Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 06.02.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 og liélt svo áfram: — En við gætum nú hlaupið yfir það, sem gerðist næst. Auðvitað fundu þeir ekkert á mér, en samt fannst mér eins og ég hefði ver- ið afhjúpaður, og af því að mér fannst dagurinn svo að segja hafa orðið ó- nýtur fyrir mér, afréð ég að segja skilið við Hotel Bizarre. Ég nefndi bílstjóranum nafnið á Bitz Hotel svo hátt að allir gætu lieyra það, en ])eg- ar við vorum farnir af stað breytti ég áfangastaðnum og nefndi nafn á litlu mötuneyti í Paddiiigton í stað- inn, sem ég þekkti. Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta. Eg hafði skilið við garðana í gröf eins og höfðingi, en hins vegar hafði ég misst perlurnar, og tilhugsunin um það nægði til að spilla sálarfriði min- um, svo að nú fór ég að lnigsa ráð til að ná í þær aftur. Ráð, já. Um tvö- leylið um nóttina fór ég inn i nætur- gildaskálann í Hotel Magnifique, ef ske kynni að ég fengi einhvern inn- blástur þar. Þegar ég kom aií'ga á saxófónistann frá Hotel Bizarre, sem sat þarna og var að borða flesksneið og egg ásamt einhverjum félögum sín- um, fór ýmislegt að gerast í heila- búinu á mér. Ég settist við næsta borð við þá. — Afsakið þér, sagði ég, — eruð það ekki þér, sem spilið svo ljómandi vel á saxófón á Bizarre? — Jú, sagði hann og fann lil sin. — Leyfið mér að hrósa yður fyrir yðar frábæru list ... liún er hreint og beint dásamleg. Þér spilið svo vel, að ég hefi afráðið að læra á saxófón. — Einmitt ... ! — En þá verð ég að eignast saxó- fón. Hvað viljið þér selja mér saxó- fóninn yðar? — Vil ég selja .. . Ég. vil ekki selja. En hvern þeirra meinið þér? — Hvern? át ég eftir steinhissa. — Já, ég á þrjá — einn bossle sopran, einn Kenno og einn Cambqrt tenór. — Hvern þeirra notuðuð þér í gær- kvöldi? — Ég notaði þá alla. Sáuð þér ekki að þeir voru á grindinni fyrir framan mig? Þarna kom nú vandi, sem ég liafði ekki gert ráð fyrir. — Ég kaupi þá alla þrjá, sagði ég. — Ég sagði yður að ég vildi ekki selja þá, sagði hann afundinn. — Ég skal gera yður gott boð, sagði ég. — Eg skal borga yður tvöfalt á við það, sem þér keyptuð þá fyrir. — Bíðum nú við, sagði hann. — Þér skuluð fá þá l'yrir tvö hundrúð pund. — Að hugsa sér að maður skuli hafa gift sig af því að maður var orðinn leiður á að borða á veitingahúsum. Það munaði minnstu að liði yfir mig. Mig hafði ekki dreymt um að saxófónar væru svona dýrir. En ég varð að komast yfir þálavo fór ég að prútta, og loks féllst hann á að láta mig fá þá fyrir hundrað og fimmtíu, að meðtöldum hylkjunum og munn- stykkjunum. — Við skulum fara og sækja þá strax, og þá borga ég yður út i hönd, sagði ég, en hann sagði mér að þeir væru læstir niðri inni í Hotel Bizarre. En á morgun kiukkan ellefu skyldi ég fá þá. en peningana yrði hann að fá strax, svo að hann gæti keypt sér nýia i fyrramálið. Ég liafði enga ástæðu til að væna hann um að hann ætlaði að svikja mig, svo að ég taldi fram seðlana og fékk lögformlega kvittun. Svo fór ég heim i Paddington og fór að lesa brautaáætlanirnar. Stundvislega klukkan ellefu kom ég í