Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1960, Side 8

Fálkinn - 26.02.1960, Side 8
8 FALKINN ★ MARY RANDALL ók hægt upp trjágöngin að háskólanum. Hún hirti ekki um sólblikið í rauðgulum trjánum, og geislana, sem lagði inn á múrinn beggja vegna. Hún reyndi aðeins að hafa hugann við allt það, sem gæti komið að gagni á þessum hræðilega örlagadegi. Þessum degi, sem hafði átt að vera svo yndisleg- legur. Hún renndi augunum til dóttur sinnar við hliðina á sér. Falleg og greindarleg námsstúlka, mundi flestir segja, og það var hún líka — fallega litkuð með jarpt mjúkt hár. En svo voru það augun — fallegu bláu augun, sem áður höfðu verið svo ljómandi og endurspeglað allt sem þau sáu — en nú voru óvirk — blind. Ó, Beta — góða Beta mín! lang- aði hana til að segja. En það var sama hvað hún sagði, það stoðaði ekkert. Ekkert af því, sem hún sjálf og aðrir höfðu sagt í þessa fimmtán löngu mánuði, hafði getað unnið bug á stærilæti Betu, — hún neitaði enn að ganga með staf eða hafa með sér hund, sem gæti leiðbeint og hjálpað henni. 'Og nú átti hún að bjarga sér upp á eigin spýtur. Móðir hennar hugsaði með hryllingi til þess — hvernig það mundi fara. En hún mátti ekki láta þær hugs- anir fá yfirhöndina. Sem betur fór komu þær í tæka tíð. Hún leit á klukkuna. Eftir hálftíma mundu þær vera komnar, og þá hafði Beta hálftíma til að komast úr bílnum og inn í stofuna, sem inntökuprófið var haldið í. Þær höfðu prófað þetta kvöldið áður, og þá var Beta ekki nema tíu mínútur á leiðinni. En hún varð að vera komin á undan hópnum. Þær voru komnar á háskólatorg- ið. Húsið var stórt og margar bygg- ingar í kring. Húsið, sem Beta átti að fara í var nákvæmlega 105 skref undan — þær höfðu mælt það kvöldið áður. En á þessari leið gal Beta rekist á einhvern stúdentinn, þeir voru kringum tvö þúsund, — Nú erum við komnar, sagði frú Randall. — Ég skal rétta þér ritvél- ina þína þegar við erum komnar út úr bílnum. En Beta hreyfði sig ekki. — Ég get þetta ekki, mamma, sagði hún eftir dálitla stund, og röddin skalf, eins og hún væri að biðja um að fá að sleppa, en allt í einu kom þrái í hana. — Þetta dug- ar ekki, mamma. Þér er eins gott að hætta við það. — Nei, ég vil ekki hætta við það, sagði frú Randall. — Nú hef ég tek- ið mig. upp, og látið hann pabba þinn og drengina sjá um sig sjálfa, til þess að geta verið hjá þér, og auk þess hef ég borgað mánaðar leigu fyrir íbúðina hérna, Og ýmsir hérna í háskólanum hafa gert sitt bezta til þess að létta undir með þér. Einn stúdentinn eyddi heilli viku til að lesa prófgreinarnar hátt fyrir þig. Opnaðu nú dymar og komdu út. Löng mínúta leið og ekkert gerð- ist, en svo opnaði Berta bíldyrnar og steig út, og þarna stóð hún og sneri andlitinu til suðurs í stað aust- urs. Móðir hennar fékk henni rit- vélarkassann. — Æ, skelfing er þetta þungt! sagði Beta önug. Ég verð að bera þetta í hægri hendinni. — Þú þarft á hægri hendinni að halda þegar þú opnar dyr, sagði móðir hennar. — Og véhn er ekki þung. Mundu nú hvernig við geng- um í gærkvöldi, og flýttu þér ekki. Klukkan tólf kem ég og sæki þig. Hún sneri Betu varlega í réttu áttina og lokaði bílnum. Beta steig þrjú skref, svo nam hún staðar. — Mamma! Það var svo mikil ör- vænting í röddinni að móðir hennar féll hugur. — Já, væna mín. — Hefur vararoðinn breiðst út? — Nei, hann er alveg eins og hann á að vera. — Það gerir reyndar hvorki til né frá, sagði Beta og hélt áfram og taldi skrefin.