Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1959, Qupperneq 3

Fálkinn - 03.07.1959, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 ÍSI \M> Nú eru menn sem óðast að undir- búa siglingu til nágrannalandanna í sumarfríinu, eða eru önnum kafn- ir að hreinsa til í hverju skúmskoti á heimilinu svo allt liti sem bezt út, vegna þess að það er von á frænda eða frænku frá Svíþjóð eða Danmörku eða kunningja frá Frakklandi eða Þýzkalandi. Þá er kannske rétt að vekja athygli þeirra á hinum ýmsu myndabók- um, sem gefnar hafa verið út hér á landi á undanförnum árum. Bæk- ur þessar prýða margar gullfallegar myndir frá íslandi ásamt sjó fróð- leiks um land og þjóð. Athygli okkar hefur beinst að einni slíkri bók, sem ber nafnið Töfralandið ísland. Hún er í smekklegu og handhægu broti, myndir skýrar og vel valdar, efni nákvæmlega eins og efni í slíkum bókum á að vera; skýrt fram settur fróðleikur. Sannarlega heppileg bók til að stinga með í töskuna þegar skroppið er út fyrir pollinn, og til- valin gjöf handa erlendum vini. 17. JÚNÍ siastliðinn var vígður nýr íþróttaleikvangur í Laugardal, íþróttaleikvangur, sem er fyllilega sambærilegur við hliðstæð mann- virki erlendis, og markar tímamót í menningarsögu landsmanna. íþróttir hafa allt frá fyrstu tíð skipað virðulegan Sess í hverju þjóðfélagi og verið mjög í háveg- um hafðar. Gildi þeirra til líkams- ræktar og hreysti kom fljott í ljós, og hér fyrr á öldum er ekki ósenni- legt að það hafi einmitt verið það, sem hvatti valdhafana til þess að örfa unga menn til íþróttaiðkana, því að íþróttamaðurinn var hæfari til mannvíga og hernaðar en aðrir. Nú eru íþróttirnar. aftur á móti einn styrkasti hlekkurinn í þeirri keðju, þar sem reynt er að tengja saman þjóðirnar til bróðurlegra og drengilegra samskipta í stað þess að elta saman grátt silfur og berast á banaspjóti. Ef leikreglur íþrótt- anna væru meira í hávegum hafð- ar hjá þeim, sem við stjórnvölinn standa er trúlegt að öðruvísi væri umhorfs í heiminum er nú er. Hugsjón íþrótta á djúpstæðar rætur meðal okkar íslendinga, og er leikvöllurinn í Laugardalnum nýjasta og ljósasta dæmi þess, hve mikils við metum þær. Forráða- menn Reykjavíkurbæjar eiga þakkir skyldar fyrir þann stórhug, sem lýsti sér í þeirri samþykkt, sem gerð var í bæjarstjórn 1943, um allsherjar íþróttasvæði í Laug- ardalnum. Fyrst skyldi reistur þar aðal íþróttaleikvangur landsins. Næst skyldi komið þar upp al- menningabaðstað með stórri úti- sundlaug, keppnislaug fyrir í- þróttafólk og baðlaug fyrir börn. Loks yrði þar komið upp útivistar- svæði fyrir borgarbúa. Þegar eru hafnar framkvæmdir við laugar- byggingarnar. íþróttaleikvangurinn er mikið mannvirki og það eru mörg hand- tökin, sem þar hefir þurft að vinna. Framkvæmdir við vallargerðina hófust 1949. Var þá byrjað að ryðja til miklum jarðvegi og jafna vallar- stæðið, Voru alls fluttir til um 30 þús. teningsmetrar af jarðvegi. Ræsa þurfti landið vel fram og voru samtals lagðir 5000 m af lokaræs- um. Síðan var ekið 30 cm lagi af rauðamöl á allt vallarstæðið og þar ofan á var sett 40 cm moldarlag og sérstöku grasfræi sáð í. Svörð- urinn hefir síðan verið valtaður og jafnaður að staðaldri. Knattspyrnuvöllurinn er 70X105 m að stærð, en utan um hann er hlaupabraut, sem er 400 m að lengd og svo breið að sex hlauparar geta hlaupið þar samtímis, þegar braut- arskipting er viðhöfð. Meðfram hlaupabraut. Aðstaða í búnings- stakri gryfju fyrir stangarstökk, tveimur fyrir hástökk og fjórum fyrir langstökk og þrístökk. Þá er og annarsstaðar aðstaða fyrir köst. Þetta þýðir að öll frjálsíþróttamót eiga að geta gengið mjög greiðlega. Áhorfendasvæðið rúmar auð- veldlega 12 þús. áhorfendur, sem geta fylzt mjög vel me því sem gerist á vellinum. í stúku eru sæti fyrir 1700, en stæði fyrir 10.500. í stúkubyggingunni er komið fyrir búningsherbergjum, skrifstofum fyrir starfsmenn, geymslum og hlaupabraut. Aðstaða er í búnings- herbergjum og böðum er lyrir 200 manns. Þá verður og 80 m löng hlaupabraut í stúkubýggingunni ætluð frjálsíþróttamönnum að vetr- arlagi, og einnig verður þar stökk- gryfja. Kostnaður við þessa byggingu hefir skiljanlega orðið mjög mikill, var um síðustu áramót 16,5 mill- jónir króna. Hefur Reykjavíkurbær lagt það fé fram að langmestu leyti. Sérstök nefnd, Laugardalsnefnd, var skipuð 1943 til þess að standa fyrir verkinu. Fyrsti formaður hennar var Gunnar Þorsteinsson, hrl., en Jóhann Hafstein, alþm., hefur verið formaður hennar síð- an 1946. Gísli Halldórsson, arki- tekt, teiknaði völlinn og hefir haft umsjón með framkvæmdum þar. Þegar völlurinn var vígður 17. júní veitti Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, honum viðtöku fyrir hönd Reykvíkinga, en meðal þeirra, sem ávarp og árnaðaróskir fluttu var Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands. *

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.