Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.03.1960, Blaðsíða 9
FÁLKINN ur, og stóru augun og fallegi munn- urinn. Þau hittust í Stórgötunni skömmu eftir að hann var kominn heim, og stóðu lengi og horfðu vandræða- leg hvort á annað. — Þú ert kominn heim, sagði hún,og röddin var gerbreytt — — Þú varst að ganga fram hjá mér án þess að heilsa. — Ég — ég þekkti þig ekki aftur, Sarah, sagði hann. -—■ Þú ert . . . þú hefur breyst svo mikið. — Það hefur þú líka gert, sagði hún. Hún var enn ódul og hafði sama fasta augnaráðið sem forðum, meðan hún var barn. — Þú hefur elst. — Já. Þarna stóð hann og varð að gjalti frammi fyrir stúlkunni, sem hann hafði svo að segja alist upp með. — Ég — mér þótti vænt um að fá bréfin þín, sagði hann. — Þau voru einskonar tengiliður. Þú hefur líklega haft nóg að hugsa þessi ár. Samkvæmislíf og ■—- og stór vinahópur. — Æ, eg veit ekki hvað segja skal. Hún yppti öxlum og roðnaði ofurlítið. — Það hefur ekki verið neitt alvarlegt. Hefur þú kynnst mörgum stúlkum? Hann hló og hristi höfuðið. — Það var lítið um stúlkur þar sem ég var. Hún hló líka, en var enn hálf vandræðaleg. Hann sagði: — Heyrðu, eigum við ekki að koma einhversstaðar inn og fá okkur kaffisopa? — Æ nei, sagði hún brosandi. — Ég er að vinna. Ég er móttöku- stúlka í gistihúsinu „Krónan“. Móttökustúlka, hugsaði hann með sér. Það var alls ekki slæm atvinna. ,,Krónan“ var góður stað- ur. En hann hugsaði angurvær til lítillar stúlku, sem hafði rétt fram höndina móti ímynduðum prinsi, stúlku sem var sannfærð um að hún mundi verða fræg leikkona. En ég sjálfur? hugsaði hann svo. Frægur íþróttagarpur, eða skáld eða hvað það nú var. Og nú geng ég hér, atvinnulaus hermað- ur, og vona að fá eitthvað að gera hjá verkfræðingastofu. Það er ekkert við það að athuga heldur. Bernskudraumarnir hverfa, við breytumst, fullorðnumst — og gott er það. En það var sumt — sumar til- finningar, sem ekki breyttust. Til- finningarnar sem voru svo ríkar í honum þegar hann var nærri Sar- ah, gleðin sem brann í honum er hann horfði á dökkt hárið og fann til nærveru hennar .... Hann fékk stöðu í verkfræðinga- firma nokkru síðar. Það var í stór- um bæ, um 50 kílómetra að heim- an frá honum. En hann keypti lít- inn, notaðan bíl fyrir þóknunina, sem hann hafði fengið frá hernum. Um hverja helgi kom hann og sótti Sarah eftir vinnutíma og var með henni sólríka daga og friðsæl kvöld í átthögunum. Það var nærri því eins og að verða barn á ný, að endurnýja þessa vináttu. Nærri því — en ekki alveg. Það leið ekki á löngu þangað til ólga komst í hug þeirra. Fyrr eða síðar varð sú ólga að fá útrás. Það gerðist á sólríkum sumardegi niðri við sjóinn. Það gerðist í spaugi — án þess að vera spaug. Þau sátu og voru að sólbaka sig rétt við strandveginn þegar hann spratt upp og sagði: — Hreyfðu þig ekki. Ég kem aftur eftir augna- blik! Svo þaut hann af stað en hún horfði forviða á eftir honum. Eftir fimm mínútur kom hann aftur með aðra höndina fyrir aftan bak. Hann var allur eitt bros en hafði roðnað. — Hvað gekk eiginlega að þér? spurði hún brosandi. Hann varð hikandi og sagði: — Það er blómabúð hérna skamt frá og ég sá auglýsingu þar nýlega: „Segið það með blómum.