----- Mary Randall hágrét í bílnum á leiðinni að íbúðinni, sem hún hafði leigt handa sér og Betu. Hún hafði grátið mikið þessa síðustu löngu mánuði. Hún reyndi að stappa í sig stálinu. Hún mátti ekki gráta — mátti ekki hugsa um raunir sínar. Bara vinna — vinna. Það var svo margt sem hún þurfti að gera. Hún SMÁSAGA Nancy Burrage Owen sjálfshjálpar. En ungfrú McKenzie þekkti ekki Betu. -—■ Hún bjargar sér vafalaust vel áfram í háskólanum, hafði ungfrú McKenzie sagt, eftir að hún hafði talað við Betu. — Við höfum marga blinda stúdenta — minnst tólf. Og allir gera sitt bezta til að hjálpa þeim. Sumir lesa hátt fyrir þá. Og svo höfum við segulbond. Það væri sjálfsagt auðveldara fyrir hana ef hún vildi ganga við staf eða hafa hund. Og allra bezt væri að hún byggi í heimavistinni. Þá ætti hún auðveldara með að komast í kynni við stúdentana. En hvernig gat Mary skýrt ung- frú McKenzie frá því, að Beta vildi ekki láta hjálpa sér. — Hvað viljið þið eiginlega að ég læri? sagði hún þegar foreldrar hennar fóru að tala um háskólann. — Flétta körfur eða binda sópa? Er það ekki helzt það, sem blint fólk er látið gera? Hvernig átti Mary að segja ung- frú McKenzie að vegna stærilætis- ins hefði Beta forðast allt og alla síðan hún varð blind. Hún vildi ekki láta nokkurn mann sjá hve ósjáf- bjarga hún var. Og aldrei gat hún verið viss um hvort skilin í hárinu voru á réttum stað, eða hvort vara- roðinn hafði runnið út fyrir varirn- ar. — Þetta er ofur eðlilegt af 19 ára stúlku, hafði ungfrú McKenzie sagt, þegar Mary var að tala við hana. Og svo varð það úr að Mary sagði henni líka hve full af lífsþrótti og hugsjónum Beta hefði verið áður en ógæfan dundi yfir. Öllum féll vel við hana og henni tókst allt vel — hún hafði vanizt því að allt gengi vel, sem hún reyndi. Og þannig átti sem við getum gert er að ýta undir hana. Ég skal sjá um að einhver stúdentinn komi Júngað áður en kennslan byrjar, og hjálpi henni. Hún verður auðvitað að taka inn- tökupróf, eins og allir aðrir. Það kemur sér vel að hún er svo fær á ritvél. Fyrsta morguninn ætla ég að biðja yður um að aka henni á há- skólatorgið. En svo skuluð þér láta hana ganga eina frá bílnum og inn í prófsalinn og til baka. Prófið byrj- ar klukkan átta og lýkur undir klukkan tólf. — Fjóra klukkutíma upp á eigin spýtur. Hún tekur það víst aldrei í mál. Og varla stenst hún prófið heldur. Og þó að hún stæðist það, efast ég um hvort hún vill halda á- fram. Ég er hrædd um að það þurfi kraftaverk til þess. Og þið sálfræð- ingarnir trúið sjálfsagt ekki á kraftaverk? — Það er nú undir atvikum kom- ið, sagði ungfrú McKenzie og brosti. — Ég fyrir mitt