Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 10.06.1960, Blaðsíða 14
14 FALKINN Óþægur hundur. Xiátriu ('ttllus — * FRAMH. AF 7. SÍÐU — Stundum, heldur hún áfram hugsandi, — verð ég konan sem ég er að leika. Ég verð svo innlifuð henni, að ég verð fyrir alveg rétt- um áhrifum af hinum persónunum í leiknum. Þó að ég heyrði ekki orð af því, sem þær eru að syngja, mundi ég vita upp á hár hvernig ég á að haga mér. Ég fór út í annað, sem mér hafði verið forvitni á lengi. — Veiztu eig- inlega hve mismunandi þau eru, öll þessi leikatriði, þar sem þú leikur brjálaða manneskju? — Hefur þú tekið eftir því? sagði hún áköf. -— Segðu mér, hvernig þú lítur á það. — Þegar ég sá þig leika rauna- mæddu, hálfgeggjuðu stúlkuna í I Puritani, til dæmis þar sem drottn- ingin er viðstödd; þá fannst mér endilega að hún mundi ná heilsu aftur. — Ég trúði líka á það, segir Maria. — En í Lucia, sem ég heyrði þig syngja í Metropolitan-óperunni, vissi ég að þú varst með ólæknandi geð- veiki frá því að ég sá þig í efsta þrepinu í stiganum eftir að þú hafð- ir drepið manninn þinn. Það er ekki erfitt að skilja, hvers vegna aðrir forðuðust þig — hræddir og vor- kennandi. — En ég gerði ekki annað en koma inn, sagði hún hugsandi. — Hvað gera hinar, sem syngja Luciu? — Þær koma bara inn, svaraði ég. — Með rýting í hendinni. En þú stendur bara þarna, vesalings hættulegi vitfirringurinn. — Og ekki með neinn rýting, seg- ir hún sigri hrósandi. Maria Callas hefur þegið náðar- gjöf, þar sem rödd hennar er. Það er ein fegursta rödd í heimi — kann- ske sú fegursta. En það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir hana að beita henni eins og hún vill. Það hefur kostað strit að ná árangrin- um. Það hefur ekki verið létt fyrir hana sjálfa — eða hennar nánustu. Oft er hún taugaveikluð og eins og undir fargi. En eins oft hef ég séð hana þolinmóða og nærgætna, vinalega og gamansama, — þakkláta fyrir allt gott, sem henni er sýnt. Þegar hún kemur til London, held ég alltaf dálítið samkvæmi fyrir hana, eins og áður er getið. Gest- irnir eru allskonar fólk og á öllum aldri, en ég hef lofað henni því að bjóða aldrei gestum, sem skilja að minnsta kosti ekki svolítið af list hennar. íbúðin mín er ofur lítil, og við þessi tækifæri er allt húsrúmið not- að. Og Callas talar við okkur eins og ung skólastúlka mundi gera. Hún er söm og jöfn við alla. — Stundum sýnum við mjófilmu af síðustu heimsókn hennar. Við fá- um hana til að skrifa nafnið sitt á grammófónplötur og myndir og hlustum eftir hverju orði, sem hún segir. Þarna er rólegt andrúmsloft í vinahóp, en allir líta upp til henn- ar. Maria Callas er mjög alhliða persóna. Ég hef séð hana sem spenn- andi konu, yndislega og töfrandi konu, hættulega konu — í öllum hlutverkunum, sem ég hef heyrt og séð hana í. Og svo get ég bætt við: og sem stritandi konu líka. Mér er hugljúft að minnast henn- ar eins og ég sá hana í „fangaklef- anum“ í Milano, með myndirnar af öllu fræga listafólkinu brosandi til hennar frá þilinu. Nú er það hún, sem ber kórónu