Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 26.02.1960, Blaðsíða 15
FALKINN 15 við komum heim ætla ég að síma til stúlku, sem ég hitti. Hún vill að ég búi í Wright Hall. Hún hefur umsjónina þar. Ég vil helzt flytja þangað sem fyrst. Og svo verð ég að eignast fylgdarhund. Þú getur ekki hugsað þér hve skemmtilegan pilt ég hitti. Það var hann, sem lagði fyrir mig verkefnin. Og hann hefur hund. Og ég ætla að verða leikkona — ég get það þó ég sé blind. Frú Randall horfði á Betu. Ég bað um ofurlítið kraftaver, hugsaði hún með sér. En hér hefur í sann- leika gerzt stórt kraftaverk. ☆ •jfÞÍtnntj — Framh. af 7. síðu. — Ég gæti aldrei gifst nokkrum öðrum manni, sagði hún. — Þú ert eini maðurinn sem ég hefi nokk- urntíma elskað, og sem ég get nokkurntíma elskað. Hún sagðist- hafa sagt drengnum þeirra að pabbi væri í austurlönd- um og mundi koma heim undireins og hann gæti. Þegar stríðið skall á sagði hún dregnum að pabbi væri stríðs- fangi. Hún sýndi Johnny myndir af drengnum og hann hafði þær hjá sér í klefanum. Hún sagði honum að hún ynni fyrir sér sem vélritari í Johannesburg og hafði fengið kauphækkun eftir að hún hafði lært hraðritun og bókhald. Eftir stríðið gat hún sagt honum að hún hefði fengið stórum betri stöðu en áður. — Ef þeir vissu um mig mundu þeir segja þér upp, sagði Johnny. — Ekki held ég það, sagði Mabel — Það er orðið svo langt síðan þetta gerðist. Johnny tók eftir að hún hafði elst líka. Nú voru 14 ár síðan hann fór í fangelsið. Og mörg' ár eftir. Jimmy dó árið 1947. Hann hafði veikst og dáið í sjúkrahúsi fangels- isins. Þetta hafði engin áhrif á Johnny. Honum fannst það sér ó- viðkomandi. Þegar Arthur var lát- inn laus til reynslu 1949 öfundaði Johnny hann ekkert af því. Arthur kvaddi hann ekki, enda hafði Johnny ekki búist við því. Sonur Johnnys hafði nýlega átt 21. árs afmæli 1953, er Mabel kom alveg óvænt í heimsókn í miðri viku. — Ég hef talað við dóms- málaráðherrann, sagði hún. — Ég held það sé möguleiki á að þú verðir látinn laus. Johnny brosti beiskjubrosi. — Ég hef verið inni í nærri því 22 ár. Ég hlýt að hafa afplánað mis- gerðirnar. Enn leið eitt ár. Þá var Johnny kallaður á varðstofuna er hann var að vinna í prentinu. — Fangelsis- stjórinn vill tala við þig, sagði vörðurinn. Fangelsisstjórinn sagði for- málalaust: — Þér verðið frjáls mað- ur á morgun, Kessel, sagði hann. — Farið þér með verðinum í fata- geymsluna og veljið yður föt og annað sem þér þurfið. Johnny svaf ekki síðustu nóttina í fangelsinu. Hann óttaðist morgun- daginn. Hann var 22ja ára er hann fór í fangelsið. Nú var hann 44. Mabel var orðin 42ja. Hún hafði lítið breytzt. -----Hann var með stýrur í aug- unum er hann stóð fyrir utan fangahúsið daginn eftir og heyrði kallað: — Johnny! Bíll staðnæmd- ist hjá honum, og Mabel kom út og faðmaði hann að sér.... Þau óku heim og í Johannes- burg komu þau að húsi í fallegum blómagarði. Kaffilyktina lagði á móti þeim þegar þau komu í dyrn- ar. Gömul kona kom inn í stofuna með kaffi og kökur. Johnny fannst hann kannast við hana. —Heyrðu, Johnny, þetta er frú Brown — þú manst víst eftir henni. Johnny starði á hana, en hún sagði: — Þetta er allt í lagi, Johnny. Allt í lagi, sonur minn. Johnny fékk kökk í hálsinn og gat ekkert sagt. — Við vorum báðar einmana, sagði Mabel. — Ég hafði engan nema drenginn. Og frú Brown var ein líka. Þess vegna slóum við okk- ur saman. Ég varð dóttir hennar. Hún sá um Johnny litla þegar ég var úti að vinna. Og við höfum sparað til að geta keypt þetta hús..... Tilfinningarnar ætluðu að bera Johnny ofui’liði. Hann starði niður á gólfið og varirnar titruðu. Hann heyrði ekki fyrr en ungur piltur kom inn og kallaði: — Sæll, pabbi. Það var gaman að fá að sjá þig — loksins! Johnny leit við og sá litla Johnny brosandi, með vindlinga- bréf í hendinni. — Ég keypti þetta handa þér, pabbi. Mér datt í hug að þú hefðir gaman af að fá góðan vindling, eft- ir moðið sem þú hefur fengið í . ... fangabúðunum. Nú stóðst Johnny ekki mátið. Hann hné niður í sófann og tók höndunum fyrir andlitið. En þá fann hann að einhver settist hjá honum og hann heyrði kvenrödd segja: — Nú er allt