Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1960, Síða 14

Fálkinn - 26.02.1960, Síða 14
FÁLKINN XTC Kraft€Bverkiö — * FHAMH. AF 9. SÍÐU bert loft og Sherlock sagði: — Hérna eru þrjú þrep niður. Og nú heyrði hún fallega stúlku- rödd kalla: — Sherlock. Þau námu staðar. Nú fannst Betu sér vera ofaukið. — Halló, Lucia, sagði Sherlock. — Þetta er Beta Randall. Og þetta er Lucia Reid, Beta. Potturinn og pannan hérna í háskólanum. Elzti árgangur. Allt í öllu. Dugnaðarfork- ur. — Hættu nú, Sherlock. Gaman að hitta þig, Beta. í hvaða húsi áttu heima? í Wright Hall, kannske? — Nei, ég er í leiguíbúð með móð- ur minni. — Það var leitt. Ég er eins kon- ar prófastur í Wright. Ef þér dytti í hug að flytja, þá skaltu koma þangað. Það er svo gaman að vera þar. — Það efast ég ekki um, -hugsaði Beta með sér, en sagði þurrlega: Ég vil ógjarna spilla skemmtuninni fyrir ykkur. Nú varð dálítil þögn, en svo sagði Lucia: — Ef þér snýst hugur þá komdu bara til okkar. Sherlock og Beta héldu áfram, en allt í einu sagði hann: — Hvers vegna sagðir þú þetta við Luciu. Henni gekk gott eitt til. — Ég þoli ekki að mér sé sýnd meðaumkvun, hrópaði hún. — Hvers vegna getur fólk ekki látið mig í friði? — Kannske af því að það vill þér vel. Hefur þú aldrei athugað að þú særir það þegar þú villt ekki láta það hjálpa þér. Hvers vegna viltu ekki sýna ofurlítið meiri miskun- semi, Beta? — Ég sýna miskunsemi! Nú skjátlast þér. Aðrir eru að sýna mér miskunsemi, og það þ'oli ég ekki. — Þú villt verða leikkona, Beta. Rödd hans var hægari núna, en hann hélt jafn fast í handlegginn á henni og áður. — Manstu ekki hvað Shakespeare segir um miskunsem- ina: — Hún fellur eins og milt regn til jarðar og færir tvöfalda blessun — þeim sem sýnir og þeim sem þiggur. Henni lá við að gráta af reiði. — Vertu ekki að prédika yfir mér, Sherlock. Allir prédika yfir mér, en veit ekkert hvað það er að tala um. Hvernig eigið þið að vita hvernig það er að njóta miskunsemi þegar maður er blindur? — Hefurðu ekki skilið ennþá að ég er blindur líka? sagði Sherlock rólega. Nú varð hún orðlaus af undrun. — Ég hélt að þú skildir það, hélt hann áfram. — En þú hefur ekki verið blind nógu lengi til þess að verða jafngóður njósnari og ég. Ég er fæddur blindur, og það gerir muninn. — Æ, afsakaðu, Sherlock. Mér þykir þetta svo leitt .... — Minnstu ekki á það, Beta. Nú var röddin mýkri. — Og þá mun Watson vera .... — Watson er fylgdarhundurinn minn. Þú verður að fá þér hund líka, Beta. — En hvernig fórstu að lesa verk- efnin fyrir mig? — Ég las þau alls ekki. Ég kunni þau utanað. Lucia hjálpaði mér. — Það hlýtur að hafa tekið lang- an tíma. Ekki hefur þú gert þetta mín vegna. — Jú, eingöngu þín vegna. En það tekur ekki langan tíma. Maður æfist í að muna. — Þetta hefur þá verið afráðið fyrir fram? Að blindur stúdent læsi mér fyrir spurningarnar, og að Lucia kæmi? — Já, okkur langaði að hjálpa þér. En tilfinningarnar mínar til þín voru ekki með í áætluninni. Þær eru byrjunin að einhverju. Finnst þér eitthvað líkt, Beta? — Já, það gerir mér. — En nú látum við hér við sitja, fyrst