Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 18.03.1960, Blaðsíða 15
FALKÍNN 15 Þrjár vikur Framh. af 7. síðu. og svo bjartsýnn, að við gleymdum nærri því, að vélin hafði ekki orð- ið okkar vör. Að morgni tuttugasta dagsins meðan við vorum að bíða eftir að flugvélin kæmi fljúgandi sína venjulegu leið, sagði Bill Cherry upp úr eins manns hljóði: — Heyrið þið, piltar. Nú held ég að það sá mál til komið að við hjálp- um forlögunum svolítið. Nú ætla ég að taka litla bátinn og skilja við ykkur. Ef við dreyfum okkur yfir dálítið stærra svæði, eru líkurnar miklu meiri fyrir því, að einhver finni okkur. Og ef einn báturinn finnst verður gert úrslitaleit að hinum. Mér fannst þetta mjög skynsam- legt, en mér til mikillar undrunar þverneitaði Adamson að hann gerði þetta. Hann taldi mjög óhyggilegt að við yrðum viðskilja, en ekki gaf hann neina skýringu á því. En Cherry hafði afráðið þetta. Án þess að svara dró hann litla bátinn upp að okkur og bað De Angelis um að koma upp í til Jimmé Reynolds og mín. Sjálfur fór hann í litla bát- inn og sleppti tauginni. — Ég banna þetta! öskraði Adam- son ofursti. — Það er skipun. Ég er hæstsetti foringinn hérna. — Alveg rétt, svaraði Cherry. — En þér hafið ekki stjórnina hérna. Ég var stjórnandi flugvélarinnar og ég hef stjórnina hér um borð líka. Ég fer. Vitanlega hafði hann rétt fyrir sér. Adamson var farþegi, eins og Rickenbacker, sem ekki skipti sér af þessari deilu. Auk þess var hann ekki í hernum. Bill hafði rekið um 100 fet frá okkur þegar flugvélin kom aftur. Hún flaug svo lágt og svo nærri að við sáum greinilega að þetta var ameríkanskur Kingfisher. En ekki kom flugmaðurinn auga á okkur núna fremur en áður. Þegar hann var horfinn losaði ég taugina í hinn bátinn og veifaði til Rick. — Sæll á meðan, Rick, kallaði ég. — Ég vona að sjá þig aftur. — Góða ferð, Jim, sagði hann. — Þökk fyrir — sömuleiðis, Rick og þið hinir. Adamson ofursti bannaði mér líka að fara og endurtók að hann væri háttsettari foringi en ég. En honum skjátlaðist enn, því að ég hafði verið varaflugstjóri í flug- vélinni, og var það enn. En ég pex- aði ekki við hann og nú fóru bátarn- ir hð f jarlægjast. Báturinn okkar tók allt aðra stefnu en Charrys, og eftir fáeina klukkutíma var orðin 2—3 mílna leið milli bátanna þriggja. Um kvöldið gátum við ekki séð hver til annars. Nú kom flugvélin í kvöld- ferðina og hlýtur að hafa farið beint yfir okkur — eða að minnsta kosti yfir einhvern af bátunum. En ekk- ert gerðist. Það varð lítið um svefn um nótt- ina. Fyrst og fremst vorum við að hugsa um þetta að vera orðnir við- skila. En fleira hélt vöku fyrir mér. Mér fannst að einhver stórtíðindi væru í aðsigi og þess vegna gat ég ekki sofið. Þessi tilfinning hefur á fleka — smitað Johnny og Jimmy, þó að mjög væri af þeim. dregið, því að mér fannst á þeim að þeir væru von- góðir. Ég sofnaði ekki fyrr en klukku- tíma fyrir sólarupprás, og svaf fast og svaf af mér merkilegustu sólar- uppkomu, sem orðið hafði í tuttugu daga. Þegar ég sofnaði, hafði ég ekki séð annað en tómt haf, tóman himinn og tóma veröld. Þegar ég opnaði augun aftur tutt- ugasta og fyrsta morguninn fann ég að De Angelis var að hrista mig eins mikið og hans veiku kraftar leyfðu. Hann tók í öxlina á mér og nefndi nafnið mitt. — Hættu þessu, sagði ég. — Hvað gengur að þér? — Jim, sagði hann. — Líttu á þetta. Það getur verið loftspeglun, en mér sýnist það vera eitthvað meira. Við sjáum land .. . . ? Ég rétti eins vel úr mér og ég gat. Það var óþarfi að benda. Þetta var engin loftspeglun. Yfir þveran sjón- deildarhringinn sást rönd með pálmagróðri, um tíu mílna löng. Við vorum tólf