Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1959, Page 4

Fálkinn - 03.07.1959, Page 4
4 FALKINN JwuHdur kutu{a<{acfakcnun<fur HUGSUM okkur að við séum stödd í Reykjavík um Jónsmessu- leyti fyrir 150 árum. Þá lifðu 410 sálir í höfuðstaðnum og skiftist í tvo flokka: annarsvegar embættis- menn og kaupmenn, sem „tuggðu uppá'dönsku" og bjuggu í timbur- húsum, hinsvegar útvegsbændur og skyldulið þeirra, sem áttu heima í torfbæjum víðsvegar, en nöfn þeirra flestra enduðu á „kot“, og hafa varðveist fram á vora daga, svo sem Stöðlakot, Skáiholtskot, Melkot og Móakot. En Hlíarhús voru aðal fiskimannabyggðin, og þar var margbýli. Mest af því, sem nú er kallað Miðbærinn hét Aust- urvöllur þá, og náði suður að Tjörn og austur að Læk, en við Aðal- stræti og Hafnarstræti stóðu gömlu ,,Innréttingarnar“ og verslunar- húsin og stiftamtmannshúsið og landfógetahúsið þar sem nú er Har- aldarþúð og Hressingarskálinn. Stjórnarráðshúsið, sem byggt hafði verið sem tukthús af mikilli rausn var komið á sinn stað. Og þar sem nú er Tjarnargata 6 stóð Brúnsbær, er kemur talsvert við Jörundar- sögu. Hátt á annað ár var liðið síðan Englendingar höfðu skotið á Kaup- mannahöfn og tekið herflotann af Dönum, en þeir neituðu að gefast upp og gengu í stríðið Napoleons- megin. Af þessu leiddi að Englend- ingar lögðu bann á allar danskar siglingar og lögðu hald á dönsk skip, á sama hátt og Danir gerðu út víkingaskip til að ræna ensk kaup- för. Þetta þýddi siglingaþann á ís- land. Vorið 1807 höfðu 43 skip, 85 lestir að meðaltali, fengið siglinga- leyfi til íslands. Þegar ófriðaðist með Dönum og Englendingum um haustið voru sum þessara skipa ó- komin aftur frá íslandi. Lentu 16 þeirra í klóm Breta, þar á m. „De tvende söstre", 163 lestir, sem Bjarni Sívertsen og Westy Petræus kaupmenn áttu hálft hvor. Tóku Bretar það við Noreg 19. sept. Voru kaupmennirnir báðir á þessu skipi og ennfremur Magnus Stephensen háyfirdómari á Innra-Hólmi. Trampe stiftamtmaður fór einnig utan sama haust, en setti ísleif Ein- arsson yfirdómara staðgengil sinn. Þeir kaupmennirnir og Magnús Stephensen voru fyrst fiuttir til Skotlands, en í október fékk Steph- ensen fararleyfi til Danmerkur og hóf þegar máls á því við Dana- stjórn að senda skip með vörur til íslands til að bjarga þjóðinni frá hungurmorði. En á hinu leytinu unnu þeir Stephensen og Bjarni Sívertsen að því að fá íslenzk skip, sem Englendingar höfðu tekið lát- in laus og útvega þeim siglinga- leyfi til íslands. Nutu þeir þar aðstoðar sir Josephs Banks, sem var mikiil áhrifamaður og háttsettur í verslunarmálaráðinu. Hann var kunnugur íslenzkum högum því að hann hafði veriö hér á ferð sum- arið 1772. íslandsvin mátti kalla hann, því að hann vildi bæta hag landsbúa. Blöskraði honum van- stjórn Dana á landinu og sá því ekkert annað hollara til hjálpræðis en að það gengi Englendingum á hönd. Einsog sakir stóðu urðu ís- lendingar að vera háðir Englend- ingum um aðflutninga, og þess- vegna var það sjálfsagður hlutur að reyna að fá íslenzku skipin frjáls. Um það voru allir sammála. Magn- ús Stephensen, Bjarni Sívertsen og jafnvel Trampe líka. Og það tókst. í mars 1808 gáfu Englendingar laus 5 íslensk skip og 9 skip í viðbót nokkru siðar. En þó þetta fengist reyndist örð- ugleikar á framkvæmdunum. Skip Adsers Knudsen, eins helsta ís- landskaupmannsins varð ferðbúið 3. sept. haustið 1808. Með því. fór Magnús Stephensen frá Höfn. En skipið komst aldrei lengra en til Noregs — þótti ekki