um sinn. — Hvorugt okkar má binda sig — ennþá. Við þörfnumst annara, bæði þú og ég — sérstak- lega þú, fyrsta árið. Það verður barátta um þig, Beta — þú ert svo falleg. — Ekki getur þú séð hvernig ég lít úr? —l Nei, en ég finn það. Nú fann hún að hann strauk um hár og kinn- ar henni. — Æ, Sherlock, ég get ekki án þín verið, sagði hún og þrýsti sér fastar að honum. —- Jú, það geturðu. En við skul- um hittast á hverju fimmtudags- kvöldi. Hér og hvar, svo að þú lær- ir að átta þig. En nú skulum við láta Watson fylgja okkur þangað, sem þú átt að hitta móður þína. ★ FRÚ Randall sat í bílnum og leit á klukkuna. Kortér yfir 12, og Beta ekki komin. Bara að ekki hafi orðið slys. — Nei, þarna kom hún. — Halló, Beta! — Ertu þarna mamma? Beta rétti henni ritvélina og tók í handlegg- inn á henni. Þegar hún var komin inn í bíhnn spurði móðir hennar hvernig gengið hefði. — Það hefur svo margt komið fyrir, mamma. Ég vona að þér þyki ekki miður að ég ætla að biðja þig að breyta áætluninni. Undireins og HtcAAcfáta Já/kahJ Lárétt: 1. Fjárhæð, 5. Hressingarstaður, 10. Verkíæri, 11. Fiskur, 13. Ein- kennisst., 14. Steinn, 16. Tæplega, 17. Samhljóðar, 19. Bitjárn, 21. Leðja, 22. Stafur, 23. Dimmviðri, 24. Staup, 26. Álögu, 28. Málhelta, 29. Lægða, 31. Virðing, 32. Fiskana, 33. Svik, 35 Karlmannsnafn, 37. Skammast, 38. Hljóðst., 40. Frægð- ar, 43. Beitir, 47. Guð, 49, Son, 51. Gnægð, 53. Vegur, 54. Karlmanns- nafn (ef.), 56. Gabb, 57. Ný, 58. Sendiboða, 59. Alda, 61. Bílateg- und, 62. Samhljóðar, 63. Gárar, 64. Gort, 66. Einkennisst., 67. Mánuð- ur, 69. Reyna, 71. Naumast, 72. Gælunafn. Lóðrétt: 1. Tónn, 2. Kvikmyndafél., 3. Lagfæra, 4. Spónamat, 6. Hópur, 7. Tré, 8. Náttúrufar, 9. Samhljóðar, 10. í bátum, 12. Angan, 13. Stúka, 15. í spilum, 16. Umturna, 18. Verkfæri, 20. Spúði, 23. Menn, 25. Skammst., 27. Tónn, 28. í hornum, 30. Ráfar, 32. Hvíld, 34. Trylt, 36. Baktal, 39. Voldug, 40. Dauðavona, 41. Skemmd, 42. Spírur, 43. Nöðrur, 44. Atviksorð, 45. Sefar, 46. Súlu, 48. Leiðsla, 50. Tveir eins, 52. Harma, 54. Ónæði, 55. Sníkja, 58. Drykkur, 60. Svíðingsskapur, 63. Strá, 65. Skaut, 68. Samhljóðar, 70. Fangamark. cJ^auin d hroiiyátu. I ií&aita bla&i. Lárétt: 1. Karfi, 5. Óhætt, 10. Másar, 11. Átala, 13. SA, 14. ísak, 16. Klak, 17'. Pí, 19. NNN, 21. Ami, 22. Eir, 23. Ört, 24. Ægir, 26. Innir, 28. Kría, 29. Riðar, 31. Nöp, 32. Heill, 33. Skala, 35. Annað, 37. NÍ, 38. ÓA, 40. Bágur, 43. Vikur, 47. Amoll, 49. Óma, 51. Krass, 53. Mögl, 54. Snild, 56. Tumi, 57. Agi, 58. Óla, 59. Urg, 61. Pan, 62. RU, 63. Flór, 64. Rauf, 66. Un, 67. Ráfar, 69. Sting, 71. Öfgar, 72. Allar. Lóðrétt: 1. Ká. 2. ASÍ, 3. Rasa, 4. Frami, 6. Hálir, 7. Ætar, 8. Tak, 9. TL, 10. Mangi, 12. Apríl, 13. Snæri, 15. Kinna, 16. Keipa, 18. ítali, 20. Niðs, 23. Örið, 25. Rak, 27. NÖ, 28. KEA, 30. Rangl, 32. Hnakk, 34. LÍU, 36. Nói, 39. Lamar, 40. Bogi, 41. All, 42. Rónar, 43. Valur, 44. Urt, 45. Raup, 46. Ásinn, 48. Mögur, 50. Mi. 52. Smaug, 54. Slóra, 55. Drasl, 58. Ólag, 60. Gutl, 63. FFF, 65. Fía, 68. ÁÖ, 70. Allar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.