Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 18.03.1960, Blaðsíða 13
FALKINN 13 Vcá an Það álíta trúlega allir, að hettu- úlpan, sem þessi fallega skíðastúlka klœðist, sé úr skinni. Svo er þó ekki, hún er úr loðnu, hvítu ullarefni. Einhver segir eflaust að þetta sé óhentugur klœðnaður, en hver get- ur neitað því að úlpan klœði stúlk- una vel. Kápan virðist vera ósköp slétt og felld, heppileg sem hversdagsflík, en þegar loðkragi hefur verið settur á hana getur hún gilt við öll tœki- fœri. Kraginn og kósakkahatturinn eru úr silfurrefaskinni. Þetta er tíska frá Madeleine de Rauch. vasaklútur. Hún hlaut að hafa misst hann þeg- ar hún kvaddi. Hann tók klútinn og fann ilm af rósum eða fjólum, hann gat ekki sagt hvort heldur var, en ilmurinn var hressandi og minnti hann á eitthvað annað. En hvað? Jú, nú mundi hann það. Það var Sonja í rauða axlarhaldalausa kjólnum á dansleiknum. Þegar hún stóð allt í einu andspænis honum — hann gat séð hana í huganum. Mjúku hvítu axlirnar í umgerð ein- hvers þunns og dúnlétts efnis, og jarpa hárið gljáandi og rryjúkt. Nú — loksins féll hulan frá augum hans. Nú skildi hann hvers vegna honum fannst svona dásamlegt að starfa með Sonju. Hann elskaði hana. Alla þessa mánuði, meðan hann hafði ver- ið að reyna að sannfæra sjálfan sig um, að hún hæfði ekki starfinu, hafði hjarta hans, sem var hyggnara en hugurinn, þráð hana. Hún var dug- legur aðstoðarlæknir. Hún var kona sem hann þráði — hún var konan hans — konan, sem hann hafði verið að leita að öll þessi beisku einstæð- ingsár. Hann settist upp í rúminu til þess að kalla til hennar, en það var of seint. Útidyrnar höfðu lokast eftir henni. Ekkert við því að gera. En hún mundi koma aftur á morgun, og þá ætlaði hann að segja henni að hann elskaði hana. Þá ætlaði hann að spyrja hvort hún vildi giftast honum. Hann ætlaði að gefa henni hjarta sitt og þau áttu að eiga ævina og starfið saman. Á leiðinni frá lækninum á sjúkrahúsið var Sonja máttfarin og þreytt og raunamædd. Að hún var svona beygð stafaði að miklu leyti af afturkastinu eftir þá taugaraun, sem það hafði verið, að taka við uppskurðinum í miðjum klíð- um, en með sjálfri sér fannst henni líkast og ævi hennar sem konu væri lokið, undir eins og henni hafði tekizt að bjarga lífi lafði Milsdon. Upp frá þessu mundi öll hennar ævi verða helguð starf- inu. Þegar hún sá hinn tærða en fagra líkama á skurðborðinu, svo óhugnanlega nærri dauðan- um, hafði Sonja ekki varist því að hugsa til ann- arra bjargarlausra kvenna, sem hana hafði lang- að svo mikið til að reisa hressingarhæli fyrir. Þær voru eins veikar og lafði Milsdon. En þegar kom af sjúkrahúsinu, beið þeirra hvorki lúxus- heimili né þjónalið. Hún hafði kastað teningunum. Vegna hinna mörgu útslitnu mæðra varð hún að vinna bug á andúð sinni á því að giftast Max. Philip Mac- Donald mundi aldrei elska hana. Hann sá ekki annað en hina fríðu Elsie Smith. Það var líkast og örlögin vildu ekki unna henni þess að ást hennar yrði svarað. Og þegar á allt var litið, hafði faðir hennar verið undir sömu sökina seldur. Hann hafði misst hina ungu yndislegu konu sína eftir aðeins eins árs hjónaband, og frá þeirri stundu hafði hann aldrei litið á nokkra konu, en helgað líf sitt starfinu, til þess að deyfa hjarta- sorg sína. Sonja skrapp inn til lafði Milsdon til að sjá hvernig henni liði, áður en hún fór heim. Sjúkl- ingurinn var farinn að fá rænu eftir svæfinguna og leið ekki vel, sagði Mary hjúkrunarkona. „En hvernig líður MacDonald yfirlækni þá?“ Það var rödd Elsie sem Sonja heyrði gjalla bak við sig. Hún kom út úr einkadeildinni. „Hann er dálítið betri, en getur varla farið að vinna fyrr en eftir nokkrar vikur. Hann hefur fengið alvarlegt taugaáfall.“ „Aumingja maðurinn! Það er heldur ekki að furða. Hann tók þetta, sem kom fyrir Kath- leen O’Hara ákaflega nærri sér.“ ,.Já, hann hefur vafalaust gert það,“ svaraði Sonja þurrlega. „En hvernig stendur á, að þér vitið það, systir Elsie? Yfirlæknirinn gaf ströng fyrirmæli um að enginn fengi að vita neitt um sjúkdóm Kathleenar. Það hlýtur að vera systir Nlary, sem hefur álpað þessu út úr sér.“ „Nei, langt frá því,“ svaraði Elsie Smtih og augun ljómuðu af ánægju. „MacDonald yfir- læknir sagði mér það sjálfur.“ Sonja svaraði ekki. Hún flýtti sér burt. Ef Philip MacDonald var farinn að trúa Elsie Smith fyrir leyndarmálum, hlaut að vera náið sam- band milli þeirra — kannske voru þau leyni- lega trúlofuð. Þá gat hún eins vel gifst Max und- ir eins. Hún fór inn í símaklefann og hringdi til hans. Hann kom sjálfur í símann. „Áttu annríkt í dag, Max? Mig langaði til að tala við þig um dálítinn hlut. Mjög áríðandi hlut.“ „Áttu við — giftinguna?" Sonja varð að bíta á vörina til að kæfa niðri í sér hixtann, sem var að brjótast um í kverk- unum á henni. „Já, Max . .. .“ „Húrra!“ hrópaði hann fagnandi. „Ég vissi það nú alltaf, að þú mundir láta þig, fyrr eða síðar. Komdu, svo skulum við fara eitthvað út og halda upp á daginn. Hvert viltu helzt fara? Clares? Mayfair? Þú skalt ráða því sjálf Sonja andvarpaði. Hún var yfirleitt lítið hrif- in af veitingasölum, en hún var í því skapi núna, að vafalaust var hollast að vera í fjölmenni. Það væri auðveldara að hrinda örvæntingunni á burt, ef þau sætu í veitingahúsi. Ef þau sætu ein sam- an heima, mundi hún vafalaust ekki geta leik- ið hlutverkið, en mundi segja honum hreinskiln- islega hver það væri, sem hún elskaði. „Kannske við ættum að fara í Café de París,“ sagði hún. „Eins og þú vilt. Ég skal panta borð. Hvenær á ég að koma og sækja þig?“ „Kringum klukkan hálfátta.“ „Ágætt. Þá getum við borðað miðdegisverð fyrst, og dansað svo á eftir og horft á kabarett- inn.“ Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kL 10—12 og 1%—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.