þá, sem þeir báru einu sinni. Hún er Prima Donna Assoluta — fremst í flokki söng- gyðjanna. —x—- Lýsingin, sem vinkona sönggyðj- unnar, skáldkonan Mary Burchell, gefur á hjúskaparást Mariu og Bat- tista er orðin úrelt, því að nú eru þau skilin, að minnsta kosti um sinn. En greinin hefur það til síns ágætis, að hún lýsir vel tilfinningum frægs listafólks, sem ber ótakmarkaða virðingu fyrir list sinni. Óli á Hrauni var sendur í kaup- staðinn með gæruskinn, sem hann átti að selja. En Óli var dálítið ein- faldur. — Ég skal kaupa skinnið, segir kaupmaðurin, — en ég sé að það er götugt, og ég dreg fimmtíu aura frá verðinu, fyrir hvert gat. —■ Jæja þá það. Hvað heldurðu að ég eigi að borga mikið með því? ★ Það var í gamla daga, meðan ís var tekinn á Tjörninni. Gvendur gamli spengill er að saga ís fyrir Nordal, og fógetafrúin gengur hjá og fer að hafa orð á því, að það muni vera kalt verk að standa all- an daginn og saga ís. — Æjá, víst er það kalt, en þó er það ekkert hjá því, sem maður- inn við neðri endann á söginni verð- ur að þola. KROSSGÁTA FÁLKANS Sí ynnffar: 49. Gelt, 50. Samhljóðar, 53. Fljóta, 54. Bjarmi, 57. Samneyti, 60. Fiska, 62. Einkennisst., 63. Fangamark. Lárétt: 1. Sívalningur, 5. Biblíu- nafn, 10. Þáttur, 12. Félagsheimili, 14. Skjóllausar, 15. Draup, 17. Greipt, 19. Tré, 20. Fyrirstöðu, 23. Þrír eins, 24. Úði, 26. Er óviss, 27. Landseta, 28. Dóna, 30. Rödd, 31. Frauð, 32. Skemmtun, 34. Stráka- pör, 35. Þrætugjörn, 36. Föla, 38. Segulverkin, 40. Ofaukna, 42. Skinn, 44. Fantur, 46. Svarar, 48. Snökt, 49. Mátturinn, 51. Gróðurland, 52. í spilum, 53. Voldugs, 55. Sam- bandsheiti, 56. Sljákka, 58. Tónn, 59. Yfirhöfnin, 61. Fugls, 63. Skemmd, 64. Barmur, 65. Merki. oCaum d Iroiácjdtu í iíÁaita LlaL Lárétt: 1. Brögð, 5. Kubbs, 10. Georg, 12. Grátt, 14. Serki, 15. Eik, 17. Erjar, 19. Víg, 20. Rúmrusk, 23. Öli, 24. Assa, 26. Rjómi, 27. Hrat, 28. Latur, 30. All, 31. Sanna, 32. Aría, 34. Ekru, 35. Óðagot, 36. Tromfa, 38. Ansa, 40. Utar, 42. Losna, 44. Gæf, 46. Snæri, 48. Ypta, 49. Einar, 51. Aðan, 52. Mar, 53. Efnileg, 55. Inn, 56. Slægð, 58. Ina, 59. Lunga, 61. Stela, 63. Töngl, 64. Iðaði, 65. Tópas. Lóðrétt: 1. Athöfn (ef.), 2. Sam- tenging, 3. Durg, 4. Stéttarfélag, 6. Fangamark, 7. Undiroka, 8. Skammst., 9. Stærilæti, 10. Bæjar- nafn, 11. Hríð, 13 Ósnotur, 14. Sveigt, 15. Hanga, 16. Hviða, 18. Ófús, 21. Einkennisst., 22. Sam- hljóðar, 25. Urmull, 27. Svekkta, 29. Land í Afríku, 31. Ágenga, 33. Málmur, 37. Gletta, 39. Faraldur- inn, 41. Stafirnir, 43. Ökumanns, 44. Mæla, 45. Óbundin, 47. Sleifin, Lóðrétt: 1. Bergstaðastræti, 2. Rok, 3. Örir, 4. GG, 6. UG, 7. Brek, 8. Bár, 9. Stjörnufræðings, 10. Geisa, 11. Piróla, 13. Talan, 14. Svalt, 15. Emja, 16. Kuml, 18. Rit- an, 21. Úr, 22. Si, 25. Auranna, 27. Harmana, 29. Rigsa, 31. Skots, 33. AOA, 34. Eru, 37. Glyms, 39. Bæn- ina, 41. Sinna, 53. Ópals, 44. Gini, 45. Fala, 47. Rangl, 49. Ef, 50. RE, 53. Eðla, 54. Glöp, 57. Geð, 60. Una, 62. Að. 63. TÓ.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.