Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1960, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.02.1960, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN ★ „Littu á, Armand — þetta eru eins og dökkálfar!“ kallaði ég hrif- in. Við vorum í Ituri-skóginum og ég sá pygmea í fyrsta sinn. Þeir voru hræddir við okkur og myndavélarnar okkar er við kom- um í laufskálahverfið þeirra, og börnin, sem voru eins og leikbrúð- ur, hjúfruðu sig að mæðrunum. Ég tók eftir ungri móður, sem var að leika sér að því að draga punkt- strá gegnum gatið, sem hún hafði i fegurðarskyni stungið gegnum efri- vörina. Ég settist hjá þeim og þótt- ist gera eins. Króinn skellihló að þessu og þá fóru allir að hlæja. ís- inn var brotinn og við vorum orðin vinir. Mæðurnar komu í runu og vildu láta mig skemmta börnunum sín- um. Og meðan við dvöldum þarna var alltaf ös við tjaldið okkar á hverjum morgni. Mæðurnar héldu sjálfsagt að börnin hefðu gott af að ég skemmti þeim. Pygmearnir hafa ekki annað fata en barkarsnepil, sem þeir berja með steini þangað til hann er orðinn eins og eltiskinn. Þessi snepill hang- ir í mittisólinni, annar að framan og hinn að aftan. Við sérstök tækifæri mála þeir sig bláa í framan. Þeir, hafa ekki spegla og þess vegna mála þeir hver annan. Þeir mála enga ákveðna mynd en leggja kapp á að málning- in veki eftirtekt. Þeir skreyta sig líka með því að festa laufblöö, helzt gljáandi, aftan á sig. Þetta þykir prýði, einkum þegar þeir dansa. Kvenfólkið er mjög hirðusamt um að reyta af sér augnhárin og leita til „fegrunar- fræðinga“ til þess að láta þá gera þetta. Engin pygmeastúlka, sem vill Svona dubba þær sig upp ungfrúrnar í Afríku, þegar þær eru á veið- um — þ. e. karlmannaveiðum. Þess i kona er ekkja eftir mann, sem féll í stríðinu, og nú vill hún giftast aftur. lengstum og masa, í forsælunni und- ir kofanum sínum. Kynkvísl, sem nefnist Bahutu hefur löngum talið sig þjóna Watussanna, síðan þeir komu í landið, fyrir nokkur hundr- uð árum. — Áður en við komum höfðu Bahutarnir aldrei séð kýr, sagði einn mér. — Þeir urðu agn- dofa yfir þessum hyrndu skepnum, sem við höfðum með okkur, og ekki urðu þeir síður hissa þegar þeir sáu að við mjólkuðum þær. Þess vegna þótti þeim heiður að fá að hirða um þessar merkilegu skepnur fyrir okk- ur, og síðan hafa þeir verið kúa- smalar hjá okkur. Þegar Watussi sást á reiðhjóli komu alltaf tveir lafmóðir Bahutu- ar hlaupandi á eftir honum — til að ýta reiðhjólinu þegar leiðin lá upp brekku. Einhvern tíma var Armand að velja þá úr þorpinu til að kvik- mynda þá. — Hvers vegna veljið þér þá elztu úr? spurði túlkurinn. — Ég gerði það óafvitandi, svai'- aði Armand. — Ég vil ná í þá hæstu. — Já, einmitt — það verða þeir elztu, Þeir eru hæstir vegna þess að þeir hafa eingöngu lifað á blóði og mjólk síðan þeir voru krakkar. Nú er drukkið miklu minna blóð, og þess vegna eru þeir yngri ekki eins háir. — Watussar tóku kúnum blóð og drukku það. Konurnar við hirð Watusskon- ungsins hafa ekki annað fyrir stafni en að halda sér til og svo riða þær táakörfur, sem eru svo þéttar að þær halda vatni. Þær eru virðuleg- ar í framgöngu, hausinn hár og mjór, líkur og á egypskum