Fálkinn - 06.02.1959, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
Eítt nnclurfagurt tunglskinskvöld
fyrir nokkrum árum baS Hussein
Jordanskonungur frænku sinnar úti á
svölum jordanska sendiráðsins í Cairo.
Þetta var tyrknesk-egyptsk prinsessa,
og heitir Dina Abdul Hamid. Nasser
einræðisherra var einn af þeim fyrstu
sem fékk að vita um trúlofunina. —
En í dag er sendiráð Jordans í Cairo
lokað og læst, og fullur fjandskapur
milli Husseins og Nassers. Og Dina
er skilin við Hussein. Hann er pipar-
sveinn i höllinni sinn í Amman. En
hún hefir sest að í Cairo, undir liand-
arjaðri erkióvinarins Nassers.
En Hussein er samt ekki gleymdur
veröldinni, siður en svo. Eftir að
hann bað vesturveldin um bjálp — og
fékk liana — livíla augu allra stór-
velda á honum. Bretar sendu falllilífa-
her til Jordans. Og ameríski Miðjarð-
arhafsflotinn sigldi að Miðjarðarbafs-
botni, hlaðinn alls konar atómvopn-
um. Og þó er ekki nema skammt sið-
an Hussein brást vésturveldunum illi-
lega og rak hinn gamla breska lier-
málaráðunaut sinn, Gtubb pasja, lieim
til sín og sagði upp samningum
Jordans við Breta. Þetta gerði hann
til að þóknast Nasser. En líklega liefir
lionum fundist hinn egyptski valda-
maður gerast nokkuð heimaríkur í
Jordan, og ekki séð annan kost vænni
til að bjarga hásæti sínu en leita á
náðir þjóðarinnar, sem liann hafði
fyrir nokkru sparkað i. Hussein sýnir
það betur og betur, að hann ætlar sér
að gerast yfirboðari arabaþjóðanna
við Miðjarðarhaf, og þá verður þeim
liætt smákonungunum, sem settir
voru i gervihásæti eftir fyrri heims-
styrjöldina.
ENGINN STÁSSPILTUR.
Hussein er aðeins 23 ára og and-
litið fremur krakkalegt, þótt bann sé
með ofurlítið svart yfirskegg. En hann
hefir lært mikið siðustu tvö árin og
er þroskaðri cn ætla mætti af ára-
fjöldanum. Hann er kjarkmikill og
kann ekki að hræðast. Glidjb pasja
liefir sagt frá hve erfitt það hafi verið
að liafa liemil á honum i orrustunum
við Israel fyrir 4—5 árum. I skothríð-
inni vildi Hussein alltaf komast fram
í fremslu röð. — Ef hinir gela það
l>á get ég það líka, sagði hann.
Það fara lílcar ofurhngasögur af
honum eins o;> kvikmyndadýrlingnum
James Dean. Hann elskar braðann,
eins og Hollywoodhetjan sem ók sig
í hel. Hussein vill ekki vera neinn
stásskóngur helclur vill láta kveða að
sér. Ýmsum umbótum hefir hann
komið á í landjnu, og hann hefir dreg-
ið mikið úr allri ytri viðhöfn við birð-
Hussein konungur.
En livers vegna er vesturveldunum
svona annt um Hussein? Jordan er
fátækt land, og þar er ekki svo mikið
sem olia, sem liægt er að auðgast af.
Landið er hin mesta vatnsleysuströnd,
og stendur það landbúnaðinum fyrir
þrifum, svo að stór landflæmi eru
eyðimörk ein. Þetta er gerviríki, sem
lifað hefir á náð Breta síðan það varð
til á þessari öld.
En Jordan er þannig í sveit komið,
að það hefir afar mikla hernaðarþýð-
ingu. Það er nágranni Sýrlands, ísra-
els, íraks, Saudi-Arabiu og Egypta-
lands. Af því leiddi meðal annars, að
mörgum hefir leikið hugur á að stúta
konungi þessa gerviríkis, enda kemur
Hussein nú ekki út fyrir dyr án þess
að liafa um sig lífvörð. Fjórir jeppar
með vélbyssur og fjöldi vopnaðra
mótorhjólamanna eru jafnan kringum
bíl konungsins.
í sumar var írakskonungur myrtur.
Og full ástæða er til að ætla, að marg-
ir hafi hug á að láta Itussein fá sömu
útreiðina, bæði sumir þegnar hans og
útlendir flugumenn.
1 útvarpinu frá Cairo er Hussein
svo að segja daglcga liótað öllu illu:
— Getur J)að hugsast að ekki finnist
í Jordan neinn, sem þorir að sýna
sama hugrekki og þeir sem drápu
svikarann Abdullah, föður Husseins?
heyrist stundum í arabiska útvarpjnu
frá Cairo. Enda má telja það vist að
Hussein liefði verið myrtur um líkt
leyti og írakskonungur, ef hann hefði
ekki liaft enskt hcrlið til að verja sig.
Það hafði verið í ráði að stúta báðum
konungunum samtímis. En Husseln
komst að samsærinu og síuiaði til
London og Washington.
HUSSEIN
JORDANS-
KONUNGUR
ií erjitt í stjórnmfllum og dstamálum
Hussein og Zeine drottning, móðir huns, sem dvelur
hjú geðveikum manni sínum í Istunbul.
Hussein konungur og Dina drottning með AIiu prins-
essu, áður en J>au skildu.
ina. Það er enginn vandi fyrir blaða-
menn að fá áheyrn hjá honum, og