mílur undan, svo að jörð- in sást ekki. En ég þóttist viss að þessir pálmar hlytu að standa á þurru landi. Við sáum ekkert til hinna bátanna. Klukkan 6.30 þann 11. nóv. lagði ég út aluminiumsárunum, og í hálf- an áttunda tíma réri ég til þess að ná landi. Félagar mínir voru bágir. De Angelis gat hreyft hendurnar enn heldur ekki meira. Hann vildi hjálpa mér til að róa, en hafði ekki þrek til þess nema tvær mín- útur í einu. Jimmy Reynolds lá í hnipri niðri í bátnum. Hann virtist vera aðfram kominn. Augun voru sokkin djúpt niður í tætturnar svo að þetta var líkast hauskúpu. En hann var eins og engill til síð- ustu stundar. Þó hann gæti varla hreyft legg eða lið, sagði hann: — Mér líður alls ekki sem verst, bara dálítið þreyttur. Ég ætla að standa upp og hjálpa þér, Jim. Allan róðurinn sat hann út við borðstokkinn fyrir aftan mig og jós sjó yfir hnakkann á mér, því að frá því klukkan tíu um morguninn var hitinn óþolandi. Ef hann hefði ekki hjálpað mér á þennan hátt, tel ég víst að ég hefði gugnað. Við höfðum áætlað að vera komn- ir að landi um hádegi, og vegna þess að mér hafði vaxið hugur gat ég róið talsvert vel. Og klukkan tólf voru 250 metrar að landi. Ég hafði opnað munninn og ætlaði að fara að segja Jimmy og.Johnny að bráð- um mundum við komast í æti. En þá bar annað til tíðinda. Báturinn lét ekki að stjórn. Og nú rak okkur til hafs á fullri ferð. Ég gat ekki hindrað það með árun- um. Við höfðum lent í röst, sem bar okkur langt út, að minnsta kosti mílu. Þessi litla, mjóa eyja sigldi hægt fram hjá okkur eins og stórt far- þegaskip, sem siglir gegnum Golden Gate. Ég vissi að eyjan var kyrr. Það var okkur sem rak, þó að okk- ur sýndist eyjan vera komin á sigl- ingu. Við höfðum stefnt á endann á henni, en nú vorum við út af henni miðri. Hafi ég nokkurn tíma hljóðað af sársauka hlýt ég að hafa gert það núna. Mér fannst öllu lokið. Ég tók himininn til vinstri til vitnis um að ég kjökraði. Það var ekki meir en svo að ég gæti haldið í árarnar, þó léttar væru. En samt vorum við þó ekki langt frá þurru landi — og lífs- voninni. Og um leið og ég sá pálma- röðina færast fjær og fjær, þvarr mér lífsvonin. Ef við áttum að ná landi varð það að gerast nú — strax. Ég horfði á Jimmy, sem hafði lagzt út af aftur. Og ég horfði á Jo- hnny De Angelis. Báðir voru sjúkir og örmagna, svo að ég gat ekki vænzt neinnar hjálpar frá þeim. Nú varð að gerast kraftaverk. Ég mundi kraftaverkið þrettánda dag- inn, þegar rigningin kom. Og ég mundi að við höfðum beðið. Nú bað ég Drottinn um hjálp. Ég bað hann um að gefa mér þrek. Og lyfti árunum. Réri. Eftir hálftíma réri ég enn — og okkur miðaði áfram. Meðan straum- urinn hafði borið okkur til hafs var ég máttvana. En nú tókst mér að sigra strauminn. Ég sigraðist á þeim öflum, sem höfðu borið mig ofurliði áður. Ég sneri bátnum og leit til lands til að taka stefnuna. ÆFINTÝRIÐ. ,,Mamma,“ sagði Gúndi litli, „byrja öll æfintýri svona: Einu sinni var?“. — ,,Ænei,“ andvarp- aði mamman. „Þau byrja með því að hann pabbi þinn símar og segir: — Við höfum svo mikið að gera í skrifstofunni í kvöld.“ o Meðan sannleikurinn staulast inn að Elliðaám kemst lygin austur á Langanes. — N. N. NÝR FRANSKUR FRANKI. — í frönskum barnabæ, sem fékk að heita „Francville“, fengu börnin leyfi til að halda cinskonar frumsýningu á nýju franska frankanum — franc nf (nouvel franc), sem jafngildir 100 gömlum frönkum. Gekk nýi frankinn í gildi 1. janúar. — Slátrari barnabæjarins er að setja verðmiða á vörur sínar. Og tölurnar eru svo lágar, að Frakk- ar hafa ekki séð „jafn lágt verð“ á matvörum í áratugi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.