Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1960, Blaðsíða 2

Fálkinn - 18.03.1960, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Vr ^tn^utn áttutn Bóndi úr Húnaþingi er á suður- leið I Norðurleiðarbílnum og situr hjá trúboða, sem hefur verið í út- breiðsluferð. Þeir fara að tala um ýms veraidleg efni meðal annars mæðiveiki og sauðfjárrækt. — Hvað átt þú margt fé, spyr trúboðinn. — Kringum áttatíu, svarar bónd- inn. — En þú? Áttu þú nokkra sauði eða ær? — Upp á vissan máta á ég það. Ég er einskonar fjárhirðir eins og þú, og það eru á þriðja þúsund í hjörðinni. — Já, mikið þá helv.... lasm! Þú hefur víst nóg að hugsa, þegar þú ert að lemba allar rollurnar! FUNDARHAMAR Á VILLUGÖTUM. Lögreglan í Strasbourg hafði nóg að gera í sumar. Fundarstjóraham- arinn, sem á sinni tíð ver gefinn hinum víðkunna samvinnufrömuði Vestur-Evrópuríkjanna, franska stjórnmálamanninum Robert Schu- man (höfundi samvinnuáætlunar þeirrar, sem við hann er kennd), og notaður skyldi á fundum Ev- rópuráðsins, var horfinn! Lögreglan leitaði á öllum þeim stöðum, sem taka við týndum munum, en hvergi hefur hamarinn fundist. — Ef les- andinn skyldi rekast á hann þá er honum þannig lýst: „Skorinn úr hnotviði, með merki Canada, hlyn- laufinu." Það var nefnilega Canada sem gaf fundarhamarinn. TIL REYNSLU. Ungfrú nokkur var handsömuð af lögreglunni í Austurstræti (í Philadelphia), vegna þess að hún var 1 stuttbuxum, sem lögreglu- þjóninum þótti ósiðsamlega stutt- ar. Hún var leidd fyrir rétt en mót- mælti með heilagri gremju tiltekt- um lögregluþjónsins. „Buxurnar mínar eru að minnsta kosti tíu þumlunga langar,“ sagði hún. Dóm- arinn horfði lengi vel á buxurnar — og stúlkuna, og úrskurðaði svo að stúlkan mætti fara — til reynslu. „Á ég þá ekki að skilja eftir bux- urnar, úr því að það voru þær, sem hneyksluðu lögregluþjóninn. Ekki gerði ég það!“ Erkibiskupinn af Kantaraborg gerði sér ferð í fangelsi til að líta eftir andlegri líðan fanganna, og við það tækifæri söng söngflokkur fanganna. Erkibiskupinn spurði fangavörðinn hvort það væn kannske fyrrverandi söngvari úr kirkjusöngflokki, sem stjórnaði söngnum. — Já, og meira en það. Allir fangarnir hafa einhverntíma verið í kirkjusöngflokki áður, svaraði fangavörðurinn. MARLENE DIETRICH, sem hefur fengið því áorkað, að hún er kölluð fallegasta amma í heimi,“ segir að nú á tímum sé mjög erfitt fyrir konu með yndis- þokka að verða gömul í Ameríku í dag, því að allar amerískar konur reyni að halda æskufegurðunni í lengstu lög. — „Þetta land er dá- samlegt, en þjóðin hefur vanmeta- kennd, sem spillir miklu. Það er ekki aðeins kvenfólkið, sem ber á- byrgðina á þessu, — öll þjóðin á GAMLAR FYRIRMYNDIR. — Húsameistarar og innanhúss- arkitektar leita oft til gamalla fyrirmynda til þess að nota, ýmist breyttar eða óbreyttar. Á byggðasafninu á Dorgenfri er fjölbreytt safn innanhússmuna frá fyrri öldum, og hér sjást tilvonandi arkitektar vera að mæla þá og teikna, til þess að nota síðar. sökina. — Allir tilbiðja æskuna, allt verður að vera flunkunýtt, frá bíl- um niður í saumnálar. Ef eitthvað er orðið 15 ára er það orðið forn- gripur, og allt sem gamalt er: burt með það!“ Marlene segir — og röddin er þreytuleg — að það sé mjög erfitt fyrir miðaldra konu að láta taka mark á sér í dag. „Æskan ber enga virðingu fyrir okkur, — hún ber ekki heldur virðingu fyrir því sem gamalt er, til dæmis húsagerðar- list.“ Annars er Marlene sjálf und- antekning frá þessu, sem hún er að kvarta undan. Hún hefur lifað „þrjá stjörnu-aldra“ og samt hefur hún unnið tvo stórsigra á mynda- tjaldinu alveg nýlega. Sænska leikkonan May-Britt, sem tókst að vekja eftirtekt á sér í ítalskri kvikmynd, hefur nú verið látin leika hlutverk Marlene Diet- rich í „Blái engillinn“. En það er til marks um hve smekkurinn breyt- ist, að „May-Britt er eins og slátr- ari, en Marlene var fallinn engill,“ segir einn gagnrýandinn. * STOR BIFLUGA. Litla telpan, sem horfir á bíflugu- tröllið, er hálf hrædd, enda er flugulíkanið gert í 100-faIdri stærð. — Það á að verða til sýnis á gripasafni í Bremen. *•:• Aladdin Industries Ltd.. Aladdin Building, Grcenford, England.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.