Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.06.1960, Blaðsíða 5
FALKINN 5 í sambandi við Hannover-kaupstefnuna opnaði banki þar í borg útibú við veginn að aðal- inngangi sýningarsvaeðisins. Hægt var að aka bifreiðum gegnum bygginguna og fá afgreiðslu gegnum glugga þeirra. Sjónvarp var haft milli útibúsins og aðalbankans og með því móti gengið úr skugga um gildi tékka og annarra slíkra pappíra. Hér má sjá hvernig þessi við- skipti gengu fyrir sig. • Ur öllnm áíUiin • ekki skríll — mundu myrða kon- unginn sinn. Við gerðum ráð fyrir, að hann yrði sendur í útlegð, og Hussein sagði við okkur, að við yrðum að vera við því búin að fylgja konunginum, hvert svo sem hann fæ'ri. Farangurinn okkar var borinn út í vagninn. Ég sótti drengina og sagði þeim, að nú yrðum við að halda af stað í ferðina. En allt í einu hrukkum við öll í kuðung. Það var barið fast á for- stofudyrnar. Einhver öskraði og hrópaði að við yrðum að opna und- ir eins. Þetta var lágt settur emb- ættismaður úr höllinni. Hann var slituppgefinn og kófsveittur, augun voru æðisgengin og skelfingin skein úr þeim. Hann gat varla talað í samhengi. Og nú stundi hann upp, kjökrandi: — Þið verðið að flýja strax ef þið viljið lífi halda. Hikið ekki eitt augnablik. Þeir hafa myrt alla kon- ungsfjölskylduna í höllinni, og koma bráðum og ætla að drepa ykkur líka. Og svo fengum við*að heyra alla söguna. Konunghollur oíursti hafði sagt Feisal, að ekki væri nokkur von um björgun. Og er konungur hafði litið yfir varðmennina, sem lágu dauðir í hallargarðinum, sagði hann: — Ég ætla að stöðva þessi morð sjálfur! Ég vil ekki að fleiri hermenn láti lífið fyrir mig. Og svo sendi konungur adjutant sinn út með hvíta veifu og lét hann skila, að konungurinn væri reiðu- búinn til að gefast upp. En að hann óskaði griða og þess að fá að fara frjáls úr landi með allt sitt fólk. Eftir stutta stund kom foringi úr uppreisnarhernum inn í höllina með adjutantinum. Hann sagði við kon- ung: — Komið þér með mér. Ég skal fylgja yður út í vagnana. Konungur kallaði nú á fjölskyldu sína og þjónustufólk. Það voru 25 —30 manns alls. Auk gömlu ekkju- drottningarinnar og krónprinsins, sem var 43 ára, var þarna Hiyam krónprinsessa, fríð kona og aðeins 25 ái'a, og Abia prinsessa, sem var systir húsmóður sinnar, föðursyst- ir konungs og dóttir ekkjudrottning- arinnar. Abdia prinsessa var 52 ára og ógift, einstök gæðakona, sem lét sér mjög annt um munaðarleysingja. Hún hafði þrjú börn hjá sér þennan sama morgun. Það hefur. líklega verið út af þess- um þremur börnum, sem sú fregn barst um víða veröld, að þrjú börn Badiu prinsessu hefðu verið myrt í blóðbaðinu í Bagdad. Og ef til vill hafa þessi umkomulausu börn orðið til þess að bjarga drengjum Badiu. Þeir hefðu varla komizt undan, ef morðingjarnir hefðu haldið að þeir væru á lífi. MORÐ! Niður í garðinum fýrir framan höllina voru breið þrep. Og í miÖj- um garðinum var gosbrunnur. Alls stáðár lágu lík fallinna varðmanna og iippreisnarmanna eins og hráviði. Þarna átti konungur og fylgdarlið hans að ganga út í bílana. Konungs- fólkið gekk í röð niður þrepin áleiðis til uppreisnarmannanna, sem stóðu hreyfingarlausir. Hiyam prinsessa gekk á vinstri hönd konunginum, serft var náfölur þrátt fyrir