gott, Johnny. Þú ert kominn heim. Þú ert heima hjá þér núna, Johnny. . . . Endir. ☆ tínlinrinn — FRAMH. AF 11. SÍÐU og þar logar ljós. Þegar Betsy seg- ir að Harris sé dáinn, verður mér litið niður á gólfið. Tveir gulgræn- ir deplar nálgast mig. Og á næsta augnabliki strýkst eitthvað mjúkt upp að öklanum á mér. Ég þurrka svitann af enninu. — Þetta er hræðilegt, Betsy, segi ég og tekst að láta röddina lýsa innilegri hluttekningu. Við förum inn í stofuna og ég loka hurðinni að ganginum. Við setjumst í sófann. — Hvar er Webb? spyr ég. Betsy stynur þungan. — Ég verð að segja þér allt sem ég veit, segir hún, nokkru rólegri. — Ég kom fyrir rúmum klukkutíma. Webbs hleypti mér inn. Hann sagði að Harris hefði orðið svo undarlegur þegar hann kom heim og gaf hon- um meðalið. Við fórum svo inn til hans. Ég sá strax að hann var dá- inn og símaði til læknisins. Það var hann sem hringdi til lögreglunn- ar.... Og hún fór með Webbs með sér. — Dettur þér í hug að.. .. — Já, tekur Betsy fram í. — Það er enginn vafi á að Harris hefur verið myrtur og það er Webb sem hefur gert það. Manstu eftir glas- inu, sem hann var svo montinn af. Það var tórnt, og lögreglan sá strax að eiti’inu hafði vei’ið hellt í meðal Harris. —- — Og ég vai’ð auðvitað að segja lögreglunni hvernig Webb hefði glápt á mig stundum.... Annars átti eg að skila til þín að koma á lögreglustöðina. Parker yfirlögregluþjónn vill heyra álit þitt á málinu líka. — Já, en hvernig tók Webb þessu? — Hvernig tekur fólk eins og Webb hlutunum, sagði Betsy og yppti öxlum. — Hann botnaði auð- sjáanlega ekki í neinu. En hann hefur þó verið svo sniðugur, að halda því fi’am að það hafi verið hann, sem gaf Harris meðalið. Betsy hallar allt í einu höfðinu að öxlinni á mér og fer að gráta. Ég hafði nú hugsað mér að koma mér í mjúkinn hjá henni þegar eitt- hvað væri liðið frá þessu. Nú gafst tækifæri til að koma fram sem huggari hinna hrjáðu. En um leið og ég ætlaði að taka utan um hans straukst eitthvað mjúkt við öklann á mér. Svarti kötturinn malaði ánægjulega. — Komdu! hvíslaði ég. — Eg fylgi þér heim og kem við á lög- reglustöðinni í heimleiðinni. Lampi með grænni ljóshlíf logar á borði Parkei’s yfirlögregluþjóns, þar sem hann situr ásamt aðstoðar- manni. En skuggsýnt allstaðar nema rétt á skrifborðinu. Parker spyr, ég svai’a. Þetta gengur sjálfkrafa. Ég segi honum frá hve Webb hafi verið ástfanginn af Betsy, og af eiturglasinu, sem hann hafi átt. Og ég legg áherzlu á — en þó ekki nema í hófi — að Webb hafi verið sá eini, sem gaf Harris inntökui’nar. Þegar ég lýk máli mínu segir Parker að hann sé mér sammála. Um leið og ég stend upp strýkst eitthvað við öklann á mér. Malandi köttur, hægur og blíðlegur. Svitinn sprettur fram á enninu á mér. Ég þori ekki að líta niður. Ég veit að ef ég geri það, sé ég kött Hai'i’is. Ég lít upp, Harris lítur undrandi á mig, og svo einblínir hann á niig. —- Það var ég sem drap hann, hrópaði ég. . . . Það var líkast og mjúka strokan við öklann kreistu orðin upp úr mér. —- Heyrðuð þér þetta? segir Park- er við aðstoðarmanninn.... — Nú skil ég betur hvers vegna þessi köttur er héi’na á lögreglustöðinni, sem er alls engin katta-paradís, og að hann hittir allt í einu kunningja hérna. Dixon hlýtur að hafa skvett einhverju af taugameðali Harris á buxurnar sínar. Læknirinn sagði að það væri valeriana í þessum drop- um, sem hann gaf honum. Og það vill svo til að kettir þefa mikið af valeriana. Parker hlær — en það er kulda- hlátur. — Þér ætluðuð þá að fremja „fullkominn glæp“ og láta þetta bitna á Webb aumingjanum, Dix- on? segir hann.... Það er fátt í veröldinni, sem er fullkomið — og allra síst mox’ðin — held ég. Olympíueldurinn, sem tendraður var i Morgedal í Noregi, er nú í Bandaríkjunum. Hér sjáum við bandaríska olympíumeistarann Pary O'Brien (t.h.) með kyndilinn. Til vinstri er Norðmaðurinn Olav Grönskar með öryggislampann, sem hann flutti olympíueldinn í yfir Atlantshaf í flugvél. Myndin er tekin í Los Angeles. Kyndill- inn var fluttxu: þaðan af boðhlaupurum til Sqaw Valley, þar sem vetrarolympíuleikarnir eru haldnir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.