leyti hef stundum séð kraftaverk. ★ MARY fór upp í íbúðina, en hug- urinn var hjá Betu. Skyldi hún — hafa fundið prófsalinn? Hafði hún fengið verkefnin? Var hún hrædd? Hitti hún nú á réttu takkana á rit- vélinni? Eða sat hún bara köld og aðgerðarlaus, án þess að reyna? — Ó, drottinn, ég bið þig um að láta kraftaverk gerast — þó ekki væri nema lítið kraftaverk! ★ ÁTTA, níu, tíu. Beta taldi skref- in og heyrði bílinn aka burt. — Móðir hennar var farin. Nú var henni nauðugur einn kostur að halda áfram. Ekki standa eins og álfur þarna á háskólatorginu og komast hvorki fram eða til baka. * ætlaði að skrifa Jim. Það hefði nú verið skemmtilegra að síma til hans og heyra röddina í honum. En hún varð að spara sér það. Hún mátti ekki við óþarfa útgjöldum. Áhyggjurnar yfirþyrmdu hana. Bara að Beta ræki nú ekki í tærnar og dytti. Það gat hugsast að hún villtist. Og þá var hún of stærilát að spyrja til vegar. Það var rétt komið að Mary að snúa bílnum við upp á háskólatorgið til að sjá hvern- ig Betu hefði reitt af. Nei. Hún varð að stilla sig um það. Hún hafði lofað Jim þvi. — Hún er orðin of háð þér, hafði Jim sagt. — Þú verður að gefa henni tækifæri til að bjarga sér sjálf. Einmitt það sama hafði ungfrú McKenzie sagt. Ungfrú McKenzie var prófessor í sálfræði. Hún hafði m. a. það starf á hendi að leiðbeina blindum til það að vera. Hún þoldi engar mót- bárur né vonbrigði. Foreldrar hennar höfðu haft á- hyggjur af þessu. — Hún lærir von- andi í skóla lífsins, hafði faðir henn- ar sagt. — Fyrr eða síðar kemur eitthvað fyrir, sem lækkar í henni metnaðinn. Og svo hafði áfallið komið. En metnaðurinn hafði ekki horfið samt. Fyrst í stað hafði hún verið eins og óð manneskja. Hún virtist alls ekki setja það fyrir sig, að Páll hafði beðið bana í slysinu. — Hann má þakka fyrir, hafði Beta sagt. — Ég vildi óska að ég hefði drepist líka. Hún hafði hrundið sínum nánustu frá sér með stærilæti sínu og gremju. — Þér þurfið ekki að óttast að við reynum að steypa hana í nýtt mót, hafði ungfrú McKenzie sagt við frú Randall. — Við látum hana sjálfa um að venjast kringumstæðunum og haga sér eftir þeim. Það eina, Ellefu, tólf — þrettán. Ekki mátti hún láta sér fipast að telja. Þegar hún hafði gengið kringum fimmtíu skref átti hún að vera komin að gosbrunni, sem hún gat snert með hendinni. Tuttugu, tuttugu og eitt, tuttugu og tveir. Hugsum okkur ef hún teldi skakt? Og tæki ekki rétta stefnu. Hún vonaði að þarna væri enginn, sem sæi hana. Hún heyrði ekki til neins. Þrjátíu og fimm, þrjátíu og sex, þrjátíu og sjö. Hún varð að sætta sig við að vera hérna í dag — en heldur ekki oftar. Fjöru- tíu, fjörutíu og einn, fjörutíu og tveir. Átta skref til, og þá átti hún að vera komin að gosbrunninum. — Æ, Guð minn, láttu mig finna hann! Fjörutíu og átta, fjörutíu og níu, fimmtíu .... Hún stanzaði og fálmaði með hægri hendinni. Enginn gosbrunn- ur. í ofboði’steig hún tvö skref enn. Og ekki fann hún gosbrunninn enn. Hún mátti ekki æðrast, hafði móðir

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.