Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1959, Page 7

Fálkinn - 06.02.1959, Page 7
FÁLKINN 7 Marilyn og Gina Lollobrigida eru fallegar hvor á sína vísu, og ekki gott að segja hvor sigraði í fegurðarsamkeppni. sér, var hann fljótur að koma til Marilyn. Hún sagði honum kjökrandi frá vandræðum sínum. Hún þóttist sannfærð um að hún hefði gert altt sem í hennar valdi stóð tit þess að þóknast manninum sínum. Hún hafði slitið sambandi við gamla vini sína, hún hafði hætt að leika í kvikmynd- um til að ])óknast Joe. Hún hafði hreytt sér i húsmóður, hafði lært að búa til mat, lært að veiða og kynnt sér leikrcglurnar i baseball. En hann liafði vegna afbrýði lokað öllum dyr- um rnilli sin og umheimsins. Dögum saman hafði hann ekki talað stakt orð við hana, heldur setið og gónt á sjónvarpið eða staðið við gluggann með fýlusvip. Þverbresturinn milli þeirra hafði orðið morguninn sem luin lék og gusturinn feykti kjólnum hennar og þúsund augu góndu á hana á meðan. Og von bráðar mundu mill- jónir augna góna á þetta sama á kvikmynilinni, og með þessu þætti lionum sér misboðið sem eiginmanni. VESLING JOE. Það var ógerningur að halda þessu leyndu eftir að annar eins maður og Jerry var kominn til skjalanna. Þeg- ar Jerry sást fara inn í hús og standa þar við, ekki i tvo tima heldur tvo daga, og þegar þetta var liús einnar frægustu kvikmyndadísarinnar og vinsælasta baseballkappans — þá hlaut þetta að berast eins og eldur í sinu. Palm Drive 508 var umkringt af blaðamönnum og ijósmyndurum. Enginn gal smogið þar inn án þess að lekið væri eftir þvi, og enginn gat íarið þaðan óséður. Þriðja mnsáturs- daginn ók stór svartur bíll inn um hliðið. Við stýrið sat svaramaður og góðvinur Joe, Italinn Reno Barsoccini frá San Francisco. Áhorfendurnir gerðu aðsúg að honum. Hvað var að? Ekkert svar. Hann fór inn i húsið. Eftir tvo tíma opnaðist það aftur. Joe sást í dyrunum — með tösku i hend- inni. Vinur hans' kom á eftir honum. Blaðamennirnir réðu sér ekki leng- ur. Þeir æptu allir í kór til hans: — Veslings, gamli Joe. Hvað er að? Joe reyndi að banda þeim frá: — Látið mig í friði. Hann hafði aldrei verið mikið gefinn fyrir að segja frá einka- málum sínum, en nú var ógerningur að sleppn. Blaðamennirnir og ljós myndararnir stóðu kringum hann eins og veggur og hann komst ekki áfram. — Hvert ætlarðu, Joe? — Heim til mín. — Þú átt lieima í þessu húsi, Joe! — Nei, heimilið mitt var og er i San Francisco! Þeir véku þegjandi til liliðar og létu „veslings gamla Joe“ komast inn i bílinn. Vinur hans settist við stýrið og Joe við hlið hans. Hann fleygði töskunni í aftursætið. Bíllinn brunaði af stað, og Joe leit ekki einu sinni við. Kortéri síðar sást Marilyn. Hún var al-svartktædd, engu líkar en hún væri ekkja. Andlitið var þrútið af gráti. Hún hélt dauðahaldi í handlegginn á málaflutningsmanninum. Allir störðu á þelta — það var eins og spennandi atriði í kvikmynd. Marilyn opnaði munninn, eins óg hún ætlaði að segja eilthvað, og augun voru full af tárum. Ég get ekki ... stamaði hún. Mála- flutningsmaðurinn bað fólkið um að sýna nærgætni og skilning. Hann lof- aði að senda kvikmyndafélaginu skýrslu sem allra fyrst. Og svo óku Marilyn og Jerry burt. Stjórnmáladeilur sem vörðuðu alla veröldina gleymdust. Forseti Banda- ríkjanna skaut máli sínu til samvisku mannkynsins. En mannkynið hlustaði ekki á !hann. Síjórnmálaleiðararnir urðu að gera sig ánægða með litið rúm inni i blaðinu. Málið mikla var mis- sættið milli DiMaggiohjónanna. Hjónabandið stóð 2C3 daga. Þann 4. olctóber 1954 skýrði Marilyn hjóna- skilnaðarréttinum frá „hinni liræði- legu sálarkvöl og an'gist" sem hjóna- band hennar og „veslings gamla .Toe“ hefði bakað henni. Ég gerði mér von um ást, hlýju, nærgætni og skilning. En sambúð okkar varð kökl og ó- persónuleg. Oft sagði liann ekki eitt einasta orð við mig í lieila viku. Hann var ósegjanlega þjösnalegur og óþol- andi. Ákærði hafði engu að svara. Ilann mætti yfirleitt ekki fyrir réttinum. Og svo kom dómurinn: Skilnaður! Niðurlag í næsta blaði. SLARKFERÐ Á