Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1959, Qupperneq 15

Fálkinn - 03.07.1959, Qupperneq 15
FÁLKINN 15 fyrirtekið einungis til að gera þá vissa um frið og fullsælu, er íslend- ingar, munu varla hafa þekkt á hinum seinni árum. 11. Þessi auglýsing skal verða skriflega til kynna gefin, hvar sem verður, svo íslenzkir fái séð, að ekkert verði gert, er hindri frjáls- ræði þeirra, eður á nokkurn hátt geti orðið þeim til skaða. Geti nokkur með rökum sannað, að einhver hafi brotið á móti þess- ari auglýsingu, þá skal sá hljóta verðlaun af 50 rd. Reykjavík, þann 26. Junnii 1809. Jörgen Jörgensen. Síðan var farið að leita að vopn- um þar, sem líklegast var að þau finndist, og voru vopnaðir menn af „Margaret and Ann“ ásamt Jörundi í þeirri leit. Fundust 20 ryðgaðar byssur, og eitthvað af sverðum. Síðar sama dag kom önnur „Pro- clamation“ frá Jörundi, miklu ítar- legri og yfirgripsmeiri en hin. Þar eru fyrirskipað að embættismenn segi til um hvort þeir vilji vera á- fram í embætti undir hinni nýju stjórn, að ísland hafi sérstakan fána og hervarnir og gefin loforð um verðlækkun á vörum og helm- ingslækkun allra skatta til 1. júlí 1810. Ráðstafanir verði gerðar til þess að landið sé birgt af korni í heit ár. Þá eru fyrirmæli um að kjósa „byggðarlaga formenn“ og að þing verði kallað saman næsta ár. ------Bylting hafði verið gerð á fslandi. Jörundur var fram- kvæmdastjóri hennar, með aðstoð Listons skipstjóra og hinna vopn- uðu manna hans, en bak við mun hafa staðið sjálfur Sir Joseph Banks og Phelps sápugerðarmaður. En driffjöðurin í öllu saman voru verslunarmálin. En hver var þessi danski maður, sem tók að sér að reka landa sína frá völdum á íslandi og gera þeim lægra undir höfði en öllum öðrum, ef þeir voru kaupmenn eða em- bættismenn. HVER VAR JÖRGEN JÖRGENSEN? Hann fæddist í Kaupmanna- höfn 7. apr. 1780. Faðir hans var kgl. hirðúrsmiður og verkstæði hans er enn til. Móðir hans, Anna Leth Bruun, var mesta gáfu- kona, og hefur H. C. Andersen skrif- að um hana. Urban bróðir Jrögens varð stórfrægur úrsmiður, en yngsti bróðirinn, Frederik var listhneigð- ur vel. Sonur hans var hinn frægi skopteiknari Fritz Jiirgensen. — Jörgen var næstelstur, greindur vel en óstöðugur í rásinni og ærsla- fullur í æsku. Skáldið Oehlens- clager var með honum í skóla og hefur sagt frá ýmsum strákapörum hans. Jörundur fór til sjós á 14. ári og var 4 ár í förum milli Hafn- ar og Newcastle, komst þaðan til Suður-Afríku og réðst á enskt her- skip til Ástralíu. Fór þaðan í land- könnunarferð til Tasmaníu og skrifaði síðar bók um eyland þetta. Síðan réðst hann í hvalveiðar. Úr þessu flakki hvarf hann heim árið 1806, eftir 12 ára siglingar. Árið eftir réðust Englendingar á Kaup- mannahöfn. Nú var honum falin stjórn á víkingaskipi og skyldi hann vinna Englendingum allan þann miska er hann gæti. En hann var þegar orðinn mikill Englend- ingavinur, enda hafði hann lengst með þeirri þjóð verið. Samt tók hann við stjórn skipsins „Christine Henriette“, sem Jens Lind brugg- ari gerði út. Var það 316 lesta skip, með 26 fallbyssum. Jörgensen tók við stjórn skipsins 4. des. 1807. En þessi víking hans varð skammvinn, aðeins 2x/2 mánuður. Tók hann 3 stór skip á þessum tíma. En 2. mars 1808 siglir hann inn í opið ginið á enska flotanum við Flamborough Head, berst við herskipið „Sappho“ og bíður ósig- ur og er handtekinn. Margir halda því fram að hann hafi gert þetta af ásettu ráði, því að hann hafi ekki viljað gera Englendingum óskunda,' og í Danmörku var hann talinn landráðamaður og réttdræpur ef hann stigi á danska grund. En honum tókst vel að koma sér innundir hjá Englendingum. Hann hafði kynnst sir Joseph Banks áð- ur, sennilega í sambandi við suður- farir sínar, sem sir Joseph hafði mikinn áhuga á. Jörundur var líka gáfumaður og hefur komið vel fyrir sjónir heldri manna. Svo mikið er víst að sir Joseph treysti honum. Hvað þeim hefur farið á milli í ís- landsmálum vita menn ekki gerla. En það sem hægt hefur verið að grafa upp um þau skipti, hefur dr. Helgi Briem sendiherra gert í hinni afar fróðlegu bók sinni um „Sjálf- stæði íslands 1809“. Þar finnst allt sem fáanlegt er af upplýsingum um Jörund sjálfan, byltinguna og aðdraganda hennar og eftirhreytur. Meira síðar. -K MORGUNÞV OTTUR. — Það eru ekkl allir hvolpar hirtir jafn vel og þessi litli samojedi. Og' ekki spillir það, hvað stúlkan er falleg'. ★ (jlœA ilecjt úr Cal ★ FÁST HJÁ OKKUR Trúlofunarhringir ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. —- Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Eterna. EinbauctjBLV nLLfIff GEFtÐIR__ 6')3iW.13?69. Laugavegi 50. — Reykjavík. Blátt 0M0 skilar yður HVÍTASTA ÞVOTTI í HEIIWI — Cimif bejt farir mUÍitan

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.