve annt hún lét sér um mig. Hann brosti: — Gott að hafa svoleiðis bak hjarl, er það ekki? Hún veit alltaf hvenær það kemur sér vel, að hún sé ekki nálæg. Skelfing ertu þreytuleg, Melanie. — Ég er líka þreytt, sagði hún. — Alveg staðuppgefin. — Þá skaltu flýta þér að komast í bólið. Hann beygði sig og kyssti hana laust á kinn- ina. — Góða nótt, væna mín. Sofðu vel. — Góða nótt, Teddy. Þakka þér fyrir í kvöld. Hann steig inn í bílinn og veifaði til henn- ar um leið og hann ók úr hlaði. Það er hörmung að maður skuli verða ást- fanginn að skökkum manni, hugsaði hún með sér er hún gekk upp stigann og inn í herbergið sitt. Hún lagði af sér herðaskjólið á stól og gekk að snyrtiborðinu og kveikti Ijósið yfir þrískipta speglinum. Hún horfði á syfjulegt andlitið á sér og fór að velta fyrir sér, að hún væri að einhverju leyti öðru visi en hún ætti að vera. Allt í einu bar hún höndina upp að hálsinum, og fyrst nú uppgötvaði hún að safírafestin var horfin. Hún hljóp að stólnum, tók upp herðaskjól- ið og hristi það, og reyndi í örvæntingu að gera sér grein fyrir hvar hún mundi hafa misst festina. 1 bílnum hjá Teddy? Hjá Dona Inez? Æ, það var um svo marga staði að ræða. Svo brá fyrir í huga hennar endurminning- unni um samalið við Tony. Hún mundi vel að hún hafði litið í spegil þar uppi í gangin- um, og þá var hún með festina. En ef Tony hefði fundið festina mundi hann hafa skilað henni. Hún hnyklaði brúnirnar. Eða mundi hann hafa gert það? Jú, þrátt fyrir allt sem hún vissi um hann, gat hún ekki trúað að hann hefði haldið festinni orða- laust. En annars var alveg eins líklegt að hún hefði misst festina í bílnum hjá Teddy, eða að hún finndist heima hjá donu Inez. Teddy var vafalaust ekki kominn heim enn- þá, en hún gat hringt til Tony. Hún var á leið út að dyrunum er þær opnuðust og inn kom Olivia. — Sæl vertu, sagði hún. — Ég var að velta fyrir mér hvort þú værir háttuð. Ég ætlaði bara ... — Æ, Olivia. Það lá við að Melanie létti við að sjá hana. Hún þurfti að tala við ein- hvern, sem hún gat trúað fyrir áhyggjum sínum. — Það hefir komið nokkuð hræðilegt fyrir mig, sagði hún. — Ég hefi misst safíra- festina mína. — Það var slæmt. Hvað heldurðu að Brett segi við því? Melanie stirðnaði af skelfingu við tilhugs- unina um hvað Brett mundi segja. Hún hafði að svo stöddu ekki hugsað um hvað hún ætti að segja við Brett. Hún starði skelfd á Oliviu. — Hvað á ég að gera? Einhvers staðar hlýtur festin að vera! — Já, vafalaust „einhvers staðar“, en það væri leiðinlegt fyrir þig ef hún finndist ein- mitt þar, sem hún er niðurkomin núna, sagði Olivia. — Hvað áttu við? spurði Melanie. Olivia horfði á hana með fyrirlitningu og yppti öxlum. — Heyrðu, Melanie, ég efast ekki um að þú hafir hugsað upp eitthvað verulega smell- ið og sannfærandi til að segja honum, sagði hún. — En það vill svo til að ég veit hvar festin er. Þú verður að finna einhverja skýr- ingu á því að þú hafir misst hana, en þú gabbar ekki mig, því að ég veit að þú gafst Tony hana. Nú varð löng þögn. — Gaf ég Tony hana, hváði Melanie. — Ertu brjáluð? Ég hefi engum gefið festina mína. Aftur yppti Olivia öxlum. — Það sagði Tony mér, að minnsta kosti. Bíddu við. Við skulum komast að niðurstöðu um þetta. Hún settist á rúmstokkinn og horfði á fölt örvíln- andi andlitið andspænis sér. — Við Tony er- um góðir vinir, og ég veit að hann hafði æti- að sér að biðja þig um að lána sér peninga. Eg vonaði að þú gætir hjálpað honum, því að ég gat það ekki. En ekki datt mér í hug, að þú værir svo mikið flón að þú gæfir hon- um safírafestina. Það var þetta, sem ég kom til að tala við þig um, Melanie. Þú verður fyrir alla muni að ná í festina aftur. En ég gaf honum alls ekki festina — mér hefði aldrei dottið það í hug! kveinaði Melanie. — Þetta er hræðilegt. Eg botna ekkert í þessu ... Hún þagnaði. Allt í einu skildi hún hvernig í öllu lá. Hún hafði misst festina, og Tony hafði fundið hana og afráðið að halda henni, til að selja hana eða fá lánaða peninga út á hana. En hvers vegna hafði hann sagt Oliviu frá þessu? Hún gekk fram að dyrunum aftur. — Eg

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.