Fálkinn


Fálkinn - 25.03.1960, Side 11

Fálkinn - 25.03.1960, Side 11
FÁLKINN 11 ☆☆☆ litla saban *** CoL l^obertiion: Blómastígur ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Þessari djöríu hugmynd skaut upp hjá Pennyfold eftir að hann hafði talað við eldri forstjórann um morguninn. Það var hræðilegt úr- I ræði en þrautalending. Breyta nokkrum tölum hér og hvar í bók- : unum . . . Ef hann kæmi aftur eftir skrifstofutíma, undir því yfirskyni að hann þyrfti að ljúka einhverju sem lá á, ætti að vera auðvelt að ganga frá þessu. Pennyfold hafði unnið þarna 1 þrjátíu ár — mikla vinnu fyrir lítið kaup. Á hverjum morgni fór hann með lestinni klukkan átta frá Long Heathton og kom ekki heim fyrr en seint á kvöldin. Og hann var orðinn geðveikur af þessu öllu saman. Hefði hann átt fleiri frístundir þá hefði hann getað skipt sér meira af garðinum og blómunum. Og kann- ske hefði þá heitasta ósk hans rætzt. Að hann yrði beðinn um að vera dómari á blómasýningunni. Það var heitasta ósk Pennyfolds. En ekki Amy, konunnar hans, sem var ráðdeildarsamari en hann. Þó að þau höfðu fengið dálítinn arf, sem hefði gert honum fært að hætta skrifstofuþrældómnum og sinna hugðarmáli sínu, blómaræktinni, mundi Amy aldrei taka það í mál, að hann hætti. Þá mundu eftirlaun- in verða þeim mun minni. Það var þess vegna, sem hann neyddist til að beita brögðum. Pennyfold var staðráðinn í að láta reka sig úr vistinni. Það var Amy, sem átti sökina á þessu tiltæki, þó aldrei mundi hún fá að vita það. Giftur og friðsamur maður verður að vera klókur. Um morguninn hafði hann talað við eldri forstjórann. Þegar hann hafði staðið andspænis þeim mikla manni áður, hafði hann verið lotn- ingarfullur. En nú lét hann dæluna ganga. — Mér finnst tími til kominn að ég segi meiningu mína, herra for- stjóri, byrjaði hann. -— Eins og þér vitið hef ég unnið hér í yfir 30 ár. Ég hef alltaf gert mér von um aci verða skrifstofustjóri. — Jæja? Forstjórinn hnyklaði brúnirnar. — Já, herra forstjóri. Ég hef unn- ið mikið og samvizkusamlega — og hef oft kennt yngri mönnunum, hvernig þeir eigi að vinna. En ég hef orðið að horfa upp á, að þeir hafi verið teknir fram yfir mig. — Ég gerði mér von um að fá stöðu Whiteheads, þegar hann hætti, en í staðinn vr.r Sprightly, aðvífandi maður, tekinn í hana. Ég veit, að hann er duglegur, en . . . — Bíðið þér'við! Rödd forstjórans var byrst og ógnandi. Það er bezt að þér hlustið á mig áður en þér segið meira. Þarna kom það! Skugginn af ax- arblaðinu. Kannske var þetta nóg til þess að hann yrði rekinn. Eða þurfti meira? — Mér er fullkunnugt um dugnað Framh. á bls. 15. KXSOttíÍOtÍOCÖÖÍXÍSOtSÍSÖÍXSÍHSOtMSOiSOÖÍXÍÍSOíJÍXSÍÍÍÍtMÍÍÍíXlOttíMSttíÍÍÍtÍÍXSÍSíÍíraíSyíÍtÍÍÍíStSÍSíXÍÍSÍXÍÍÍÍÍttWSiSiÍílíÍíXSÍÍÍÍíX ífr Víðri tfercíd HÚN var dóttir ensks skipa- eiganda, sem velti sér í milljón- um. HANN var eignalaus og at- vinnulaus, en barst mikið á. — Stundum varð hann að „slá“ vin- stúlkur sínar fyrir matarbita. FAÐIR HENNAR heitir Harry Littleton Dovosett en biðillinn, sem vildi verða tengdasonur hans heitir Edward Langley. Hann vildi eiga Katharine Dowsett,sem er tvítug og Ijóshœrð. Hvorugt vildi bíða þangað til hún yrði 21 árs, en þá gat hún gifzt hverj- um sem var og hvað sem pabbi sagði. urstöðu, að hann yrði að hamra járnið meðan heitt vœri. Annars mundi einhver annar ná í Kat- harine frá sér. Þeim kom saman um að strjúka til Gretna Green, norðanvert við landamœri Skotlands og giftast þar á laun. Þar þurfti ekki for- eldrasamþykki, ef brúðhjónin voru yfir 16 ára. En þau urðu að dvelja í Skotlandi hálfan mánuð áður en þau giftust. Skömmu eftir að Dowsett hafði skipað Langley að ná sér í vinnu, litaði Kata hárið á sér rautt, setti upp hettuklút og laumaðist að Hryggbrotni Þegar þau kynntust hafði Ed- ward verið í makki við aðra ríka stúlku, Charmian Mostyn. Hann vildi giftast Charmian, en hún var ekki nœrri eins ástfús og Kat- harine. Hann sótti hana oft heim í London. „Ég gaf honum að éta, því að hann átti aldrei eyri fyrir mat. Ég var bráðskotin í honum, en þegar hann spurði, hvort ég vildi giftast sér, þó hann vœri bœði blankur og öreigi — bað hún mamma mig að bíða í sex mánuði,“ segir Charmian. — „Og pabbi réð mér til að gleyma Langley sem allra fyrst. Ég tók mér þetta nærri fyrst í stað, en þegar ég hitti hann næst sagðist hann vera trúlofaður Katharine Dowsett.