allan hitann. Hún hélt í höndina á mann- inum sínum, krónprinsinum, sem leiddi ekkjudrottninguna, en hún hélt á kóraninum í uppréttri hægri hendi. Konungurinn reyndi líka að styðja gömlu konuna, Og svo kom Abdia prinsessa með munaðarleys- ingjana þrjá. Uppreisnarliðsforinginn gekk nokkur skref á undan með vélpíst- ólu undir hendinni. Og hermenn- irnir stóðu í langri röð. Allt í einu sneri foringinn sér á hæli, miðaði vélpístólunni og skaut á konungsfólkið. Og á sömu stundu skutu hermennirnir líka. Að því er ég bezt veit komust að- eins þrír úr hópnum lífs af —- emb- ættismaðurinn, sem kom til að að- vara okkur, tyrknesk eldhússtúlka, sem gat flúið í tyrkneska sendiráðið, og Hiyam prinsessa. Hún fékk skot í fótinn og nokkrir hermenn tóku hana og fleygðu henni út að múrvegg og munu hafa ætlað sér að drepa hana síðar. En henni tókst að villa á sér heimildir — kvaðst vera kunningi konungs- fjölskyldunnar og þá var henni hlíft og hún komst á spítala. -----Hvað eftir annað lá Badiu prinsessu við yfirliði meðan boðber- inn var að segja þessa hörmungar- sögu. Hún hafði misst móður sína, bróður sinn, bróðurson sinn og fjölda vina í einu vetfangi. Tveim dögum síðar var forsætis- ráðherrann í írak, Nuri al Said myrtur, Maðurinn bak við uppreisn- ina, Abdul Karim Kassem, hefur síðan ráðið öllu í landinu. Hann er fæddur 1914, tók þátt í síðari heims- styrjöldinni, í Palestínu, og var orð- inn hershöfðingi í írak-her, þegar hann gerði byltinguna. ★ FARMIÐI TIL HIMNARÍKIS. Aust urríkismaður nokkur, sem kallar sig Pater Laurentius, hefur mokaö sam- an peningum með því aö heimsœkja gamlar konur og selja þeim farmiða eða vegabréf til himnaríkis. Hann gengur í svörtum jesúitafrakka og kvenfólkið stenst hann ekki. Ekkja ein, 83 ára, borgaði honum aleigu sína til að tryggja sér himnaríkis- vist, en síðan liefur sveitin orðið ÓÖLDIN í SUÐUR-AFRÍKU. — I London hafa margar kröfugöngur verið gerðar út af meðferðinni á blökkumönnum. Hér sést einn hóp- urinn fyrir utan South African House við Trafalgar Square í London. Spjöldin í fylkingunni sýna álit kröfugöngumanna á athæfi Verwoerd-stjórnarinnar. að sjá henni farborða, því að hún hefur ekki notað farmiðann enn. En nú hefur lögreglan tekið þennan falska prest að sér. Hann er aðeins 26 ára og hefur aldrei prestur verið. Rétturinn i Wien dœmdi hann í 33 mánaða fangelsi. ★ ALEC GUINNESS, enski leikarinn, er nýlega orðinn kaþólskur og hefur fengið tilboð um að leika Píus XII. í nýrri kvikmynd. Hann er á báðum áttum um hvort hann eigi að þora að taka það að sér. ★ MEXÍKÖNSK milljónamœringsfrú, sem heitir Galinda Terry, hefur stofnað nýjan bókmenntaverðlauna- sjóð, og skal verðlaunum úthlutað fimmta hvert ár af rithöfundafél- aginu í Tampico. Skulu verðlaun hljóta „þeir rithöfundar, sem draga dár að tengdasonum og jafnframt leggja áherslu á kosti tengdamœðr- anna“. Þess er ekki getið hvort frú Galinda á nokkurn tengdason, en mjög er sennilegt að svo sé. ★ DR. KONRAD ADENAUER kansl- ari var gerður heiðursdoktor þriggja háskóla í Bandaríkjunum er hann var á ferð vestra í vor, nfl. Prince- ton-háskóla og tveggja háskóla í Californiu. Er gamli maðurinn nú heiðursdoktor 19 háskóla alls. ★

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.