ferðafært — og þar seldi Knudsen farminn, vit- anlega í óleyfi. En Magnús hélt á- fram tilraunum sínum tii að ná í annað skip hjá norskum kaup- mönnum, en það mistókst. Loks tókst dönsku stjórninni að láta af- greiða skipið ,,Justitia“ frá Niðar- ósi um haustið, var það eina vöru- skipið, sem komst til íslands árið 1808. — En annan gest fengu ís- lendingar þá um sumarið, sjóræn- ingjann Gilpin, sem hafði á burt með sér Jarðarbókasjóðinn. I ársbyrjun 1809 kom skip upp að landi við Stafnes og hafði sam- band við Erlend bónda þar. Bað skipstjóri hann um hafnsögumann og að skipið væri ameríkanskt, hlaðið matvörum til bjargar land- inu. Skipið var vopnað og hét ,,Clarence“. Þegar það lagðist í Hafnarfirði kom á daginn, að skipið var enskt, gert út af Phelps, sápu- gerðarmanni í London. Með skip- inu voru Savignac nokkur, sem átti að sjá um sölu á farminum, og danskur maður, Jörgen Jörgensen. En þrátt fyrir allan matarskort' þverneitaði ísleifur yfirdómari og settur amtmaður, þeim kumpánum um að selja farminn, því að hann væri ekki danskur. Loks fékst þó samkomulag um þetta, ísleifur lét undan og gerði samning við skip- stjórann Jackson um að skipa mætti farminum í land og selja hann. Jörundur. (Máluð sjálfsmynd í Þjóðminja- safni). Höfðu „Clarence“-menn þá beitt of- beldi og m. a. slegið eign sinni á farminn úr ,,Justitia“, sem komið hafði um haustið. Nú settist Sav- ignac að í Reykjavík og' fór að versla, en ,,Clarence“ fór, 22. mars. JÖRUNDUR KEMUR AFTUR. í apríl vorið 1809 komst Magnús Stephensen loks heim úr útivist sinni í Englandi, Danmörku og Noregi og nokkru síðar kom Trampe greifi. Hann var nú orðinn kaup- maður, auk stiftamtsmennskunnar, því að hann hafði keypt skip og fram af Adser Knudsen kaup- manni. En 21. júní lagðist freigátan „Margaret and Ann“ á Reykja- víkurhöfn. Skipstjórinn hélt John Liston, en þarna voru fleiri „stór- menni“ um borð, því að þarna var kominn Samuel Phelps, „reiðari" skipsins og Jörundur. Meðal far- þega var einnig William Hooker grasafræingur, sá er síðar skrifaði hina fróðlegu ferðasögu. Sir Joseph Banks hafði ráðið því að hann fór í ferðina. Fimm dögum áður hafði Trampe gert samning við Nott skipherra á enska herskipinu „Rover“ um að Englendingum væri heimilt að dvelja og versla á íslandi, og átti Nott að verja íslensk kaupför fyr- ir erlendum ágangi. Þrátt fyrir þennan samning bann- aði Trampe hinum nýju gestum að versla og skírskotaði til verslunar- banns þess, sem hann hafði áður auglýst, en samkvæmt því lá dauðarefsing við að versla við aðra en Dani. „Margaret and Ann“ lá aðgerðalaus og var ekki hreyft við farminum næstu daga. En sunnudaginn 25. júní dró til tíðinda. Nú voru tíu dagar síðan Trampe hafði gert samninginn við Phelps og svikið síðan. Lét Phelps þá til skarar skriða og skipaði List- on skipherra að hefjast handa. Hann fór með 12 menn á báti frá skipinu og var fyrst róið að greifa- skipinu „Orion“ og það tekið her- Fyrir 150 áruvi lýsti hann yjir, að ,.allur danskur myndugleiki er upphafinn á „íslandi" og jrá að sljórna landinu, setti œðsta viann konungs i varðhald, og gerðist „alls íslands verandari og hœðstráðandi til sjós og lands“. — Þeim völdum lauk vieð því, að enski joringinn Alex. Jones tók af honum völdin og fékk þau Magnúsi Stephensen og Stejáni amtmanni, en Jörundur jór til Englands og var settur í jangelsi. — Það var viðburðaríkur tími, sem íslendingar upplijðu sumariö 1809.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.