“ Og allt í einu datt mér í hug að. . . . Hann þagnaði og rétti fram það sem hann var með í hendinni. Gular rósir. Hún starði íorviða á þær, eins og hann hefði komið með hvítkáls- haus. — Taktu þær, sagði hann. — Ég er ekki alveg viss um hvað þaer tákna á blómamálinu, en á mínu máli þýða þær.... Hann þagði og lét hana taka við blómunum. Hún gróf andlitið í rós- unum og sagði: — Þær eru yndis- legar. Þetta var fallega hugsað af þér, Tim. Hann settist á bekkinn hjá henni og sagði og hló stutt um leið: — Svona fer það þegar ég ætla að gera eitthvað mikið. Ég ætlaði að segja eitthvað fallegt við þig um leið og ég gæfi þér blómin. En ég kann ekki neitt skrúðmál. — Ég elska þig, Sarah. Hann hnýtti hálsbindið inn í svefnherberginu og hugsaði um leið: Það eru átta ár síðan. Ótrú- legt að átta ára gömul endurminn- ing skuli vera svona skýr. Hann heyrði rödd konu sinnar niðri: — Tim, ertu tilbúinn? Þú verður of seinn í skrifstofuna í dag! — Ég kem, kallaði hann á móti og fór í jakkann. Ég kem of seint í dag, hugsaði hann með sér. Það gerir ekkert til. Samt flýtti hann sér. Giftur maður með ábyrgðartilfinningu verður að gæta tímans, hvort hann vill eða ekki. Svo hafði hann líka lært að vera óhræddur — að hætta á von og óvon. Hann hafði lært það tveinv kvölduf fyrir brúðkaupið. Þá hafði hann ekið heim til Sarah og hitt hana eina heima. Foreldrar þeirra beggja voru í veitingahúsinu til að undirbúa veislúna. Brúðkaupið! Hjartað herptist saman við tilhugsunina. — Sæll, elskan, sagði Sarah, kyssti hann á kinnina og lokaði hurðinni eftir honum. — Þú veist, að þetta er síðasta skiptið sem við hittumst fyrir brúðkaupið. Það er sagt ógæfumerki ef hjónaefni sjást daginn áður en þau giftast. — Ógæfu! — Trúir þú því bulli? Hann hló og kyssti hana, en samí fékk hann sting fyrir hjartað. Það táknar ógæfu ef brúðguminn gerir þetta og brúðurin hitt. . . . Gleymdu ekki að þegar presturinn segir. . . . Athugaðu að ganga réttu megin þegar farið er út. .. . þú kemst ekki hjá að halda ofurlitla ræðu.. . . Allur þessi undirbúningur og annir hafði farið í taugarnar á hon- um, og öll heilræðin. Þegar hann bað Sarah hafði allt verið svo ein- falt. Tvær sálir elskuðust og ætluðu að lifa saman til æfiloka. En nú var ást þeirra ekkert leyndarmál. Allur bærinn talaði um þetta. Öll sælan drukknaði í masi og brúðkaups- undirbúningi.... — Eg veit að þetta er heimska af mér, sagði hann og kyssti hana aftur. — En mér finnst ég verða einskonar sýningargripur í öllu þessu tilstandi — við erum ekki við sjálf lengur. Þau stóðu saman í stóra húsinu hans Marshall og hann hugsaði með Framh. á 14. síðu. NÝR MOZART er 'þessi austur- ríski drengur kallaður. Hann lieitir Peter Efler og var 13 ára orðinn einleikari á úrvals hljómleikum. Nú er Iiann 15 ára. ☆ BALLETT í ÍSRAEL. — Þó ísrael sé ungt ríki hefur það eign- ast ágætan ballett, sem vekur eftir- tekt erlendis. — Hér sjást þrír úr honum í „Drottningunni af Saba“. ☆ í ESSINU SÍNU. — Engar skepn- ur njóta sín jafn vel þegar kalt er í dýragarðinum og mörgæsirnar. Þeim finnst þær vera komnar heim til sín. ☆ Konan elskar manninn eins og hann er — sérstaklega ef hann er aðalforstjóri. O. E. Hasse.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.