BREIÐAFIRÐI. í Iíjósar-Annál er þessi frásögn árið 1786: Fyrir Jónsmessu um vorið skeði sá tilburður á Breiðafirði vestur, að C menn ferðuðust úr Flatey og ætluðu upp á Þorskafjörð með háfermi af skreið á sexæringi. Formaður hét Ilákon Einarsson, aflagefinn, hafði þar oft ve'rið til sjós i eyjunni. Um það töluðu hásetarnir við hann, að þætti skipið ofhlaðið, þvi þvervindi var að sigla upp á Þorskafjörð, héldu þó frá eyjunni með þessum farmi, og er sagt, að með sér hafi haft nokkuð brennivín, þó ei mikið. Skip annað hélt frá sömu eyju fám timum siðar, og ætlaði til sömu hafnar og hið fyrra. Sá þeir aldrei til hins fyrra skipsins, og ei var það í liöfninni komið, nær lentu. Degi síðar fannst skip það, Hákon á var, að landi rekið við sand nokkurn, þó langt úr leið hans; var þá úr þvi allur fiskur, en Hákon og 4 menn aðrir voru í skipinu, allir dauðir og blóðrisa; handleggur Há- konar var brotinn, og lika sáust sár á hinum, sem óskaddaðir voru. Meintu menn, þeir ósáttir orðið hafi, og upp á sker róið eða siglt, sem þar var skammt frá, við hvert fiskurinn sást á mararbotni um fjöru. Var og mein- ing manna, að skipinu mundi livolft liafa við skerið, og þeir 5 af komizt i fyrstu og til skipsins náð, síðan upp i það komizt og þar eptir af óeiningu innbyrðis slegist með árum eður öðru, sem í skipinu var. Af sama skipi höfðu fyrir fám árum druknað 5 menn, mjög nærri landi; reis boði upp fyrir framan skipið, á hverjum þó engin von var til i því plássi; sýnd- ist þeim, er í landi voru, sem undir skipið væri hafist að framanverðu, hvolfdi síðan og drukknuðu menn allir, sem á voru. Var meining manna að gerningar vondra manna mundu ollað hafa því tjóni. SPÁ BRYNJÓLFS BISKUPS. Brynjólfur biskup Sveinsson var tal- inn vita jafn langt nefi sínu, og ýmis- lcgt er í frásögur fært, um að hann hafi vitað fyrir óorðna hluti. t Kjós- arannál, 1672, segir þannig frá sið- ustu visitasjuferð biskupsins til Aust- fjarða: — Á því sumri visiteraði biskup Mag. Brynjólfur Sveinsson Austfirði; sagði hann það verða mundi sina seinustu visitasiu, hvað einninn skeði. í þeirri reisu reið hann eitt sinn frá Eydölum og á Berufjarðarströnd, og sem hann kom að einum háum kletti, ei alllangt frá Berufirði, sté hann af baki, og setti sig undir greindan ham- ar, livar hann dvaldi lengi dags með sveinum sínum og öðrum þeim mönn- um, er við hann áttu skylduerindi. En sem hann reið þaðan, og var ei all langt þar frá kominn, lirapaði sá hamar allur ofan í grunn, en livorki hann né hans þénarar fengu þar mein af. — í sömu reisu reið hann á ísbrú ofarlega við jökulinn yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, en stundum nokkrum síðar kom jökulhlaup i ána, svo brúin varð fram brotin og áin ófær, svo maður sá, sem með biskupi hafði farið yfir ána, hlaut á jöklum yl'ir að komast, þá hann aftur reisti. — í sömu reisu, degi siðar en biskup reið frá Holti undir Eyjafjöllum, féll hestur hans á sléttum sandi á Rang- árvöllunum um kveldtíma, og það með svo undarlegum hætti, að sund- ur gekk fremri bogi i söðli biskups, hver þó var næsta sterkur og mikill, en fyrir náð drottins skaðaði biskup ekki. Og sem hann sté á bak aftur mælti hann: „Ekki voru nú fjarri guðs englar.“ Vitið þér...? að það er heyrnin, sem verður blindum mönnum að mestu liði? Raddir hafa verið uppi um það, að blindur meður hljóti sjötta skilning- arvitið, sem lijálpar honum að verj- ast hindrunum og öðru, scm á vcgi hans verður. En nú þykir fullvist að svo er ekki, heldur er þetta heyrnin. Rannsókn á lifnaðarháttum leðurblök- unnar leiddi til ])ess að vísindamcnn komust að þvi að blindir menn hag- nýta sér einnig bergmálið. Þegar blindur maður heyrir endurvarp fóta- taksins eða liöggsins í stafnum, sem liann slær þéttingsfast niður, getur hann með undraverðri nákvæmni gert sér grein fyrir, iivai- hindrun er að finna. Bhndur maður, sem gengur á gúmmísólum á miklum mun erfiðara með að átta sig en hinn, sein er i skom með hörðum sólum. Egils áváxtadrykkir

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.