bil á hinn tiltekna stað og saxó- fonistinn afhenti mér þrjú stór hylki. Ég stóðst þá freistingu að fara að skoða í þau á leiðinni í bilnum, en undir eins og ég var k.ominn irin í kompuna mina opnaði ég þau öll. Eg flýtti mér að stinga lúkunni niður í opin, hvert eftir annað, en þar var ekkert! Ég var sem steini löstinn fyrst í stað, en svo datt mér í hug að kannske liefði vasaklúturinn runnið svo langt niður, að ég næði ekki til hans mcð hendinni, svo að ég fór að skrúfa þessi verkfæri sundur. Eg skrúfaði og skrúfaði og innan tíu min- útna var herbergið orðið fullt af látúnsbitum í öllum hugsanlegum mymlum og stærðum, cn perlur voru hár engar. Ég settist á rúmstokkinn og lá við að gráta af gremju yfir þvi, að l)essi saxófónsviridlari hefði orðið fyrri til að finna perlurnar en ég. En ég gerði honum rangt til. Þegar ég keypti Evening Breeze upp úr nón- inu, rak ég augun í fyrirsögn á fremstu blaðsíðu. Hérna er hún, þú getur lesið sjálfur. Ég tók úrklippuria, sem Eddie tók upp úr vasanum, og las: „KYNLEG FYRIRBRTGÐI MEÐ PERLUR LAFÐI TROUTBRIDGE. áleðal gestanna á Hotel Bizarre er allt í uppnámi út af dularfullu atviki: Lafði Troutbridge hefir endurheimt pérlufesti, sem liún átti, áður éri hún hafði hugmynd um að þeim hefði ver- ið stolið. í gærkvöldi var nær áttræð og heyrriarlaus kona, frú Porslay- Wiggins í danssalnum á Hotel Bizarre, og háfði að vanda sest nærri bljóm- sveitarpallinum til að lieyra óminn af tónlistinni. Alll í einu tók luin cflir að heyrnin var alveg horfin, og hélt hún að það stafaði af þvi að básún- istinn hafði blásið mjög sterklega. En i morgun var lieyrin ekkert betri, og gcrði hún bá orð eftir húslækni sin- urri, dr. Sedgewell Hallbut, sem komst að raun um, að lieyrn gömlu konunnar var ekkert vcrri en hún hafði verið. Af tilviljun fór liann að athuga hlustarpípuna hennar og i henni fann hann troðinn vasakiút, með perlufesti í. Það þekktist síðar, að þessi festi var eign lafði Trout- hridge, sem cr gestur á Hotel Bizarre. Lafði Trouthridge hafði ekki hug- mynd um að festinni hafði verið stol- ið fyrr en lögrcglan færði henni hana. En það er cnnþá órannsakað mál og mikil ráðgáta, hvcrnig hálsfestin hef- ir komist í hlustarpípu frú Porslay- Wiggins. G 0 Ð ÆSKUMNAR 1 3. B í þeim stóra hópi ungra söngv- ara, sem hlotið hafa frægð und- anfarið, er Pat Boone einn þeirra vinsælustu. Þessi fjörmikli söngv- ari hcfir sungið sig inn í hjörtu eldri sem yngri. „Fyrsti æsku- söngvarinn, sem ömmunum lik- ar vel við,“ sagði forstjóri fyrsta plötufélagsins, sem gaf út söngva Pats. Fyrsta árið sem liann var kunnur, 1955, seldust yfir 4 mill- jón Pat-plötur. Árið eftir komst hann upp í tiu milljónir. Og hver veit hvað margar Pat-plötur hafa selst árið sem leið? Pat var bráðþroska. Aðeins 19 ára giftist hann stúlku, scm hann hafði verið trúlofaður i fjögur ár. Það gerðist 7. sept. 1953. For- cldrarnir fengu ckki að vita um það fyrr en cftir á, og létu sér fátt um finnast. Þau höfðu vitað um samdráttirin og reynt að spyrna á móti. — Við höfðum ekkert á móti Sliirlcy, segir frú Margaret Boone, móðir Pats, núna. — Það er ckki liægt að