konu- myndum frá fornöld. Þær eru perv- isarlegar vegna þess að þær starfa svo lítið að líkamlegri vinnu, og afar mjóar um herðarnar. Það er seinlegt að biðja sér stúlku í þeirra hóp. Þegar stúlkan er gjaf- vaxta býr hún til beinan stíg (allir aðrir stígar eru hlykkjóttir) heim að kofanum sínum. Þá koma ungu Qartar FEGURÐARDÍSIR vera falleg, lætur sjá nokkurt hár á hvörmunum á sér. Þó litlar séu, samsvara stúlkurn- ar sér vel og eru fallegavaxnar. Bæði menn og konur hafa ríka blygðunarkennd, og þegar við báð- um þau um að skipta um barkar- snepil fóru þau afsíðis til að gera það. „Við erum ekki menn.“ Pygmeinn á ekkert til nema vopn- in sín og þessa leppa, sem hanga utan á honum. Náttúran sér honum fyrir öllu sem hann þarf, allt frá bláa litnum til matarins, sem hann étur — matinn getur hann náð í upp í tré eða náð honum í net eða snöru. Pygmei þarf aldrei að bíða eítir að konan sanki saman pjönk- urnar, þegar farið er í ferðalag. Þau fara eins og þau standa. Ég komst fljótt að raun um að þetta er hjartagott fólk. Þó það ótt- ist vatn eins og pestina, vætti það sig samt til að hjálpa mér, er ég var að klöngrast yfir brúargarm. Skrjtnast við pygmeiana er það, að þeir telja sig ekki mannlegar verur. — Við erum ekki venjulegt fólk. Við erum sambland apa og manna, sagði einn særingamaður- inn við mig. Það styrkir þá í þessari trú, að yfirvöldin láta þá ekki borga 'tV I* Mt I fí •¥ Æ. skatt, eins og aðra, sem eru hávaxn- ari. Flestir pygmear hafa samskipti við „virkilegt fólk“, þ. e. Afríku- negra, sem búa í skógunum í grennd við þá. Ef einhver kunningi meðal „virkilegra manna“ er mú- hameðstrúar, vill pygmeinn taka sér múhameðansk nafn og eiga margar konur. Ef nágranninn er kristinn trúboði vill pygmeinn ekki eiga nema eina konu, fleygja bark- arleppunum og fá sér hvítra manna föt, þó þau sem hann á kost á séu mikils til of stór handa honum. Margir þeirra vildu taka okkur Ar- mand að sér, sem „virkilegt fólk.“ Pygmear eru hraustmenni. Þeir víla ekki fyrir sér að veiða fíla, þó G fí tE í JV "fa & að þeir hafi aðeins örsmá spjót og eiturörvar að vopni. Herra og þjónn Watussifólkið er alger andstæða pygeanna, því að þar eru karlmenn- irnir nær 2 metra háir. Þeir telja sig allir höfðingja og konur þeirra vinna ekki meiri líkamlega vinnu en þær nauðsynlega þurfa. Þær sitja mennirnir og tala við nágranna hennar og láta spurningar falla um stúlkuna. Loks dirfist einhver pilt- urinn að ganga beina stíginn heim til foreldra stúlkunnar, og fer að tala við þau um alla heima og geima — allt annað en erindið. Watussarnir hafa gaman af að tala. Loks segir pilturinn upp úr þurru: — Ég veit um mann, sem vill selja kú. Þetta er byrjunin, því að kven- fólk er alltaf selt fyrir kýr. En pilt- urinn þarf að gera margar heim- sóknir áður en allt er afráðið. Og stúlkan verður líka að samþykkja söluna á sér. í þorpi einu í Congo heyrði ég sagt frá ótrúlegum atburði. Það var helzt að sjá, að kvenfólk- ið réði öllu í þeirri byggð. Þær gengu í dýrum fötum frá Evrópu og gengu um með þóttasvip, en það er ekki vani í frumskógunum. En karlmennirnir voru eins og tuskur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.