“ -----Dowsett útgerðarmaður hefur jafnan verið talinn einbeitt- ur en réttsýnn maður og hefur eytt miklum peningum um œf- ina. En hann hefur alltaf viljað fá eitthvað fyrir peningana. Kat- harine var augasteinn hans og hann varði stórfé til að mennta Tvívegis hefur EDWARD LANDLEY reynt að giftast til f jár, en mistekizt í bæði skiptin. Foreldrarnir spilltu. hana í dýrum skóla í Sviss. Vit- anlega vildi hann láta Katharine giftast, en hann var svo gamal- dags að halda því fram, að mað- urinn œtti að geta alið önn fyrir konunni sinni. En Langley var á öðru máli. Og þegar Dowsett, sem nýverið hafði gert samning um skipasmíð- ar fyrir 6 milljón pund, sagði Langley, að hann yrði að fá sér atvinnu og sanna, að hann gœti unnið fyrir heimili áður en hann héldi áfram að gœla við Kathar- ine, komst Langley að þeirri nið- heiman með litla tösku í hend- inni. Þau Langley ætluðu að dvelja huldu höfði í Skotlandi þessa áskildu 15 daga. Þau komu sér fyrir við Lomond-vatnið, sem Skotar syngja svo fallega um. En þau fengu ekki tækifœri til að syngja um fegurð vatnsins. Dowsett gerði út hóp af njósnur- um, sem snuðruðu verustaðinn uppi, og síðan fór hann í snatri til Lomondside. Hann heimtaði að Kata kœmi heim umsvifalaust og sliti öllu sambandi við Langley. En hún sagði nei. Elskendurnir óku burt en Dowsett stóð eftir og bölvaði sér upp á, að aldrei skyldi þessi á burt. Dowsett elti og ók fram úr þeim skammt frá gistihúsinu og hleypti þeim ekki framhjá. „Út úr bílnum með þig! hróp- aði Dovsett og þreif í jakkahorn- ið á Langley, en Kata hélt dauða- haldi í hann og var farin að skœla. Þeir skömmuðust ógurlega Dowsett og biðillinn. -— Gefið þér okkur fœri á að lifa okkar eigin lífi, stundi Lang- ley. En hann minntist ekkert á hvernig þau œtluðu að draga fram það líf. — Ég vil ekki yfirgefa hann! volaði Kata. Eftir gömlum og góðum sið hefði Dowsett nú áti að lumbra á flagaranum. En í staðinn fór hann að grátbœna Kötu um að koma heim. Langley minnti hann á að Kata væri orðin tvítug og nógu gömul til að vita hvað hún vildi. En faðirinn var á öðru máli. — Hún er ekki fullveðja, sagði hann. — Þér hafið brotið lög! Og svo veifaði hann skjali, sem hann hafði náð í daginn áður hjá Edmund Davies dómara, þess efnis, að Kata vœri enn undir umsjá laganna og mœtti ekki gift- ast nema með leyfi yfirvaldanna. Auk þess var þarna skipun til Langleys um að skila yfirvöldun- um Kötu fyrir 23. maí og láta hana afskiptalausa upp frá því. Ef hann gerði það ekki, mundi honum verða stungið í tukthúsið undir eins og hann kœmi til Eng- lands. Nú varð Langley býsna fram- lágur. Þetta var eitthvað annað en brúka kjaft við tengdapabb- ann. Og hann gat ekki betur séð biðillinn deli fá Kötu eða milljónirnar hennar. Hann elti þau. Undir morgun fann hann þau í Inversnaid Hotel. Fyrst fór hann upp í herbergi Kötu og talaði við hana. Svo fór hann inn til Lang- leys. Eftir nokkra stund kom hann niður aftur og settist til að bíða eftir skötuhjúunum. En þau komust út bakdyramegin og óku en Dowsett œtlaði að fara í handalögmál. Dowsett var vel að manni og auk þess hafði hann bílstjórann til að hjálpa sér, ef á þyrfti að halda. Ef til vill lægi Langley rotaður á vígvellinum innan stundar? — Náið þér í lögregluna fyrir mig, bað hann einn áhorfandann. Frh. á bls. 15. Dowsett útgerðarmaður les plöggin yfir Langley og dóttur sinni. ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÍSÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖOÖÖÖÖÖ!

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.