liugsa sér gcð- ugri stúlku. En okkur fannst þau of ung og vildum láta þau bíða þangað til þau hefðu lokið námi. Við héldum að Pat gæti ekki PIT BOOHt. unnið fyrir konu, en hann þóttist viss um það. En hún játar samt, að hún hafi sjálf flúið úr heimhúsunum til að giftast á laun, svo Pat á ekki langt að sækja þetta. Boonefjölskyldan er frá Tenn- essee og Kentucky, en Pat fædd- ist 1. júní 1934 í Florida. Hann er þannig á 25. árinu, Nicky bróð- ir hans 23., Margie 21. og Jufy 17 ára. Pat og Nick hafa báðir yndi af tónlist og teikningu. Öll fjölskyldan fór að sjá „Bernardins", fyrstu kvikmynd Pats og sögðu á eftir að húri gadi ekki verið sönn. — Það er ótrú- legt að allt þetta skuli hafa kom- ið fyrir liann Pat, sögðu foreldr- arnir. Pat lauk námi við Columb- iaháskólann í febrúar í fyrra, og Nick verður búinn í ár. Þá ætl- ar hann að fara að syngja, undir nafninu Nick Todd, svo að fólk villist ekki á honum og bróður hans. Fyrsta plata han, „Playt- hing“ cr þcgar komin á markað- inn. Pat og Shirley kynntust í menntaskólanum. — Shirley var vitlaus eftir lionum, scgja kcnn- ararnir, — cn fyrsta árið átti hann svo annrikt að hann gaf sér ekki tima til að lita á hana. Hann þurfti að stunda námið, sjá um skólablaðið, stjórna skólastund i útvarpinu á hverjum laugardegi og vinna i þarfir kirkjunnar, eins og tilt er um unglinga í Ameriku. Og svo þurfti hann að hirða belj- una heima. Shirley var dóttir „Red“ Foley, sem var kunnur söngvari. Ungu hjónin fluttust heim til foreldra ^ Pats, en fluttu svo — fyrst til ^ Texas, en þá til New York og ^ loks til Hollywood. Pat tókst að ná í samninga um || að syngja, en þeir voru „margir“, ^ svo að hann var að hugsa um að ^ leggja sönginn á hilluna og hclga Pat Boone og Shirley kona hans. — Fer hann í hundana af meðlætinu? sig kennarastarfinu, sem hann hafði menntast undir. Hann inn- ritaði sig á háskólanámsskeið en undirskrifaði um leið samning um að vinna hjá sjónvarpi fyrir 30 dollara á viku. Og sjónvarpið vakti athygli á honum i Holly- wood, og nú fékk hann hvert tilboðið af öðru þaðan. En Pat hafnaði jafnharðan, hann vildi lialda náminu áfram. Loks gat Fox freistað hans með aðalhlut- verkinu i „Bernardine“ og gerði við liann sjö ára samning fyrir mitljón dollara á ári. Og þá flutti hann til Ilollywood. Þau þóttu skrítin hjónin þegar þangað kom. Pat vildi ckki dansa við aðra en konuna sina og ncit- aði að kyssa mótleikara sína i kvikmyndunum. Hann reykti ckki eða drakk. Söng eklci vísur á ó- vönduðu máli, fór ckki í nátt- klúbba, forðaðist blaðamenn og kokkteilgildi, en sat heima hjá konu og fjórum krökkum. Hann varð frægur meðal æskunar cftir „Bernardine“ og „April Love“ og nú á hann milljónir i bankanum. Pat er púrítani og prestssonur, og því er spáð að tiann mundi ekki standast freistingarnar i Sódóma nútímans: Hollywood. Kvenmaður, Mitzy Gaynor — ung og gælin — er komin i leikinn, og það cr altalað að Pat ætli að skilja við Shirlcy til að giftast Mitzy. Pat er orðinn óánægður og eirðarlaus, en söngvarnir hans eru dáðir um viða veröld. Næst: Mitzie Gaynor!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.